Alþýðublaðið - 06.10.1987, Side 5
Þriðjudagur 6. október 1987
5
mrœða
eftir
Þráin Hallgrimsson
Að
rjúfa
hin
helgu
vé
Við Alþýðuflokksmenn viljum gjarn-
an sjá söguna í samhengi. Við búum
líka við þau forréttindi í íslenskri
stjórnmálasögu að getaverið mestan
part stolt af okkar sögu. Stjórnaraðild
Alþýðuflokksins hefur jafnan verið
samofin stórstígum framförum. Þegar
við lítum yfir farinn veg, eru vegvísarn-
ir víða í slóðinni, sem Alþýðuflokkur-
inn átti þátt í að móta eða mótaði
einn. Vökulögin léttu sárri vinnuþrælk-
un af sjómönnum þess tíma. Al-
mannatryggingarnar gerðu umkomu-
laust fólk eftir kreppuárin að virðuleg-
um borggrum. Aðildin að Atlantshafs-
bandalaginu svipti þjóðinni út úr ör-
yggisleysi eftirstríðsáranna og í við-
reisnarstjórninni var lagður grunnur
að þvi mikla viöskiptafrelsi, sem við
búum við i dag.
Þetta eru aðeins fáir bautasteinar á
langri leið. Þeir eru miklu fleiri. Þeir
sýna að Alþýðuflokkurinn hafði hug-
sjónir og kjarkmikið fólk til að hrinda
þeim í framkvæmd. Um áratugaskeið
var barátta Alþýðuflokksins samofin
rimmu hins vinnandi manns fyrir
mannsæmandi lífi.
Þegar við lítum yfir þessa sögu, þá
verður okkur Ijóst, að jafnvel klofning-
ur og persónulegar illdeilur í flokkn-
um á fyrri tíð verða léttvægar fundnar,
þegar að kemur að spjöldum sögunn-
ar. Upp úr standa draumar og hug-
sjónir manna og kvenna, sem fundu
farveg í Alþýðuflokknum, sem var
reiðubúinn til að berjast til þrautar i
ríkisstjómum fyrir framgangi þeirra
mála, sem skiptu fólkið i landinu öllu
máli.
Þetta er ekki rakið hér að tilefnis-
lausu. Ég hef enga glýju í augum yfir
sögu Alþýðuflokksins. Ég á hins vegar
þá ósk heita, að sjá þessa sögu áfram
í samhengi. Ég vil sjá nýja vegvísa i
slóðinni, sem benda fram á við en
ekki aftur á bak. Ég tel að Alþýðu-
flokkurinn eigi mikla möguleika í
stöðunni, ef hann þekkir rétt sinn vitj-
unartima.
Lið sem spilar saman
Margt bendir til að Alþýðuflokknum
geti farnast vel inn á við næstu miss-
erin. Hann á samhenta og hæfileika-
mikla forystu, lið sem spilar saman,
eins og sagði í slagorðasafni kosn-
ingabaráttunnar. Hann hefur byggt
upp málefnagrundvöll sem á sam-
hljóm með fólkinu í landinu. Um for-
ystuna stendur enginn styr og flokkur-
inn ræður yfir nokkrum lykilstöðum í
ríkisstjórninni, þar sem hann getur
haft úrslitaáhrif á gang mála.
Og þá kem ég aftur að sögunni. Ég
get alls ekki séð að fyrstu spor þess-
arar ríkisstjórnar meö þátttöku Al-
þýðuflokksins marki braut, sem teng-
ist hugsjónum jafnaðarstefnunnar.
Það samrýmist t.d. alls ekki hug-
myndum okkar alþýðuflokksmanna að
leggja aukna skatta á matvæli. Sölu-
skatturinn, sem lagður var á matinn
okkar á dögunum er ekki i neinu sam-
ræmi við sósíaldemókratískar hefðir í
stjórnsýslu. Og ég gef ekkert fyrir
skýringar forystu Alþýðuflokksins í
þessu máli! Það er sagt að það eigi
að lækka skattprósentuna síðar. Ein-
földun skattakerfisins, fækkun undan-
þága þ.m.t. söluskatti eigi að færa
okkur meiri jöfnuð. Ef dæmið liggur
svona einfalt fyrir og stjórnvöld höfðu
svo mikla trú á aðgerðunum, þá liggur
beinast við að spyrja: Af hverju var
skattprósentan ekki lækkuð strax?
Það er líka sagt að hækkun barna-
bóta og tryggingabóta eigi að bæta
þeim tekjulægstu og barnmörgum
fjölskyldum upp tapið. Ég hef ekki
séð það reikningsdæmi. En fimmþús-
und kall hækkun barnabóta á ári segir
mér a.m.k. að það hrökkvi skammt til
að mæta hækkun matvæla.
