Alþýðublaðið - 04.11.1987, Síða 5

Alþýðublaðið - 04.11.1987, Síða 5
Miðvikudagur 4. nóvember 1987 5 * Októberbyltingin 70 ára BYLTINGIN HELDUR „Við verðum að gera brögð andstœðinga endurskipulagn- ingarinnar að engu, aðgerðir þeirra sem tefja fyrir henni og þeirra sem eru afbrýðissamir og óþolinmóðir, “ sagði Gorba- chjov í afmœlisrœðu sinni. r Urdráttur úr rœðu Mikhails Gorbachjovs, leið- toga Sovétríkjanna sem hann hélt á hátíðafundi fyrr í vikunni þar sem minnst var sjötíu ára af- mœlis Októberbyltingarinnar. f I fyrsta hluta ræðu sinnar, sem bar yfirsögnina „Braut Októberbyltingar- innar, braut frumherjanna" fjallaði sovéski leiðtoginn um hinn örlagaríka feril, sem landið hafði fetað. „Við eigum sameiginlega sögu,“ sagði Gorbachjov „og henni verður ekki aftur snúið. Við kunnum að meta sögu okkar. Árið 1917 sýndi að annað hvort sósíalisminn eða kapítalisminn er helsti kosturinn á sviði þjóðskipulags á vorum tímum og að á 20. öldinni er eina leiðin til að ná fram á við að gera sósíalismann að æðsta forminu f þjóðfélagslegri skipan. Uppbygging nýs lífs átti sér ekkert fordæmi og hvatti til endalausrar leit- ar að skapandi lausn. Lenin hóf upp- byggingu sósíalismans og hann færði okkur mikið af nýjungum. Tímabilið eftir andlát Leníns, þriðji og fjórði áratugur aldarinnar, skipar sérstakt sæti í sovéskri sögu. Þetta voru ár þar sem unnið var mikið starf, þar sem fólk gerði allt sem það gat. Iðnvæðing,,samyrkjubúskapur, fjöl- þjóða riki var fest í sessi, alþjóðleg af- staða Sovétríkjanna var staðfest og ný form á sviði efnahagsstjórnunar og fé- lagsmála höfðu í för með sér afleiö- ingar, sem náðu víða. Ofsóknir og gerræði Undirforystu Stalins, hélt hinn leið- andi kjarni flokksins lenínismanum á lofti í hugmyndafræðilegri baráttu og mótaði stefnu og aðferðir á upphafs- timum uppbyggingar sósíalisma En þetta tfmabil hafði einnig (för með sér skaða fyrir þjóðina. Fyrirskip- anakerfi og rlkiseftirlit varð til og skritræðið, sem Lenín varaði okkúr við, fór vaxandi. Allt þetta hafði I för með sér að farið var að dýrka persónu Stalíns, ofsóknir hófust I garð lög- legra aðgerða, gerræði þróaðist og hreinsanir hófust á fjórða áratugnum. Sök Stalíns og klíku hans gagnvart flokknum og þjóðinni er þung og ófyr- irgefanleg. Þetta er lexla fyrir allar kynslóðir. Þær árásir, sem nasistar hófu gegn okkur voru þung prófraun fyrir hið sósíalíska kerfi okkar, fjölþjóða ríki okkar og hið sósfalíska kerfi. Við stóö- umst þessa raun. Hetjudáðir áranna erfiðu eftir styrj- öldina liggja til grundvallar ávinning- um okkar, einkum framförum á sviði efnahags, vísinda og tækni, beislun atómorkunnar, fyrstu geimferðunum og batnandi llfskjörum. En það eru nokkrir skussar, sem hafa tafið fyrir því að sósíalisminn hafi farið inn á nýtt stig og komist að málamiðlunum varðandi umfangsmiklar framkvæmdir frá því að 20. flokksþingið var haldið." Umbreytingar Annar hluti ræðu Corbachjov bar yf- irsögnina „Þróun sósíalismans og þer- estrojka" og þar er fjallað um hinar