Alþýðublaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 3
Laugardagur 17. október 1987
3
FRETTIR
Alþýðubandalagið:
Spennan í hámarki
í dag ræðst hverjir verða fulltrúar Reykjavíkurfélagsins á
landsfundi flokksins í næsta mánuði. Önnur atkvæða-
greiðsla í Neskaupstað. Harka hlaupin í undirbúninginn.
Úrslitin í Reykjavík gætu ráðið úrslitum.
Urslita úr talningu at-
kvæða í Alþýðubandalaginu í
Reykjavik er nú beöið meö
mikilli eftirvæntingu. Mikill
fjöldi manns tók þátt í at-
kvæðagreiðslunni á fimmtu-
dagskvöldið og á fundinum
var ógerlegt að gera sér
neina grein fyrir fylgishlut-
föllum þeirra tveggja fylkinga
sem nú takast á um völdin í
flokknum.
Ekki þyrfti nema tiltölulega
lítinn meirihluta til aö gera út
um kosninguna á annan
hvorn veginn. Tvennt er þó
talið geta komiö i veg fyrir
mjög „hrein” úrslit. Annars
vegar er fjöldi flokksmanna
sem neitar að láta skipa sér í
fylkingar og kýs fulltrúa
beggja, hins vegar er í gildi
kynjakvótaregla, sem gæti
riðlað fylkingum.
Samkvæmt kvótareglunni
mega ekki fleiri en 60% full-
trúanna vera af fjölmennara
kyninu. Verði þannig kosnir
70 karlar en 30 konur, færast
10 efstu varakonur upp en
jafnmargir karlmenn færast
niður í sæti varamanna.
Samkvæmt heimildum Al-
þýðublaösins munu hafa ver-
ið of mörg karlmannsnöfn á
lista stuðningsmanna Ólafs
Ragnars Grímssonar en skipt
til helminga á hinum listun-
um báðum. Þetta hefur í för
með sér að ef beita þarf kyn-
kvótareglunni verður það Sig-
ríðarmönnum í hag.
Þrír listar voru í gangi við
kosninguna á fundinum i
fyrrakvöld. Lista uppstilling-
arnefndar var að sjálfsögðu
dreift meðal fundarmanna.
Talið er að á honum hafi ver-
ið talsvert fleiri nöfn sem
kenna megi við Sigríði
Stefánsdóttur en Olaf Ragnar
Grimsson. Þegar Ijóst varó
að fleiri tillögur myndu ber-
ast en frá uppstillingarnefnd
þannig að kosning yrði óum-
flýjanleg, brugðu stuðnings-
menn beggja formannskandi-
datanna á það ráð að útbúa
sérstaka lista til að auðvelda
sínu fólki kosninguna.
Stuðningsmenn beggja að-
ila munu hafa notað lista
uppstillinganefndar sem
uppistöðu og strikað út af
honum andstæðinga sina. í
því sambandi var engum hlíft
og má nefna sem dæmi að
stuðningsmenn Sigríðar
strikuðu nöfn á borð við Guð-
rúnu Helgadóttur, Kristínu Á.
Ólafsdóttur og Össur Skarp-
héðinsson, en stuðnings-
menn Ólafs Ragnars strikuðu
út sjálfan fráfarandi formann
flokksins, Svavar Gestsson
ásamt forseta ASÍ, Ásmundi
Stefánssyni.
Að venju eru þó allmargir
flokksmenn sem ekki vilja
láta draga sig í dilka á þenn-
an hátt og kjósa fólk úr báð-
um fylkingum. Þessi hópur
verður væntanlega til þess
að koma í veg fyrir að allir
fulltrúar Reykjavíkurfélagsins
á landsfundinum verði úr
annarri hvorri fylkingunni.
Að sjálfsögðu er fylgst
með kosningu landsfundar-
fulltrúa úti á landi af miklum
spenningi í báðum herbúð-
um. Þar hefur viða komið til
átaka nú þegar, en annars-
staðar er búist við átökum.
Þetta gildir t.d. um Neskaup-
stað, þar sem nánir sam-
starfsmenn Hjörleifs Gutt-
ormssonar eru sagöir hafa
sig alla við til að tryggja
stuðning við Sigriði Stefáns-
dóttur á landsfundinum.
