Alþýðublaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 1
MMDUBLMD
STOFNAÐ
Þriðjudagur 10. nóvember 1987 1919 215. tbl. 68. árg.
KJÖTSTRHI UPPSIGLINGU?
— Framkvœmdanefnd búvörusamnings fyrirskipaði á föstudaginn birgðataln-
ingu á gömlu kjöti fyrirvaralaust.
Framkvæmdanefnd bú-
vörusamninga hefur óskaö
eftir því viö sláturleyfishafa,
sem eiga birgðir af gömlu
kjöti, að birgðatalning verði
gerð þegar í stað og að
niðurstöður liggi fyrir á míð-
vikudag. Skeyti þessa efnis
voru send viðkomandi slátur-
leyfishöfum s.l. föstudag.
Umfangsmikil birgðatalning
var geró í byrjun október s.l.
Afuröadeildir Landsbankans,
Búnaóarbankans og Sam-
vinnubankans höföu umsjón
með þeirri talningu, aö ósk
framkvæmdanefndar búvöru-
samnings. Samkvæmt fyrstu
niðurstöðum þeirrar talningar
voru birgóir í lok verðlagsárs
mun minni en gert var ráð
fyrir í áætlun búvörusamn-
ings og ennfremur minni en
afurðadeild Landsbankans
taldi.
Búvörudeild Sambandsins
leiðrétti síðan sínar birgða-
tölur gagnvart Landsbankan-
um og féllst bankinn á þær
skýringar sem Sambands-
menn gáfu. Samkvæmt leið-
réttingunni vantaði um 150
tonn, i staö 700 tonna sem í
fyrstu var talið. Það sem
vantar samkvæmt „leiðrétt-
ingunni" er, samkvæmt heim-
ildum Alþýðublaðsins, um
150 tonn og þykir það magn
innan eðlilegrar rýrnunartölu.
Svo virðist hins vegar sem
Framkvæmdanefnd búvöru-
samnings sætti sig ekki við
þær skýringar sem gefnar
hafa verið og vilji fá á hreint
hve magnið er mikið. í sam-
tali við Alþýðublaðið á dög-
unum sagöi Magnús Frið-
geirsson framkvæmdastjóri
búvörudeildar SÍS að þessar
svokölluðu fyrstu tölur hefðu
einungis verið frumgögn og
skýringar lægju Ijósar fyrir af
hálfu Sambandsins. í sama
streng tóku starfsmenn
Landsbankans sem Alþýðu-
blaðið ræddi viö.
HVER A
TJÖRNINA?
Magnús L. Sveinsson segir að ef borgin eigi
hana ekki, þurfi að semja við þá er eigi
hana.
Borgin á Tjörnina, segir borgarlögmaður,
„þetta er eins og hver önnur skrýtla. “
Spurningunni um það hver
eigi Tjörnina er enn ósvarað.
Hörður Erlingsson talsmaður
samtaka um verndun Tjarnar-
innar segir málið athyglisvert
og vonar að það skýrist á
næstunni. Magnús L. Sveins-
son forseti borgarstjórnar tel-
ur borgina eiga landið, en ef
svo reynist ekki þurfi að
ræða við þá er reynast eiga
það. Magnús Óskarsson
borgarlögmaður segir borg-
ipa eiga Tjörnina, að minnsta
kosti hornið þar sem ráðhús-
ið á að rísa. Ef fleiri eigendur
reyndust vera, þá kæmi þeim
ekkert við hvaö byggt væri á
því horni.
Eins og Alþýðublaðið
greindi frá á laugardaginn,
hafa komið upp efasemdir
um það að Reykjavíkurborg
eigi Tjörnina. Hefur meðal
annars verið bent á að engar
eignarheimildir séu til hjá
Borgarfógetaembættinu varð-
andi Tjörnina.
Blaðið sneri sér til Harðar
Erlingssonar eins af tals-
mönnum samtaka þeirra er
starfa undir kjörorðinu „Lifi
Tjörnin", og spurði hann hvað
honum sýndist í þessu máli.
„Þetta er mjög spennandi",
sagði Hörður. Vonaðist hann
til að málin skýrðust eitthvað
á næstunni. Það þyrfti að at-
huga þetta allt vandlega.
Samtökin ætla að gangast
fyrir útifundi um miðjan mán-
uðinn, og yrði dagskrá fund-
arins kynnt fljótlega.
