Alþýðublaðið - 04.11.1987, Page 8

Alþýðublaðið - 04.11.1987, Page 8
MMBUBL0I9 Miðvikudagur 4. nóvember 1987 BEST AB BUA I EINBYUSHUSI UG EIGA ÞAÐ SJÁLFUR Sú skoðun virðist a.m.k. útbreidd meðal íbúanna í Árbæ og Breiðholti, samkvæmt niður- stöðum könnunar á vegum Borgarskipulags Reykjavíkur. Meira en helmingur vill helst búa í einbýli. Fólk er yfirleitt fremur ánœgt með íbúðir sínar og umhverfi en sumsstaðar bullandi óánœgja með aðstöðu unglinga. Draumur íslendingsins er að komast i einbýlishús. Þetta eru kannski ekki alveg ný tíðindi, en þau staðfestast í skýrslu sem Borgarskipulag Reykjavíkur hefur nú gefiö út. í skýrslunni er fjallað um mat ibúa i Árbæ og Breiðholti á húsnæði sínu og umhverfi og þar eru birtar niðurstöður könnunar sem reyndar er orð- in tveggja ára, gerð sumarið 1985. Meira en helmingur þeirra sem svörðuð spurningunum kváðust helst vilja búa í ein- býlishúsi ef þess væri nokk- ur kostur og það er áberandi í svörunum, að þeir sem búa I einbýlishúsum eru mun ánægðari með húsnæði sitt en aðrir. Þetta gildir líka um þá sem búa í raðhúsum og gæti bent til þess að rað- húsabúar líti ekki á raðhúsið sem endanlegt húsnæði, heldur hugsi sér aö komast yfir einbýlishús með tíman- um. Þeir sem búa í raðhúsum, reyndust að vísu nokkru ánægðari með húsnæði sitt en íbúar fjölbýlishúsa, en munurinn reyndist mun minni á þessum hópum, helduren milli íbúa einbýlis- húsa og raðhúsa hins vegar. íbúar fjölbýlishúsa reynd- ust sem sagt í neðsta sæti hvað varðar ánægju með nú- verandi íbúðarhúsnæði. Það kemur hins vegar kannski nokkuð á óvart að ekki reynd- ist verulegur munur á af- stöðu fólks í þessu efni, eftir því hvers konar fjölbýlishús var um að ræða. Þannig mun- ar ekki miklu á afstöðu fólks eftir þvf hvort það býr f 3-4 hæða blokk, eða risablokk. Eignarétturinn gleður Þeir sem búa f eigin hús- næði eru mun ánægðari með húsnæði sitt en þeir sem leigja. Það kom líka fram f könnuninni að fólk sem telur sig búa þröngt, er mun óánægðara með húsnæðið en aðrir. Hvorugt þarf væntanlega að koma á óvart. Niðurstöður könnunarinnar virðast að þessu leyti staö- festa I megindráttum hið almenna viðhorf að fólk sé smám saman að fikra sig upp á við f stiganum, á hinni algengu leið úr lítilli leigu- íbúð í blokk um tvítugt upp í eigið einbýlishús einhvern tíma á fimmtugsaldrinum. Árbaer og Selás betri en Breiðholtið íbúarnir f Árbæjarhverfi og Seláshverfi reyndust til muna ánægðari með húsnæði sitt og umhverfi en fólkið sem býr í Breiðholti. Seláshverfið hefur raunar talsverða sér- stöðu að því leyti að nærri 70% fbúanna þar kváðust vera mjög ánægðir með hús- ANÆGJA MEÐ HVERFI % 70- 60- 50- 40- 30- 20- 10• 0- -P 0 OVA .0.0 Arbær Selás Breidholtl Breidholtll Breidholt HI Eins og sést á þessu súluriti virðast ibúarnir í Árbæ og Breiðholti almennt ánægðir með hverfin sín, í Selás- hverfi og Breiðholti I var enga beina óánægju að finna. ÁNÆGJA MEÐ HUSNÆDI EFTIR HVERFUM Hjög óánœgd(ur) * Oánœgd(ur) H/utlaus Anœgd(ur) Hjög ánœgd(ur) Árbær Selás Breidholt I BreidholtH BreidholtlH Hér sést hvernig Seláshverfið sker sig úr að þvi er varðar ánægju íbúanna með húsnæði sitt. Þar er heldur ekki að finna svo mikið sem einn einasta íbúa sem er óánægður að þessu leyti, a.m.k. ekki i úrtakinu. næði sitt. Allir aðrir íbúar hverfisins segjast vera ánægðir meö húsnæðið. Ekki fannst I könnuninni einn einasti fbúi í Seláshverfi sem- kvaðst vera óánægður með íbúðarhúsnæði sitt. Ekki má þó gera of mikið úr þessum mun og i heildina tekið virðist fólk í þessum hverfum almennt vera ánægt með umhverfið. Ekki bara ánœgja Ibúar „háhverfanna" eru þó ekki bara himinhrópandi glaðir og ánægðir með allt og alla. I niðurstöðum könn- unarinnar kemur fram tals- verð óánægja með ýmis atriði. Einkum gætir óánægju með unglingaaðstöðu, skipu- lag umferðar og í allmörgum tilvikum reyndist fólk þeirrar skoðunar að ákveðna þjón- ustu vantaði f hverfin. Hátt í 60% þeirra sem svöruðu spurningu um að- stöðu fyrir unglinga, voru þeirrar skoðunar að ekki væri nóg við að vera fyrir unglinga á aldrinum 13-17 ára í hverf- inu. Vantar íþróttaaðstöðu og félagsmiðstöð Mest var óánægja í Breið- holti II og III. í Breiðholti II kvörtuðu margir yfir þvf að félagsmiðstöð vantaði í hveríið, en allmargir voru einnig þeirrar skoðunar að bæta þyrfti íþróttaaðstöðuna. Ekki kemur fram í skýrsl- unni hversu hátt hlutfall hús- ráðenda í Breiðholti II var óánægt með aðstöðu fyrir unglinga, en af töflum sem birtareru í skýrslunni virðist mega ráða að um 80% þeirra fbúa í Breiðholti II sem svöruðu spurningunni um að- stöðu unglinga í hverfinu, hafi talið hana aðfinnslu verða. Svipaða sögu var að segja f Breiðholti III, þótt svo virð- ist sem þar kvarti hlutfalls- lega heldur-færri. Þar kvarta foreldrar helst yfir því að að- stöðu vanti fyrir eldri ungl- inga (á aldrinum 15-17 ára), þvf að þessi aldurshópur sé hættur að hafa áhuga fyrir að sækja Fellahelli. Heilsugœslu og brenni- vínsbúð í Mjóddina Breiðholtsbúar eru sam- kvæmt niðurstöðum könn- unarinnar áhugasamir um að aukavið þjónustukjarnann í Mjóddinni. Af einstökum teg- undum þjónustu nefndu flestir að þeir vildu fá þangað heilsugæslu og áfengisversl- un. íþróttaaðstaða og líkams- rækt var líka ofarlega á blaði hjá mörgum og þó nokkrir vildu fá lögreglustöð í Mjódd- ina svo nokkuð sé nefnt. Hér hefur ekki verið rúm til að rekja nema fáein atriði úr niðurstöðum könnunarinnar, enda er hún býsna viðamikil. Að þvf er fram kemur í loka- orðum skýrslunnar hefur þó enn ekki verið unnið að fullu úr niðurstöðunum en hjá Borgarskipulaginu vonast menn til að geta unnið frekar úr gögnunum með tíð og tíma.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.