Alþýðublaðið - 15.10.1987, Síða 8

Alþýðublaðið - 15.10.1987, Síða 8
Kostajörð fyrir 9 þúsund á mánuði Skrifað undir Laugardælasamninginn. Beint peningatap á laxveiðihluta samningsins. Raunleiga fyrir jörðina aðeins um 100 þúsund á ári. Nýju leigjendurnir synir stjórnar- formanns kaupfélagsins sem á jörðina. Ein besta bújörð á Suður- landi til leigu. Jörðin er afar vel húsuð og henni fylgir full- virðisréttur upp á 126 þúsund mjólkurlítra á ári. Leigugjald 9 þúsund krónur á mánuði. Á tímum þegar nánast er von- laust að hefja búskap í sveit, virðist trúlegt að margir hefðu svarað slikri auglýs- ingu. Á það reyndi þó ekki þvi jörðin var ekki auglýst, heldur gengið frá leigusamn- ingi í kyrrþey. Þeir sem lesa Alþýðublað- ið reglulega, vita sjálfsagt nú þegar að það er jörðin Laug- ardælir í Árnessýslu sem hér um ræðir. Alþýðublaðið greindi frá fyrirhuguðum leigusamningi á forsíðu þann 3. september í haust. Leigu- samningurinn var einnig til umfjöllunari Bændablaðinu skömmu síðar. Þá var ekki búið að skrifa undir. Það hef- ur nú verið gert og leigutöl- urnar því komnar í Ijós. Sam- kvæmt hinum nýgerða samn- ingi verður leigan jafnvel enn hagstæðari nýjum ábúendum jarðarinnar en áður var reikn- að með. Það er einkum tvennt sem vekur athygli í sambandi við leigu jarðarinnar nú: Annars vegar hið lága leigugjald, sem í raun gæti farið niður í ekki neitt. Hitt er það að leigutakarnir eru synir Þórar- ins Sigurjónssonar fyrrver- andi alþingismanns, en hann er stjórnarformaður Kaupfé- lags Árnesinga sem á jörð- ina. Að þvi er fram kemur í bréfi sem Alþýðublaðinu hef- ur borist frá Gísla Hjörleifs- syni, stjórnarmanni í Kaupfé- lagi Árnesinga, munu nýju ieigjendurnir borga 240 þús- und á ári ( leigugjald auk eins þriðja hluta af brúttó- tekjum fyrir laxveiði jarðar- innar. Miðað við að laxveiði- tekjurverði í framtíðinni svip- aðar og þær voru á árinu 1986, um 800 þúsund, gæti því heildarleiga fyrir jörðina numið ríflega hálfri milljón á ári. Málið er þó ekki alveg svona einfalt. Sú laxveiði sem hér er um að ræða er netaveiði og það hefur tiðk- ast að hún sé leigð út. Sá sem tekur veiðina á leigu fær þá í sinn hlut helminginn af heildartekjunum en jarðeig- andi (eða í þessu tilviki leigj- andi jarðarinnar) fær hinn helminginn. Nýju leigjendurnir i Laug- ardælum geta væntanlega valið milli þess að stunda veiöina sjálfir ogaðleigjahana út. Kjósi þeir að endurleigja veiðina, fá þeir helminginn af brúttótekjunum i sinn hlut. Miðað við að veiðin gefi alls af sér 800 þúsund krónur á ári, yrði þeirra hlutur í þessu dæmi 400 þúsund. Einn þriðji af heildartekjunum fer beint f veiðihluta leigunnar sam- kvæmt leigusamningnum, en eftir eru engu að síður 130 þúsund krónur sem gætu gengið upp i almenna jarðar- afgjaldið. Það sem leigjend- urnir þyrftu raunverulega að greiða í leigu fyrir jörðina er þá komið niður í 110 þúsund krónur á ári, eða rétt rúmlega 9 þúsund krónur á mánuði, sem t.d. þykir ekki há leiga fyrir litla íbúð. Hér við bætist að ýmsar byggingar á jörð- inni má endurleigja. Hækki laxveiðitekjurnar verulega frá því sem var á síðasta ári lækkar þessi leiga i raun. Minnkandi laxveiði- tekjur þýða á hinn bóginn auðvitað hærri raunleigu. Raunleigan fyrir jörðina getur þó aldrei orðið hærri en þær 240 þúsundir króna á ári sem samningurinn gerir ráð fyrir. Tiltölulega auðvelt virðist að sýna fram á að leigusamn- ingurinn er verulega óhag- stæður fyrir Kaupfélag Ár- nesinga. Samkvæmt bréfi Gisla Hjörleifssonar, er reikn- að með að heildartekjur kaupfélagsins af jörðinni geti numið „allt að“ 700 þúsund króna leigutekjum á ári, þeg- ar reiknað hefur verið með jarðarafgjaldinu, veiðileigunni og til viðbótar leigutekjum af golfvelli og íbúðarhúsi sem hvort tveggja liggur utan ramma þessa leigusamnings. Hér skal ekkert farið út í þá sálma hvort leigugjald fyrir golfvöllinn og „Þorleifs- kotshúsið" séu sanngjarnar eða ekki. Eftir sem áður virð- ist mega reikna með um hálfri milljón á ári fyrir jarðar- leigu og veiðitekjur. Það virðist deginum Ijós- ara að Kaupfélagið gæti sjálft leigt út veiðina á venju- legum kjörum i stað þess að nota ábúendur jarðarinnar sem millilið. Þetta eina atriði myndi hækka tekjur kaupfé- lagsins