Alþýðublaðið - 04.11.1987, Síða 2
2
Miðvikudagur 4. nóvember 1987
MmilBUII!
Sími: 681866
Útgefandi: Blað hf.
Ritstjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Blaðamenn:
Umsjónarmaður
helgarblaðs:
Ingólfur Margeirsson.
Jón Daníelsson.
Ingibjörg Árnadóttir, Kristján Þorvaldsson og
Sigríður Þrúður Stefánsdóttir.
Þorlákur Helgason.
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson.
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir, Eva Guðmundsdóttir,
Þórdís Þórisdóttir, Olöf Heiður Þorsteinsdóttir
og Guðlaugur Tryggvi Karlsson.
Setning og umbrot:
Prentun:
Filmur og prent, Ármúla 38.
Blaðaprent hf., Síðumúla 12.
Áskriftarsíminn er 6R186R
Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. I lausasölu 50 kr. eintakið virka daga,
60 kr. um helgar.
EINDREGINN
STUÐNINGUR
r rumvarp Jóhönnu Siguröardóttur til laga um breytingar
á lögum Húsnæðisstofnunar hefur hlotið geysilegar
undirtektirmeðal á...,emiing^. Stuðningsyfirlýsingar hafa
streymt í skeytafc.. mi á skrifslofu ráðherrans eins og kom-
ið hefur fram i fréttum og eins hafa menn lýst yfir fullri
samstöðu með frumvarpi ráðherrans með öðrum hætti.
Um helgina bættust tveir mikilvægir hópar í hinn breiða
stuðningshóp sem styður frumvarp Jóhönnu. Á almenn-
um fundi sem Jóhanna Sigurðardóttir hélt í Múlakaffi s.l.
laugardag var lesin upp stuðningsyfirlýsing átta samtaka.
í yfirlýsingunni var lýst yfir heilshugar stuðningi við
baráttu ráðherrans fyrirhagsmunum þeirrasem lakasteru
settir að verða sér út um þak yfir höfuðið, „og væntum
þess að augu almennings opnist fyrir því að núverandii
ástand verði ekki umborið lengur,“ eins og orðrétt sagði
í yfirlýsingunni. Undir yfirlýsinguna skrifuðu Öryrkja-
bandalag íslands, Sjálfsbjörg, Landssamband fatlaðra,
Landssamtökin Þroskahjálp, Samtök aldraðra, Stúdenta-
ráð Háskóla íslands, Bandalag íslenskra sérskólanema,
Leigjendasamtökin og Búseti Landssamband.
Þá kom fram á þingi Verkamannasambandsins sem lauk
á Akureyri um helgina, eindreginn stuðningur þingfulltrúa
við húsnæðisfrumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur. Af 138
fulltrúum skrifuðu 114 undir sérstaka stuðningsyfirlýs-
ingu. Félagsmálaráðherra ávarpaði reyndar þingið og
gerði m.a. grein fyrir meginefni húsnæðisfrumvarpsins
sem hefur sætt gagnrýni ýmissa þingmanna og sumra
innan stjórnarflokkanna. Guðmundur J. Guðmundsson,
formaður Verkamannasambandsins orðaði stuðninginn
við Jóhönnu Sigurðardóttur á þingi Verkamannasam-
bandsins á alþýðulegan hátt í samtali við Alþýðublaðið í
gær: „Þettaerhelvíti mikill sigur hjá henni og móttökurn-
ar óvenjulegar. Þarn.avarþví hvorki andstöðu né illindum
fyrirað faraeins og á Alþingi.“ í þessum orðum Guðmund-
ar liggja mikil sannindi. Þær gagnrýnisraddir sem heyrst
hafa á Alþingi eru einmitt raddir illindis sem ekki byggja
á málefnalegri umfjöllum eða rökhyggju. Alþýðublaðið
hefur áður lýst yfir áhyggjum vegna málfars og framkomu
þingmanna á Alþingi vegna þessa máls þar sem klúryrði
og kynjafordómar eru látnir ráða ferðinni.
