Alþýðublaðið - 20.10.1987, Qupperneq 2
2
Þriðjudagur 20. október 1987
uffinura
Slmi: 681866
Útgefandi: Blaö hf.
Ritstjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Blaöamenn:
Umsjónarmaöur
helgarblaös:
Ingólfur Margeírsson.
Jón Daníelsson.
Ingibjörg Árnadóttirog Kristján Þorvaldsson.
ÞorláKur Helgason.
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson.
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir^ Eva Guðmundsdóttir,
Þórdís Þórisdóttir, Ólöf Heióur Þorsteinsdóttir
og Guðlaugur Tryggvi Karlsson.
Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38.
Prentun: Blaöaprent hf., Siöumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga,
60 kr. um helgar.
Tímamótafrumvarpið
Fjárlagafrumvarpið hefur nú legið frammi á Alþingi í viku
og allmiklar en bitlausar umræður af hálfu stjórnarand-
stöðunnar farið fram. Enda er stjórnarandstöðunni vork-
unn. Fjárlagafrumvarpið hefurverið kallað tímamótafrum-
varp og það ekki að ósekju. í frumvarpinu eru nefnilega
óvenjumargarstefnumarkandi breytingar. Þarámeðal má
nefna gerbreytingu á tekjuöflunarkerfi ríkissjóðs, sér-
stakt átak í húsnæðismálum og mennta-, menningar- og
skólamálum. í frumvarpinu felst einnig mörkun öflugrar
byggðastefnu. Frumvarpið er ekki síst athyglisvert fyrir
þær sakir að þar gerir ríkið þær kröfur til atvinnuveganna
að þeir standi á eigin fótum, það mætti nefna þann þátt
fyrstaáfangann í afnámi velferðarkerfis fyrirtækjannaeða
afnám pilsfaldakapítalismans. Kerfisbreytingarnar eru
fleiri; ríkisrekstri er meðal annars umbreytt með tilflutn-
ingi verkefna til sveitarfélaga og atvinnuvega. Og síðast
en ekki síst er ríkisreksturinn hallalaus þar sem unnið er
gegn verðbólgu og unnið gegn spennu á lánsfjármarkaði.
I frumvarpi til lánsfjárlaga sem lagt er fram jafnhliða fjár-
lagafrumvarpi er það einna athyglisverðast að fylgt er
stefnu þarsem krafist erafdráttarlauss árangurs og fullrar
ábyrgðarstjórnenda, bæði í opinberum rekstri og í einka-
rekstri. Dæmi um þetta er, að nú eru nýjar, erlendar lántök-
ur ríkisins í fyrstaskipti í áraraðir lægri en afborganir þess
af erlendum lánum. Einkaaðilarog atvinnufyrirtæki verða
nú sjálf gerð ábyrg fyrir lántökum erlendis meðal annars
með afnámi ríkisábyrgðar á erlendum lántökum fjárfest-
ingarlánasjóðanna. Einnig er vert að huga að því, að fjár-
mögnunarkjör verða því aðeins gerð fýsileg ef um er að
ræða framkvæmdir sem aukið geti framleiðsluverðmæti
eða framleiðni fyrirtækja og þannig stuðlað að aukningu
þjóðartekna og bættum þjóðarhag.
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í peningamálum eru enn-
fremur byltingakenndar, og hafa það að markmiði að auka
sparnað og tryggja óbreytt gengi krónunnar. Leiðir til
sparnaðar verða auknar, þar á meðal verða settar nýjar
reglur um húsnæðisreikninga með heimild til þess að
gengistryggja sparifjárreikninga. Ennfremur verða settar
nýjar reglur um skattameðferð hlutafjár og kaup á hlutafé
í erlendum hlutafélögum verða heimiluð.
