Alþýðublaðið - 26.09.1987, Qupperneq 14
14
Laugardagur 26. september 1987
S.U.J. Fundarboö
Sambandsstjórnarfundur verður haldinn laugar-
daginn 3. október ( Alþýðuhúsinu í Hafnarfiröi kl.
13.00.
Dagskrá:
1) Kosning
2) Rædd starfsemi sambandsins
3) Endurskoðun sambandsins
4) Önnur mál.
Sambandsstjórn.
Kvenfélag Alþýðuflokksins
í Hafnarfirði
Fundur verður haldinn í Alþýðuhúsinu Strand-
götu 32 fimmtudaginn 1. október kl. 20.30.
Gestur fundarins verður Guðmundur Einarsson
framkvæmdatjóri Alþýðuflokksins.
Mætið vel og stundvíslega.
Stjórnin.
OPNUNARTILBOÐ 4
20 TOMMU
SAMSUNG
UTSJONVARRSTÆKI
MEÐ ÞRAÐLAUSRI
FJARSTYRINGU
FYRIR AÐEINS
KR. 33.900
Monitorútlit Tvöfalt hátalarakerfi Sjálfvirkur stöðvarleitari
48 rásir 16 stöðva minni Heyrnartólsútgangur
Bein vídeótenging (monitor eiginleikar) Hlífðargler fyrir skermi
JAPISS
BRAUTARHOLT 2 KRINGLAN SiMI 27133
Útflutnings-
handbók
Búnaðarbanki íslands hefur um
nokkurt skeið unnið að því að þróa
nýjan þátt í starfsemi sinni, sem
miðar að því að greiða fyrir og efla
vaxandi útflutningsviðskipti í land-
inu bæði í nýjum og eldri greinum
útflutnings. Bankinn telur eðlilegt
og skylt að verja tíma og fjármagni
til þessa verkefnis ef það mætti
verða til þess að auka umsvif, fjöi-
breytni og árangur í þeirri grein ís-
lensks efnahagslífs, sem hvað
mestu máli skiptir.
Starfsemi þessi, sem hófst síðari
hluta árs 1985, hefur m.a. verið
fólgin í því að bankinn hefur í sam-
starfi við erlenda viðskiptabanka
og fyrirtæki á þeirra vegum kynnt
sér nýjar leiðir í útflutningsmálum
og kannað stöðu á ýmsum mörkuð-
um. Þessum upplýsingum hefur
síðan verið miðlað til íslenskra út-
flytjenda.
Markaðsstarfsemi þessi hefur
bæði beinst að hefðbundnum
mörkuðum á Vesturlönum svo og
mörkuðum í A-Evrópu auk ýmissa
athugana á fjarlægari mörkuðum.
Leitast hefur verið að afla upplýs-
inga um nýja viðskiptahætti á þess-
um mörkuðum eins og að framan
segir og koma á sambandi milli
áhugasamra erlendra kaupenda og
íslenskra útflytjenda. Eins hefur
bankinn í mörgum tilvikum tekið
að sér að meta viðskiptatraust
hugsanlegra kaupenda m.a. í sam-
vinnu við viðskiptabanka sína er-
lendis og aðra aðila.
Bankinn hefur átt aðild að við-
skiptaviðræðum með útflytjend-
um, sem ýmist hafa leitt til við-
skipta eða eru enn í athugun og
vinnslu. Bankinn hefur sérstaklega
kynnt sér nýja viðskiptahætti í A-
Evrópuríkjum, þar sem miklar
breytingar eru á ferðinni og fylgst
náið með framvindu mála á þeim
markaði. Þessi starfsemi bankans á
við allar íslenskar útflutnignsvörur
auk þess sem sérstaklega hafa verið
kannaðir möguleikar á áhuga og
hugsanlegum möguleikum varð-
andi útflutning ýniiss konar þjón-
ustu svo sem tækniþekkingar á
ýmsu sviði. Það er ennfremur sér-
stakt áhugamál bankans að stuðla
að sölu á Iandbúnaðarafurðum í
samstarfi við þá aðila er með þau
mál fara.
Stuðningar við nýjar og vaxandi
atvinnugreinar svo sem fiskeldi og
ferðaþjónustu er'hluti af framan-
greindri starfsemi bankans, m.a. í
samstarfi við ýmsa erlenda aðila.
Það var strax mikilvægur þáttur
í þessari starfsemi bankans, að upp-
lýsingastarfsemi um útflutnings-
mál, bæði gagnvart íslenskum út-
flytjendum og öðrum þeim aðilum
hérlendis, er annast útflutning svo
og til þeirra aðila erlendis, er kynnu
að hafa vaxandi áhuga á viðskipt-
um við íslenska útflytjendur. Þátt-
ur í þessari viðleitni bankans er út-
gáfa sérstakrar útflutningshand-
bókar, sem hef ur að geyma í máli og
myndum fjölmargar leiðbeiningar
„fyrir stór og smá fyrirtæki um
vinnuaðferðir, reglur og aðstoð í út-
flutningsstarfinu“ eins og segir í
formála þessarar bókar.