Alþýðublaðið - 20.10.1987, Síða 8

Alþýðublaðið - 20.10.1987, Síða 8
MHBUBUÐII) Alþýðublaðið spyr Sigríði Stefánsdóttur: Hvað verður um Alþýðu- bandalagið ef þú tapar? Ég þori ekki aö spá fyrir um það hvaö verður um Al- þýðubandalagiö, en ég held að það væri mjög holll að all- ir þeir sem nú eru að hugsa um hvað þeir eigi að gera, hugsi um Alþýðubandalagið. Ef fólk gerir það þá kvíði ég ekki niðurstöðunni. — En hvað myndi sigur þinn í formannskjöri þýða fyr- ir Alþýðubandalagið? Ég vona sannarlega að það myndi þýða nýtt og gott skeið fyrir Aljáýðubandalagið. Þar sem fólk myndi vilja vinna saman, að sinum hug- sjónum fyrst og fremst og koma þeim á framfæri í þjóð- félaginu. — Þið kalliö Ólaf Ragnar hershöfðingja. Er þaö ekki einmitt hershöfðingi sem þið þurfið núna til þess að binda þennan flokk saman, sem hefur verið í sárum um nokk- urt skeið? Nei. Ég tel að það eigi ekki að gerast á þann hátt, að það sé kallað á einhvern einn sterkan foringja sem allir eigi að lúta. Ég tel að það geti ekki samrýmst vinnubrögð- um í sósíalískum flokki. Þar á fólk fyrst og fremst að vinna saman og koma fram sem ein heild. — Hverjir eru þínir helstu stuðningsmenn? Ég get ekki nafngreint neina aðalstuðningsmenn. Það er fjöldi fólks út um allt land sem hefur lýst yfir stuðningi við mig og vill vinna að því að Alþýðubanda- lagið nái aftur þeirri reisn sem það hafði. — Þú hefur sagt, eftir landsfundarkjör um helgina, að þú eigir meiri möguleika en Ólafur Ragnar. Hvernig veistu það? Ég hef ekki sagt þetta neitt sérstaklega eftir kosn- ingu um helgina. Ég tel að stuðningur við mig á lands- byggðinni yfirleitt sé meiri en við Olaf Ragnar, ég tel algjör- lega fráleitt að stimpla þorr- ann af því fólki sem fór inn í Reykjávíkurfélaginu sem Ólafsfólk. — Um hvaö snýst ágrein- ingurinn? Ég hef ekki alltaf áttað mig á því hver væri málefna- ágreiningur í þessum flokki. Alþýðubandalagið á Norður- landi-eystra sat t.d. á kjör- dæmisráðstefnu um helgina, þar sem enginn málefna- ágreiningur kom fram. Því tel ég ágreininginn, eins og hann hefur birst að undan- förnu, fyrst og fremst snúast um persónu Oafs Ragnars. Því miður. — Geturðu skilgreint þann hóp sem kallaður er lýðræðiskynslóð? Nei. Það er sjálfgefið nafn fyrir ákveðinn hóp af fólki, sem telur sig á einhvern hátt lýðræðissinnaðra en aðra. Ég hef hins vegar aldrei getað fallist á þá skilgreiningu. — Formaður flokksins og fleiri hafa opjnberlega sagt, að þeir telji Ólaf Ragnar hafa unnið skemmdarstarf í flokknurn um árabil. Ertu sammála þessu? Þriöjudagur 20. október 1987 Við verðum að forðast öll stóryrði í lengstu lög. Afturá móti hefur sú mynd sem gef- in hefur verið af flokknum út á við, skemmt mjög mikið fyr- ir flokknum. Sú mynd hefur ansi oft kpmið frá hópi í kringum Ólaf Ragnar Gríms- son. Það hefur t.d. lítið verið talað um það góða starf sem fjöldi fólks er að vinna, en haldið á lofti mynd óeiningar og sundrungar. Það er ef til vill ekkert of stórt að kalla það skemmdarvargastarf- semi. — Er flokkurinn þá ekki glataður ef Ólafur Ragnar ber sigur úr býtum? Ég vil ekki taka svo djúpt í árinni, en ég tel að það væri mjög alvarlegt fyrir þennan flokk vegna þess að það er greinilegt að Ólafur Ragnar kærir sig ekki um samstarf við margt af því fólki sem unnið hefur mest og