Alþýðublaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 18

Alþýðublaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 18
18 Laugardagur 17. október 1987 K VIKMYNDIR Sigmundur Ernir Rúnarsson skrlfar Fjandinn laus á landsbyggðinni Bíóhúsið, Nornirnar (The Witches of Eastwick): Banda- rísk, árgerð 1987. Framleiðendur: Peter Gruber, Jon Peters og Neil Canton. Leikstjórn: George Miller. Handrit: Michael Cristofer. Kvikmyndun: Vilmos Zsig- mond. Tónlist: John Williams. Aðalleikarar: Jack Nicholson, Cher, Susan Saradon, Michelle Pfeiffer og Veronica Cartwright. Miöaldra slytti meö stóran kjaft. Eins langt frá likams- rækt og útlitiö megnar. Sveitt kollvikin tala sinu máli, sívöl umgjörö um eitt magnaöasta andlit leiklistarsögunnar. Ja, þvi ekki það? Ef ofsalegt hefur ennþá sina eðlu merkingu, er Jack Nicholson ofsalega góður leikari. Hann geislar — og ár- una leggur langt út fyrir tjald- iö. Hann á slnar myndir. Tilgerðarlegt? Kannski svolitiö og kannski svolitið ofsagt. En þaö er djöfulli freistandi aö láta þetta allt flakka nýkom- inn af Nornunum I Austvlk. Þaö er ári skemmtileg mynd meö Jack. Nú, hvernig þá? The Witches of Eastwick er einkar haganlegur útúr- snúningur úr kunnri skáld- sögu John Updike um átök góös og ills og karla og kvenna úti á landsbyggöinni, nánar tiltekiö I litlum bæ þar sem allt er augljóst. Hand- ritshöfundurinn hefur ekki meira en svo flett yfir bókina og má vera aö þaö sé kostur. Hann staðnæmist ekki við þema bókarinnar, sjálfar and- stæðurnar, heldur gerir sér leik aö persónunum. Og möguleikum þeirra, sem gott og vel, eru býsna miklir. Jack Nicholson nýtur sln eins vel I myndinni og raun ber vitni af þvl hlutverk hans er þungamiöja myndarinnar, hún er upphaf hennar, stlg- andi og endir. Beinasta leið er farin aö karakternum, þráð- beint I kvikuna. Og fjandinn er laus. Þvlllk rulla. Nicholson hef- ur ekki veriö eins mikiö ógeö I annan tlma frá þvl hann hjó I gegnum huröina I Shining. Kannski hæfa fleiri viömiðan- ir. Persóna Daryl van Horny, greddupúkans sem stöllurnar úti á landi seiða til sín I ein- veruna, er jafn margslungin og hún er kæn. Hún er jafn útjöskuð og fyrrum geimfar- inn I Terms of Endearment, jafn andskoti ástríöufull og I Póstmanninum, jafn dýrsleg og I Easy Rider, jafn klæmin og I The Last detail og kannski jafn sympatlsk og rullan I Gaukshreiðrinu. Nicholson hefur leikiö þetta allt. Og gott betur. Þeg- ar hann stendur á fimmtugu á hann tæpan fjórða tug mynda aö baki, flestar æði athygliverðar. Tvo Óskara og tuttugu umfram klló. Eða svo. Hann hefur ekki leikiö áöur eins djöfullegt hlutverk og I Nornunum I Austvlk. Djöfull- inn sjálfan túlkar hann af slíku listfengi aö unun vekur. Tæknin er einstök, hver vöðvi andlits skilar slnu hlutverki. Og augun — þau eru brella. Nornirnar þrjár leika heldur engir aukvisar séð gegnum linsuna. Cher hefur vaxið ásmegin slöan í Grlmunni, Jack með allt á hornum sér. Stöllurnar þrjár. Jafnmargar þrár. Susan Sarandon er minnis- stæð úr Atlanticborg og slð- ast Hungrinu á móts viö Bowie og Devenue og Pfeiffer kom slöast inn I nótt- ina á Stöö 2 og jafnframt kunn úr annarri nótt á móti Hauer I Ladyhawke. Þetta eru hæfileikamiklar leikkonur, sem eiga þó allar þaö sam- eiginlegt aö þola ekki mikil átök til lengdar. Engar þeirra geta til dæmis öskraö mikið án þess aö maöur fái leiö á þeim. En þaö getur Jack. Myndin a tarna fær góða umsögn þessa penna sem hér snertir papplr. George Miller hefur þaö aö leiðarljósi að skemmta fólki og gerir þaö vel og heiðarlega I þetta skipti eftir aö hafa siglt Mad Max I strand. Háðskurtónn þessarar myndar nlstir skelfi- lega þægilega, stundum ill- kvittinn, annars geöugur. Kvikmyndataka og leikmynd slá sama takt, ofboð ýkt á köflum hvorutveggja — ann- aö væri þaö nú. Þaö sem er