Stuðningsmenn Ólafs Ragn-
ars á Neskaupstað hyggjast
einnig fjölmenna á fundinn í
dag þar sem fulltrúar á lands
fundinn verða kosnir.
Kjör fulltrúa er nýlega af-
staðið í Kópavogi, þar sem
Ólafur Ragnar fékk öruggan
meirihluta. Ofug varó niður-
staðan á Akureyri sem kunn-
ugt er, en þaðan koma ein-
ungis stuðningsmenn Sigríð-
ar til landsfundarins.
Fulltrúar frá Reykjavíkurfé-
laginu verða um þriðjungur
fulltrúa á landsfundinum,
þannig að úrslitin sem koma
upp úr innsigluðum kjör-
kassa i dag, skipta verulegu
máli og gætu hugsanlega
ráðið úrslitum. Almennt er
Tvær undantekningar
frá bifreiðagjaldinu
Tvær undantekningar verða
gerðar frá innheimtu bifreiða-
gjaldsins sem bætist við
skattalista landsmanna á
þessu hausti. Öryrkjar verða
undanþegnir gjaldinu og
fram til 1. nóvember gefst
mönnum færi á að afskrá
ónýta bíla og komast þá hjá
gjaldinu.
Fjármálaráðuneytið sendi í
gær frá sér itarlega fréttatil-
kynningu um bifreiðagjaldið
þar sem þetta kemur m.a.
fram. í lögum um bifreiða-
gjaldið er heimild til að und-
anþiggja öryrkja gjaldinu og
hefur fjármálaráðherra ákveð-
ið að nýta sér þá heimild. Þar
sem þetta fólk er ekki að-
greint frá öðrum bíleigendum
f skrá Bifreiðaeftirlitsins, var
að sögn fjármálaráðuneytis-
ins ókleift að sleppa þeim
við rukkun. Öryrkjar sem eiga
bíla, fá því giróseðla eins og
aðrir en þurfa ekki að greiöa
þá! Þeir sem hafa gert það
munu fá bifreiðagjaldfð end-
urgreitt hjá viðkomandi inn-
heimtumanni rikissjóðs.
Bifreiöagjaldiö nemur sem
kunnugt er tveim krónum á
hvert kiló. Skatturinn verður
þó ekki hærri en 5000 krónur
af hverjum bfl og ekki lægri
en 1000 krónur.
talið að Ólafur Ragnar njóti
meiri stuðnings en Sigríður á
landsbyggðinni. Þetta hefur í
för með sér að stuðnings-
menn Sigríðar þurfa rífan
meirihluta í Reykjavik til að
tryggja kjör hennar.
Það er sem sagt fyllsta
harka í undirbúningi lands-
fundarins og greinilegt að nú
stefnir í það að misklíðarefn-
in í flokknum verði gerð upp i
eitt skipti fyrir öll.
Kaupstaður á tveimur hæðum
Kaupstaður í Mjódd í Reykjavik bætti við sig húsnæði þegar efri
hæð hússins var tekin í notkun. Þar verða m.a. fatadeild og heimilisvör-
ur. Húsið er nú alls um 8000 fermetrar og auk verslunar- og skrifstofu-
húsnæðis er þarna aðstaða til kjötvinnslu og starfsmannaaðstaða. Auk
þess er nú komið i gagnið kaffiteria fyrir almenning og barnahorn fyrir
viðskiptavinina. Það voru þeir Ólafur St. Sveinsson, kaupfélagsstjóri,
Þröstur Ólafsson, stjórnarformaður KRON og Pálmi Guðmundsson,
verslunarstjóri, sem kynntu starfsemina fyrir blaðamönnum við opnun-
ina. Á-mynd: Róbert.
Arni Gunnarsson aiþingismaður:
„Vaxtahækkanirnar óeðlilegar“
Frá áramótum hafa vextir á óverðtryggðum skuldabréfum
hækkað um 85 prósent.