Tekjuhlið og gjaldahlið frumvarpsins skapa tímamót að
mörgu leyti. Fyrst má nefna staðgreiðslukerfi skattasem
er mesta breyting sem gerð hefur verið síðan núverandi
tekjuskatts- og tekjuútsvarskerfi var komið á fót. Þá má
nefna fækkun frádráttaliða, jöfnun skattalegrar aðstöðu
og samræming launaskatts. Loksinserágóðaaf ofsatekj-
um varnarliðsverktakaskilað að hlutatil fólksins með sér-
stakri gjaldtöku á þau fyrirtæki sem hingað til hafa óáreitt
starfað í skjóli einokunaraðstöðu. Einnig ber að nefna
kröfuna um arðgreiðslur ríkisfyrirtækja. Áformaðar kerf is-
breytingarsvo sem samræmd tollskráog hert skattaeftir-
lit er byltingarkennt átak til heilla og réttlætis. Ef litið er
á gjaldahlið frumvarpsins ber hæst hin öfluga byggða-
stefna með sérstöku átaki í samgöngumálum, aukin fram-
lög til skólamála dreifbýlis einkum sérkennslu og stuðn-
ing við rannsóknarstarfsemi Háskóla íslands og uppbygg-
ing háskóla á Akureyri. Þá má nefna stóraukið átak í hús-
næðismálum og stóraukin framlög til Lánasjóðs náms-
manna. Margir aðrir róttækir þættirfelast í fjárlagafrum-
varpinu, þjóðinni allri til heilla og sem stuðla að því að
byggja upp öflugt, dugmikið og réttiátt þjóðfélag. Tíma-
mótafrumvarp er því réttnefni.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
Svavar segir eins og Sigriður að Ólafur Ragnar sé i rauninni hershöfðingi, og svoleiðis menn þurfi flokkurinn
alls ekki.
Sjónarmið Svavars Gests-
sonar fráfarandi formanns Al-
þýðubandalagsins á félaga
Ólafi Ragnari Grímssyni eru
nú orðin það þjóðkunn að
það væri að bæta gráu ofan
á svart að halda þeim frétta-
flutningi áfram. Við getum
hins vegar ekki stillt okkur
um að klippa út eftirfarandi
sjónarmið Svavars sem birt-
ust á bakslðu DV í gær.
Svavar segin
„Vinnubrögðin á félags-
fundinum eru gagnrýnisverð
en ósmekkiegast er þó þegar
reynt er að draga flokksfé-
laga i diika fyrirfram rétt eins
og þeir hafi ekki sjálfstæðar
skoðanir. Fólk er kosið á
landsfund til að taka stórar
ákvarðanir um menn og mál-
efni en ekki til að hlýða á
hershöfðingja sem kunna þó
að tala friðsamlega,“ sagði
Svavar Gestsson, formaður
Alþýðubandalagsins, um úr-
slit landsfundarfulltrúa kjörs-
ins í Reykjavík.
Það athyglisverða við þessi
sjónarmið Svavars er það, aö
hann notar nákvæmlega
sama orðalag og Sigríður
Stefánsdóttir gerði í sjón-
varpsféttum í fyrrakvöld er
hún líkti Ólafi Ragnari við
hershöfðingja. Tilviljun?
Varla, því Sigríður hefur
sömu skoðun og Svavar og
talar þar af leiðandi sama
tungumál.
Sæmundur Kjartansson
læknir er frægur maður fyrir
hressar skoðanir og sérstakt
skoþskyn. Nú hefur doktor-
inn lagst í blaðaútgáfu og
sett á markaðinn blað er
nefnist VB og er að sögn út-
gefandi „háð og ófrjálst viku-
blað.“ Sjónarmiðin sem þar
koma fram eru æði misjöfn,
m.a. er getið stórmenna sem
Hitlers, Isleifs Högnasonar,
Löbbu á horninu og annarra.
Útgefandi hefur margar skoð-
anir og segir að VB standi
fyrir Vörn borgarans en
kommúnistar megi kalla
blaðið Völkischer Beobacht-
er. Merkilegustu sjónarmið
læknisins og útgefandans
eru þó eflaust þau að með
útgáfu þessa nýja vikublaðs
hyggst hann létta greinafarg-
ani af Morgunblaöinu og sem
hann vill ekki leggja á Morg-
unblaðið að birta. Sem f
sjálfu sér segir ýmislegt um
greinar vikublaðsins nýja.
