Alþýðublaðið - 10.11.1987, Síða 2
2
Þriðjudagur 10. nóvember 1987
MÞBUBLMD
Sími: 681866
Útgefandi: Blað hf.
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson.
Ritstjórnarfulltrúi: Jón Danielsson.
Blaðamenn: Ingibjörg Árnadóttir, Kristján Þorvaldsson og
Sigríður Þrúður Stefánsdóttir.
Umsjónarmaóur
helgarblaðs: Þorlákur Helgason.
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson.
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir, Eva Guömundsdóttir,
Þórdís Þórisdóttir, Ólöf Heiður Þorsteinsdóttir
og Guðlaugur Tryggvi Karlsson.
Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent hf., Siðumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga,
60 kr. um helgar.
ALÞÝÐUBANDALAG
ÓLAFS RAGNARS
Alþýðubandalagið hefur kosið sér nýjan formann. Hinn
nýi formaður, Ólafur Ragnar Grímsson, sigraði Sigríði
Stefánsdóttur með yfirburðum í kosningunni um helgina
og hlaut um 60% atkvæða. Þessi sigur er ótvíræð ósk
flokksmanna um breyttar áherslur í stefnu Alþýðubanda-
lagsins. Fylgismenn Ólafs Ragnars hafa hafnað erfingja-
kenningu flokksins, þ.e. að forystumenn skuli einungis
veljast úr hópi þeirra sem teljast til svonefnds flokkseig-
endafélags, og rekjatengsl sín og stuðning afturtil gamla
Kommúnistaflokksins og Sósíalistaflokksins. Gamla
valdakjarnanum hefur verið steypt. Formennska Ólafs
Ragnars boðar nýtt tímaskeið þar sem stalínisma og
Moskvulínu erendanlega hafnað og gerð tilraun til upp-
byggingar sósíalisma undir lýðræðismerkjum. Það er
síðan sögunnar að dæma hvort sú tilraun tekst eða ekki.
Við fyrstu sýn, erþað mikið áfall fyrirólaf RagnarGríms-
son og fylgismenn hans, að gamla flokkseigendafélagið
náði undirtökunum í framkvæmdastjórn. Á móti kemur
kosning Ólafsmanna í miðstjórn. En engu að síður verður
það þungur róður fyrir Ólaf Ragnar að koma fram sínum
málum og áherslum í stefnu, með hælbíta gömlu klíkunn-
ar á eftir sér. Framkvæmdastjórnin er einnig mjög undar-
legasamsett með tilliti til verkalýðsmálaog Ijóst erað þar
munu eldar loga glatt milli forseta ASÍ og nýrra meðlima
eins og til dæmis Birnu Þórðardóttur. í heild er einna
athyglisverðast að hin sögulegu tengsl flokks og verka-
lýðshreyfingar eru nú að rakna endanlega. Sá vilji lands-
fundarmanna að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson sem for-
mann og Svanfríði Jónasdóttur varaformann, eryfirlýsing
þess efnis að flokkurinn snúi baki við verkalýðsforyst-
unni. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ sem hefur mátt
þolaþaðað veraskipað í fallkandldatssæti Ialþingiskosn-
ingunum, verður nú að horfast I augu við þær óskir lands-
fundarins að tengsl verkalýðshreyfingar og flokks eru tal-
in óæskileg. Kosning hins nýja formanns þýðirað Alþýðu-
bandalagið siglir hraðbyri frá verkalýðshreyfingunni og er
I upplausn sem flokkur verkalýðs. Þar með missir flokkur-
inn sögulegt bakland sitt en breytist I eins konar pólitíska
hreyfingu opinberra starfsmanna og menntamanna.
