Alþýðublaðið - 06.10.1987, Page 3
3
FRÉTTIR
Félag íslenskra iðnrekenda:
Víglundur boðar
óðaverðbólgu
„Stefnir í 10—15% gengislækkun“
Víglundur Þorsteinsson,
formaöur Félags íslenskra
iönrekenda, segir í nýju
Vigdís
á Ítalíu
Vigdís Finnbogadóttir, for-
seti Islands, hélt í gær til
Ítalíu í opinbera heimsókn í
boði Francesco Cossega for-
seta Ítalíu./Flogið var beint til
Rómar en Ítalíuforseti tók á
móti forseta íslands i
Quirinale-höll, en þar mun
forsetinn búa meðan á dvöl-
inni í Róm stendur. Á morgun
verður flogið til Sikileyjar, en
þar verður dvalið i tvo daga.
Hinni opinberu heimsókn lýk-
ur á föstudag.
fréttabréfi félagsins, að nú
stefni í óöaveröbólgu og
10—15% gengislækkun strax
eftir áramót.
Víglundur segist líta svo á,
að eftir 7,23% launahækkun
1. október séu efnahagsmálin
endanlega farin úr böndun-
um og ekki annað að sjá en
slíku fylgi óðaverðbólga og
gengislækkun. Fleiri úr röð-
um vinnuveitenda hafa lýst
svipuðum skoðunum, eftir
launahækkunina 1. október.
Að mati Víglundar er kaup-
hækkunin 1. október fráleit,
„þegar öllum má vera Ijóst að
slík aðgerð færir láglauna-
manninum með 30 þúsund
krónur á mánuði tæplega
1.700 króna kauphækkun en
150 þúsund kr. manninum
tæplega 8.500 króna kaup-
hækkun. Það er allavega Ijóst
I mínum huga að 150 þúsund
kr. maðurinn á ekki bágt og
þarfnast ekki forsjár og
verndar verkalýðshreyfingar-
innar með sama hætti og sá
sem hefur 30 þúsund krónur
á mánuði."
15 milljónir í afmælisgjöf
Samtök áhugafólks um áfengisvandamálið áttu tiu ára afmæli um helgina og afmælisgjöfin frá ríkisstjórninni
var ekki af verri endanum. 15 milljónum króna verður variö árlega til þess að styðja við starfsemi samtakanna.
Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra tilkynnti þetta i ræðu sinni á hátiðafundinum i Háskólabió á
laugardaginn. Hann sagði þá m.a.: „SÁÁ hefur lagt í miklar byggingarframkvæmdir á sl. áratug og notið til
þess óverulegra ríkisframlaga. Greiðslubyrðin af skuldum vegna þessara byggingaframkvæmda er þvi orðin
helst til þung og hamlar starfsemi samtakanna. Ríkisstjórn Islands vill af þessum sökum koma til móts við
samtökin. Þess vegna hefur verið ákveöið aö leggja til við Alþingi íslendinga í fjárlögum næsta árs að á árinu
1988 og næstu árum verði varið til samtakanna 15 millj. króna á ári svo að samtökunum auðnist að halda áfram
þeirri baráttu sem þau hafa hafið og heyja enn með góðum árangri.“
VERÐGÆSLA ALÞYÐUBLAÐSINS
Vesturland:
Hæst vöruverð lengst frá Reykjavík
Vöruverð hækkar eftir þvi
sem lengra dregur frá Reykja-
vikursvæðinu. Þetta eru
landsbyggðarfólki sjálfsagt
ekki ný tíðindi, en þau stað-
festast eina ferðina enn af
verðkönnun sem Verðlags-
stofnun birti í gær. Verslun
Einars Ólafssonar á Akranesi
reyndist að jafnaði hafa ódýr-
asta vöru en óhagkvæmast
mun aö versla við Kaupfélag
Króksfjarðarness. Þar á milli
virðist nánast mega raða
verslunum eftir landafræð-
inni, eins og glöggiega sést
á töflunni hér til hliðar.
í septembermánuði kann-
aöi Verðlagsstofnun verð á
fjölmörgum vörutegundum í
23 matvöruverslunum á Vest-
urlandi. í 14. tbl. Verðkönnun-
ar Verðlagsstofnunar eru birt-
ar niðurstöður úr könnuninni.
Þar sést verð á 76 vöruteg-
undum í þessum verslunum.