Mlþýðublaðið hefur ennfremur kallað frumvarp Jóhönnu
Sigurðardótturfrumvarp réttlætis ogjöfnuðar. Það tryggir
forgang þeirra til lána sem í brýnni þörf eru fyrir lánafyrir-
greiðslu vegna húsnæðiskaupa. Það dregur úr þenslu á
fasteignamarkaði og kemur í veg fyrir óeðlilega hækkun
áverði íbúðarhúsnæðis. Það takmarkarsjálfvirkni í útlán-
um og dregur úr fjárþörf húsnæðiskerfisins. Og síðast en
ekki síst gerir frumvarpið Ráðgjafaþjónustu Húsnæðis-
stofunar kleift að gegna beturen hingað til því veigamikla
hlutverki að láta umsækjendum í té leiðbeiningar og fara
yfir kostnaðar- og greiðsluáætlanir til að forða greiðslu-
erfiðleikum. Undirtektirnar hjá þessum átta samtökum og
Verkamannasambandinu sýna og sanna að frumvarp
Jóhönnu hefurfylgi tugþúsunda. Þærsýnaennfremurog
sanna hve sumir þingmenn eru á skakk og skjön við ís-
lenskan veruleik er þeir standa í ræðustól á því háa Al-
þingi mælandi gegn jafn sjálfsögðum kröfum eins og
felast í frumvarpi félagsmálaráðherra. Þessir menn
hrækja niður á við.
ONNUR SJONARMIÐ
eild. Þeir sem fara með frar
væmdavaldið í flokknum veri
Ragnar. Þarf nokkurn formann
yfirleitt?
LANDSFUNDURai
þýðubandalagsins hefst á
morgun og það er því ekki
seinna vænna fyrir þá flokks-
menn ( Alþýðubandalaginu
sem á annaö borð hafa skoð-
anir á hlutunum að koma
sjónarmiðum slnum á fram-
færi. Þjóðviljinn er að vonum
fullur af innsendum greinum
um formannskjörið þessa
dagana, þar sem ýmsir höf-
undar velta því fyrir sér hvort
betra sé að kjósa konu eða
friðarhöfðingja I formanns-
sæti flokksins. Sjónarmið
manna eru að vonum misjöfn
að þessu leyti.
i gær birtist hins vegar í
Þjóðviljanum grein eftir
Ragnar Stefánsson, jarð-
skjálftafræðing, og gamal-
þekktan baráttujálk innan
vinstri hreyfingarinnar, þar
sem hann setur fram býsna
nýstárlegt sjónarmið í þessu
sambandi. Hann veltir sem
sé upp spurningunni hvort
flokkurinn þurfi yfir höfuð
nokkurn formann. Við skul-
um gefa honum orðið.
„I sambandi við þessar
deilur hafa komið í Ijós stór-
felldir skipulagsgallar í Al-
þýðubandalaginu. Það er vax-
andi tilhneiging til þess i
seinni tið að leysa deilurnar í
flokkstoppunum með þvi að
kjósa foringja beint á lands-
fundi. Framkvæmdastjórn
hefur verið kosin beint á
landsfundum og svo vaxandi
fjöldi formanna og varafor-
manna. Miðstjórn flokksins
er líka kosin af landsfundi og
reyndar að nokkru af kjör-
dæmisráðum og fleiri eining-
um flokksins. Miðstjórnin á
að heita æðsta stjórn flokks-
ins milli þinga. Reyndin er
hins vegar sú að miðstjórnin
hefur verið sett úr leik af öðr-
um valdastofnunum flokks-
ins. Formenn og varaformenn
og framkvæmdastjórn, sem
bara eru ábyrg gagnvart
landsfundi eiga svo í stöð-
ugri togstreitu.
Sú tillaga til lagabreytinga
mun koma til álita á lands-
fundinum, að þar sé einungis
kosin miðstjórn. Hún kýs sér
svo framkvæmdastjórn og
væntanlega formann. Sum-
um finnst þetta minna lýð-
ræði, en svo er þó alls ekki.
Miðstjórnin er afar fjölmenn
og til hennar er kosið að
nokkru beint úr héraði eins
og fyrr segir.“
RAGNAR rökstyöur þessa
tillögu sína með ýmsu móti.
Hann telur greinilega að mið-
stjórn flokksins þurfi að
styrkja stöðu sína gagnvart
ýmsum aðilum í flokknum.
Hann segir m.a.
„Við þetta mundi mið-
stjórn lika styrkjast gagnvart
öðrum valdamiðstöðvum
flokksins, svo sem þing-
flokknum, Þjóðviljanum og
verkalýðsforingjunum. En
stundum virðist það nú vera ,
einhver þessara aðila, sem
ráða ferðinni, þrátt fyrir allar
formlegar stjórnir. Fjölgun yf-
irmanna, varaformanna
o.s.frv, felur bara í sér vald-
dreifingu meðal forystu-
mannanna. Okkar tillaga felur
í sér að hinn almenni flokks-
félagi nálgast það eitthvað
að fá völdin.