Verkalýðshreyfingin hlýtur að sjálfsögðu að spyrja sig
hvort hún eigi samleið með nýju Alþýðubandalagi. Full-
trúar verkalýðshreyfingarinnar I Alþýðubandalaginu
mega búast við mikilli baráttu við hreinsunardeild Ólafs
Ragnars, þæði I framkvæmdastjórn og eins I öðrum ráð-
um og neffídum. Þá er einnig vert að athuga hvaða stefnu
hið nýja Alþýðubandalag er að taka. Ljóst er að hinn nýi
formaðurmun freistaþessaðsiglafleytunni út úreinræði
kommúnisma I átt að lýðræði og oþnari vinnubrögðum.
En hverersú stefna? Hvert stefnir Alþýðubandalagið und-
ir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar? Ljóst er að fylgi for-
maðurinn eftir þeim áherslubreytingu sem hann hefur
boðað, mun Alþýðubandalagið verða að eins konar krata-
flokki og áherslurnar milli þess og Alþýðuflokksins verða
æ minni. Eina áþreifanlega deilumál þessara flokka verð-
ur herstöðvamálið, og ekki er ólíklegt að nýtt Alþýðu-
bandalag taki sönsum I þeim efnum, enda nýi formaður-
inn heimsmaður sem ekki hefur hina þröngu heimssýn
staðnaðra þjóðerniskommúnista, sem einatt halda því
fram að öryggi og varnir þjóðarinnar séu sjálfstæði
hennar hættulegar. Það verður því fróðlegt að fylgjast
með Alþýðubandalagi Ólafs Ragnars Grímssonar.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
MEÐAN félagshyggjufólkið
í Alþýðubandalaginu fundaði
um starfshætti og stjórn-
málaviðhorf og kaus sér nýj-
an formann og nýja fram-
kvæmdastjórn og nýja mið-
stjórn og bryddaði kannski
upp á enn fleiri nýjungum,
sat helsti hatursmaður fé-
lagshyggjunnar á íslandi,
Hannes Hólmsteinn Gissur-
arson, og skrifaði einn af
ótölulegum pistlum sínum,
sem hann birtir í DV undir
samheitinu „Eymd félags-
hyggjunnar“.
Að þessu sinni veltir
Hannes Hólmsteinn því fyrir
sér hvort kjör almennings
hafi versnað við iðnbylting-
una. Spurningin er sjálfsagt
mikilsverð út frá sjónarhóli
sagnfræöinnar, þótt vafa-
samara sé hvert erindi hún
kann að eiga viö almenning
nútímans. Hannes virðist
reyndar á þeirri skoðun að
Iífskjörin hafi almennt batnað
við iðnbyltinguna og má það
sjálfsagt til sanns vegar
færa, því það er eiginlega
vandséð hvert erindi iðnbylt-
ingin hefði átt í heiminn ef
hún hefði ekki skilað neinum
árangri að þessu leyti eins
og aðrar tækniframfarir.
Hannes rekur á hinn bóginn
dæmi þess að lífskjarabatinn
hafi ekki verið án undantekn-
inga:
„Þótt lífskjör fátækra
flestra atvinnustétta hafi
þannig batnað á fyrri hluta
nitjándu aldar, er því ekki að
leyna, að kjör sumra bötnuðu
miklu hægar en annarra og
að kjör nokkurra atvinnu-
stétta versnuðu beinlínis,
einkum vegna þess að þörfin
fyrir þjónustu þeirra hvarf
vegna tækniframfara. Um
það er ekki heldur deilt, að
margir bjuggu við vesöld.
En hversu margir þeirra,
sem hafa séð myndir í sögu-
bókum af stritandi konum í
breskum kolanámum, vita, að
samkvæmt manntali frá árinu
1841 voru aðeins 2% þeirra,
Aðeins 2% breskra kvenna störf-
uðu neðan jarðar árið 1841, segir
Dr. Hannes Hólmsteinn.
sem störfuðu þar neðan jarð-
ar, konur eða ungar stúlkur?
