Alþýðublaðið - 20.10.1987, Page 3
Þriðjudagur 20. október 1987
3
FRETTASKYRING
Jón Danielsson
skrifar
Alþýðubandalagið eftir talningu:
Eða er málamiölun enn hugsanleg? Svavar undirbýr útgöngu.
Stóryrði flokkseigendafélagsins bara partur af spilinu, eða
sögð í fullri meiningu?
Ólafur Ragnar, Sigriður,
eða Svavar áfram, eða
kannski Ragnar Arnalds aft-
ur? Þótt undarlegt kunni að
virðast erum við ekki miklu
nær um svör við þessari
spurningu eftir viðburði helg-
arinnar. Sigur Ólafs Rangars
og fylgismanna hans i full-
trúakosningunni á fimmtu-
dagskvöldið var að vísu
býsna sannfærandi, en við-
brögð andstæðinga hans
þeim mun harkalegri. Sumir
fréttaskýrendur spá þvi í dag
að Alþýðubandalagið hljóti
að klofna hvernig sem mál
æxlast.
Svavar Gestsson, fráfar-
andi formaður Alþýðubanda-
lagsins, hefur f viðtölum við
fjölmiðla síöustu daga gert
mikið úr ódrengilegum vinnu-
brögðum Ólafsmanna, jafnvel
haft á orði að annað eins hafi
hann ekki séð á samanlögö-
um ferli slnum I pólitík. Hann
hefur líka neitað að svara því
hvort hann muni starfa áfram
í flokknum undirforystu
Ólafs Ragnars. Aðrir þeir for-
ystumenn sem fóru dapur-
lega út úr kosningunni, hafa
tekið i svipaða strengi.
Það er vissulega auðvelt
að draga þá ályktun þegar
hér er komið sögu að Alþýðu-
bandalagið sé dæmt til aö
klofna. Þvl má hins vegar
ekki gleyma aö ákvaröanir I
pólitlk eru sjaldnast teknar
öðruvfsi en að vandlega yfir-
veguðu ráði. Hitinn og æs-
ingurinn sem fylgir þvl þegar
menn taka sig til og kljúfa
stjómmálaflokk, er einkum á
yfirborðinu og til þess ætlaö-
ur að höföa til tilfinninga
hinna óbreyttu flokksmanna.
Orðaskak síðustu daga
ásamt kosningaslagnum á
fimmtudagskvöldið eru raun-
ar gamalkunnar aðferðir i
pólitískum átökum. Fyrir
kosninguna á fimmtudags-
kvöldið höfðu báðar fylkingar
látið útbúa lista handa stuðn-
ingsmönnum sínum til að
kjósa eftir. Allt annað hefðu
raunar veriö heimskupör,
þegar tekið er tillit til þess
að jafnvel þeir sem best
þekkja flokksfólkið hefðu átt
í erfiðleikum með að kjósa
100 nöfn án þess að hafa
slíkan lista við hendina.
Það er ekki nokkur vafi á
því að ummæli Svavars
Gestssonar um Ólaf Ragnar
og stuðningsmenn hans sfð-
ustu daga, þjóna ákveönum
tilgangi. Svavarsmenn standa
höllum fæti eftir kosninguna
á fimmtudagskvöldið og
þess vegna verða þeir að
reyna að höfða til þeirra
landsfundarfulltrúa sem enn
hafa ekki tekið afstöðu, og
reyndar er allt útlit fyrir að
þeir þurfi einnig að vinna
stuðning nokkurra núverandi
fylgjenda Ólafs Ragnars i
hópi landsfundarfulltrúa.
Stórorðar yfirlýsingar sfð-
ustu daga, eru þannig annars
vegar tilraun til að vekja
samúð landsfundarfulltrúa,
hins vegar litt dulbúin hótun
um aö kljúfa flokkinn. Trú-
lega gera menn sér vonir um
það i herbúðum flokksforyst-
unnar að yfirvofandi klofning-
ur muni draga kjarkinn úr ein-
hverjum stuðningsmönnum
Olafs Ragnars.
Þótt hin stóru orð verði að
nokkru leyti skýrð með þess-
um hætti, er alls ekki þar
með sagt að ekki geti legið
full alvara á bak við þau. Inn-
an Alþýðubandalagsins rlkir
verulegur ágreiningur,
einkum milli þeirra sem vilja
slfta tengslin milli flokks og
verkalýðshreyfingar og hinna
sem vilja efla þau, þótt
ágreiningurinn eigi sér vissu-
lega fleiri hliðar. Ef Ásmund-
ur Stefánsson og fleiri leið-
togar í verkalýðsarmi flokks-
ins sæju sér þann kost
vænstan að yfirgefa Alþýðu-
bandalagið eftir sigur Ölafs
Ragnars í formannskjöri, er
vandséð hvað hið svokallaða
flokkseigendafélag með
Svavar Gestsson í broddi
fylkingar á að gera. Klofning-
ur Alþýðubandalagsins eftir
sigur Ólafs Ragnars á lands-
fundi virðist a.m.k. ekki ólík-
legur. Hugsanlegt er að
Svavar Gestsson, Hjörleifur
Guttormsson og Margrét Fri-
mannsdóttir yfirgæfu flokk-
inn undir slikum kringum-
stæðum. Guðrún Helgadóttir
sæti að sjálfsögðu eftir og
ótrúlegt má telja að Geir
Gunnarsson fari að yfirgefa
flokkinn úr þessu, en Ragnar
Arnalds, Skúli Alexandersson
og Steingrimur Sigfússon
yrðu í vanda staddir.
