Alþýðublaðið - 06.10.1987, Qupperneq 8
fmiiiiiíinini
Þriðjudagur 6. október 1987
AIDS í Evrópu:
Á sjötta þúsund manns smitaðir
Verst herjar sjúkdómurinn í Frakklandi og Þýskalandi.
AIDS — sjúkdómurlnn
sem allir óttast, heldur áfram
aö breiöast út yfir lands-
byggðina. Samkvæmt nýjum
upplýsingum frá landlæknis-
embættinu er flesta AIDS-
sjúklinga Evrópu aö finna I
Frakklandi en þar eru 1632
tilfelli skráð í júní í ár og er
þaö helmingsfjölgun frá
sama tíma I fyrra. Þýskaland
er númer tvö á listanum meö
1133 skráö tilfelli í júní s.l. og
er þaö einnig helmingi fleiri
sjúklingar en í fyrra. Italía og
Stóra-Bretland skipta meö
sér þriðja sætinu; bæði lönd-
in með 870 AIDS-sjúklinga á
skrá í júní í ár. Þar hefur sjúk-
dómurinn hins vegar vaxiö
hraöar; á sama tíma í fyrra
voru 300 AIDS-sjúklingar
skráðir á Ítalíu og 389 tilfelli
voru skráð í Stóra— Bretlandi.
176 tilfelli í Danmörku
Sömu sögu er að segja um
alla Evrópu. Fjöldi AIDS sjúk-
linga vex meö óhugnanlegum
hraöa og yfirleitt virðist talan
tvöfaldast á milli ára. Af
Norðurlöndunum er ástandið
verst í Danmörku, þar eru 176
skráöir AIDS sjúklingar í júní-
mánuöi í ár en voru 93 á
sama tíma í fyrra. Svíþjóð
sem hefur mun fleiri inn-
byggjendur en Danmörk eða
8 milljónir alls, fylgir á eftir
meö 129 AIDS-tilfelli skráð í
júní i ár en 57 á sama tíma i
fyrra. Noregur fylgir á eftir
meö 49 skráð tilfelli í júní-
mánuöi en haföi 24 AIDS-
sjúklinga á skrá á sama tíma
i fyrra. Þá kemur Finnland
meö 19 skráö AIDS-tilfelli en
hafði 11 í fyrra. ísland rekur
lestina meö 4 AIDS-sjúklinga
en hafð i 2 á skrá í fyrra.
AIDS nær óþekkt í A-
Evrópu?
Lönd Austur-Evrópu virðst
áberandi lítiö hrjáð af AIDS.
Ekki er vitað hvort að þetta
stafi af heilbrigði í löndum
Austur-Evrópu eða hvort að
skýrslur þaðan séu miður
fullkomnar. Þannig eru að-
eins 3 AIDS-tilfelli skráð í
Sovétríkjunum og í fyrra var
enginn AIDS-sjúklingur þar á
skrá. í Rúmeníu er að finna 2
AIDS-sjúklinga og einn i
fyrra, Ungverjaland hefur 5
sjúklinga sem þjást af AIDS
á skrá en enginn var skráður
AIDS-sjúklingur í fyrra. í
Tékkóslóvakíu eru 7 AIDS-
sjúklingar skráðir og fjórir
sama tíma í fyrra en Búlgaría
hefur aðeins einn AIDS-sjúkl-
ing á skrá sinni og enginn
var skráður sem AIDS-sjúkl-
ingur í fyrra. Heilbrigðið er
þó mest ( Albaníu, þvi þar er
enginn AIDS-sjúklingur sam-
kvæmt heilbrigðisskýrslum
yfirvalda og að sjálfsögðu var
þá engan AIDS-sjúkling að
finna í fyrra.
Ástandið slæmt á
Spáni
í Vestur-Evrópu er sem
sagt aðra sögu að segja. Þar
skipta AIDS-sjúklingarnir tug-
um og hundruðum í landi
hverju. Hér á undan hafa ver-
ið talin fjögur þjóðlönd auk
Norðurlandanna. Litum á
nokkur önnur. Belgia er mjög
hrjáð af AIDS-veirunni. Þar er
255 sjúklingar skráðir i júní-
mánuði í ár en 171 í fyrra. Ná-
grannaríkið Holland er ekki
heldur vel á vegi statt hvað
varðar AIDS. 260 sjúklingar
eru þar á skrá en voru 146 í
fyrra. Og Spánn hefur nær
fjórfaldaö tölu AIDS-sjúkl-
inga. í fyrra voru 177 AIDS-
sjúklingar á skrá en í ár eru
þeir orðnir 508. Engar skýr-
ingar fylgja þessum tölum en
ekki er ósennilegt að hinn
mikli ferðamannastraumur og
frjálst ástarlíf á sólarströnd-
um hafi sin áhrif. Portúgal er
einnig túristaland en þar eru
tölurnar mun lægri. Þannig
voru 67 AIDS-sjúklingar
skráðir í júnímánuði í ár en
28 á sama tíma í fyrra. Ferða-
mannalandið Sviss er hins
vegar með hærri tölur. 266
AIDS-sjúklingar eru nú skráð-
ir í landinu en voru 138 í
fyrra. Grikkland virðist hafa
sloppið vel miðað við önnur
Evrópulönd. Þar í landi eru
aðeins skráð 60 AIDS-tilfelli
en aukningin er þreföld milli
ára, þvi í fyrra voru aðeins 22
AIDS-sjúklingar á skrá. Tón-
listarlandið Austurriki er ekki
heldur laust við AIDS. Þar eru
nú skráðir 93 AIDS-sjúklingar
en voru 36 í fyrra.
Um 28 þúsund með
mótefni
Ef litið er yfir skrá AIDS-
sjúklinga í Evrópu í heild
sýna tölur okkur að alls eru
6516 manns skráðir sem
AIDS-sjúklingar (og allmargir
á lokastigi). A sama tima i
fyrra (júnímánuði) var þessi
tala hins vegar 3043. Mótefni
hefur hins vegar mælst i
27 903 mönnum i Evrópu
allri. Þetta eru Ijótar tölur og
þær fara stighækkandi. Með-
an enn hefur ekki fundist
mótefni við AIDS-veirunni er
þvi full ástæða að menn
íhugi sinn gang og geri fyrir-
byggjandi ráðstafanir til að
hindra frekari útbreiðslu sjúk-
dómsins. Að lokum ber að
hyggja aö því að þessar tölur
sýna aðeins toppinn á (sjak-
anum, því mun fleiri eru sýkt-
ir en koma inn til blóðrann-
sókna og mælinga.