Alþýðublaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 19. nóvember 1987 BRAGFRÆÐI IP Þórarinn Eldjárn skrifar Æ ) ÁHERSLUATRIÐI Þættinum hefur borist bréf frá Páli Péturssyni alþingismanni, þingflokks- formanni framsóknarmanna. Þar sem þetta er fyrsta bréfiö sem hingað berst og líta má á þaö sem merka heimild um uppruna ákveöinnar þró- unar í hrynjandi íslenskrar tungu, tel ég rétt að birta þaö hér í heild: A Iþingi 5. 11. 1987. Heiðraði Þórarinn! Ég las mér til ánægju pistil þinn um hrynjandi í Alþýðublaðinu í dag. Þar talar þú um Jramsóknaráherzlur “ og lýsir eftir skýringum. Svo vill til að ég þekki sögu þessara mállýta og vil upplýsa þig um hana. Þegar ég var fyrst kosinn á Alþingi árið 1974 var Ólafur Jóhannesson foringi okk- ar framsóknarmanna. Hann hafði þau mállýti að hann lagði gjarnan höfuð- áherzluna á annað eða þriðja atkvœði orðs, þegar hann vildi hnykkja sérstaklega á eða stimpla röksemdir sínar í huga áheyrenda. Ólafur var þá einn þingmanna flokksins um þessar áherzlur, en Ólafur var mjög sterkur persónuleiki og okkar vitrastur í þingflokknum. Eg hef brageyra og veitti því athygli þegar leið á kjörtímabilið að sumir þing- manna flokksins voru farnir að apa eftir áherzlur Ólafs Jóhannessonar þegar þeir vildu vera sem vitrastir og tala af sem mestum sannfæringarkrafti, enda höfðu þeir margoft sjálfir látið sannfærast af röksemdum Olafs þar sem áherzla var á öðru eða þriðja atkvœði. Eftir lát Ólafs hefur þetta fœrst í vöxt meðal þingmanna flokksins og heyrist orðið í máli ýmissa þeirra. Þannig geta sterkir persónuleikar mótað umhverfi sitt til frambúðar. Hvaðan Ólafur hafði áherzlur sínar veit ég ekki. Þær tíðkast ekki 1 Fjótum þar sem hann var uppatinn. Virðingarfyllst Páll Pétursson E. S. Hlustaðu með mér á kratana, nú eru margir þeirra farnir að taka upp málf- ar Jóns Sigurðssonar ráðherra. P. P. Ég þakka Páli Péturssyni kærlega tilskrifið. Skýring hans er áreiðanlega rétt, svo langt sem hún nær, en reynd- ar lýtur hún aðeins að útbreiðslu fyrir- bærisins. En varðandi upprunann dettur mér I hug að hans sé ef til vill að leita í um- hugsunartækni sumra ræðumanna sem tala blaðalaust. Menn kveða þá hægt og þungt að orðunum og slíta þau gjarnan i sundur. Á meðan talfær- in eru að Ijúka hverri setningu skrepp- ur hugurinn aðeins fram í timann og undirbýr næsta skammt sem hann sendir svo talfærunum. Merkingar- áherslur hverfa þá að mestu, enda er hugurinn ekki við talfærin. Um leið og orðin slitna sundur blasir svo auðvit- að við sú hætta að áherslur fari enn frekar á flakk. Útbreiðsluskýring Páls Péturssonar á sér raunar rætur í þeirri gamalkunnu söguskoðun, að umfram allt séu það mikilmenni sem móti umhverfi sitt og gang sögunnar, en ekki öfugt. Það er því alveg Ijóst að íslenskir flokksmenn verða að hugsa vel sinn gang áður en þeir kjósa sér leiðtoga, „Eg hef brageyra og veitti því oft athygli að þegar leið á kjör- tímabilið að sumir þingmanna flokksins voru farnir að apa eftir áherzlur Ólafs Jóhannes- sonar þegar þeir vildu vera sem vitrastir og tala af sem mestum sannfæringarkrafti, “ segir Páll Pétursson þingmaður í bréfi til Þórarins Eldjárns um fram- sóknaráherslur. og hyggja vel að talanda þeirra. Enn er mönnum f fersku minni hvernig fleiðruð rödd Geirs Hallgrímssonar varðveittist I eftirmanni hans. En það sem gildir um mállýti hlýtur þá líka að gilda um ýmsa málprýði. Þannig verð- ur fróðlegt að sjá hvort vestfirska krataforingjans á eftir að verða al- mennt einkenni á íslenskum krötum. Einnig verður mér hugsað til Alþýðu- bandalagsins sem lengi hefur verið pólitískt slappt á taugum, og sá ný- lega ekki önnur ráð betri við þeim kvilla, en hið gamalkunna og leið tví- benta úrræði að „fá sér einn sterkan". Þar er á ferðinni Vestfirðingur sem ekki talar vestfirsku, aldrei hefur hann reyndar verið kallaður málhaltur, þó sumir segi aftur á móti að hann sé málefnahaltur. En ef allir alþýðubanda- lagsmenn verða á næstunni komnir með samskonar hríðskotabyssu upp í sig eins og Ólafur Ragnar, má þá bú- ast við að hjaðningavígum linni? Ætli það nú? Kannski er það hreint ekki svo vit- laust af kvennalistakonum að velja sér enga forkonu. Burtséð frá pólitískum áherslum er það meginatriði í varðveislu tungunn- ar að áherslur riðlist ekki. Þetta á ekki síst við um bundið mál þar sem hrynj- andin er einatt