Tíminn - 22.09.1967, Blaðsíða 12
TÍMINN
iilliiiiiipl
i
.
■", ■■: ■■■' ý -
,
■
á veggjum byggingar Sjálfsbjargar. Brýn þörf er á
NÝI HEIMURINN
heimiii þetta komist upp sem allra fyrst.
Ég hef komið þangað — í
„Nýja Heiminn“. Þið haldið
kannski að ég sé að tala um skáld-
sögiu', en ég er að taia um hús
'byggt mannlegum höndum hér á
jörðu, já meira að segja hér á
landi.
En hvaða fréttir eru það, eru
ekki allir að byggja, sem vettlingi
geta valdið? Sumir fá Húsnæðih-
mólastofnunarlán, sumir Lífeyris-
sjóðslán, sumir eru í byggingar-
samviniaufélögum og enn aðrir
eru rfkir.
Sumar byggingar rísa af grunmi
og hefjast upp á tólf eða jafn-
SÍLDARSKÝRSLA
Aikmborg EA 1.341 Bjairmi II EA 1100
Aburey RE 1.138 Bjantur NK ,2715
Albeirt GK 619 Björg NK 750
Ajrnar RE 2800 Björgúlfur EA 1435
Airnfirðingiur RE 1.403 Björgvin Dalvífc 1137
Auðunn GK 700 Brettíngur NK 2217
Árni Magnússon Sandig. 1.615 Búðakiettur GK 1232
Áirsæll Sigurðss. GK 878 Börkur NK 2645
Ásberg BE 3.023 Dagfari ÞH 3748
Ásbjöm RE 1382 Elliði Sandg. 1817
Ásgeir RE 3.106 Faxi GK 1587
Ásgeir Krisitján ÍS 1380 Fífill GK 2077
Barði NK 2610 Fonamnes Í S 1218
Bára Fásbrúðsf. 1263 Fylkár RE 3483
Birtíngur NK 1684 Framhald á bls. 15.
vel fjórtán hæðir jafn fyrirhafn-
arlítið og grös spretta í túni.
Vegfarandur stanza gjarnan til að
leiða slík mannvirki sjónum og
dást að einbýlishúsunum hinum
megin götunnar, sem marglit jg
giuggaprúð, að hálfu hvílandi á
súlum og umgirt íögrum görðum,
vitna um velferðarþjóðfélagið seni
við íslendingar byggjum.
En ég var að taia um „Nýja
Heiminn“. Þar eru engir stigsr
og ekki heldur þröskuldar. Menn
ferðast um í stólium, sumir stól-
anna eru knúðir mótorum, aðr’r
heilum höndum.
Svona breiða og bjarta ganga
hef ég hvengi séð fyrr. Hurðir
opnast af sjálfu sér að því er
virðist og stólafólkið getur opnað
og lokað gluggum að vild án
minnstu erfiðleika. Sjáifvirku lyft
urnar gera því kleift að ferðast
upp og niður og bregða sér út,
hvenær sem er.
Hérna í ganginum mæti ég ung
um manni með skólatösku á
hnjánum. Hann er að fara niður
á fyrstu hæð í kennslustof'.na.
Sumir verða hér gagnfræðingar
DANSSKOLI
Hermanns Ragnars
10. starfsár skólans í Reykjavík hefst 1.
október.
Kennum: Börnum. unglingum og fullorðn-
um. Byrjendum og framhald.
Barnadansar: Hringdansar og leikir (4—6
ára börn) Gamlir og nýir barnadansar.
Unglinga*- og ungt fólk: Suður-Amerískir
dansar.
Hjónaflokkar: Alþjoðadanskerfið 10 hagnýt-
ir samkvæmisdansar.
Innritun og nánari upplýsingar í síma 8-2122
og 3-3222 frá kl. 10-12 f.h. og 1—6 e. h.
Upplýsingarit liggur frammi í bókabúðum.
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS OOO
1---------------------------------------------
FÖSTUDAGUR 22. september 1967
eða stunda iðnskólanám, aðrir
lesa undir stúdentspróf. Framhjá
okkur ekur miðaldra kona, sem
er á leið út í saumastofuna, þar
sem hún saumar sloppa á raf-
knúna saumavél. Ég verð þeim
báðurn samferða niður á fyrstu
hæðipa, þar sem hjúkrunarkona
sýnir mér matsalinn og setustof-
una, stóra og einkar vistlega. Þar
inni situr ung stúlka og æfir sig
á slaghörp'L. Vinkona hennar í
horninu, sem einnig er í hjola-
stól er hugsandi á svip. Hún er
blaðamaður og ritstjóri Heimilis-
Maðsins — og einmitt hér gerist
margt merkilegt, sem er þess vert
að um það sé skrifað.