Ef menn hafa haldiö að
Þjóðviljinn hafi verið betri
hérna áður fyrr, þá er það al-
rangt. Þetta eru alla vega
sjónarmiö eins af núverandi
Arni Bergmann segir að Þjóðvilj-
inn hafi ekkert verið betri hérna
áður fyrr.
Og Sæmundur læknir Kjartans-
son hefur gefið út vikublað þvi
hann vill ekki ieggja það á Morg-
unblaðið að birta greinar sinar.
ritstjórum Þjóðviljans, Arna
Bergmanns og birti hann
þessar athyglisverðu niður-
stöður í blaði sínu um helg-
ina undir fyrirsögninni „Alda-
fjóröungur í þrælakistunni."
Nú má það vel vera að vara-
samt sé fyrir ritstjóra að
segja: „Blaðið mitt var ekkert
betra þegar hinir ritstýrðu
þvl,“ en við skulum ekki
dæma heldur lesa orð rit-
stjórans:
„Ég heyri stundum þessa
spurningu hér: var blaðið
ekki miklu betra þá?
Herra minn sæll og trúr:
aldrei skal ég gera tilraun til
að svara þessari spurningu.
Ég hafði ekki lengi unnið á
Þjóðviljanum þegar Magnús
Kjartansson, sem þá hafði
stýrt Þjóðviljanum í sextán
ár, sagði mér, að hann fengi
jafnt og þétt að heyra það, að
blaðið hefði verið miklu betra
fyrir tíu árum eða svo.
Magnús taldi að þetta væri
einskonar lögmál á svona
blaði.
Ég veit eitt: það lið sem
var innanstokks á hverjum
tíma gerði eins og það gat,
og enginn gerir betur.
Frammistaðan var — og er
— mjög í sveiflum. Það þarf
ekki að vanta nema tvo eða
þrjá menn í fríi eða veikind-
um til að allt sé í hers hönd-
um. Endalausar skyndibjörg-
unaraðgerðir fyrir horn.
Taugakerfið skrúfað í hnút
með sextán kaffibollum
svörtum. Eigum við ekki bara
að detta i það?
Það er algengur misskiln-
ingur að hér áður fyrr hafi
Þjóðviljinn notið mikils og
áreiðanlegs stuðnings
snjallra penna úti í bæ. Sá
liðsstyrkur var alltaf fyrir
hendi í einhverjum mæli og
hann var afskapiega mikils
virði. En hann var mjög
skrykkjóttur. Stundum þorðu
menn ekki að skrifa í Þjóövilj-
ann. Aðrir tímdu ekki að
skrifa i hann, vegna þess að
hann neyddist til að reyna að
komast af með að borga sem
minnst — bæöi fastamönnm
og öðrum. Fyrir aldarfjórð-
ungi eða svo var mikil óáran
og fýla í vinstraliðinu, í nokk-
ur ár stóð strið milli tveggja
eða þriggja tegunda af sósí-
alistum og Hannibalista og
iagði mikinn fnyk af því ati
inn á blaðið svo að maður
rétt náði andanum. Síðar
komu önnur ár og auðveldari
— upp úr 1968 voru allar
Þjóðviljahugmyndir í tísku og
fleiri bættust við með ungu
fólki, og nú var kannski erfitt
aö koma öllu fyrir i blaðinu
sem að barst — eftir aö við
heimamenn höfðum árum
saman verið í blóðspreng við
að fylla gapandi síður. Stund-
um eru Allaballar í stjórn og
þá getur verið að ólíklegustu
menn vilji sýna sig í blaðinu,
en eru fljótir að hrökkva frá
þegar vindur breytist. Og er
þaö gömul saga.___”
Þá vitum við það; það er
bara um að gera fyrir Alla-
balla að komast í stjórn svo
blaðið batni. En það getur
náttúrlega orðiö bið á því.