undir því komin að rétt sé farið með áherslur. Af reynslu veit ég þó, að ótrúlega margir leikarar og tónlistarmenn eiga erfitt með að skilja réttar áherslur í bundnu máli og eiga það til að skrumskæla brag á alla enda og kanta til að fella hann að eigin hug- smíðum eða flutningsmáta. Við verðum þó að vona að botngjarðirnar haldi. UMRÆÐA Þorsteinn Siglaugsson skrifar LOKSINS, LOKSINSI (eða þannig...) Það er að minnsta kosti afskaplega gaman að geta snúiö takkanum á út- varpinu sínu marga, marga hringi og lenda alltaf á nýrri og nýrri útvarps- stöð. Það er næstum eins og f útlönd- um. Náttúrlega ekki alveg jafn margar stöðvar, en samt. í staö þess að neyö- ast til að hlusta á afdaokað Ríkisút- varp neyða inn á okkur hundleiðinlegu menningarefni og sinfónlum gefst okkur nú kostur á að stilla á einhverja létta og skemmtilega útvarpsstöö sem spilar létt og skemmtilegt vin- sældapopp milli þess sem eldhress dagskrárgerðarmaður hringir út um allar trissur i fólk sem er svo létt og skemmtilegt að það lætur sig hafa það að upplýsa manninn um veðrið, hvað þaö hafði boröað I morgunmat og þar fram eftir götunum. Aumingja fólkið vill auðvitað vera með á nótun- um vitandi sig á hraðri leið inn I upp- lýsingaþjóöfélag framtlðarinnar. Dag- skrárgeröarmennirnir eru sælir I þeirri trú að það sem þeir gera sé einmitt það sem fólkið vill. Hér liggur kjarni málsins. Er þetta raunverulega það sem fólkið vill? Hef- ur nokkur maður raunverulegan áhuga á að hlusta á vinsældalista sem eru búnir til af einhverjum öðrum en hon- um sjálfum? Finnst einhverjum gaman að hlusta á einhvern náunga úti í bæ röfla um veðrið eða hvað hafi verið í matinn heima hjá honum? Þessum spurningum, sem og öðrum slíkum hlýt ég að svara neitandi. Einfaldlega vegna þess að það er grundvallareðli allra manna að leita upp á við en ekki nióur. Að halda áfram fremur en að standa í stað. Þegar útvarp hófst var rlkjandi meðal margra, sérstaklega mennta- manna, mun meiri bjartsýni en nú er. Sóslalismi og efnahags- og tæknileg- ar framfarir áttu sinn þátt I þessu, menn trúðu á menningarlegar- framfar- ir sem afleiðingu af hinum efnahags- legu. En hvað hefur gerst? Það hefur ger- samlega mistekist að koma af stað raunverulegum menningar- og mennt- unarframförum hjá öllum almenningi. . Það hefur mistekist svo hrapalega að jafnvel orðið menntun hefur breytt um merkingu. Hvers konar starfsþjálfun er kölluð menntun, en raunveruleg merking hugtaksins, þ.e.a.s. vlðtæk þekking og skilningur á flestum mannlegum sviðum, hefur farið I skugga allskyns prófsklrteina á mis- munandi þröngum sviðum. Þegar átti að skilgreina menninguna og mat- reiða hana handa alþýðu manna, brást spekingunum gersamlega bogalistin. Rétturinn brann I ofninum og varð að engu, eða, a. m. k. einhverju allt öðru en til var ætlast. Það er nefnilega ekki hægt að búa til menningu handa fólki. Menningin verður að koma innan frá og það hvort hún verður „há“ eða „lág“, ræðst af llfsskilyrðum þeirra sem móta hana. Raunar held ég að til að geta skapaö raunverulega menningu sem byggir á traustum grunni þurfi fólk að skapa Iffsskilyröi sln sjálft. Menning þess fólks sem eyðir ævinni I að vinna fyrir aðra I þjóöfélagi sem aörir hafa skap- að, kemst aldrei á hátt stig. Sllk menning fæðir aldrei annaö af sér en eitthvað létt og, skemmtilegt sem veit- ir hvfld frá hversdagsleikanum. Þó ég taki svona til orða er langt frá því að ég sé að predika sósíalisma. Menningarlegar draumsýnir sósíalista byggja á því að hópurinn skapi sér menningu með sameiginlegu afli sínu. Það getur hins vegar aldrei gerst. Sag- an hefur kennt okkur að þegar múgur myndast, einkenna hann alltaf lægstu hvatir sem einstaklingunum innan hans eru sameiginlegar. Það er líkt og tekiö sé ofan af þeim sem hæst standa innan hópsins, en þeir lægstu aldrei hækkaðir upp. Nei. Það eina sem getur skapað menningu eru einstaklingar og barátt- an milli þeirra, sem eflir hvern og einn til afreka. Þetta, ásamt baráttunni við náttúruöflin skapaði vestræna menn- ingu. Þetta á llka eftir að skapa þá menningu sem verður til eftir aö okkar eigin hefur lokið viö aö þróast- og falla. Þangaö til verður dagskrárgerðar- maðurinn að fá að halda áfram sinu innihaldslausa röfli og spila vonda poppmúsík fyrir þá sem hafa orðið undir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.