Tíminn - 16.09.1967, Side 8

Tíminn - 16.09.1967, Side 8
LAUGARDAGUR 16. sapt. 1967. TÍMINN Bankar í Sviss II grein Að eiga leynilegan banka- reikning í Sviss eru beztu meðmælin í fjármálaheiminum Það er eins konar megunaxtákn f.statussymbol) að eiga fé á banka í Sviss, og 'það segir sig sjálft, að eigi útlendingur leynilegan bankareikning þar í landi, er hann auðugur, vellauðugur og kœrir sig lítt um að deila fjár- munum sínum með skattayfirvöld um lands síns. Bandarískur kaup sýslumaður í Róm gerðist nýlega viðskipavinur banka nokkurs í Sviss og að því tilefni hélt hann orkan hóf og bauð til sín múgi og margmenni. Þegar hátíðahöld in stóðu sem hæst sté hann í ræðustól og sagði: — Hugsið ykk ur hvílíkt megunartákn ég hef öðlazt. Nú þarf ég ekki lengur að sýna veldi mitt með því að eiga lystisnekkju, hesfchús fullt af ólm- um gæðingum, og halda rándýra 'ástmey í lúxusíbúð. Nú segi ég bara, að ég eigi leynilegan banka réikning í Sviss og þar með er björninn unninn. Þetta er vegur- inn til álits og metorða. Það er talsvert hæft í þessu, og bankareikningurinn stendur fyrir sínu, enda þótt hann hijóði ein- ungiis upp á skitinn fimm hundruð kali, en það þarf auðviað ekki að komast í hámæLi Það fylgja því nú fleiri kostir en álit og metorð að eiga peninga á banka í Sviss. Svo sem frá var skýrt í fyrri grein nema árlegir vextir af innistæðunni aðeins 1%, en á hinn bóginn er gengi svissneska frankans ekki nærri því eins fallvalt og bandaríkjadoil ars eða sterlingspunds, en ‘segja má að gildi hans hafi haldizt nær óbrey.tt um langt árabil. Ef mað ur skiptir peningum sínum yfir í svissneska franka, er hann fylli- lega ólhultur fyrir verðbólgu og gengisfellingu í eigin heimalandi. Frá því í lok síðari heimsstyrj- aldarinnar hafa hátt á annað ihundrað gengisfellingar dunið yfir í flestum Evrópulöndum, en sviss neski frankinn hefur aldrei verið í hættu. Hann er mikilvægasti taflmaðurinn á hinu gríðarlega skákborði heimsfjánmálanna. — Fjármálajöfrar, sem eiga á hæúu að stjórnmálaþróun í heimalönd- um geti leitt til ónýtingu /jár- muna þeirra, velja af ögn skiljan- legum ástæðum þann, kostinn að leggja peninga sína inn á sviss- neskan banka, þar sem þeir eru í öruggri varðveizlu, hvað sem líður verðbólgu og gengisfelliigu heima fyrir. Við lok síðustu heims styrjaldar sýndi það sig. hversu mikils trausts svissneski frank'nn nýtur, þar sem hann var eini gjaldmiðillinn í Evrópu, sem eftir sóttur var. Og enn fleiri eru kostirnir sem skapazt af viðskiptum við sviss- neska banka. Erlendum viðsk’pta vini reynist leikur einn að tryggja sér yfirstjórn fyrirtækja og fé- laga i eigin heimalandi án þess að gefa upp nafn sitt, en þetta væri ekki mögulegt, ef ekki væri fyrir hina ströngu þagnarskyldu, sem 1 bönkunum ríkir. Svissnesk ir bankar gegna einnig hlutverki víxla- og kauphallarbraskara, og þeir hafa með höndum fjölda hluta bréfa, sem eru í eigu viðskipta- vinanna, en ekki á nafni þeirra. Erlendur fjármálamaður, sem skiptir við svissneskan banka og fýsir að ná í sínar hendur yfir- stjóm félags eða fyrirtækis heima fyrir. getur fengið viðskiptabanka sinn til að kaupa hlutabréf í við- komandi fyrirtæki, auðvitað á nafni bankans sjálfs, en síðan get- ur hann rázkað og stjórnað fyrir- tækinu að vild, og án þess að undirmenn hans hafi 'hugmynd um tilvist hans. Fyrir nokkrum árum lýstu nokkr ir bandarískir stjórnmálamenn bví Joachlm von Rlbbontrop og aðrir nazistaforingjar komu geysilegum fjármunum tll varðvelzlu í svissneskum bönkum, og ekki reyndist banda- tnðnnum hlaupið að.