svo kannski mest til marks um rétta blöndu myndarinnar er hógvær brellunotkun Mill- ers (utan augu Jacks) en hún er einkar markviss og yddar skarplega þau atriöi sem ella heföu oröiö bitlitil. George Miller á hér að baki merkilega afþreyingarmynd sem skilar honum mjög áleiöis I höröum bransa. Hann hefur heldur öngva eymingja sér til hjálpar; Jack I leiknum, Williams I múslk og Zsigmond I tökum, en hann á litrlkan feril að baki elns og jafn óllkar myndir og Deliverance, Heavens Gate, Close Encounters og Apoca- lypse Now bera best vitni um. í vissum skilningi hefur hann skotið enn eina stór- myndina. -SER. MYNDBÖND Ingólfur Margeirsson skrifar Myndband fyrir leikhúsunnendur Sölumaður deyr (Death of a Salesman). Gerð eftir sam- nefndu leikriti eftir Arthur Miller. Leikstjóri: Volker Schlondorff. Aðallelkarar: Dustin Hoffman, John Malko- vich, Charles Durning. Lengd: 133 min. Fyrir nokkrum árum var verkiö „Sölumaöur deyr“ eftir Arthur Miller endursýnt á Broadway meö stórstjörnunni Dustin Hoffman Iaðalhlut- verkinu. Verkið sem fjallar um uppgjör sölumannsins Wílly Loman viö amerlska drauminn, var frumsýnt á sjötta áratugnum og varð þegar að slgildu bandarísku verki. Leikritið segir frá sölu- manninum Loman sem tek- inn er aö reskjast og missa töfra slna sem sölumaöur, sem reyndarvoru aldrei mikl- ir. Honum hefur enn ekki tek- ist að láta ameríska draum- inn rætast, stendur ennþá I afborgunum á hrörlegu húsi og ekur um á bll sem kominn er til ára sinna. Synir hans tveir eru uppkomnir en hafa ekki náö þeirri þjóðfélags- stööu sem fööur þeirra dreymir um. Annar þeirra er óforbetranlegur kvennabósi sem neitar aö taka ábyrga af- stööu I einkalifi slnu og hryll- ir við aö stofna fjölskyldu. Hinn hefur falliö út úr há- skóla og ráfar úr einni vinnu I aöra. Frú Loman er uppgefin, þreytt húsmóðir sem er löngu búin aö gefast upp á að ná ströndum fyrirheitna landsins. Willy sölumaóur er sá eini sem neitar aö horfast I augu viö tapað tafl. Hann berst áfram eins og dýr I búri, yfir- keyröur, úttaugaður, spenntur og með falska glaöværð og brandara á takteinum. Ame- rlski draumurinn sem breyst hefur I martröö er enn I sjón- máli að mati Willys. En þegar honum er sagt upp vinnunni þvl hann er orðinn gamall og hálfruglaöur sölumaöur sem viðskiptavinirnir hlæja aö, gefst hann endanlega upp og ákveöur aö svipta sig llfi. Sölumaöur deyr er (slensk- um leikhúsgestum kunnugt og óþarfi að fjalla um gæði þess sem verks. Myndin er upptaka af leikhúsverkinu I New York og er þess vegna leikhús en ekki kvikmynd. Sem sviðsuppsetning er þetta myndband afbragð og sönn perla fyrir alla leikhús- unnendur. En persónulega finnst mér aðalleikarinn Dustin Hoffman dálltið brokkgengur. Þaö má stafa af mlnum persónulegu fordóm- um, þvl mér hefur aldrei fundist sérstaklega til Hoff- mans koma sem leikara; kannski einfaldlega vegna „Dustln Hoffman er brokkgengur I meistaralegu verki,“ skrifar Ing- ólfur Margerisson m. a. i umfjöll- un sinni um Sölumaður deyr eftir Arthur Miller. þess aö mér hefur fundist hann hafa komiö sér upp tveimur, þremur týpum (sem stama, og haltra) og sem hann heldur s jg viö. Hoffman má þó eiga þaö að hann sprengir rammann aö þessu sinni, en dettur þó stöku sinnum I gamla týpupottinn. En inn á milli á hann af- bragðsleik sem sýnir nýjar vlddir á honum sem leikara. Annar galli er gervi hans, þvl Dustin leikur sér eldri mann og stundum ber faröinn það ekki. Hinir aðalleikararnir, þrælvanir menn eins og Malkovich og Durning, eru dásamlegir. Sú útgáfa sem ég skoðaði var ekki þýdd á ls- lensku. Og enska verksins er mikið á slangri og textinn oft geysilega hraöur og erfiöur. Vonandi eru þvl textaöar spólur I umferö, svo gæöi þessa meistaralega verks týnist ekki I málinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.