Alþýðublaðið - 10.11.1987, Síða 8
fiHiiiiiimiiii
Þriðjudagur 10. nóvember 1987
ÓLAFUR RAGNAR FORMADUR
ALLS ALÞÝDUBANDALAGSINS?
Otvírœð skilaboð landsfundarins til forystumanna flokksins: Þið eigið að vinna saman.
Yfirlýsingar helstu forystumanna á sama veg. Ágreiningsmálin eru hins vegar enn fyrir
hendi. Og mennirnir sem harðast hafa deilt eru enn í flokknum.
Ólafur Ragnar Grímsson var kjörinn formaður Alþýðubandalagsins um hádegisbilið á laugardag með 221
atkvæði gegn 144 atkvæðum Sigriðar Stefánsdóttur. Sjálfur segir hann aö nú sé kosningaslagnum lokið og
úrslit fengin; hann sé formaður flokksins alls. Af ýmsum orsökum virðist þó sem setja megi spurningarmerki
við þessa fullyrðingu.
FRÉTTASKÝRING
Jón Danielsson
skrifar
Skilaboð hinna almennu
félaga i Alþýðubandalaginu
til forystumanna sinna, virð-
ast tiltölulega einföld og skýr
að loknum landsfundi: „Þið
eigið að vinna saman.“ Öðru-
visi er tæpast unnt að skilja
niðurstöður úr kosningum
fundarins, sem sjálfsagt hafa
komið mörgum fyrir sjónir
sem einkar ruglingslegar.
Forystumenn fylkinganna
tveggja sem tókust á um völd
í flokknum, hrósuöu sigri til
skiptis. Stuðningsmenn
Ólafs Ragnars, sem réðu sér
ekki fyrir kæti um hádegis-
bilið á laugardag, fóru daprir
með veggjum einum sólar-
hring síðar. Þegar fulltrúar
fóru heim af fundi, mátti
einna helst líkja niðurstöð-
unni við jafntefli í skák sem
tefld hafði verið til þrautar af
mikilii þrákelkni, þar til kóng-
arnir stóðu einir uppi.
Sigur Ólafs Ragnars
Grímssonar í formannskjör-
inu á laugardaginn, var
nokkru stærri en búist hafði
verið við. Fyrir fundinn var
talið að nánast ómögulegt
væri að spá um úrslitin, en
strax á föstudegi var Ijóst að
flestir þingfulltrúar voru farn-
ir að gera ráö fyrir sigri Ólafs
Ragnars. Ælta má að nokkur
samverkandi atriði hafi valdið
því að sigur hans varð stærri
en búist hafði verið við.
Rangt manntal og
ræöa Hjörleifs
í fyrsta lagi reyndust ýmsir
hafa verið rangt flokkaðir í
manntali. Má þar einkum
telja ýmsa fulltrúa af Austur-
landi, sem fögnuðu kjöri
Ólafs Ragnars meira en eðli-
legt gat talist miðað við
niðurstöður úr manntali. Hér
kann líka að mega leita skýr-
ingarinnar á hinum hörðu við-
brögöum Hjörleifs Guttorms-
sonar.
í öðru lagi heyrðist það á
allmörgum landsfundarfull-
trúum, að þeir áliti ræðu
Hjörleifs á laugardagsmorg-
uninn hafa haft þyer öfug
áhrif við það sem hann
ætlaðist til. í þriðja lagi má
svo jafnvel gera ráö fyrir að
einhverjir fulltrúar á fundin-
um hafi þóst sjá sigur Ólafs
Ragnars fyrir og viljað sjá til
þess að formaður flokksins
yrði kjörinn með þokkalegum
meirihluta.
Bros og tár til skiptis
Þrátt fyrir þá staðreynd að
langflestir fulltrúar á lands-
fundinum virtust búast við
þessum úrslitum, voru von-
brigði margra stuðnings-
manna Sigriðar, bæði djúp
og sár. Til marks um þetta
má nefna að einn lands-
fundarfulltrúi úr þeim hópi,
heyrðist segja stundarhátt,
þegar úrslitin voru komin í
Ijós. „Nú held ég að ég segi
mig bara úr þessum flokki." í
hita augnabliksins var ekki
annað að merkja en þessi
ummæli væru látin falla í
fyllstu alvöru, en sólarhring
síðar þegar birtar voru
atkvæðatölur í kosningu til
framkvæmdastjórnar, brosti
þessi sami landsfundarfull-
trúi út að eyrum og sýndi
ekki á sér neitt fararsnið.
Köld vatnsgusa
Hafi úrslitin i formanns-
kjöri, verið nokkurn veginn í
samræmi við það sem reikn-
að var með, er aðra sögu að
segja um niðurstöðu úr kosn-
ingunni til framkvæmda-
stjórnar. Sú niðurstaða kom
eins og köld vatnsgusa yfir
stuðningsmenn hins ný-
kjörna formanns sem enn
voru í sigurvímu, sumir
hverjir í býsna bókstaflegri
merkingu eftir gleðskapinn á
laugardagskvöldið.