því að fá þá leysta út. yfir að Sovétmenn hefðu fært sér i nyt þessa aðferð við að ná töglum og högldum í fyrir- tækjum í Bandaríkjunum, er sýsi uðu með hernaðarlega mikilvægar vörur, og væru nú komnir vel a veg með að ná þar yfirhöndinni. Skiljanlega orsakaði þetta mikinn úlfaþyt í Bandaríkjunum og víðar, en Svisslendingar gátu hreinsað sig af þessum áburði með því að sanna og sýna fram a, að bank- amir í Sviss hefðu aðeins tryggt sér 1% bandariskra hlutabréfa. Af framangreindu má sjó, að það getur maxgfalt borgað sig að leggja spariskildina sína í bók í Sviss ,en því miður er ástandið orðið svo, að það er enginn hægð- arleikur lengur að komast í tölu viðskiptavina þessara traustu og alræmdu banka, og satt bezt að ■segja er það ógerlegt fyrir útlend inga eins og stendur. Fyrir tveim ur árum varð þess vart, að síga tók á ógæfuhliðina, og verðbólga að skapazt, einkum vegna hins aukna fjármagns, sem stöðu^t streymdi inn í landið. Yfirvöld Sviss ákváðu að taka í taumana, áður en syrta tæki í álinn, og sú ákvörðun var tekin, að sviss- nesku bönkunum var meinað að táka nýja erlenda viðskiptavioi a.m.k. fyrst um sinn. Þetta sýnir hversu stjórnyöid Sviss eru vel á verði, og fljót að taka ákvarðanir, ef nauðsyn kret'- ur, og þessu er einkum fyrir að þakka, hve öruggt og traust hið isvissneska bankakerfi er. Lagabók stafur um öryggisráðstafanir og þagnarskyldu er fremur nýr af nálinni. Stjórnvöldin voru nauð- 'beygð til að taka ákvæði á þessa lund inn í lög landsins árið 1934, þar eð nazistar gengu hart að bönkunum til að fá þá til að iáca í té upplýsingar um auðæfi þýzkra gyðinga. Þótt undarlegt megi virð- ast leit síðar svo út sem vopnin mxmdu snúast í höndum Svisslend inga og verða til varnar nazistnm. Þetta var í lok heimsstyrjaldar- innar sáðari, er handamenn iheimt- uðu rónsfeng nazista, er varðveitt- ur var í svissneskum bönkum. Nú var úr vöndu að ráða, Svisslend- ingarnir héldu fast við þagnar- skylduna en sættu geysilegri gagn rýni, einkum frá Bandaríkjunum. og það endaði með því að þe'T iétu undan síga og skipuð var sérstök nefnd, sem fjalla átti um málið. Hún komst að þeirri niður- stöðu, að bandamönnum bæri að um 2520 milljónir af naz- istagullinu og það var óneitanlega all'álitleg tnppíhæð. Þetta var í fyrsta slnn, sem svissneskir bankar voru nauðbeygð ár til að láta uppskátt um leyndar- dóma sína, en sagan endurtók sig ifyrir fáum árum, er Svisslending- ar iétu Ísraelsríki í té fjárupp- 'hæð er svaraði til 100 milljóna íslenzkra króna, en það var fé, sem Gyðingar Evrópu höfðu átt í bönkum Sviss fyrir heimsstyrj- öldina og fjöldamorð Gyðinga. en ekki hafði verið vitjað um, enda var talið víst, að eigendurnir