Alþýðublaðið - 10.11.1987, Page 6

Alþýðublaðið - 10.11.1987, Page 6
6 Þriðjudagur 10. nóvember 1987 SMÁFRÉTTIR Stefán Júiiusson. Jólafrí í New York Út er komin skáldsaga eftir Stefán Júlíusson, Jólafri í New York. Bókin skiptist í fimm sögur sem tengjast allar saman. Fimm ungmenni eru viö háskólanám í Bandaríkjunum og um jólin ákveöa þau öll aö fara í jólafrí til New York. Þetta eru fjórir karlmenn og ein stúlka. Þau eru öll góöir vinir en af ólíkum uppruna. Kennari þeirra fær þeim þaö verkefni aö skrifa smásögu um dvöl þeirra í stórborginni. Ævintýri, óvænt atvik, átök og tilviljanir veröa á vegi þeirra og hvert þeirra segir söguna á sinn hátt. Bókin er 197 bls. unnin í prentsmiðju Hafnarfjaröar og þaö er Bókaútgáfan Björk sem er útgefandi. Ómar Ragnarsson. Ómar alstaðar Ómar Ragnarsson er vel þekktur hér á landi, bæði sem fréttamaður, skemmti- kraftur ofl. hann er oft meö margt í gangi i einu og fer víða um land. í síðasta tölu- blaði BB, sem kemur út á ísa- firði er frásögn er sýnir að Ómar hefur svo sannarlega í miklu að snúast. Á miðvikudag kom Ómar á frúnni sinni, TF—FRÚ, til ísa- fjarðar og var kominn til Reykjavikur aftur til að mæta í kvöldfréttirnar. Á fimmtu- daginn fór Ómar aftur til ísa- fjarðar til að stjórna spurn- ingaþætti. Þeirri uþptöku lauk rétt fyrir miðnætti og þá átti hann eftir að koma sér til Keflavíkurflugvallar. Hann átti að skemmta í Kaupmanna- höfn á föstudagskvöldið og vélin til Koben átti að fara frá Keflavik kl. 7 um morguninn. Vegna myrkurs mátti hann ekki fljúga frá ísafirði á frúnni og þvi lagði hann af stað akandi. Samkvæmt heimildum BB var hann tvo tima til Hólmavíkur en þar hitti hann rallökumann sem kom honum til Keflavíkur. Tveir ísfirðingar fóru með Ómari til Hólmavíkur og þeim varð svo mikið um keyrsluna að á leiðinni heim óku þeir útaf á Steingrímsfjarðarheiði og sátu þar fastir í sjö klukkutíma. Ómar náði hins vegar vélinni til Kauþmanna- hafnar, var kominn til íslands aftur á laugardaginn, og segir BB að hann hafi skemmt Akureyringum þetta kvöld. Launamál kvenna í Sóknarsalnum Á vegum Framkvæmdar- nefndar um launamál kvenna verður haldinn opin fundur í Sóknarsalnum Skipholti 50A, hinn 11. nóvember n. k. mið- vikudag. Fundurinn hefst kl. 20.15 og mun Ijúka um kl. 22.20. Aðalefni fundarins verður: „Nýjar leiðir í jafnréttisbar- áttu kvenna á vinnumarkaði." Fjallað verður um sérstakar timabundnar aðgerðir til að bæta stöðu kvenna á vinnu- markaði, aðgerðir sem draga eiga úr þvi misrétti sem nú ríkir á milli kvenna og karla. Ræðumenn og umræðu- stjórnar verða: Vilborg Harð- ardóttir, útgáfustjóri, Elsa S. Þorkelsdóttir, framkvæmda- stjóri Jafnréttisráðs, Guðrún Ágústsdóttir, fulltrúi í Fram- kvæmdanefnd um launamál kvenna og Lára V. Júlíusdótt- ir, aðstoðarmaður félags- málaráðherra. Handbækur er henta bókasöfnum Samstarfsnefnd um upp- lýsingamál hefur gefið út tvær handbækur sem henta bókasöfnum. Önnur bókin, Flokkunarkerfi, er þýdd og staðfærð fyrir íslensk bóka- söfn eftir 11. útgáfu Dewey decimal classification. Ritið er nær 600 bls. Hin bókin er skrá um is- lensk bókasöfn. í henni er greint frá heiti og aðsetri 167 rannsóknar- og sérfræðibóka- safna, almenningssafna og skólasafna. Skýrt er frá efnis- sviði hvers safns, helstu safngögnum, þjónustu o.fl. Bæði ritin eru til sölu hjá Þjónustumiðstöð bókasafna og Bóksölustúdenta. Lokaö