Ef landsfundarfulltrúum
yrði stillt upp andspænis
slíkri framtíð, gæti það orðið
til að draga kjark úr fjölmörg-
um sem annars hefðu
hugsað sér að styöja Ólaf
Ragnar. Sá möguleiki er þó
einnig fyrir hendi aö stuðn-
ingsmenn Ólafs Ragnars tvi-
eflist við „hótanir" um klofn-
ing. Þetta fer allt eftir þvl
hvorum megin hryggjar
samúð landsfundarfulltrú-
anna lendir. Þetta vita leið-
togar beggja fylkinga mæta-
vel og þess vegna má búast
við því að áróðursstrfðiö
haldi áfram fram að lands-
fundi.
Margir gera þvl skóna að
slagurinn hinna stríðandi
fylkinga í Alþýðubandalaginu
sé nú orðinn svo harður að
ekki verði aftur snúið. Hatrið
sé orðið svo geigvænlegt á
báða bóga að þýðingarlaust
með öllu sé að tala um sætt-
ir úr því sem nú er komið.
Aðrir hallast þvert á móti enn
að þeirri skoðun að menn
séu í raun sammála og þar
sem hvorugur armurinn hafi
afgerandi meirihluta, verði
umfram allt að ná sáttum.
Sumir þeir sem hugsa eftir
þessum leiðum, hafa að und-
anförnu gert því skóna að
Svavar Gestsson kunni að
gefa kost á því að sitja áfram,
sem eins konar málamiðlun.
Þegar þessu er haldið fram,
gleymist sennilega að fylgi
Ölafs Ragnars byggist að
talsveröum hluta einmitt á
andstöðu við Svavar Gests-
son. E.t.v. hefði Sigrfður get-
aö komið til greina sem
málamiðlun milli Svavars og
Ólafs Ragnars. Svavar sjálfur
er hins vegar að öllum likind-
um útilokaðar sem málamiðl-
unarkandidat.
Ef á annaö borð er unnt að
ná sáttum, þannig að forystu-
menn beggja fylkinga treysti
sér til að vera áfram í flokkn-
um, kemur sennilega aðeins
einn maöur til greina. Það er
Rangar Arnalds, sem sjálfur
hefur takmarkaðan áhuga, en
mun ekki eiga neinna kosta
völ, ef menn taka þá ákvörð-
un á landsfundi að reyna aö
ná sáttum. Nei frá Ragnari á
slikri stund, væri sama og
dauðadómur yfir flokknum.
í Alþýðubandalaginu sjálfu
virðist hins vegar ekki búist
við neinni slikri niðurstöðu.
Samkvæmt heimildum sem
Alþýöublaöiö metur traustar,
eru menn I verkalýðsarmi og
flokksforystu þessa dagana
að skoða mögulegar út-
gönguleiðir úr flokknum að
loknum landsfundi.
í verkalýðsarminum mun
útgangan þykja nánast sjálf-
gefin eftir sigur Ólafs Ragn-
ars, þar sem hann er mjög
ákveðið i hópi þeirra flokks-
manna sem vilja rjúfa tengsl-
in milli flokks og verkalýðs-
hreyfingar. Hugsanlegt er að
einhverjir forystumenn úr
verkalýösarminum kynnu að
ganga til jiðs við Alþýðu-
flokkinn. í forystu Alþýðu-
flokksins munu menn
spenntir fyrir þeirri hugmynd
og hún var viðruð nokkuð I
fjölmiðlum I sambandi við af-
mælisþing flokksins I fyrra.
Jón Baldvin Hannibalsson
hafði þá á orði að verkalýðs-
leiðtogarnir væru velkomnir í
Alþýðuflokkinn.
Þótt leiðtogum úr verka-
lýösarmi Alþýðubandalagsins
kunni að vera opin leið inn I
Alþýðuflokkinn ef þeir vilja,
eiga þeir þingmenn sem nú-
leita útgönguleiða, ekki jam
hægt um vik.
Hver verður þá niðurstaðan
af svo löngu máli? Eiginlega
engin. Við erum stödd þar
sem við byrjuðum. Urslit
landsfundarkosningarinnar
hafa ekki fært okkur öllu nær
svarinu við þeirri spurningu
hver verður næsti formaóur
Alþýðubandaiagsins, eöa
hvort nokkur flokkur verður
eftir handa þeim formanni.
Hitt er fullljóst aö innan Al-
þýðubandalagsins er nú háö
barátta upp á „Iff og dauöá' i
svolftið yfirfærðri merkingu.
Alþýðublaðið hyggst fylgjast
vandlega með þeirri baráttu.
Þú gerir það lika ef þú heldur
áfram að lesa Alþýöublaðiö.