Alþýðublaðið - 19.11.1987, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 19.11.1987, Qupperneq 2
2 Fimmtudagur 19. nóvember 1987 MHMBUBni Útgefandi: Framkvæmdastjóri Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Umsjónarmaður Helgarblaðs: Blaöamenn: Dreifingarstjóri: Setning og umbrot: Prentun: Blaö hf. Valdimar Jóhannesson Ingólfur Margeirsson Jón Danfelsson Þorlákur Helgason Haukur Hólm, Ingibjörg Árnadóttjr, Kristján Þorvaldsson og Sigriður Þrúður Árnadóttir. Þórdís Þórisdóttir Filmur og prent, Ármúla 38. Blaðabrent hf., Siðumúla 12. Áskriftarsíminn er 681866. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakið virka daga, 60 kr. um helgar. AÐ TAKA OFAN GRÍMUNA tins og kunnugt er, hefur Jón Sigurösson viðskiptaráð- herra veitt sex íslenskum fyrirtækjum söluleyfi á frystum fiski á Bandaríkjamarkaði, og rofið þar með einokunar- verslun þeirra fyrirtækjarisa sem notið hafa sérstakrar ríkisforsjár Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokks- ins. Viðbrög formanna þessara tveggjaflokkaeru mjög at- hyglisverð. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, lýsti því yfir að það væri ókurteisi af viðskipta- ráðherra að veita leyfin. Steingrímur Hermannsson, for- maður Framsóknarflokksins, maldaði einnig í móinn en hótaði síðan hinum nýju fyrirtækjum að þau yrðu svipt söluleyfunum að þeim sex mánuðum liðnum sem leyfin ná til, en bráðlega tekur Steingrímur við allri utanríkis- verslun sem utanríkisráðherra. Þessi hótun var sett fram af utanríkisráðherra undir rós. Hann lét í það skína þegar hann kom fram í fjölmiðlum, að það tæki því ekki fyrir um- getin fyrirtæki að leggja í miklar fjárfestingar varðandi freðfisksölu á Bandaríkjamarkaði, því þau gætu beðið mikinn skell við tiltækið. Með óbeinum orðum var utan- ríkisráðherra að segja: „Það tekur þessu ekki piltar mínir, þið missið leyfin hvort sem er.“ Það er náttúrlega óþolandi yfirgangur utanríkisráðherra að hóta slíku, sérstaklega með tilliti til þess, að söluleyfi viðskiptaráðherraerfyrstaskrefið í frjálsræðisátt í sölu á íslenskum freðfiski á Bandaríkjamarkaði. Það væri enn- fremur stórpólitísk hneisa, ef Steingrímur afturkallaði söluleyfin til aðilanna sex, og snúa þar með við nútíma- legri þróun í verslunarháttum og auknu frjálsræði í versl- un. Ramakvein og hótanir forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra virðast hins vegar benda til þess að hagsmuna- gæsluflokkunum tveimur, Framsóknarflokki og Sjálf- stæðiflokki ertil þess trúandi að snúa við hjóli tímans og viðhalda einokunarverslun ef hagsmunir fjármagnseig- enda flokkanna eru annars vegar. Þetta kom til að mynda vel í Ijós í Útvegsbankamálinu svonefnda, þegar risarnir SÍSog útvegsmannahóþurinn undirhandleiðslu Kristjáns Ragnarssonar lögðust urrandi og grenjandi á viðskipta- ráðherra til skiptis og stundum báðir I senn. Forsætisráð- herrahótaði meiraaðsegjaaðslltastjórnarsamstarfinu ef bankinn yrði seldur SÍS. Það er ekki oft sem að forystu- menn tveggja stærstu stjórnmáiaflokka þjóðarinnar taka ofan grímuna og sýna hina sönnu ásjónu varðhundanna. En það erafar lærdómsríkt í hvert sinn. Þorsteinn tókofan grímunaí Útvegsbankamálinu. Steingrímurtókofan grím- una í freðfiskmálinu. Var reyndar fljótur að smella henni á aftur. Það er því ánægjulegra að fylgjast með sjálfstæðri þró- un Morgunblaðsins þegar pólitísk mál sem þessi fljóta upp á yfirborðið. Morgunblaðið birti leiðara um freðfisk- inn og söluleyfin þar