Þá er ónefnt það tækifæri, sem gef-
ið var óprúttnum kaupmönnum um all-
ar jarðir til að spenna verðlag á ýmissi
matvöru upp úr öllu valdi og kenna
síðan aukinni skattlagningu um.
Annað dæmi ætla ég að nefna. Það
er söluskattur á mötuneyti fyrirtækja
og skóla. Mér er það hulin ráðgáta
hvaða hugsjónir liggja að baki þeirri
ákvörðun að leggja skatta á mötuneyti
fræðslustofnana. Má ég minna minn
gamla skólameistara Jón Baldvin
Hannibalsson á hve miklu það skipti
nemendur í MÍ á sínum tima að eiga
kost á mat við hóflegu verði. Man
hann enn þá tíð, að skólafólk gekk úr
mötuneyti síðla vetrar, þegar það var
orðið félítið?
Stefnumarkandi
Kannski eru þetta lítil mál í sjálfu
sér. Engu að síður tel ég þetta vera
stórmál, því þau eru stefnumarkandi
og gefa almenningi í landinu þá mynd
að Alþýðuflokkurinn sé reiðubúinn að
hækka verð á nauðsynjavörum al-
mennings, þegar vantar tekjur í ríkis-
kassann. Þetta var ekki það sem við
bjuggumst við frá rikisstjórn með að-
ild Alþýðuflokksins; Við biðum eftir
því að sjá stóru málin koma fram i
dagsljósið.
Það er mikið talað um niðurskurð
þessa dagana. Allt frá þvi að ríkis-
stjórnin tók við völdum hefur söngur-
inn um niðurskurð ríkisútgjalda og að-
hald hljómað úr stjórnarráðinu. Og i
allt sumar fylgdust fjölmiðlar spenntir
með því hvernig hægt var að koma
fjárlagatölum neðar og neðar með
hverri vikunni sem leið. Það skal síst
lasta þann vilja að taka á fjármálum
rikisins af festu og eyða þar óráðsíu
og sóun.
Mér finnst hins vegar skipta miklu
máli hvar niðurskurðurinn lendir. Þess
vegna fékk ég áfall, þegar ég las það á
síðum Alþýðublaðsins i sumar að á
lista yfir niðurskurð væri Fram-
kvæmdasjóður fatlaðra. Fleira í þeim
dúr fylgdi með. Þá varð mér hugsað til
sögunnar. Við alþýðuflokksmenn eig-
um nefnilega okkar helgu vé. Til þeirra
nær enginn niðurskurður, hvað sem á
gengur. Við skerðum ekki fé til sjóða
fatlaðra. Við stöndum vörð um hag
sjúkra og gamalmenna. Hinn um-
komulausi og fátæki á að geta fundið
sér skjól í Alþýðuflokknum.
Þetta ættu skurðarmeistarar fjár-
málaráðherra að hugleiða, þegar þeir
beita hnífnum á næstu vikum. Það
gilda engar núll-lausnir á sjóði fatl-
aðra eða aðra nauðsynlega félagslega
þjónustu.
Við rjúfum ekki hin helgu vé. Þá
rjúfum við um leið friðinn og eyðum
traustinu, sem byggt hefur verið upp
af svo miklu kappi og dugnaði undan-
farin misseri.
Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnar-
innar eru nú brátt á enda. Hveiti-
brauðsdögunum er að Ijúka og alvaran
tekin við. Við vitum að það verður að-
eins spurt um eitt að leikslokum. Það
verður spurt um árangur og aftur
árangur.
Þess vegna þarf Alþýðuflokkurinn
að tefla fram sóknarmönnum á næstu
mánuðum. Það þarf að standa við lof-
orðin. Húsbyggjendur um allt land
bíða eftir fullbúnum tillögum í hús-
næðismálum. Það gerir húsnæðis-
laust fólk líka. Við bíðum eftir tillög-
um um réttlátara skattakerfi. Við bíð-
um eftir aðgerðum í fjöiskyldu og
skólamálum, Iffeyrismálum og byggða-
málum svo nokkuð sé nefnt.
Og allt kostar þetta peninga. Það er
nefnilega svo hábölvað, að framfarir
kosta peninga. Og ef við ætlum að
byggja upp betra og réttlátara þjóðfé-
lag, þá verður það ekki gert með enda-
lausum niðurskurði og aukinni skatt-
lagningu á nauðsynlega félagslega
þjónustu og matvæli.
Vonandi gerir Alþýðuflokkurinn sér
þetta Ijóst. Einmitt þess vegna er
hann kominn f ríkisstjórn. Til að
marka sporin til aukins réttlætis i
þjóðfélaginu, breyta tekjuskiptingunni
og nota stófellt auknar tekjur þjóðar-
innar til að bæta hagsæld allra launa-
manna.
Og hafiði þaö.