Fyrstu skýringartilraunir
eftir úrslitin i framkvæmda-
stjórnarkjörinu voru einmitt á
þá lund að sigurgleðin hefði
leikið suma stuöningmenn
Ólafs svo grátt aö þeir sváfu
yfir sig á sunnudagsmorgun-
inn. Það er raunar rétt að all-
marga stuðningsmenn Ólafs
Ragnars vantaði á sunnu-
dagsmorguninn, en þetta
dugar þó tæplega til að skýra
úrslitin að fullu. Miklu lík-
legra er að úr úrslitunum s.
megi lesa þau skilaboð
landsfundarmanna til forystu
flokksins sem minnst var á
hér að framan, nefnilega að
menn ætlist til þess að for-
ystumennirnir í flokknum
vinni saman.
Einn hatrammasti and-
stæðingur nýja formannsins,
Ásmundur Stefánsson, fékk
þannig góða kosningu í fram-
kvæmdastjórn. Sömu sögu er
að segja um ýmsa aðra sem
ekki þykja beinlínis hallir
undir Ölaf Ragnar.
Óviss valdahlutföll
Þótt nú liggi fyrir úrslit í
kosningum landsfundarins til
framkvæmdastjórnar og mið-
stjórnar, er enn of snemmt
að segja fyrir um valdahlut-
föllin innan þessara stofn-
ana. Þar kemur til að aðeins
hluti fulltrúa í þessum valda-
stofnunum flokksins er kjör-
inn á landsfundi. í fram-
kvæmdastjórn sitja t. d. þrir
þingmenn auk þeirra sem
kjömir voru á landsfundinum.
Þessir þrír hafa enn ekki
verið tilnefndir og því óvíst
hvorum megin hryggjar meiri-
hlutinn lendir.
Á landsfundinum voru
kosnir 40 fulltrúar. í mið-
stjórn, en þar eiga þingmenn
flokksins einnig sæti, auk
stjórnar og framkvæmda-
stjórnar og þvi til viðbótar er
svo eftir að kjósa fjóra full-
trúa frá hverju kjördæmi, alls
36.
Þeir miðstjórnarmenn sem
kosnir voru á landsfundi eru
aö vísu nokkru fleiri tilheyr-
andi Ólafsarminum, en það er
engu að síður enn allsendis
óvíst hversu leiðitöm nýja
miðstjórnin verður nýja for-
manninum.
Svo mikið er víst að hvorki
framkvæmdastjórn né mið-
stjórn verður nein halelúja-
samkoma fyrir Ólaf Ragnar
og haldi misklíðin áfram
innan flokksins, gæti honum
reynst örðugt að fá vilja
sínum framgengt.
Sjálfur hefur Ólafur Ragnar
lagt á það ríka áherslu í við-
tölum síðan hann varð for-
maður, að þótt menn hafi
skipst í tvo hópa varðandi
kosninguna, þá sé formanns-
kjörinu nú lokið og hann sé
formaður Alþýðubandalags-
ins alls, en ekki einungis
hluta flokksins.
Sumir andstæðingar hans
hafa tekið í sama streng og
sagt eitthvað í þá veru að nú
sé kominn timi til að leggja
deilumálin til hliðar og fara
að vinna.
Ólíkar skoðanir enn
við lýði
Þetta eru falleg orð, en
hins vegar er eftir að sjá
hversu mikið gengur eftir.
Innan flokksins eru eftir sem
áður fylgismenn tveggja
býsna ólíkra skoðana hvað
varðar tengsl flokksins og
verkalýðshreyfingarinnar. í
verkalýðsmálaályktuninni má
þekkja orðalag Olafs Ragnars
Grímssonar frá þvi í kosn-
ingabaráttunni í vor, að
„niðurstaða þverpólitískrar
verkalýðshreyfingar verði
aldrei sjálfkrafa að stefnu
flokksins."
Á meðan Ólafur Ragnar er
formaður flokksins, er ekki
líklegt að þetta gerist. Hvort
missætti kann að rísa vegna
þessa, er hins vegar allt
annað mál.
Ef marka má yfirlýsingar
forystumanna Alþýðubanda-
lagsins úr báðum fylkingum,
ætti flokkurinn nú að vera
kominn út úr verstu krepp-
unni og „mættur til leiks á
ný“, eins og Ólafur Ragnar
hefur komist að orði.
Láti forystumenn beggja
fylkinga hin ótviræðu sam-
starfsskilaboð landsfundar-
ins sér að kenningu verða,
kann þetta að geta staðist.
Tíminn verður hins vegar að
leiða það í Ijós hver sam-
staða næst nú innan flokks-
ins. Alþýðublaðið mun að
sjálfsögðu fylgjast með því
og þú gerir það líka ef þú
heldur áfram að lesa Alþýðu-
blaðið.