Alþýðublaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 7
Þriójudagur 10. nóvember 1987
7
UTLOND
Umsjón:
Ingibjörg
Árnadóttir
HÚN FLflUG í VESTURÁTT
Beryl Markham var mörgum kynslóðum á undan sínum tíma, bókin sem hún
skrifaði um búgarð sinn í Afríku og sólóflugið yfir Atlantshafið, var einnig á
undan sínum tíma, bókin var fyrst gefin út árið 1942.
Beryl Markham i blóma lífsins.
Það væri synd að segja að
Beryl Markham væri ein af
þeim sem eldast meö yndis-
þokka!
Þessi kona, sem afrekaði
svo margt í lífinu, þótti ákaf-
lega fögur og aðlaðandi. Hún
var sterk og ákveðin, lagði að
velli Ijón og menn, flaug ein
yfir Atlantshafið, skrifaði bók
sem Hemingway öfundaðist
yfir og tamdi bestu veð-
hlaupahesta í Afríku. Það má
því kallast kaldhæðni örlag-
anna að þessi kona létist af
völdum beinbrots 84 ára
gömul, eftir að hafa dottið
um éinn af hundum sínum.
„Hér sit ég eins og hver
annar gamall bavían," hnuss-
aði ( henni þegar blaðamaður
Det Fri Aktuelt hitti hana í
Nairobi, ári áður en hún dó.
Beryl vildi ógjarnan tala
við blaðamenn, en hún vildi
gjarnan tala um hesta og
hafa einhvern til að drekka
vodka með. Hún var einmana,
bitur gömul koma, og ekki
laust við að hún væri dulítið
„alkoholiseruð".
Þetta var sumarið 1985
nokkrum árum eftir að hún
var uppgötvuð á ný. Banda-
rikjamaður, var að vinna að
bók byggðri á bréfum til Ern-
est Hemingway og bréfum
sem hann hafði skrifað öðr-
um. Þegar hann var að rann-
saka bréfasafnið, fann hann
bréf sem Hemingway hafði
skrifað öðrum, þar sem hann
talar um bók Beryl Markham
„West with the Night“.
„Hún skrifar okkur, sem
þykjumst vera rithöfundar,
sundur og saman... hún skrif-
ar svo vel, að ég skammast
mín... mér finnst ég vera
hreinn fúskari i samanburði
við hana...“
Bandaríkjamaðurinn, sem
hét George P. Gutenkunst fór
á stundinni á næsta bóka-
safn I San Francico og fékk
bókina að láni. Þá hafði bók-
in ekki verið í útláni í 15 ár,
og þannig atvikaðist það, að
Beryl Markham var uppgötv-
uð á ný. Bókin hennar frá
1942 var endurprentuð og til-
boðin fóru að streyma inn.
Ein yfir Atlantshafið
„Þeir vilja fá mig til Banda-
ríkjanna, þeir vilja fá mig í
hinum og þessum löndum.
Áður en ég leggst í ferðalög
verð ég að koma skipulagi á
sjálfa mig“, sagði Beryl Mark-
ham við viðbælanda sinn,
sem undir því yfirskini að
vera hestaræktunarmaður
hafði fengið að heimsækja
hana. Beryl Markham er tág-
grönn, föl húð hennar er þak-
in lifrarblettum og líkist
pergamentpappír. Hárið er lit-
laust og slitið. Enn er þó stíll
og fegurð í andliti hennar, og
bláu augun skjóta gneistum,
þegar hún ræðir u.m bestu
hestana og bestu mennina í
Iffi sínu. Maður fer að trúa
því að Ijósmyndirnar frá
blómaskeiðinu, séu af henni.
Ljósmyndir af henni eru
upp um allaveggi í ömurlegri
stofunni. Ljósmyndir, sem
teknar voru þegar hún kom úr
frægðarfluginu til Bandaríkj-
anna, með plástur á enninu
sem rakst i framrúðuna, þeg-
ar flugvélin skall niður. Svo
er líka Ijósmynd tekin af at-
vinnuljósmyndara og þar
kemur fegurð hennar vel í
Ijós... hún er eins og kvenleg-
• ur Leslie Howard!
Beryl Markham flaug fyrst
allra sólóflug yfir Atlantshafið i
í vesturátt — „Öfugu leiðiná'.
Hún hreppti hið versta veð-
ur — þoku og mótvind og
hafði engin senditæki. Þrátt
fyrir það leit hún svo vel út
eftir lendinguna, að henni var
líkt við Gretu Garbo, há,
herðabreið, grönn, drengjaleg
en „elegant“.