veröur þriöjudaginn 10. nóvember kl. 13.00 til 15.00 vegna jarðarfarar Óskars Sig- urgeirssonar. Flugmálastjórn Auglýsing um norræna tungumálsamninginn Norræni tungumálasamningurinn, sem er samning- urNorðurlandannaum rétt norrænnaríkisborgaratil að nota eigin tungu í öðru norrænu landi, tók gildi hér á landi 25. júlí sl. Samningurinn er gerður til að auðvelda Norður- landabúum samskipti sín á milli og eru samningsrík- in skuldbundin til að stuðla að því að ríkisborgari í samningsríki geti eftir þörfum notað móðurmál sitt í samskiptum við yfirvöld og aðrar opinberar stofn- anir í öðru samningsríki. Þau mál sem samningurinn tekur til eru danska, finnska, íslenska, norska og sænska. Samningurinn tekurbæði til skriflegraog munnlegrasamskiptaþó ekki í síma. Samkvæmt samningum ber opinberum aðilum að leitast við að gera norrænum ríkisborgurum kleift að nota móðurmál sitt í samskiptum sínum við opin- bera aðila, sé þess nokkur kostur. Tekur þetta til samskipta við dómstóla, félagsmálastofnanir, heil- brigðisstofnanir, lögreglu, skóla og skattayfirvöld, svo dæmi séu nefnd. Dóms- og kirkjumálaráöuneytið, 6. nóvember 1987. KRATAKOMPAN Kratahelgi á Króknum Árshátíð og aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðu- flokksins á Norðurlandi-vestra. Föstudagur 13. nóvember kl. 18.30. Opnun félagsmiðstöðvar Alþýðuflokksins á Sauðár- króki. Kl. 19.30. Árshátíð Alþýðuflokksfélaganna á Norður- landi-vestra í Hótel Mælifelli Sauðárkróki. Laugardagur 14. nóvember kl. 10.00. Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðuflokksins í Safna- húsinu á Sauðárkróki. Kl. 17.00. Almennur stjórnmálafundur I Safnahús- inu., Jón Baldvin Hannibalsson. Alþýðuflokkurinn á Norðurlandi-vestra. Kaffihús Reykjavíkurkrata á þriðjudögum og fimmtudögum er kaffi á könnunni og opið hús í félagsmiðstöð Jafnaðarmanna á Hverfisgötu 8—10. Við hvetjum sem flesta til að líta við til að ræða pólitíkina. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Afmælishátíð kvenfélags Alþýðuflokksins i Hafnarfirði verður haldin i Skútunni 21. nóvember n.k. kl. 20.00. Dagskrá: Einsöngur: Hátíðarræða: Gamanvísur: Dans: Húsið opnað kl. 19.00 með fordrykk Hátíðin sett Matur Nokkrar góðkunnar Alþýðuflokkskonur flytja sögu félagsins Kristín Viggósdóttir, undirleikari Sigurður Jónsson Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráð- herra. Sérstaklega ortar um fimmtugar krata- konur eftir Hörð Zophaníasson sungnar af Guðmundi Einarssyni Ávörp gesta Hljómsveitin Kaskó, leikur til kl. 02.00. Tryggið ykkur miða þeir eru til sölu hjá eftirtöldum aðilum: Skrifstofu Alþýðuflokksins, sími 29244. Vala sími 51920, Bára sími 651515, Maggý sími 651529, Jonný sími 50967, María Ásgeirsdóttir, 51527. Miða- verð kr. 2.300.00. Kvenfélag Alþýðuflokksins í Hafnarfirði Flokksstjórn Alþýðuflokksins Fundinum sem átti að vera 10. nóv. er frestað af óviðráðanlegum ástæðum. Næsti fundur verður boðaður í Alþýðublaðinu og með bréfi. Skrifstofa Alþýðuflokksins Viðtalstími borgarfulltrúa Bjarni P. Magnússon borgarfulltrúi Alþýðuflokksins í Reykjavík hefur fastan viðtalstíma alla virka daga frá kl. 10—11 árdegis á skrifstofu f lokksins á Hverf is- götu 8—10. Síminn er 29244. FramkvæmcJastjóri Alþýöuflokksins. Munið að gera skil í — happdrættinu Dregið verður 10. nóvember Framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.