af veiðinni um 50%. Miðað við 800 þúsund króna heildartekjur af veiðinni fengi þá kaupfélagið í sinn hlut 400 þúsund krónur í stað þeirra 267 þúsunda sem nú má reikna með. Þá hefur verið á það bent að með þvl að leigja fullvirð- isrétt jarðarinnar gæti kaup- félagið fengið 620 þúsund krónur á ári næstu 6 árin a.m.k. Ýmsar byggingar sem á jöröinni standa mætti þá leigja sérstaklega ýmist til íbúðar eða atvinnustarfsemi. Þá er enn eftir að svara þeirri spurningu hvort ekki mætti leigja landið sjálft, t.d. undir sumarbústaði. Það virðist sem sagt liggja í augum uppi að kaupfélagið hefði auðveldlega getað haft a.m.k. eina milljón krónur í árstekjur fyrir þær eignir sín- ar sem nú hafa verið leigðar fyrir helminginn af þeirri upp- hæð. Líklegt virðist þó að unnt væri að koma leigutekj- unum mun hærra. Ein og hálf milljón á ári, virðist ekki ósennileg ágiskun. Þann kost valdi kaupfélag- ið þó ekki. I staðinn var sam- ið við tvo syni stjórnarfor- manns kaupfélagsins. Ábúendaskipti í Laugardælum Bréf Gísla Hjörleifssonar, stjórnarmanns í Kaupfélagi Árnesinga. Eins og mörgum mun kunnugt flutti Búnaðarsam- band Suðurlands búskapar- starfsemi sína frá Laugardæl- um i Hraungerðishreppi að Stóra-Ármóti i sömu sveit í fardögum á liðnu vori. Búnaðarsambandið hafði þá rekið búskap á eignarjörð Kaupfélags Árnesinga i 35 ár. Fyrsta byggingarbréfiö var gefiö út 1952 og var til 25 ára, leiga er þar ákveöin kr. 36.000,00 á ári og mátti Bún- aöarsambandið nota þessa fjárhæð til framkvæmda á jörðinni, sem það og gerði. En slðustu 10 árin var leigan greidd i peningum árlega. Búnaðarsambandið fram- kvæmdi mikið bæði í bygg- ingum og ræktun fyrstu 25 árin. Það gefur þvi auga leið að töluvert verk hlaut að vera að komast að niðurstöðu um verðmæti þeirra eigna sem Búnaöarsambandið skildi eftir í Laugardælum, en sam- kvæmt ábúðalögum hlaut kaupfélagið að kaupa. Úttektarmenn Hraungerðis- hrepps, þeir Haukur Gislason Stóru-Reykjum og Stefán Guðmundsson í Túni, voru fengnir til þess að meta þessar eignir. Niðurstaða þeirra var að eignirnar væru 16.320.000,00 kr. viröi, þar frá dregst 200.000,00 kr álag á girðingar sem voru taldar i lakara ástandi nú en við upphaflega búsetu. Einnig dregst trá þessari upphæð eignarhluti Kaupfélags Árnesinga í fram- kvæmdum vegna jarðarleig- unnar. Samkomulag varð um að sú upphæð væri 2.476.000,00 kr. Eru þá eftir 13.644.000,00 kr. sem kaupfélagið kaupir og er eignarhluti Búnaðarsam- bandsins I framkvæmdum á jörðinni. Lokaþáttur þessa samkomulags er svo sá að kaupfélagið bauð Búnaðar- sambandinu hálfan fullvirðis- rétt Laugardæla í mjólk um 125.000 lítra til kaups og flutnings að Stóra-Ármóti. Samkomulag varð um að greiðsla fyrir þennan fram- leiðslurétt væru krónur 3.125.000,00 og standa þá eft- ir 10.519.000,00 kr. sem Kaup- félag Árnesinga greiðir Bún- aðarsambandinu á næstu 6 árum. í framhaldi af því að jörðin losnaði úr ábúð hefur kaupfé- lagið nú leigt jörðina þeim bræðrum Haraldi og Ólafi Þór Þórarinssonum frá Laug- ardælum og gert við þá 5 ára ábúðarsamning. Samningurinn felur i sér að þeir taka á leigu jörðina með þeim húsum sem á henni eru og talin eru not- hæf, undanskilið er þó ibúð- arhús í Þorleifskoti sem kaupfélagið mun sjálft sjá um ráðstöfun á. Þá skuldbinda ábúendur sig til að kaupa bústjórahús- ið innan 2ja ára frá upphafi ábúðar á matsveröinu frá 23/6 1987 á kr. 2.800.000,00 með visitölu byggingarkostn- aðar frá þeim tíma. Eftirgjald eftir jörðina er ákveðið 240.000,00 kr. verð- tryggt með visitölu húsabóta, einnig skila ábúendur Vb hluta af brúttóverðmæti lax- veiði ár hvert, sem eftirgjaldi eftir jörðina. Þá er leigutökum heimilt að greiða eftirgjaldið utan laxveiðihlutans, með sérstök- um viöhaldsframkvæmdum fyrstu 2 árin, skal sérstaklega miða við að koma í lag fjósi, mjólkurhúsi og girðingum, en þessi mannvirki þurfa veru- legra endurbóta við, til þess að teljast nothæf. Þegar litið er til leigutekna af golfvelli, Þorleifskotshús- inu og tekna af framangreind- um samningi má gera ráð fyr- ir allt að 700.000,00 kr. leigu- tekjum af Laugardælum á ári. Gisli Hjörleifsson Fréttaskýring Jón Daníelsson skrifar mm ■

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.