Á sama tíma og þessi könn-
un var gerð, var til saman-
burðar gerð verðkönnun i
matvöruverslunum á höfuð-
borgarsvæðinu. í öllum tilvik-
um er i könnuninni borið
saman verð á sömu vöru-
merkjum, að sykri og eggjum
undanskildum.
Meðal annars kom í Ijós að
vöruverð í verslunum á Akra-
nesi var að jafnaði lægra en i
öðrum verslunum sem könn-
unin náði til. Verslun Einars
Ólafssonar Akranesi var lang-
oftast með lægsta verð.
Hæst reyndist vöruverð að
jafnaði vera hjá Kauþfélagi
Króksfjarðar, Króksfjarðar-
nesi og útibúi þess á Reyk-
hólum.
Vöruverð í matvöruverslun-
um á Vesturlandi er að jafn-
aði hærra en í Reykjavík og
því hærra sem fjær dregur
frá Reykjavík. Ef gerður er
samanburður á vöruverði
kemur m.a. eftirfarandi i Ijós:
1) meðalverð á vörum í
verslunum á Vesturlandi var
hærra en meðalverð á höfuð-
borgarsvæðinu í 73 tilviki af
76.
2) meðalverð á Vesturlandi
var í öllum tilvikum hærra en
meðalverð í stórmörkuðum á
höfuðborgarsvæðinu.
3) meðalverð á Vesturlandi
var í 66 tilvikum af 76 hærra
en meðalverð i stórum
hverfaverslunum á höfuð-
borgarsvæðinu.
4) meðalverð á Vesturlandi
var f 31 tilviki af 75 hærra en
í litlum hverfaverslunum á
höfuðborgarsvæðinu.
Verðlagsstofnun kvaðst
vænta þess að könnun sú
sem hér er fjallað um örvi
verðskyn neytenda á Vestur-
landi og efli samkegni milli
Þessi tafla, sem tekin er úr
Verðkönnun Verðlagsstofnunar,
sýnir glögglega útkomu ein-
stakra verslana á Vesturlandi.
Verslun Einars Ólafssonar á
Skaganum, sem fær langbestu
útkomuna, er i 69 tilvikum undir
meðalverði en aðeins tvær vöru-
tegundir eru þar dýrari en að
meðaltali. Neðst i töflunni er
hins vegar að finna Kaupfélag
Króksfjarðarness og þar hefur
dæmið algerlega snúist við.
Mun fleiri vörutegundir eru þar
fyrir ofan meðalverð en neðan.
seljenda. Verðkönnun Verð-
lagsstofnunar liggur frammi
á skrifstofu stofnunarinnar
og hjá fulltrúum hennar utan
Reykjavikur. Símanúmer Verð-
lagsstofnunar er 91-27422.
Verð fyrir neðan og ofan meðalverð
(í þessari töflu sést hve oft verð í hverri verslun var fyrir ofan og neðan meðalverð hverrar vöru). Hve oft Hve oft Fjöldi fyrirneðan fyrirofan vörutegunda meðalverð meðalverð í könnun
Einar Ólafsson Akranesi 69 2 71
Grundarbúð Akranesi 46 11 57
SS Akranesi 47 18 65
Skagaver Akranesi 67 7 74
Traðarbakki, Akranesi 47 18 65
Essóstöðin Borgarnesi 26 34 60
Kaupf. Borgfirðinga kjörbúð, Borgarnesi ... 34 41 75
Kaupfélag Borgfirðinga útibú, Borgarnesi .. 31 38 69
Versl. Jóns Eggertssonar, Borgarnesi 22 11 33
Versl. Jóns og Stefáns, Borgarnesi 27 43 70
Baula Stafholtstungum 13 45 58
Kaupf. Borgfirðinga, Vegamótum 22 45 67
Kaupf. Borgfirðinga, Hellissandi 9 47 56
Hvammur, Ólafsvík 22 51 73
Kaupf. Ólafsvíkur 20 46 66
Grund, Grundarfirði 15 40 56
Kaupf. Grundfirðinga 14 43 57
Kaupfélagið í Stykkishólmi 23 44 67
Vöruhúsið Hólmkjör, Stykkishólmi 40 28 69
Kaupf. Hvammsfjarðar, Búðardal 28 35 64
Kaupf. Saurbæinga, Skriðulandi 22 35 57
Kaupf. Króksfjarðar, Króksfjarðarnesi 4 53 57
Kaupf. Króksfjarðar, Reykhólum 7 45 52