byltingarkenndu umbreytingar, sem eiga sér stað I Sovétríkjunum I dag. Þar er verið að berjast gegn staönaðri og íhaldsamri afstöðu og innleiöa ný form I sóslalismann, sem vísindi og tækni krefjast svo og framfarir á sviði menntunar. Markmið endurskipulagn- ingarinnar er að endurreisa aö fullu hugmyndir Leníns um sósíalisma I fræðilegu tilliti og I raun, eins og Gorbachjov orðaði það. Tvö meginmálefni eru brýn fyrir endurskipulagninguna: Meira lýðræði og róttækar efnahagsbreytingar. Djúp- stæð skilgreining á þróun mála á þessum sviðum var rakin I ræðu leið- togans. Gorbachjov komst að eftirfar- andi niðurstöðu: „Við lifum á erfiðum tímum. Við höfum lokið meginverkefn- unum á fyrsta stigi endurskipulagn- ingarinnar. Hugtak endurskipulagning- arinnar hefur skapast með tilliti til vf- irstandandi þróunar. Nýtt pólitískt, siöferðislegt og sálrænt andrúmsíoft ríkir I landinu. Flokknum hefur gengið vel að móta og efla áhuga fólksins á málefnum samfélagsins og að skapa forsendur fyrir verulegum breytingum í afstöðu almennings og á tilfinning- um hans. Breytingar til hins betra eru augljósar á sviði félags- og efnahags- mála. Framleiöni hefur aukist. Von er á stórbreytingum á sviði efnahags- mála og I landbúnaði gætir nú meiri stöðugleika." „Við verðum að gera brögð and- stæðinga endurskipulagningarinnar að engu, aðgerðir þeirra, sem tefja fyr- ir henni og þeirra, sem eru afbrýðis- samir og óþolinmóðir," sagði leiðtog- inn. „Við getum ekki stokkið yfir nokk- ur stig og fengið allt til að ganga.“ Mikhail Gorbachjov sagði að sovéska þjóðin væri á þeirri skoðun að mikill stuðningur af hálfu almennings við endurskipulagninguna og skilningur á því að þörf væri á breytingum, myndi halda áfram að vera úrslitaþáttur í landinu. Reykjavíkurfundurinn Þriðji hluti ræðunnar bar yfirsögn- ina „Hin mikla Október-bylting og heimurinn í dag.“ Þar sagði ræðumað- ur að sovésk utanríkisstefna hefði alltaf fylgt hinni almennu stefnu, sem Lenín hefði mótað með tilliti til eðlis sósialismans, þar sem aðaláherslan hefði verið lögð á frið. Hinn nýi hugs- unarháttur hefur hjálpað okkur til þess að færa rök fyrir þörfinni á yfir- gripsmiklu öryggiskerfi á sviði al- þjóðavettvangs við aðstæður afvopn unar. „Við verðum aö sýna að það er hægt að ganga út frá þessu markmiði og ná því,“ sagði Mikhail Gorbachjov. Hvað varðar viðburði á alþjóðavett- vangi, benti ræðumaður á Reykjavíkur- fundinn með Reagan forseta í október 1986 og sagöist vonast til þess að fyr- irhuguð undirritun sögulegs sam- komulags um meðaldrægar og skammdrægar eldflaugar yrði til þess að róttækari skref yrðu tekin á þessu sviði: „Með Reykjavlkurfundinn I huga verður stöðugt leitað leiða til þess að koma á verulegri fækkun strategískra vopna, þar sem i einu og öllu er fariö að samningnum um eldflaugavarnir. Við búumst við að okkur verði svarað I sömu mynt og við búumst við að Bandarikin sýni að þau skilji mikil- vægi þeirra tíma, sem viö lifum á.