sem hin nútímalegu vinnubrögð Jóns Sigurðssonar voru lofuð og auknu frelsi í verslun fagnað. Blaðið hefur sýnt að það rekur þá sjálfstæðu og skynsamlegu ritstjórnarstefnu, að leggjast ekki sjálfkrafa undir feld Sjálfstæðisflokksins. Tíminn þjösnast hins vegar í flokkshollustunni og um síðustu helgi skrifaði rit- stjóri blaðsins helgaroþnu þar sem Jón Sigurðsson við- skiptaráðherra var sagður siðlaus vegna þess að hann hefur veitt aðilunum sex söluleyfi. Þar á bæ taka menn einnig ofan grlmuna öðru hverju. ÖNNUR SJÓNARMIÐ ÞAÐ hefur farið frekar hljótt um nýjan formann Alþýðu- bandalagsins, Ólaf Ragnar Grímsson, eftir að hann vann sigur á flokkseigendafélag- inu gamla og stofnaði flokks- eigendafélagið nýja. Menn hafa verið að velta því fyrir sér hvort hann sitji nú og leggi á ráðin með nánustu samverkamönnum sínum á Þjóðviljanum. Og sennilega er það rétt, því i gær birtist leiðari í Þjóðviljanum sem bar heitið „Framsókn má ekki drepa kaupfélögin“. Þarna þykjast glöggir menn sjá grilla í hina nýju stefnu Alþýöubandalagsins; að ná undirtökunum í samvinnu- hreyfingunni. Það ættu einn- ig að vera hæg heimatökin, því hinn nýi formaður Alþýðu- bandalagsins er talsvert kunnugur innviðum sam- vinnuhreyfingarinnar og eig- endum hennar í SÍS og Fram- sóknarflokknum. En lítum á hin nýju sjónarmið Þjóðvilj- ans í samvinnumálum: „Kaupfélögin búa við lög sem eiga að tryggja að stjórn. endur þeirra séu lýðræðis- lega kjörnir. Að vísu er langt á milli hins almenna félags- manns í kaupfélagi og æðstu stjórnenda SÍS þvi að þarna blómstrar margfalt fulltrúa- lýðræði og stundum er magn viðskipta látið ráða afli at- kvæða. En engu að síður er um lýðræði að ræða og möguleika fyrir hinn almenna félaga til að láta rödd sína heyrast og það sem meira er, að hafa einhver áhrif. Þennan lýðræðislega þátt þarf samvinnuhreyfingin að efla, ekki bara með fögrum orðum í tímamótaræðum for- ystumanna heldur í öllu dag- legu starfi. Þegar fjölmenn- ustu kaupfélöQm eru neyt- endakaupfélög i þettbýli og litil kaupfélög í dreifbýli falla hvert af ööru, þá er kominn timi til að samvinnumenn at- hugi sinn gang. Þá þarf sam- vinnuhreyfingin á að halda liðsinni sem flestra félags- legra þenkjandi manna, hvaða pólitisku fylkingu sem þeir tilheyra. Þá liggur lifið á að má út samasem-merkið sem menn telja vera milli Framsóknar og samvinnu- hreyfingar." ARNMUNDUR Bachman setur fram athyglisverð sjón- armið í Morgunblaðinu í gær. Arnmundur kemst að þeirri niðurstöðu varðandi umræð- SJLí Valaskjálf Austfjarðardeild Samtaka um jafnrétti milli landshluta, SJL, hélt almennan fund I Valaskjálf, sunnudaginn 8. nóvember. Fjölmörg erindi voru flutt á fundinum og á eftir var umræða fundar- manna. í frétt frá fundinum segir að það hafi verið mál manna að þörfin fyrir þver- pólitísk samtök, á borð við SJL, væri mjög brýn. Fundar- menn voru á einu máli um þaö að nauðsynlegt sé að all ir viti það að samtökin eru ekki og hafi aldrei verið háð neinum stjórnmálaflokki. Samtökin hyggja á frekari kynningarstörf á næstunni, bæði með fundarhöldum og útgáfu timarits. Tímarit sam- takanna heitir „Útverðir" og hafa komið út þrjú tölublöð. Fundurinn samþykkti enn- fremur ályktun er lýsir furðu Ólafur Ragnar Grimsson: Vill hann ná samvinnuhreyfingunni af Framsókn? Arnmundur Bachman er þeirrar skoöunar að kvótinn hafi skapaö nýjan „útgerðaraðal." Rúnar Guðbjartsson flugstjóri setur fram sjónarmið hvað bjór- inn muni kosta. SMÁFRÉTTIR SJL á því