Alþýðublaðið - 26.09.1987, Page 15
Laugardagur 26. september 1987
15
Samkvæmisdansarnir
w
i
sókn
Taliö er að um 18—20 þúsund manns sæki tíma
hjá dansskólunum í vetur. — Unglingarnir vilja nú
læra sígildu samkvæmisdansana og þeir
hörðustu æfa þrisvar til fjórum sinnum í viku.
Esther Inga Söring og Jón
Þór Antonsson taka í fyrsta
sinn þátt í árlegri dans-
keppni fyrir íslands hönd í
Blackpool I Englandi 1987.
Prátt fyrir jassball-
ett, diskófrístœl, eró-
bikk og ýmsar hreyfi-
listir hefur þjóðin
alltaf áhuga fyrir
samkvœmisdönsum.
Ahuginn virðist fara
vaxandi og danskenn-
arar segja að í dag
vilji unglingarnir iðka
samkvœmisdansana
eins og hverja íþrótt,
œfa jafnvel þrisvar til
fjórum sinnum í viku
þeir hörðustu.
Dansskólarnir virðast því ætla að
njóta góðs af heilsubylgjunni svo-
kölluðu, því miðað við könnun sem
Dansráð íslands lét gera í fyrra er
talið að 18-20 þúsund manns sæki
námskeið eða tíma hjá dansskólun-
urn víða um land í vetur. Þrátt fyrir
harðnandi samkeppni um frítíma
fólks virðist dansinn alltaf laða og
hefur almennur áhugi líkast til
aldrei verið meiri en nú, að mati
danskennara. Ahuginn virðist sér-
staklega hafa aukist fyrir sam-
kvæmisdönsunum og virðist unga
fólkið jafn áhugasamt og þeir eldri.
Um 60 danskennarar
í samræmi við dansáhugann
hafa dansskólar sprottið upp og
danskennarar innan Dansráðs Is-
lands eru nú um 60 talsins og skól-
arnir 17. lnnan Dansráðs eru ein-
göngu kennarar með fullgild rétt-
indi. Nokkrir kennarar og skólar
standa utan Dansráðs og hafa ekki
viðurkennd réttindi.
Dansskólarnir eru ekki eingöngu
með starfsemi sína á Reykjavíkur-
svæðinu því um árabil hafa nokkrir
skólar verið með námskeið víða um
land og eru nú nokkrir danskennar-
ar búsettir á landsbyggðinni, m.a. á
Snæfellsnesi, Austfjörðum og í
Grindavík.
Síðastliðin 3 ár hefur verið hald-
inn íslandsmeistarakeppni i sam-
kvæmisdönsum og í fyrra var henni
sjónvarpað. Dansskólarnir fundu
fyrir miklum og vaxandi áhuga eftir
sjónvarpsútsendinguna en undan-
farin ár hafa þeir nokkuð kvartað
yfir því hve lítið hefur verið sýnt af
slíku sjónvarpsefni. íslandsmeist-
arakeppnin í fyrra þótti einstaklega
velheppnuð og er talið að nú sé
tímabil keppnisdansara fyrst að
hefjast fyrir alvöru á íslandi.
Takt,
tilfinningu og reisn
En hvers vegna dans? Því er ekki
auðsvarað en kannski best svarað
með því að manninum sé eðlilegt að
dansa, eða hreyfa sig eftir takti og
tónum. Undir þetta sjónarmið tek-
ur Sigurður Hákonarson danskenn-
ari. Hann segir að auðveidlega megi
sjá að dansinn sé mönnum í blóð
borinn, og bendir á að flestir hafi
eflaust einhvern tímann séð korna-
börn hreyfa sig eftir tónlist úr út-
varpi eða sjónvarpi.