“ Kommúnismi á krossgötum Gorbachjov sagði, að við yrðum aó sjá hvort kapitalisminn gæti aðlagað sig að kjarnorkuvopnalausum og vopnlausum heimi, nýju efnahags- skipulagi og réttlátum samanburöi á andlegum verðmætum innatveggja þjóðfélagskerfa. „Stéttabarátta og aðrar félagslegar andstæður munu hafa áhrif á þá þætti, sem stuðla að friði," sagði Mikhail Gorbachjov. „Ný form hreyf- inga í samfélaginu og mótsagnir hafa orðið til innan hins kapítaliska kerfis á undanförnum áratugum. Þetta eru hreyfingar, sem stefna gegn kjarn- orkuhættunni, til varnar umhverfinu, sem berjast gegn kynþáttakúgun og hvers kyns óréttlæti, hreyfingar sem í eru milljónir manna.“ Mikhail Gorba- chjov ræddi um hina alþjóðlegu hreyf- ingu kommúnista, sem nú er á kross- götum. Mikhail Gorbachjov ræddi einnig um þá reynslu sem skapast hefur í samskiptum milli hinna sósíalísku landa. Þessi reynsla byggist á skilyrð- islausu og fullu jafnrétti þjóðanna, ábyrgð hins stjórnandi flokks gagn- vart málefnum ríkisins. Þarna er einn- ig gert ráð fyrir að hinum sameigin- lega málstað sósíalismans sé sýnd full umhyggja og virðing. ERLENDAR BÆKUR SVO Á JÖRÐU SEM Á HIMNI Joseph Rykwert: The Idea of a Town, 242 bls., Faber, 14 £ Heimildir eru um trúarat- höfn Rómverja við val og mörkun borgarstæða. Prest- ur, augur, skipti himni I fjórð- unga og templum var valinn staður, áður en leitað var ábendinga um, hvort stofnun borgarinnar nyti hylli guð- anna. Að því búnu voru borg- armörk, sulcus primigenius, rist með plógi, en á þeim skyldu múrar borgarinnar standa. Þessi helgiathöfn var rakin aftur í ómunatíð, allt til Etrúra, og var viðhöfð í keis- aradæminu. Minjar hennar birtust meira að segja f sið- um hjarðmanna á Mið-Ítalíu fram á miðja þessa öld. Frá- sögn Varro af trúarathöfn þessari þykir gleggst. Út af helgiathöfn þessari leggur Joseph Rykwert i bók sinni, The Idea of a Town. Skiptingu Templum telur hann miðað við höfuðáttir og af henni dregna lögn gatna I rómverskum borgum, ýmist samsfða eða hornréttra. Ryk- wert ritar: „Rómverjar sem gengu cardo, (meginstrætið frá norðri til suðurs), vissu að þeir fóru ás sem sól hverfist um, og þegar þeir gengu decumanus, (meginstrætið hornrétt á cardo), að þeir fylgdu gangi sólar. Alheimur- inn og merking hans var ráð- in af stofnunum borgarinnar og þeir voru heima i henni.“ Vandi Rykwerts er sá, að margar rómverskar borgir voru lagaðar að staðháttum, svo að skipan þeirra svarar trauðla til helgisiða borgar- stofnunar. Nauðsyn brýtur hins vegar lög, og Rykwert mun styðja mál sitt athyglis- verðum rökum. HJ LJOS HIMINS John Banville gat sér fyrir nokkrum árum gott orð fyrir skáldsögu um Kópernikus, Dr. Copernicus. Þeirri hefur hann nú fylgt eftir með ann- arri um Kepler, sem hlotið hefur góðar viðtökur. Banville mun lagið að gæða vísinda- John Banville: Kepler Secker & Warburg, 192 bls. menn og fræðimenn endur- reisnarskeiðsins lífi, er við sögur hans koma, svo sem Tycho Brahe og fleiri og bregða Ijósi á hugmyndir þeirra. Hann þykir lika góður sögumaður.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.