Þegar bókin „West with
the Night“ kom út árið 1942,
hlaut hún mikið lof gagnrýn-
enda. Bókin fjallaði um æsku
hennar í Kenya og flugferðina
yfir Atlantshafið. Beryl Mark-
ham þáði skipulagða sigurför
um þver og endilöng Banda-
ríkin, en í byrjun þeirrar sig-
urfarar vörpuðu japanir
sprengju á Pearl Harbour, og
bandaríkjamenn fengu þá
öðrum hnöppum að hneppa.
Beryl gleymdist.
Það varð hörð lending. Ber-
yl hélt aftur til Afríku og vann
við tamningu veðhlaupa-
hesta. í byrjun gekk þetta vel,
en svo fór að síga á ógæfu-
hliðina á sjöunda áratugnum.
Hestarnir veiktust og hún
varð gömul.
Síðustu árin bjó hún ( húsi,
sem var staðsett á svæöi
veðhlaupabrautarinnar í Nair-
obi, bitur og óánægð gömul
kona.
„Þú skalt ekki láta þér
detta í hug aö trúa því sem fólk
segir, að maður sætti sig viö
ellina ef maður hefur lifað
spennandi lífi“, hvæsir Beryl
og kveikir i enn einni „Sport-
man“ sígarettunni. „Því við-
burðaríkarasem líf manns hef-
ur verið, því verra er að verða
gamall."
Hún hefur búið ein í mörg
ár en hefur gigtveika svarta
húshjálp.
Berfætt
Lif Beryl Markham hefur
alltaf veriö viöburðaríkt. Þeg-
ar hún var barn fór hún á villi-
svínaveióar, vopnuð spjóti og
berfætt. Þegar hún var ung
stúlka hljóp hún um, (ber-
fætt) i höll hertogans af
Gloucester í London. Þegar
hún kynntist honum var hún
flugmaður og þau hittust á
„Safari" í Kenya árið 1928,
hertoginn varð yfir sig ást-
fanginn af henni. Hann bauð
henni til London, þar bjó hún
á Royal Air Force klúbbnum
á Piccadilly og hertoginn
sendi heilu hestvagnana af
hvítum rósum upp á herberg-
ið hennar. Beryl segist þakka
föður sinum það, að hún
hafði þor til að gera ýmislegt,
sem „ungar dömur“ gerðu
ekki á þessum tíma.
Karen Blixen
Þegar Beryl var kornung
stúlka, fór hún f gönguferðir
með hunda Karen Blixen.
Hún vill annars sem minnst
tala um barónessuna, var
auðsýnilega ekkert alltof hrif-
in af henni. Hún var aftur á
móti reiöubúin að tala um
Denys (Finch Hatton) sem
hún var hrifin af. „Hann bað
mig oft að nudda á sér bakið.
Þá gekk Karen burt, hún var
afbrýðisöm en ég var svo ung
að ég skyldi það ekki. Ég var
ekki keppinautur hennar þá.
En það varð hún. Það var
Beryl en ekki Karen Blixen
sem Denys hafði boðið i flug-
ferðina, sem endaði með
hrapi flugvélarinnar og dauða
Denys. Beryl fór ekki með,
vegna þess að vin hennar
hafði dreymt, að illa mundi
fara. Beryl var að lunderni
meira afríkönsk en ensk, og í
bók hennar kemur greinilega
fram, að viðhorf hennar til
sambands hvítra og svartra
var minnst tveimur kynslóð-
um á undan sínum tíma.
Hún giftist og skildi þrisv-
ar sinnum, hafði engan
áhuga á börnum, ekki heldur
sínum eigin syni. Gervase
sonur hennar ólst upp hjá
ættingjum, en fórst í bilslysi
árið 1971. Talið er að hertog-
inn af Gloucester hafi veriö
faðir hans. Árið 1929, hótaði
Markham þáverandi eigin-
maður Beryl, að draga nafn
hertogans inn í skilnað sinn
frá Beryl, en málið var þagg-
að niður. Beryl voru þó send
500 pund árlega, frá Bucking-
ham Palace. Á sjöunda ára-
tugnum, áður en Beryl og
bók hennar voru uppgötvaðar
á ný, má segja að þessi 500
pund, hafi verið einu tekjur
hennar. Nýlega kom út ævi-
saga Beryl Markham i Eng-
landi, skrifuð af Mary Lowell. -
(Det fri Aktuelt.)
Beryl Markham var fyrst allra til að
fIjúga yfir Atlan tishafið í vesíurátt.
Þetta var árið 1936 og henni tókst
þrátt fyrir þoku og mótvind að
ienda á bandariskri strönd — þar
sem lit'u munaöi að illa færi. En
Beryl slapp með skrámur.