hvernig umhyggja allra stjórnmálaflokka, sem fór svo mikið fyrir í stefnu- skrám þeirra fyrir kosningar, hafi bæði glatast og gengið þvert á fyrirheitin. Ber þar hæst nýlega fram komið frumvarp til fjárlaga 1988, þar sem niðurskurður virðist einkum bitna á undirstöðuat- vinnuvegum og ýmsum atriö- um sem miklu máli skipta fyrir landsbyggðina. Fundurinn telur það einnig brýnt að komið verði á fót lýðræðislega kjörnum lands- hlutastjórnum, til þess að koma í veg fyrir frekari hrun byggóa víða um land. Flaksandi faldar íslenski dansflokkurinn heldur þrjár sýningar núna I .nóvemberlok. Sýningin nefn- ist „Flaksandi faldar" og eru höfundar dansanna þær Hlíf una um fiskkvóta, að kvóta- kerfið hafi búið til „útgerðar- aðal“. Lítum á þessi sjónar- mið: „Fyrir alla hugsandi menn er það auðvitað alveg aug- Ijóst að kvótakerfið á sér engin fiskifræðileg rök. Hafi menn einhvern tímann haldið að svo væri er það rækilega afsannað mál. Kvótakerfið er ekki annað en úthugsuð flétta. Ekki einasta bjó kerfið til umræddan „útgerðaraðal“, heldur felur kerfið í sér því- líka mismunun innbyrðis á milli þeirra, sem gæðin hlutu, að það stenst trúlega ekki ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi eignarréttar og at- vinnuréttar. Allslags fúaraftar gerðu nú hina og þessa skussa að margmilljónerum á meðan fjöldi dugnaðar- manna í útgerð varð að þola óbærilegan niðurskurð. Kerf- ið býður upp á siðlausa mis- skiptingu á milli byggðalaga eins og fram hefur komið að undanförnu og færir einum manni, sjávarútvegsráðherra þvílík völd að enginn ein- staklingur hefur haft önnur eins hér á landi. Slíkt hefur einhvern tímann þótt gott veganesti í pólitik." RÚNAR Guðbjartsson flugstjóri hefur oft sett fram skemmtileg og frumleg sjón- armið í greinarskrifum sínum sem oftast hafa birst í Morg- unblaðinu. Fyrir utan að vera flugstjóri var Rúnar í fram- boði í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins fyrir síðustu alþing- iskosningar eins og menn kannski muna. í grein um bjórmálið sem birtist í Morg- unblaðinu í gær varpar hann fram spurningunni í fyrir- sögn: „Hvað kostar bjórinn?" Og reyndar svarar hann spurningunni sjálfur I lok greinarinnar. Lesum svörin: Að lokum langar mig að svara sjálfur þeirri spurningu sem ég kastaði fram í fyrir- sögn þessarar greinar, hvað kostar bjórinn: Hann kostar fleiri morð. Hann kostar fleiri sjálfs- morð. Hann kostar fleiri kynferð- isglæpi. Hann kostar að fleiri verða geðveikir. Hann kostar meiri örkuml og dauða vegna slysa og ölv- unaraksturs. Hann kostar fleiri drykkju- sjúka.“ Við þessa upptalningu er fáu til að bæta. Svavarsdóttir, nýr listdans- stjóri Þjóðleikhússins og hollenski danshöfundurinn Angela Linsen. Verk Hlífar heitir „Á milli þagnar" og er samið við valsastef úr ýms- um áttum. Verk Angelu nefn- ist hins vegar „Kvennahjal" og er þar dansað eftir ítalskri alþýðutónlist, söngli, Ijóða- flutningi og þögnum. Ljóð eftir Jón úr Vör er fellt eftir þessu verkL Búningareru eft- ir Sigrúnu Úlfarsdóttir en Sveinn Benediktsson annast lýsingu. Auk dansara íslenska dansflokksins dansar í sýn- ingunni María Glsladóttur. Þetta er í fyrsta skipti sem hún æfir fyrir uppfærslu með flokknum. Hún hefur annars unnið sem sólódansmær i Þýskalandi og Bandaríkjun- um. Frumsýning verður að kvöldi sunnudagsins 22. nóvember og seinni sýning- arnar tvær eru fimmtudaginn 26. nóvember og laugardag- inn 28. nóvember.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.