Alþýðublaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 17. október 1987 SKOTMA RKIÐ Viðtal: Kristján Þorvaldsson „Þorsteinn ræddi aldrei Salóme Þorkelsdottir: við „Ég skil afskaplega vel að Þorvaldur Garðar hafi orðið fyrir vonbrigð- um, en það var ekki verið að lýsa yfir vantrausti á hann. Þetta er bara prinsíppmál," segir Salóme Þorkelsdóttir um framboð sitt til embættis forseta Sameinaðs þings. „Ég hef aldrei reitt upp stríðsöxi gegn karlmönnum." í sögulegri kosningu i þingflokki Sjálfstæðisflokks- ins varö Salóme Þorkelsdóttir aö sætta sig við að lúta í lægra haldi fyrir Þorvaldi Garðari Kristjánssyni, þegar þingflokkurinn greiddi at- kvæði um hvort þeirra skildi verða forseti Sameinaðs þings. Þorvaldur Garðar fékk 9 atkvæði en Salome 7. Einn þingmaður var fjarverandi og eitt atkvæði var autt. Áður en kosið var lýsti Ragnhildur Helgadóttir því yfir að hún gæfi ekki kost á sér, eins og búist hafði verið við, heldur styddi hún kynsystur sína, Salóme. Eftir að úrslit lágu fyrir lýstu þær báðar yfir von- brigðum sinum með úrsiitin og iétu orð falla um að bar- áttu kvenna innan Sjálfstæð- isflokksins yrði áfram haldið. Það var vegna áskorunar Landssambands sjálfstæðis- kvenna sem Salóme ákvað að skorast ekki undan því að gefa kost á sér, en á siðasta þingi hafði hún verið deildar- forseti. — Ertu ósátt með úrslitin? „Ég er það aö sjálfsögðu, með tilliti til þess sem iiggur að baki. Það hefði aldrei hvarflað að mér að gefa kost á mér til þessa embættis, nema vegna þess að sjálf- stæðiskonur voru búnar að álykta mjög einhuga um þetta i sumar, á landsþingi Sjálfstæðiskvenna. Þær voru einnig búnar að koma á fund formanns og skrifa bréf. Með tilliti til þess að það voru samtök kvenna sem stóöu að baki þessari kröfu þá er ég skúffuð, varð fyrir vonbrigð- um með að flokkurinn skyldi ekki bera gæfu til þess að skilja kall tímans. Það á ekk- ert skylt við þann sem sat í þessu embætti eða þann sem var kosinn. Þetta er bara grundvallaratriöi hjá sjálf- stæðiskonum. Okkur fannst það óneitan- lega spor afturábak innan flokksins, að kona er ekki I ráðherraliðinu, sem mætti skilja sem svo að forystan hafi lagt til hliðar þetta lóð á vogarskál jafnréttishugsjón- arinnar. Það er nefnilega svo að Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur í raun og veru verið á und- an tímanum hér að þessu leyti, því það var Sjálfstæðis- flokkurinn sem hafði fyrstu konu sem ráðherra og fyrstu konu sem deildarforseta. Þess vegna er eðlilegt að konum bregði í brún þegar þær sjá fram á það núna, á þessum síðustu tímum þegar Kvennalistinn hefur verið á uppleið, að þá allt í einu hverfi þetta yfirbragö í for- ystu Sjálfstæðisflokksins. Þar er ekki kona með, þó að það séu tvær konur í þinglið- inu sem vilja bara vera metn- ar á jafnréttisgrundvelli." — Þið eruð þá bornar of- urliði i flokknum? „í okkar flokki eins og öðr- um hafa konur átt erfitt upp- dráttar og það á auðvitað sína sögulegu skýringu. Það er tiltölulega stutt síðan að konur fóru almennt að gefa kost á sér og vera tilbúnar til að axla ábyrgð. Það er senni- lega svo ríkt í okkar eðli að vera í skugganum og styðja við bakið á hinum sterka í merkingunni karl. Þetta hefur m.a. orsakað að konur hafa átt erfitt uppdráttar í prófkjör- um.'Auðvitað segir það sig sjálft að ef konur kysu konur líka innan Sjálfstæðisflokks- ins í prófkjörum, þá væri þetta ekkert vandamál, vegna þess að þær eru svo fjöl- mennar. Sjálf hef ég hingað til ekk- ert þurft að kvarta. Ég hef ekki átt erfitt uppdráttar á þeim vettvangi sem ég hef starfað. Ég var alltaf að vinna með körlum og einhvern veg- inn hef ég verið svo heppin, að það má kannski segja að ég hafi laumast í þessar rað- ir. Ég bara veit það ekki sjálf, því ég var ekkert að keppa að neinu, né ýta karlmönnum til hliðar. Þetta er það sem ég hef verið ávítuð fyrir núna, að það væri kominn timi til að ég færi að huga eitthvað að eigin skinni í þessum efnum og hafi verið of lin hingað til. Það hefur einhvern veginn verið mitt viðhorf að konur eigi ekki að þurfa að berjast fyrir