Tíminn - 22.09.1967, Blaðsíða 16

Tíminn - 22.09.1967, Blaðsíða 16
BEZTIDAGUR SILDVEIÐANNA 215. tbl. — Föstudagur 22. s©pt. 1967. — 51. árg. OÓ-Reykjavík, fimmtudag ltezli dagur síldarvertíðarinnai- var í gær og tilkynntu 32 skip um afla, samtals 6.305 lestir. Hafa ekki áður jafnmörg skip tilkynnl afla á einum sólarhring eða jafn- nrikið aflamagn fengist á sama tínia. Yeiðisvæðið er enn að fær ast nær landinu og er nú um 420 sjómílur austur af Langanesi. Er nu helmingi styttri siglinga leið á síldarmiðin en þegar lengst var að sækja í sumar, er síldin veiddist rétt sunnan við Sval- harða og sækja varð allt austur undir Bjarnarcyjar. En nú um tveggja sólarhringa sigling á mið in. Áigætt veður hefur verið á mið unum síðasta sólanhring og á það sinn þátt í hve góð veiðin var. Nýja síldiarleifcarskipið Ámi Friðriksson, hélt í sinn fyrsta leiðangur s. 1. sunnudag og er nú kominn á síldarmiðin fyrir norð- ausfcan landið. Leiðangursstjóri er Jakob Jakobsson. Tvö þeirra skipa sem tilkynntu afia í dag eru með síld í pækli, sem söltuð verður þegar hún berst á iand. Þau eru Akraborg EA með 900 tunnur og Gullver NK með 500 tunnur. Mörg fleiri skip eru á leið til hafna með skúfflaða síld eða ísaða sem verð ur söltuð. Héðinn ÞH kom til Raufarhafnar úr tilraunaJeiðamgri þeim sem skipið fór á vegum Síldarútvegsnefndar. Skipdð var með fuilfermi og var hiuti afl Fnamhald á bls. 15. MÚTINU FRESTAÐ Móti Framsóknarmanna I Austur-Skaftafellssýslu, sem auglýst hefur verið, frestaS af ófyrirsjáanlegum örsökum, um eina viku. VerSur mótið haldið laugardaginn 30. sept. í Sindrabæ í Höfn í Horna- firði. Myndin sýnir líkan af skipulagstiilögu þeirri, sem borgarráð hefur samþykkt fyrir Breiðholt III. Dökku húsin á miðri mynd eru skólar og fleiri borgarstofnanir. Til vinstri er röð háhýsa sem virkisveggur. Þaðan verður útsýn mikil og fögur af hæðarbrún. Handan borðsins standa Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, og Geirharður Þorsteinsson arkitekt, en lengst til hægri er Jón Þorsteinsson, formaður framkvæmdanefndar bygg- Ingaáætlanarlnnar. HVERFIÐ BREIÐHOLTIII VERÐ- UR 12 ÞÚSUND MANNA BYGGÐ SKIPULAGI ÞESS LQKIÐ I MEGINDRÁTTUM OG SAMÞYKKT í BORGARRÁÐI. BYGGINGAR HEFJIST VORIÐ 1969. RÁÐGERT AÐ AK-Reykjavík, fimmtudag. —i h.jálmsson. Geirharður gerði síð Geir Hallgrímsson, borgar an nánari grein fyrir tillögun- stjóri skýrði frá því í gær, að um. Ifann sagði, að tillit ne'ði borgarráð hefði mú samþykkt í orðið að taka til margra að- megindráttum skipulagstiilög | stæðna, svo sem landsvæðisins og ur á svæði því i Breiðholtshverf inu, sem kallast Breiðholt III, og væri þetta verk unnið í sam ráði við Framkvæmdamefnd byggingaáætlunarinnar svo- nefndu. Verður þetta hverfi með 3—4000 íbúðum og íbúa- fjöldi þess um 12 þúsund. Þarna yrði um nokkra íbúða flokka að ræða, og mundi um þriðjungur íbúanna verða í há- hýsum. Gert væri ráð fyrir því, sagði borgarstjóri, að bjóða mætti undirbúningsframkvæmd ir út í vetur og vinna að því að gera svæðið byggingahæft næsta sumar, og síðan mætti vinna að teikningu húsa og öðrum irndir búningi þannig, að byggingar gætu hafizt eigi síðar en vorið 1969. Geirharður Þorsteinsson het- ur haft yfirumsjón með þessari • skipulagsvinnu í samráði við borg arverkfræðing og skipulags- stjóra borgarinnar, en með honum hafa aðallega unnið Stef án Biömsson og Reynir Vil- landslags þess, veðurfars ofi.len 500 metrar i skóla. Þá byrftu Reynt hefði verið að miða helzt að vera í hverfinu svipað við það, að ekki yrði lengri blutfall af íbúðagerðum og stærð- vegur en 300 metrar í næstu um og íöðrum hfcutum borgar- neyzluvöruverzlt.n, og ekki lsngra * Framfaald á bls. 14. Tjaldur formlega seldur EJ-Reykjavík, fimmtudag. Nýlega var færeyska farþega skipið „Tjaldur“ formlega selt til flotamálayfirvalda í Chile SuðurAmeríku fyrir 10.6 millj- ónir danskra króna eða um 70 milljónir íslenzkra króna. Hef ur skipið undanfarin ár verið í farþegaflutningum milll Kaup- mannahafnar og Færeyja. Samningar um sölu á skipinu faafa staðið yfir nokkuð iengi. Verður skipið afhent í lok októ bermánaðar í danskri höfn. Tjaldur hóf siglingar mífcli Kaupmannahafnar og Færeyja ár Framhald á bls. 15. Þ0KAN ER ÆTTUD FRA IÐN- AÐARIÖNDUNUM í EVRÓPU FB-Reykjavík, fimmtudag. I — Þokumistur hefur ver ið yfir landinu undanfarna daga, og þótf víðar væri leitað, sagði Jónas Jakobs- son, veðurfræðingur í við- tali við blaðið í dag. Sums staðar hefur myndazt dimm þoka, aðallega þegar kóln- að hefur á nóttunni inn til landsins og eins úti á sjón- um kringum landið. Aðalþokcsvæðið var fyrir austan landið fyrir einum þrem ur dögum, en þokan hefur síð- an verið að færast smátt og smátt vestur á bóginn, og nú í dag lá þokan yfir öllu Græn- landshafi, á stóru svæði fyrir norðan land og eins á ýmsum stöðum á Vestfjörðum og á Norðurlandi. Heldur var farjð að draga úr þokunni á Austur- landi, en þar hefur verið mikil þoka, og ekki verið hægt að fljúga til Egilsstaða síðan á sunnudag vegna þokunnar, ug síðdegis í dag var hún enn svo lágt yfir, að ekki Arar talið fært að fljúga þangað. Þokumistur þetta mun vera ættað írá iðnaðarlöndum Evr- ópu, og telja veðurfræðingar það hafa verið eina fjóra til fimm daga á leiðinni frá Norð- ursjónum, en þangað hefur það borizt frá nærliggjiandi lönd- um í suðri og suðaustri. Hlýtt var í veðri víða hér- lendis í dag, tíl dæmis var 15 stiga hiti í Borgarfirði og 12 stig í Reykjavík. Þar sem þok- an var meiri var kaldara. tii dæmis 5 stig í Grímsey og 6 stig í Skagafirði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.