Alþýðublaðið leitaði til
Magnúsar/L Sveinssonar for-
seta borgarstjórnar og innti
hann eftir hans áliti. Taldi
Magnús að Tjörnin væri í
eigu borgarinnar, hann hefði
að vísu ekki heyrt á þetta
minnst, en fannst það þó
sennilegast. „En ef það kem-
ur á daginn að Tjörnin er í
eigu einhvers annars aðila en
Reykjavíkurborgar, þá þarf
auðvitað að ræða við þann
sem áTjörnina. Ég tel það þó
mjög fjarlægt". Minnti
Magnús á að jafnan ef eitt-
hvað færi aflaga í Tjörninni,
þá gerði almenningur jafnan
þá kröfu að borgin lagfærði
það. „Ef borgin á ekki Tjörn-
ina, hver á hana þá?“
í samtali við Alþýðublaðið
sagði Magnús Óskarsson
borgarlögmaður að það vefð-
ist ekkert fyrir sér að borgin
ætti Tjörnina.
„Þetta er eins og hver önn-
ur skrýtla. Borgin á allt land-
ið í kring, göturnar og allt
saman“. Taldi Magnús að ef
menn væru að velta fyrir sér
ráðhúsbyggingunni, þá skipti
þetta engu máli þar sem ekki
færi á milli mála að borgin
ætti þá lóð.
Varðandi það hvort borgin
mætti raska Tjörninni ef
hugsanlega ættu fleiri land
að henni, og væru á móti
röskuninni, taldi Magnús að
þeir gætu ekki skipt sér af
neinu nema því sem væri þá
beint fyrir framan þær lóðir.
„Það nennirenginn lögfræð-
ingur að skoða þetta í alvöru.
Ekki ætla ég að gera það“.
Formannaskipti í Alþýðubandalaginu. Ólafur Ragnar Grimsson og Svavar Gestsson á landsfundi á laugar-
daginn.
ATAKAFUNDUR EN
ENGINN KLOFNINGUR
Landsfundur Alþýðubanda-
lagsins um helgina varð tið-
indasamur. Óiafur Ragnar
Grímsson var kjörinn for-
maður flokksins með meiri
atkvæðamun en áður hafði
verið reiknað með að gæti
orðið milli hinna tveggja fylk-
inga. Hlutföllin urðu u.þ.b. 60
á móti 40 Ólafi i vil.
Urslit uröu hins vegar meö
nokkru ööru móti, þegar kom
að kjöri I framkvæmdastjórn
flokksins á sunnudagsmorg-
uninn. Þá höfðu Sigríðar-
menn betur. Var talið að
þetta hefði meðal annars or-
sakast af því hversu margir
Ólafsmenn sváfu yfir sig eftir
landsfundargleðina kvöldið
áður.
Ólafsmenn höfðu svo aftur
heldur betur í kjöri til mið-
stjórnar siðdegis á sunnu-
dag. Erfitt er þó að segja fyrir
um endanleg valdahlutföll í
miðstjórn, því eftir er að
kjósa miðstjórnarmenn í kjör-
dæmum.
Þrátt fyrir hörð átök á
landsfundinum var ekkert
klofningshljóð í landsfundar-
mönnum og Ólafur Ragnar
Grimsson leggur á það
áherslu að hann sé formaöur
Alþýðubandalagsins alls og
að flokkurinn sé nú „mættur
aftur til leiks“. Um landsfund-
inn er fjallað í fréttaskýringu
á baksiðu Alþýðublaðsins í
dag.
STÖÐUG FJÖLGUN FERÐAMANNA
Sífellt fjölgar feröamönn-
um til landsins. í október
komu rúmlega tuttugu þús-
und manns, en á sama tima i
fyrra voru þeir tæplega saut-
ján þúsund. Fyrstu tíu mán-
uðina i fyrra komu hingað
tæplega tvöhundruð þúsund
manns, en á sama tima á
þessu ári hefur þeim fjölgað
um rúmlega fjörtíu þúsund.
Flestir útlendinganna i októ-
ber komu frá Bandaríkjunum,
en næstflestir frá Svíþjóð.
í upplýsingum frá útlend-
ingaeftirlitinu má sjá að í
október komu 20.247 manns
til landsins, þar af voru 8.464
útlendingar. í október '86
komu 16.688 ferðamenn og
voru 7.749 útlendingar i þeim
hópi.