best fyr- ir þennan flokk. Því tel ég engum stjórnmálaflokki hollt að vanvirða þannig sína fé- laga. — Verður þú áfram í Al- þýðubandalaginu ef Ólafur sigrar í formannskjörinu? Ég hef tekið að mér ákveð- in störf fyrir Alþýðubandalag- ið og mun að sjálfsögðu sinna þeim áfram. — Veröur það ekki erfitt, eftir það sem á undan hefur gengiö? Það verður í sjálfu sér ekk- ert erfitt að vera bæjarfulltrúi á Akureyri. Ég mun siðan skoöa þaö á hverjum tíma hvort ég tek önnur störf að mér. Þvf mun ég halda áfram að berjast hér fyrir flokkinn, — í sama anda. — Þannig að þú munt ekki fallast í faðma með Ólafi ef þú tapar? Ég sé ekki að hann hafi neinn sérstakan áhuga á að faðma mig. Þannig að ég býst ekki við neinum faðm- lögum. — Svavar Gestsson vill ekki svara þvi afdráttariaust hvort hann verði í flokknum undir forystu Ólafs Ragnars Grimssonar. Hann segir að það sé mörgum spurningum ósvaraö og þaö séu fleiri en hann sem þurfi að taka ákvörðun. Verður ekki að skilja að þessi möguleiki sé fyrir hendi? Svavar er og hefur verið fullfær um að svara fyrir sig, ég læt það því ógert. — Hvað er það nákvæm- lega i pólitiskum málflutningi Ólafs Ragnars sem þú og þínir stuðningsmenn sættið ykkur ekki við? Þetta snýst um það, að vinnubrögð Ólafs Ragnars í gegnum árin hafa verið slík, að mjög margt fólk getur ekki séð í honum fulltrúa sameiningar. Málefnaágrein- ingur er því ekki mikill, en það er auðvitað meiningar- munur í einstökum málum eins og hlýtur að gerast í öll- um flokkum. Að mínu viti er það því ekki málefnaágrein- ingur sem skaðað hefur Al- þýðubandalagið að undan- förnu. — Hvenær og hvers.vegna tókst þú ákvörðun um að Sigríður Stefánsdóttir bæjarfulltrúi á Akur- eyri er þekkt og svo vel kynnt í sínu hér- aði, að sagt er að framboð hennar í síð- ustu bæjarstjórnar- kosningum hafi átt stærstan þátt í því að Kvennalistinn ákvað að bjóða ekki fram í höfuðstað Norður- lands. Sigriður berst nú fyrir formannskjöri í Alþýðubandalaginu og etur þar kappi við Ólaf Ragnar Gríms- son, þann þjóðkunna mann. gefa kost á þér i formanns- kjöri? Það hefur líklega verið í ágústmánuði, eftir aö ég hafði verið hvött til þess af fjölda fólks, sem vildi fyrst og fremst hugsa um hag Al- þýðubandalagsins og fá nýtt fólk til forystu. — Hvatti Svavar Gests- son, og aðrir í forystunni þig til að fara í framboð? Eftir að Svavar Gestsson vissi að fólk var farið að ræða viö mig, lét hann mig vita að honum þætti þetta álitlegur kostur. — Þú ert betur þekkt á landsbyggðinni en á Reykja- víkursvæðinu. Ertu kannski fyrst og fremst fulltrúi lands- byggðarinnar? Eg hef starfað í Alþýðu- bandalaginu bæöi í Reykjavík og Akureyri. Ég vil gjarnan vera fulltrúi landsbyggðarinn- ar, en tel mig vel geta verið fulltrúi alls Alþýðubandalags- fólks. — Er útilokað að þriðji frambjóðandi komi fram, sem einhvers konar málamiðlun? Ég veit ekki hvaö ég á að segja um það. Ég hef t.d. aldrei taliö þetta mál snúast um mína persónu. En það er alveg Ijóst að hópur flokks- manna muni aldrei fallast á Ólaf Ragnar sem málamiðl- un. Því get ég ekki séö að hann eða fólk í kringum hann muni fallast á nokkra aðra persónu í flokknum sem málamiðlun. Því tel ég að þessi kosning muni fara fram á milli okkar á landsfundin- um.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.