Niðri á fyrstu hæðinni kemur
sjúkraþjálfari til móts við mig og
sýnir mér æfingadeildina. Þarna
er fólkið æft og endunhæft með
ýmsum hætti, jafnvel í vatni, enda
er þarna stór og sérstaldega út-
búin laug í þessu augnamiði. Ég
sé fólk með spelkur, fólk með
tréfætur, sem er að læra að ganga
að nýju. Sumir ganga í grínd,
aðrir við hækjur og hinum meg-
in enu gólfdýnurnar, þar sem sex
manns liggja og gera margskon-
ar æfingar undir eftirliti og
stjórn þjálfara.
„Mörgum hefur farið ótnúlega
mikið fram, síðan þeir komu hing-
að“, segír yfirþjálfarinn, „enda er
hvorki timi né tækni til spöruð
að hjálpa sjúklingunum svo sem
verða má. Héðan eru engir send-
ir á elliheimili og jafnvel þeim,
sem ekki er urint að veita
neinn verulegan bata opnast ýms-
ir möguleikar hér, til að nýta tak-
markaða getu sína til f-ullnustu."
Þetta kemur glöggt í Ijós í fönd-
urdeildinni, þar sem fólk með
meiri eða minna lamaðar hendur,
bæði vélritar og vinnur handa-
vinnu ýmiss konar, með hjálp
margbrotins styrktarútbúnaðar og
sérstakrar kennslL'.
í föndurdeiidinni eru einnig
ýmsar gerðir stóla aðlhæfðar þörf-
um sérstakrar fötlunar. Til dæm-
is staurliðamóta og annarra hlið-
stæðra örðugleika. Hér má sjá
vefnað, útsaum, útskurð, smíðis
gripi, vatnslitamyndir, svo að fátt
sé nefnt.
Ein ánægjulegast er að sjá, hve
fólkið sjáift nýtur sín og sigrast
á mörgum erfiðleikum, sem áður
við aðrar aðstæður voru því ger-
samlega ofviða. Þetta staðfestir
félagsráðgjafinn, sem hér er aZT
ráðgast við föndurkennarann um
einn sjúklinginn. Starf félagsráð-
gjafans er fjöliþætt og meðal ann
ars hjálpar hann sjúklingunum að
finna nám og starf við hæfi, at-
h'L'gar möguleikana á framtíða-
stöðu hvers og eins í þjóðfélag-
inu o.s. frv.
Uppi á þriðju hæðinni hitti ég
mann, sem orðinn er gagnfræði-
kennari hér á staðnum. Áður var
hann á sjúkradeild gamalmenna-
hælis, fimm manna stofu og þar
var svo þröngbýlt,' að stóllinn
hans komst naumast fyrir. Hér er
hann einn í stóru herbergi —
bókaskápur meðfram vegg, skrjf-
borð — myndir og það er leik-
ur að aka um herbergið, jafn-
vei snúa stólnum á ýmsa vegu án
þess að hann rekist á borð eða
rúm, hvað þá vegg. Hér er loks-
ins pláss — pláss og næði til að
vera raunverulega til.
í næstu íbúð búa ung hjón og
vegnar vel. Hann er að læra gull-
smíði, hún vinnur í dúkagerðinni.
Þav sitja saman úti á svölum og
njóta sólarinnar að dagsverki
loknu. Að vísu er ekki hlýtt i
veðri, en á svölunum er hitalögn
svo að það er býsna notalegt. Allt
er hér miðað við þarfir þess
fólks, sem í „Nýja Heíminum"
verður ekki framar utangarðs
menn, heldur almennir og jafn-
vei nýtir þjóðfélagsþegnar. Ég
sagði verður, því að til þess að
komast í þennan heim nú í dag,
verður maður að stelast gegnuin
„tímagöngin." Enn er þetta stóra
steinhús, þetta langþráða heimili
aðeins ein steypt hæð. Hvenær
hinar hæðirnar bætast við,
hvenær mest lömuðu og verst
settu sjúklíngarnir hér á landi fá
raunverulega inngöngu í nýjan
og betri beim, þar sem þeir fá
notið hæfileika sinna og getu svo
sem framast má verða — hvenær
— það er spurning, sem tilvera
þessa fólks leggur fyrir æðstu
ráðamenn og þjóðina í heild. Það
er sagt, að enginn keðja sé sterk-
ari en veikasti hlekkur hennar.
Því er það, að öryrkjamálih eru
þjóðmál, sem leysa verður á við-
unandi hátt sem allra fyrst.
i
Sjálfsbjargarfélagi.
Líkan aS félags- og vinnuheimili Siálfsbjargar, félags fatlaðs fólks. Bygg-
ingin er hafin, en fjárskortur tefur framkvæmdir. Fremst til hægri sést
hvar fatlaðir geta ekið bifreiðum sínum inn í bifreiðageymslu undir
húsinu, en þaðan eru lyftur upp á efd hæðir.