sinni tilvist þarna. Þær eigi að vera metnar og hljóti að vera metnar, þrátt fyrir að þær séu konur. Svo bara kemur þaö í Ijós að þetta er ekki þannig." — Þannig að þú hefur breytt um skoöun, hvað þetta varðar? „Já, ég get ekki neitað því. Augu mín hafa opnast fyrir þessu. En ég skal viðurkenna það að ég hef aldrei reitt upp stríðsöxi gegn karlmönnum. — Kannski þykir mér of vænt um þá og ég hef ekkert verið að spá í þetta. Núna gerði ég mér Ijóst að það var ekki hægt af kurteisi við karla að skorast undan, ef þingflokkurinn vildi sinna þessu kalli frá sjálfstæðis- konum. — Þá var það bara ekki hægt af kurteisi og til- litssemi við vin minn og starfsbróður. Það eru kannski tímamót hjá mér að taka þessa ákvörðun, og hún var ekki auðveld fyrir mig.“ — Þorvaldur Garðar hefur notið mikillar virðingar í embætti forseta Sameinaðs þings og hefur þótt gegna því starfi með sóma. Þið seg- ið þetta gert af prinsipp- ástæðum, en hefði ekki verið nær að falast eftir einhverju öðru embætti? „Þorvaldur Garðar er mjög vel að þessum sigri kominn, ef við getum kallað það svo. Það hefði helduraldrei hvarfl- að að mér innan þingflokks- ins að segja: Bíðið nú við. Núna ætla ég að verða for- seti. Það verður þvi að líta á þetta í því samhengi, að það er engin kona í ráðherraliði flokksins og ekki um margar trúnaðarstöður í þinginu að ræða. Ég var deildarforseti á slðasta þingi, en þeirri stöðu var ekki nú til að dreifa fyrir. flokkinn. Það varð þvi að gefa KENNARA- Frá Kennaraháskóla HÁSKÖLI íslands ÍSLANDS Samkvæmt lögum nr. 48/1986 eigaþeirsem hafaver- iö settir kennarar við grunnskóla sex ár eöa lengur en fullnægjaekki skilyröum laganna um lögverndun ástarfsheiti og starfsréttindum grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra, rétt á námi við Kennaraháskólann til að öðlast slík réttindi. Nám þettamun hefjast í janúarbyrjun 1988. Umsókn- ir-um námið þurfaað berast Kennaraháskólanum fyr- ir 15. nóvember n.k. Upplýsingar og umsóknareyðu- blöð fást á skrifstofu skólans og verða send þeim, sem þess óska. Rektor. íí mig þingflokknum kost á að svara þessari áskorun frá sjálf- stæðiskonum." — Ertu ósátt viö skilning Þorsteins Pálssonar for- manns á málefnum kvenna innan flokksins? „Ég hef ekki verið það, því að Þorsteinn Pálsson er mjög jafnréttissinnaður maður. Hann er, að því er ég best veit, í Kvenréttindafélaginu, sem ætti að vera staðfesting á hans hug til þessara mála. Ég vil því ekki áfellast Þor- stein Pálsson sérstaklega. Það var um að ræða leyni- lega atkvæðagreiðslu í þing- flokknum og því getgátur þegar menn eru að reyna að geta sér til um hver hafi stutt hvern. En ég er auðvitað ósátt við að ekki skyldi um málið rætt áður. Þetta var ekkert rætt sérstaklega, opin- skátt á fundi. Þetta var nokk- uð sem var svo viðkvæmt mál, og fór aðeins fram í við- tölum milli manna. Þorsteinn ræddi t.d. aldrei við mig.“ — Skildu menn ekki, að ykkur var alvara? „Það mætti halda það. Ég held að það sé eina ályktunin sem maður getur dregið af þessu, að þeir sem tóku ekki undir þessa áskorun hafi ekki skilið hvað var að gerast. Þetta varð meira tilfinninga- legt og persónulegt, en menn litu á þetta i víðara samhengi og litu á þetta í framhaldi. Eg skil afskaplega vel að Þor- valdur Garðar hafi orðið fyrir vonbrigðum, en það var ekki veriö að lýsa vantrausti á hann. Það er það sem hryggir mig mest, að hann skuli ekki gera sér grein fyrir því að þetta á ekkert skylt við það. Þetta er bara prinsippmál." — Þú hefur sagt, að nú væri ekkert annað fyrir ykkur en að halda áfram að berjast. Hvað áttu við? „Það sem ég meina er að við höldum áfram að vera til. Fyrir mig þýða þetta ákveðin timamót á mlnum stjórnmála ferli, að ég skuli hafa kjark til þess að risa svona upp og fara í baráttu sem ég veit að kallar yfir mig særindi og vonbrigði frá mínum bestu vinum. En ég gerði þetta með opin augu og vissi hvaða áhættu ég tók og stend alveg undir því. Ég held reyndar að ég hafi aldrei verið sterkari með sjálfri mér en einmitt eftir þetta."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.