Frá fyrsta janúar sl. hafa
auglýstir meðalvextir Seðla-
bankans hækkað um 85 pró-
sent á almennum óverð-
tryggðum skuldabréfum. í
umræðum um efnahagsmál,
utan dagskrár á Alþingi, vakti
Árni Gunnarsson alþingis-
maður athygli á þessari gífur-
legu hækkun og beindi þeim
tilmælum til ríkisstjórnarinn-
ar, að hún hefði í heiðri þær
yfirlýsingar Alþýðuflokksins
að hóflegir vextir væru það
sem stefna bæri að, en að
mati Árna hefur hækkun
vaxta á ríkisskuldabréfum
áhrif til enn frekari hækkunar
vaxta, — hjá verðbréfamörk-
uðunum, í bankakerfinu og
siðan í húsnæðislánakerfinu.
„Ég treysti ríkisstjórninni
til þess að stuðla að því í
efnahagsaðgerðum sínum að
vextir hækki ekki, frekar fari
þeir lækkandi," sagði Árni
Gunnarsson í samtali við Al-
þýðublaðið. „Það hefur verið
stefna Alþýðuflokksins frá
þvi að verðtrygging fjárskuld-
bindinga tók gildi, og við
börðumst fyrir henni, að hér
væru hóflegir raunvextir. Þeg-
ar við erum að tala um hóf-
lega raunvexti, þá erum við
að tala um vexti á bilinu 2,5
—4 prósent." Árni sagði að
þegar allt væri orðið verð-
tryggt væri engan veginn
réttlætanlegt að vera með
vexti í gangi á bilinu 10—12
prósent. „Það er fásinna."
Hvaða konur?
Þau mistök urðu í viðtali
við Þórhildi Þorleifsdóttur, i
laugardagsblaðinu 10.
október, að hluti af spurn-
ingu blaðamannsins slædd-
ist inn l svar Þórhildar. Hiö
rétta er: — En eruð þið ekki
fyrst og fremst menntakonur,
sæmilega staðsettar í samfé-
laginu? Eru nokkrar aðrar
konur í framboði?
„Sko, við höfum ekki kann-
að hvaða kona kemur hvaðan.
Okkur kemur það ekki við.
Kannski kæmi þetta munstur
( Ijós, en flestar konur sem
starfa meö okkur, hafa hvergi
verið flokksbundnar áður.“
Að mati Arna er hávaxta-
stefna afsprengi nýfrjáls-
hyggjunnar, óhefts markaðs-
búskapar. Hann segir enn-
fremur að vaxtahækkanir
undanfarið hafi með öllu ver-
ið óeðlilegar. „Þeir sem hafa
fengið frelsi til að fara með
peninga að vild, hafa misnot-
að það frelsi. Verðbréfamark-
aðirnir hafa að minu viti
hækkað vexti óeðlilega mik-
ið. Það hefur síðan pressað á
bankana að hækka vexti og
ríkissjóður hefur i samkeppni
við þennan markað verið
neyddur til að hækka sína
vexti.“
Þá kvaðst Árni hafa veru-
legar áhyggjur af því að há-
vaxtastefnan yki verðbólguna
meira heldur en menn gerðu
sér almennt grein fyrir. Auk
þess væru háir vextir til þess
fallnir að lagskipta þjóðinni
meira en ástæða væri til.
„Þeir sem eiga fjármagnið
hagnast á háum vöxtum, en
hinir verða undir I baráttunni,
verða fátækari."
Nýir pennar Alþýöublaösins:
Halldór Halldórsson
skrifar um íþróttir
Halldór Halldórsson
fyrrum landsliðsmaður I
knattspyrnu og handknatt-
leiksmaður mun skrifa um
íþróttirog mál sem tengj-
ast (þróttahreyfingunni I
Alþýðublaðið. Halldór hefur
um árabil verið virkur þátt-
takandi I íþróttalífi þjóðar-
innar og skrifað um þau
málefni, m.a. fjallað reglu-
lega um unglingaíþróttir I
Dagblaðinu/Vísi. Alþýðu-
blaðið býður Halldór vel-
kominn til starfa. Fyrsta
grein Halldórs birtist I
blaðinu I dag á bls. 14-15.
Halldór Halldórsson
Ibúð óskast!
Starfstúlka á Alþýðublaðinu óskar eftir 2ja-3ja herb.
íbúð á leigu í 1 ár.
Fyrirframgreiðsla fyrir hendi ef óskað er.
Vinsamlegast hafið samband við Alþýðublaðið frá
kl. 9—5, (Olöf), eða í síma 79313 á kvöldin.