Það er ekki þar með sagt að allir
verði góðir dansarar, þótt flestir
hafi eitthvað í sér til að geta dansað
og geti með æfingunni náð miklum
árangri. Um eiginleika sem góður
dansari þarf að hafa segir Sigurður
Hákonarson: „Hann þarf að hafa
takt og tilfinningu fyrir tónlist og
góðar hreyfingar. Svo þarf hann að
hafa reisn svo eitthvað sé nefnt.“
Sigurður segir ennfremur að það sé
nauðsynlegt fyrir byrjendur að þeir
gera sér grein fyrir mikilvægi undir-
stöðuatriða. Hann segir að fólk
þurfi að gera sér grein fyrir því að
alh taki tíma og æfingu. „Þegar
menn hafa góðan grunn, má enda-
laust bæta við og dansinn verður
enn skemmtilegri eftir því sem
kunnáttan verður meiri. “
„Diskóstjákl“
En hvers vegna eru menn að
leggja það á sig að iæra dans? „Það
er engin skemmtun auglýst án þess
að það sé dans. Það heyrir til hverri
einustu almennu siðvenju og kur-
teisi að kunna dans. Menn eru
hreint út sagt ekki hæfir á manna-
mótum öðruvísi og það gilda reglur
á dansgólfinu alveg eins og í um-
ferðinni," segir Hermann Ragnar
Stefánsson danskennari, formaður
Dansráðs íslands. Hann segir enn-
fremur að menn þurfi síður en svo
að verða einhverjir keppnisdansar-
ar. „Maður á að fara í dans-
skola til að læra að hreyfa sig og
slappa af, kunna að nota ákveðið
spor við ákveðið hljómfall og
kunna að hlusta á tónlistina.“
Sigurður og Hermann eru ekki
hrifnir af skemmtistaðadiskó:
„Það er ekki dans,“ segir Her-
mann, „diskóið hefur raunar trufl-
að dansinn, því það er svo auðmelt
og auðvelt að fara út á gólfið að tjá
sig. Ég hef ekkert á móti tjáningar-
forminu sem slíku, en það er ekki
dans.“ Sigurður vill helst ekkert
tala um diskóið: „Ég held þess þurfi
ekki. Fólk er orðið Ieitt á þessu
diskóstjákli. “
í dansskólunum eru þó kennd
grunnspor í diskódönsum og góðir
diskódansarar þurfa að sjálfsögðu
að kunna ýmislegt fyrir sér. Skól-
arnir eru því flestir með diskó-free-
style, bæði fyrir einstaklinga og
hópa. Það er heldur ekki beint „hið
lærða diskó“ sem Sigurður og Her-
mann tala um.
Rumba,
samba tja tja tja
Samkvæmisdansarnir skiptast í
tvær greinar, suður-anteríska og
ballroom. Þeir suður-amerísku eru
rumba, samba, tja tja tja, jive og
paso-doble. Ballroom dansar eru
enskur vals, tangó, kvikk stepp,
hægt foxtrot og vínarvals. Á ls-
landsmeistarakeppnum er keppt í
báðum greinum. Islenskir keppnis-
dansarar þykja mjög sambærilegir
við dansara á hinum Norðurlönd-
unum, í þessum greinum, en stand-
ast ekki eins vel annan samanburð.
Helsta ástæðan er talin sú að þeir
íslensku tileinka sér aðeins 2-3
dansa úr hvorri grein og eru því ekki
„samkeppnishæfir" í hinum. Eftir
íslandsmeistarakeppnina í fyrra má
hins vegar búast við að breiddin
verði meiri og menn leggi jafnari
áherslu á dansana fimm í hvorri
grein.
Þó verðlaunapeningar og árang-
ur í íslandsmeistarakeppninni eigi
ekki að skipta öllu máli má gera ráð
fyrir að eftir keppnina í fyrra verði
metnaður skólanna mikill í vetur og
miklar æfingar framundan hjá
betri dönsurum. í fyrra skar einn
skóli sig úr á verðlaunapöllunum,
Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar,
og verður að teljast líklegt að aðrir
dansskólar vilji reyna að breyta því.
Keppnisandinn
Af 210 verðlaunapeningum sem
veittir voru á mótinu í fyrra fengu
nemendur Dansskóla Sigurðar Há-
konarsonar 124 verðlaunapeninga.
Nemendur Sigurðar fengu og 12 ís-
landsmeistaratitla af 18 sem keppt
var um á mótinu og skiptust verð-
laun jafnt eftir keppnisgreinunum
tveimur. Sigurður segist að vonum
vera ánægður með þennan árangur,
en aðspurður segist ekki vera farinn
að stressa sig neitt fyrir næstu
keppni, enda gangi skólahaldið
ekki út á það að vinna til verðlauna,
heldur kenna dans.
í svipaðan streng tekur Hermann
Ragnar: „Mér finnst keppnisand-
inn af hinu góða, en það er aðalatr-
iðið að sem flestir fái að vera með
og skólarnir hafi það á sinni skrá að
æfa fólk fyrir íslandsmeistara-
keppni, þannig að allir hafi mögu-
leika."
Næsta íslandsmeistarakeppni
verður haldin í íþróttahúsinu
Digranesi fyrstu helgina í mars, og
verður keppt bæði laugardag og
sunnudag. Þeir sem enn eru ekki
komnir í dansskóna ættu því að
fara að huga að því hvað af hverju
og ennþá er tími til að s krá sig í
skólana, a.rn.k. á vorönnina.