Alþýðublaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.11.1987, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 10. nóvember 1987 3 FRÉTTIR MIKIL Hreinn hagnaður af sildar- söltun var um 2% af tekjum á siðasta ári, miðað við árs- reikninga og skattauppgjör. Nokkur óvissa virðist hins vegar ríkja um afkomu síldar- söltunarinnar i ár, vegna ótryggrar stöðu dollarans og kostnaðarhækkana innan- lands. j Síldarsöltun: OVISSA UM AFKOMUNA — Hagnaður var 2% í fyrra miðað við skattuppgjör. Samkvæmt upplýsingum sem Alþýðublaðið aflaði sér hjá Þjóðhagsstofnun gaf reksturinn af sér um 11% vergan hagnað af tekjum alls, til að mæta vöxtum og fasta- kostnaði. Hreinn hagnaðuraf tekjum var sem áður sagði 2%. Úrtak Þjóðhagsstofnunar náði til 17 söltunarstöðva, sem söltuðu um helming heildarmagns á síðasta ári. Samkvæmt sölusamning- um er svipað verð og í fyrra fyrir þá saltsíld sem fer til Sviþjóðar og Finnlands. Síld- arútvegsnefnd náði hins vegar fram 11% hækkun i dollurum í samningum um sölu saltsíldar til Sovétríkj- anna. Það veltur hins vegar á þróun dollars á næstunni hvort sú hækkun skilar sér jafn vel og vonast hefur verið til. Þeir aðilar sem Alþýðu- blaöið ræddi við sögðu því erfitt að fullyrða nokkuð um afkomu i greininni fyrr en um áramót þegar gerð verða gjaldeyrisskil. Miðað við kostnaðarhækkanir innan- lands og svartsýnustu horfur um stöðu dollarans, væri hins vegar auðvelt að leiða getum að því, að um tap væri að ræða. Frá síðustu vertíð hefur hráefnisverð hækkað um 16.7% og laun hækkað um 20—30%. Þessir tveir liðir hafa síðustu ár verið um 50% af heildarkostnaði. Deilt um Mosfell í Grímsnesi: PRESTAFÉLAGIÐ SNÝST TIL UARNAR Vöntun íbúðarhúss ástœðan fyrir því að presturinn býr ekki á jörðinni. Óvandaður fréttaflutningur, segja prestarnir. Prestafélag íslands furðar sig á „óvönduðum" vinnu- brögðum fréttamanna um mál prestsetursins á Mosfelli í Grímsnesi. Félagið telur fréttaflutning hafa verið vill- andi og byggðan á ófull- nægjandi upplýsingum. Prestafélagið boðaði því til blaðamannafundar í gær. Eins og fram hefur komið í fréttum vill Skógrækt rlkisins fá afnot af 600 ha landsins Mosfell í Grímsnesi. Presta- félagið telur að allur frétta- flutningur um þetta mál hafi verið villandi og byggður á ófullnægjandi upplýsingum. í kvöldfréttum 6. nóvember sl. telur prestafélagið að sóknar- prestinum í Grímsnesi, sr. Ftúnari Þór Egilssyni hafi verið stillt upp sem kröfu- gérðarmanni sem ætlar jafn- vel að hagnast persónulega á þessu máli. í fréttunum kom fram að presturinn sæti ekki jörðina og ábúðarréttur hans þvi dreginn i efa. Prestafélag- ið áréttar það og segir að sr. Rúnar eigi samkv. lögum að sitja þar sem prestur í Mos- fellsprestakalli. Hann hefur hinsvegar ekki getað það vegna þess að ríkið hefur ekki byggt þar íbúðarhús eins og því ber. Presturinn hefur því verið á hrakhólum Frá blaðamannafundi sem Prestafélagið hélt i gær vegna fréttaflutnings af málefnum prestsetursins á Mos- felli í Grimsnesi: Séra Vigfús Árnason Siglufirði, Fióki Kristinsson Stóranúpsprestakalli, Sigurður Sigurðs- son Selfossi, Valgeir Ástráðsson Seljasókn og Geir Waage Reykholti. og búið í ófullnægjandi og heilsuspillandi húsnæði. Prestafélagið vill einnig láta það koma fram að fundur sem haldinn var nú nýlega snerist um húsnæðismál sr. Rúnars en