Og hversu margir þeirra, sem
hafa lesið um illa meðferð
ríkisins á breskum fátækling-
um vita, að frjáls liknarfélög
lögðu á þessu timabili allt að
tiu sinnum meira fé fram til
fátækrahjálpar en ríkið?”
Það er Hannesi greinileg
huggun og lappar verulega
upp á samvisku frjálshyggju-
mannsins, að „konur eða
ungar stúlkur" skyldu aðeins
vera 2% af þeim sem störf-
uðu neðan jarðar. Á móti
mætti kannski spyrja hver
huggun konunum og ungu
stúlkunum, sem þarna þræl-
uðu hefði verið að því að vita
að þær væru í slíkum minni-
hluta.
Hannes tekur líka fram að
„frjáls líknarfélög" lögðu
fram tíu sinnum meira en rík-
ið til fátækrahjálpar. Nú er
bara eftir að vita hversu mik-
ið ríkið lagði fram, eða m.ö.o.
hvort þetta segir meira um
ríkið eða „frjálsu" líknarfélög-
in. Það skyldi þó aldrei vera
að fátækrahjálp ríkisins hafi
verið af fremur skornum
skammti, þannig að ekki hafi
þurft tiltölulega stórar upp-
hæðir til að ná þessu tiföld-
unarmarki.
En nú skulum við gefa
Hannesi Hólmsteini orðið
aftur og fræðast meira um fá-
tæktina:
„Ýmsar ástæöur kunna aö
vera til þess, aö heiðarlegir
fræðimenn hafa látið blekkj-
ast. Ein er, að fátækt var af
völdum iðnbyltingarinnar að
breytast úr reglu í undantekn-
ingu á nítjándu öld. Þess
vegna bar meira á henni, en
áður hafði hún ekki þótt i frá-
sögur færandi. Um leið
breyttist fátæktarhugtakið.
Áður hafði það skírskotað til
skorts á nauðsynjum, en nú
varð það miklu frekar and-
stæða velmegunar.
Önnur ástæða er ugglaust,
að fagurkerar, eins og hinn
áhrifamikli rithöfundur
Charles Dickens, hafi alið
með sér óraunhæfa sveita-
sæludrauma um timabilið á
undan iðnbyltingunni og að
þeim hefur þótt ásynd hinnar
nýju verksmiðjualdar Ijót. En
okkur hættir því miður stund-
um til að gleyma öllum þeim
skara, sem áður fyrr dró ann-
aðhvort fram lífið eða féll úr
hor. Venjulegir alþýðumenn
gátu auðvitað ekki skrifað
nöfn sín á spjöld sögunnar
eins og höfðingjarnir með
listaverkakaupum eða smíði
myndarlegra sveitasetra.“
Fátæktin var aö breytast úr
reglu [ undantekningu, segir
Hannes Hólmsteinn og bætir
því við aö þess vegna hafi
borið meira á henni. Þetta er
sjálfsagt öldungis rétt. Á
þeim tíma sem liðinn er frá
iðnbyltingunni hefur orðið sú
breyting að efni eru orðin
nóg til þess að allir geti haft
í sig og á.
Okkur sem höfum hjarta
staðsett aðeins vinstra meg-
in við miðju I brjóstkassan-
um, finnst hálfpartinn að
þetta ætti að leiða til þess
að allir hafi í sig og á. Okkur
finnst sem sagt aö það ættu
að vera mannréttindi að fá að
éta. Og hvað sem annars
kann að mega segja um
Hannes Hólmstein, þá er það
víst að hann nefnir þessa til-
finningu skelfing sjaldan.
Munið að gera skil í
ferðahappdrættinu
Dregið verður 10. nóvember
Framkvæmdastjóri Alþýöuflokksins
ViNNINGAR ERU 25 FLUGI
Á ÁÆTLUNARLEIÐUIVI F
HVER AÐ VER
ALLT AÐ 36000
DREGIÐ 10. NÓVEMBER 1987
FJÖLDÍ MIDA 20.000
ý:
■
2