hefðu látið lífið í þeim ósköpum, er dunið höfðu yfir. Aó þessu tilefni lét ríkisstjórn Sviss frá sér fara yfirlýsingu á þá lund. að yfirvöld landsins vildu með ongu móti láta líta svo út sem Sviss ætlaði að liggja á fórnum hinna hræðilegu afbrota eins og ormur á gulli. Ósköp venjulegur málarameist- ari, þýzkur að ætterni, mútaði eitt sinn bankastarfsmanni í Sviss til að ijósmynda fyrir sig spjald- skrá yfir viðskiptavini banka nokkurs í Ziirich, og vitneskju sína notfærði hann sér til að hafa fé af efnuðum Bandaríkjamönn- um, sem skipt höfðu við þennan banka um langt skeið. En ekki var hann nægum gáfum gæddur til að fullkomna glæpinn, og lög- reglan náði honum á sitt vald. Hann hefur ekki ljóstað því upp, hvað hann veit um hina leynilegu bankareikninga. Fjármálajöfrar um víða veröld voru yfirkomnir af hræðslu, meðan réttarhöldin gegn honum stóðu yfir, því að þeir áttu á hættu, að svik þeirra og prettir kæmust upp, og þeir lentu í klónum á skattayfirvöldun um heima fyrir, ef hann segði eitfchvað, sem kæmi sér illa fyrir þá. En ef til vill er hann ekki eins heimskur og hann lítur út’ fyrir að vera, og þá bíður hanu þar til hann verður látinn laus úr fangelsinu, og aflar- þá fjár fð sama hætti og fyrr, eða þar hann vérður á. ný hnepu'ur ihn í fangelsi fyrir gjaldþvingun. í desember árið 1956 handtók spænska lögreglan tvo svissneska bankasendla, sem höfðu í fórum sínum skrá yfir 369 spænska fjár- málamenn er peninga áttu í sviss neskum bönkum. Nam samanlögð upphæð þeirra tugum milljarða íslenzkra króna. Spænska leyni- lögreglan hafði komizt á snoðir um þessar ólöglegu innstæöuir Max Hommel, heimsfrægur svissnesk ur fjármálamaður, sem átti sök á einu mesta hneykslismáli, er orðiö hefur f hinum svissneska banka- heimt. í skjölum Spánverja nokkurs er farizt hafði í flugslysi. Mál þetta vakti að vonum feikna athygli, og hinir ólánsömu peningamenn fengu þungan dóm. En að sjálf- sögðu hafði þetta afcvik engin telj- andi áhrif á svissnesku bankamál- in í heild. Að sjálfsögðu hefur orðið upp víst um mörg vítaverð atvik í hin um litla svissneska bankaheimi. Fullyrt er, að þar í landi sé auð- veldara að fá leyfi til rekstirs banka en veitingahúss, og víst er um það, að hin gloppóttu lög, er heimila jafnvel hvaða fábjána sem er að stofna og reka banka, er stöðugt undrunarefni fjármála mönmun um víða veröld. Við lok heimsstyrjaldarinnar síðari sipruttu þar upp bankar eins og gorkúlur og í samlbandi við þá marga hverja sköpuðust hneykslismál af verstu gráðu. Ekki alls fyrir löngu stofnaði Asíubúi nokkur banka í Sviss. Hann hafði mjög vafasama for- tíð, þótti ekki stíga í vitið, né vera sta3fastur og í þokkabót hafði hann enga reynslu varðandi bankamál. En hann átti ekki held ur neina peninga, og það virðtst Framhald á bils. 15. Þessi mynd er af Pétri Júgóslavíukonungi og syni hans Aiexander. Á veggnum fyrir aftan þá hangir mynd af Alexander fyrrum Júgóslavíu. konungi föður Péturs, Hann átti stórfé í svissneskum banka, og onoa þótt Pétur geti sannað faðerni sitt, fær hann ekki eyri frá bankanum.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.