ekki skógræktar- málin eins og kom fram í kvöldfréttum. FUJ í Reykjavík 60 ára FJÓRIR HEIÐURS- FÉLAGAR ÚTNEFNDIR Félag ungra jafnaðar- manna i Reykjavik varð 60 ára á sunnudag. í tilefni dagsins var sérstök afmælis- dagskrá á Hótel Holiday-lnn. Þar voru fjórir heiöursfélagar útnefndir, Björgvin Guö- mundsson, Guðný Árnadótt- ir, Sigurður E. Guðmundsson og Vilhelm Ingimundarson. Félag ungra jafnaðar- manna er elsta starfandi stjórnmálahreyfing ungs fólks hér á landi. Á afmælis- kaffinu í Holiday-lnn flutti Sigurður E. Guðmundsson ávarp og rifjaði upp brot úr sögu þessa merka félags. Valgerður Halldórsdóttir, félagi ( FUJ i dag, ræddi hins vegar starf og stefnu félags- ins í næstu framtíð. Valgerð- ur sagði m.a. að framundan væri mikið starf við uppbygg- ingu félagsins. Erlingur Krist- ensson formaður Sambands ungra jafnaðarmanna flutti ennfremur ávarp og sagði að framkvæmdastjórn SUJ myndi leggja FUJ lið í því uppbyggingastarfi sem fram- undan væri. Veislustjóri var Bjarni P. Magnússon borgarfulltrúi. Jóhanna Linnet söng og I lok afmælisdagskrárinnar stjórn- aði Guðlaugur Tryggvi Karls- son fjöldasöng. Örn Karlsson útnefnir Guðnýju Árnadóttur heiðursfélags FUJ i Reykja- vik á 60 ára afmæli félagsins. Ljósmynd/G.T.K. SMÁFRÉTTIR ATHUGASEMD í laugardagsblaðinu gleymdist að geta þess að grein Árna Þórarinssonar um fjölmiðla var nokkuð stytt. Vegna mikils plássleysis var gripið til þess að slðustu stundu að stytta greinina nokkuð, en hins vegar fórst fyrir að láta þess getið. Við biðjum hlutaðeigandi velvirð- ingar á þessum mistökum. Eölur leika lausum hala Flugstöð Leifs Eirikssonar er nú orðin að laufskreyttum dýragarði. í Vfkurblaðinu 5. nóvember sl. segir frá því að nýverið voru fluttar inn tvær stórar trjáplöntur til staðsetn ingar á efri hæð flugstöðvar- innar. Plönturnar. sem kost- uðu um 500 þúsund hvor, þykja ekki vera mjög góð kaup. í fyrsta lagi fella þær lauf sín i gríö og erg og í öðru lagi fylgdu þeim óskemmtilegir gestir. Það eru litlar, Ijósgrænar eðlur. Ein hefur náðst en hinar leika iausum hala einhversstaðar i byggingunni.. Trjáplönturnar eru fluttar inn frá Florida og er talið að eðlurnar hafi legið í dvala á leiðinni yfir hafið en vaknað til Iffsins við komuna í Leifsstöð. Annað trjánna er staðsett við hliðina á afgreiðslu Landsbankans i norðurenda hússins. Að sögn starfs- manna þar falla laufin svo skarpt af trénu að á timabili voru þeir íarnir að telja laufin í stað soó anna. Stanley Pálsson, sem hefur með byggingareftirlit i stöð- inni að gera, sagði eölurnar alls ekki Ijót dýr „eðlur þykja meira að segja vinsæl húsdýr í Florida. Þær gera sitt gagn með því að éta skordýr" sagði Stanley ennfremur. Starfsmönnum Leifsstöðvar þykir hinsvegar nóg komið. „Þetta er sannkallaö bruðl á bruðl ofan I þessu húsi — allt svo yfirþyrmandi" sagði einn og annar sagði húsið vera orðiö einn allsherjar dýra- og blómagarð. „Það þarf þó ekki að hafa áhyggjur af því að vökva, vatniö kemur sjálfkrafa í stórrigningum í gegnum þakið.“ Fyrir utan þessa óskemmtilegu gesti hefur Víkurblaðið aflað sér þeirra upplýsinga að allur innflutningur á pottaplöntum sé bannaður frá Bandaríkjun- um. Bannið ætti þá að ná yfir trjáplöntur Ifka og hafði Vik- urblaðið ekki fengið það staðfest hvort undanþága

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.