Ég veit að fjölmiðlarnir
verða lítt hrifnir ef svona hug-
myndir næðu i gegn. Þeir
vilja fylgjast með hinu hnif-
jafna hanaati, þangað til ann-
ar liggur í valnum. En fyrir þá
sem vilja gera þennan flokk
róttækari og sterkari væri
þessi lagabreyting í áttina.“
Svavar. Hefur hann þá verið for-
maður að óþörfu og allir hinir lika?
AÐ lokum fer Ragnar hinum
háðulelgustu orðum um allt
formannastandið í flokknum
og vinstri hreyfingum vfir-
leitt. Um þetta seqir hann:
„Það er augljóst að flokks-
formaður, sem kosinn er af
miðstjórn eins og hér er lagt
til, verður ekki eins hátignar-
legur og sá sem kosinn er
beint af landsfundi. Ég held
bara að þessir hátignarlegu
formenn séu ekki lengur í
takt við tíðarandann. Viku-
blöðin nærast að vísu nokk-
uð á formönnum, á sama hátt
og kóngafólki og leikurum og
mökum þeirra. Eg held hins-
vegar að hátignarmenn passi
ekki í vinstri flokkum og
flokkum sem berjast fyrir
jafnrétti og félagslegum
lausnum. Kvennalistinn virð-
ist dafna ágætlega, a.m.k.
hvað fylgi snertir, þótt hann
hafi alís engan formann.
Græningjafiokkarnir, sem
virðast i sókn nú þessi árin
víða í Evrópu, gera afskap-
lega lítið með formenn.“
RAGNAR er þó ekki einn
um að birta afstöðu sína til
formanna og formannsefna í
Þjóðviljanum í gær. Það
sama gerir Sigrún Svein-
björnsdóttir, sálfræðingur á
Akureyri. Hún styður að sjálf-
sögðu Sigrfði Stefánsdóttur
og rökstyður það m.a. á
þennan hátt:
„Nú ber svo við að tveir
menn bjóða sig fram til for-
manns á næsta landsfundi
okkar, einn af hvoru kyni.
Annarsvegar er það Ólafur
Ragnar Grímsson, dugmikill
og þekktur stjórnmálafræð-
ingur, hins vegar er það
Sigríður Stefánsdóttir, einnig
dugmikill stjórnmálamaður,
fulltrúi AB í bæjarstjórn
Akureyrar.
AB hefur það nú i hendi
sér að verða fyrstur flokka á
íslandi til að kjósa sér konu
sem formann. Án þess að
halla á nokkurn mann held
ég að Sigriður sé sá kven-
kostur sem bestan má finna.
Það er eðlilegt að ég hafi þá
skoðun þar sem ég hef unnið
við hlið hennar í nokkur ár,
en fleiri eru sama sinnis og
það er alkunna í bæjarfélagi
okkar að Sigríður er virt hvort
heldur sem er af pólitískum
samherjum eða andstæðing-
um.“
Sigrún. Skyjdi vera jafnerfitt fyrir
svartan mann að verða forseti
Bandarikjanna og fyrir konu að
verða formaður AB?
SIGRÚN seilist ekki
skammt til að finna samjöfn-
uð við þá erfiðleika sem því
séu samfara að koma konu í
formannsembætti Alþýðu-
bandalagsins. Hún segir
nefnilega:
„Það var erfitt fyrir konu
að verða forseti íslands, það
er erfitt fyrir svartan mann að
verða forseti Bandaríkjanna
— og það er erfitt fyrir Sigr-
íði að verða formaöur AB.“
Sigriður. Sá kvenkostur sem best-
an má finna.
AD lokum snýr Sigrún sér
beint að Ólafi Ragnari og
ávarpar hann:
„Ólafur Ragnar, þú ert
maður að meiri ef þú vikur til
hliðar og auðveldar Sigríði
leiðina í þetta embætti fyrir
flokkinn okkar. Einmitt núna
er tími konunnar og Sigríður
er sú sem hefur það tvennt
sem tii þarf, — hún hefur
hæfileikann — og hún er til-
búin til starfsins."
Ólafur Ragnar. Maður að meiri ef
hann vikur til hliðar.