Alþýðublaðið - 15.10.1987, Síða 3
Fimmtudagur 15. október 1987
3
Deilurnar hjá Landhelgisgæslunni:
Skorað á dómsmálaráðherra
FRETTIR
að leysa deiluna
Jón Sigurðsson segir að málið sé alvarlegt,
en hann hefur reynt að liðka fyrir sáttum
„Ég dreg ekki úr því, að
þetta er mjög alvarlegt mál,
en ég og mínir samstarfs-
menn munum leggja okkur
fram um að leysa þetta,“
sagði Jón Sigurðsson dóms-
málaráðherra i samtali við Al-
þýöublaðið. Samtök sjó-
manna, Sjómannasambandið
og Farmanna- og fiskimanna-
sambandið, sendu ráðherra
bréf þar sem þau skora á
hann að hlutast til og leysa
deilur milli forsvarsmanna
Landhelgisgæslunnar og
starfsmanna.
Málefni Gæslunnar hafa
komiö upp á yfirborðið, eftir
það óhapp sem henti á
sunnudagskvöld þegar lítil
þota með sex manns innan-
borðs nauðlenti á sjónum 40
mílur vestur af Reykjanesi.
Enginn flugmanna þyrlu
Landhelgisgæslunnar var á
bakvakt þetta kvöld og tók
um hálftíma að ná til flug-
manna svo hægt væri að
undirbúa flug á slysstað.
Ástæða þessa voru kjaradeil-
ur milli flugmannanna og yf-
irstjórnar Landhelgisgæsl-
unnar.
Dómsmálaráðherra hitti
þyrluflugmennina að máli fyr-
ir nokkrum dögum og sfðan
hefur verið reynt að liðka fyrir
sáttum I málinu. „Þetta er
fyrst og fremst mál á milli
starfsmannanna og yfir-
stjórnar Landhelgisgæslunn-
ar og eftir að hafa rætt við
þessa menn er ég vongóður
um að málin leysist," sagði
Jón Sigurðsson.
Atvinnuástandið
í september:
Fæstu
atvinnu-
leysisdagar
í áratug
Þrátt fyrir gífurlega þenslu
á vinnumarkaði voru skráðir
4400 atvinnuleysisdagar á
landinu öllu í septembermán-
uði. Þetta eru reyndar fæstu
atvinnuleysisdagar sem
skráðir hafa verið í septem-
bermánuði í áratug, næst
komst árið 1981 með 4900
daga, en meðaltal septem-
bermánaða árin 1981 — 1986
er 8200 dagar. Það er Vinnu-
málaskrifstofa Félagsmála-
ráðuneytisins sem heldur
yfirlit um atvinnuástandið.
Skráðir atvinnuleysisdagar
í septembermánuði s.l. svara
til þess að 200 manns hafi að
meðaltali verið á skrá á land-
inu öllu en það jafngildir
0.2% af áætluðum mannafla
á vinnumarkaði i mánuðinum
samkvæmt spá Þjóðhags-
stofnunar.
Skráðum atvinnuleysidög-
um hefur fækkað frá mánuð-
inum á undan um 40% sem
mesta hlutfallsleg breyting á
milli mánaða á árinu, þegar
undan er skilin sú árstlða-
bundna breyting er jafnan á
sér stað milli janúar og
febrúarmánaða.
í lok septembermánaðar
voru gild atvinnuleyfi til út-
lendinga 700 talsins og má
gera ráð fyrir a.m.k. 300 af
þessum fjölda starfi við fisk-
vinnslu. í þessum tölum eru
ekki taldir Norðurlandabúar,
sem yfirleitt þurfa ekki at-
vinnuleyfi hér á landi.
Þessa dagana stendur yfir
árleg haustkönnun Þjóðhags-
stofnunar og Vinnumálaskrif-
stofu félagsmálaráðuneytis-
ins á atvinnuástandi og horf-
um á næstunni. Þetta er I
sjötta sinn sem sllk könnun
fer fram og tekur hún til rúm-
lega 1100 fyrirtækja. Með
könnuninni er talið að fáist
raunhæf mynd af eftirspurn-
arástandinu á vinnumarkaðin-
um nú og f næstu framtlð.
Fyrsti snjór haustsins er misjafnlega velkominn. Ökumenn geta vel
hugsað sér aö vera án hans enn um hríö. Börnin hafa hins vegar allt
aöra afstöðu.
Feitara
nautakjöt
Öfugt við tiðarandann
sem krefst sifellt megurra
lambakjöts, lýsir kjötvinnsla
Jónasar Þórs á Hellu eftir
feitara nautakjöti. Það er þó
ekki beinlinis fitan sjálf
sem þykir svona eftirsókn-
arverð, heldur verður kjötið
betra ef skepnan er í góðu
ásigkomulagi.
Að undanförnu hafa verið
gerðar tilraunir með að ala
nautkálfa á sérstakri vlta-
mlnbættri maísblöndu sem
talin er gefa rétta fitu og
mikla vöðvabyggingu. Það
eráðurgreind kjötvinnsla
Jónasar Þórs, Kaupfélagið
Þór og Fóöurblandan hf.
sem I sameiningu standa
að þessum tilraunum.
Fallþungi nautgripa sem
aldir hafa verið á þessari
blöndu hefur reynst talsvert
meiri en venja er til um jafn
gamla gripi og á næstunni
verður hafin sala á maís-
blöndu þessari hjá Kaupfé-
laginu Þór. Jafnframt
hyggst kaupfélagið verð-
launa þá bændur sem ala
gripi slna á blöndunni með
3000 krónum á hvern grip
og Kjötvinnsla Jónasar
Þórs skuldbindur sig til aö
kaupa allt kjöt af þeim naut-
gripum sem ræktaðireru á
þennan hátt.
Fáskrúösfjöröur:
FISKVERÐIÐ ÚR SAMBANDI
VIÐ HAFNARFJÖRÐ
— Deilur vegna fiskverðs halda áfram að blossa upp og skip
við bryggju í lengri eða skemmri tíma.
Samkomulag tókst á Fá-
skrúðsfirði á þriðjudag í deilu
sjómanna á togaranum
Ljósafelli og eigenda. Kaup-
félagsins á staðnum. í nýju
samningunum er ekki tekið
mið af fiskverði á markaðn-
um í Hafnarfirði, eins og gert
hefur verið frá því í sumar.
Ljósafellið hafði verið bundið
við bryggju í viku vegna fisk-
verðsdeilunnar.
Vlðar á Austfjörðum hafa
deilur sprottið upp vegna
fiskverðsins aö undanförnu,
og hafa skip ekki farið til
veiða I lengri eða skemmri
tíma.
Togarinn Barði f Neskaup-
stað hafði legið við bryggju I
tæpa þrjá sólarhringa I gær
vegna þess að samkomulag
hafði ekki tekist á milli sjó-
manna og Sildarvinnslunnar.
Áhöfnin haföi hafnað tilboði
sem sjómenn á öðrum togara
fyrirtækisins, Bjarti, höfðu
gengið að og fól I sér 11%
hækkun á þorski, tveggja
kllóa. í gær var útlit fyrir að
samningar tækjust, en þrefað
var um gæðaeftirlit.
Á dögunum tókst sam-
komulag á Eskifirði eftir að
sjómenn á togaranum
liggja víöa bundin
Hólmanesi höfðu neitað að
fara út I tæpan hálfan
mánuð.
Samkvæmt samkomuTag-
inu sem gert var á Fáskrúös-
firöi er kllóverðið á þorski
rétt rúmar 33 krónur, fyrir
tveggja kllóa fisk. Tilbóð
Síldarvinnslunnar á Neskaup-
stað til sjómanna er á svip-
uðum nótum.