Alþýðublaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 19. nóvember 1987 5 BÓKMENNTIR Magnea J. Matthíasdóttir skrifar KLÁMBÆKUR" Dauðar sálir eftir Nikolaj Gogol. Þýðandi (úr dönsku) Magnús Magnússon 1950. Útg. Mál og menning 1987. 331 bls. Svefninn langi eftir Raymond Chandler. Þýöandi Guðbergur Bergsson. Útg. Uglan, íslenski kiljuklúbburinn. 237 bls. Kannski finnst einhverjum vansi að því að setja þessar tvær bækur undir sama hatt í umsögn og þá væntan- lega helst mönnum sem greina á milli Bókmennta (með stóru B-i) og annarr- ar lesningar. Engu að síður hef ég þá trú, að flestir viðurkenni að sögur Chandlers séu annað og meira en af- þreying undir svefninn og Marlowe án efa kunnari en Tsjitsjikov, enda verið festur oftar á filmu og prentaður meira og lengur en sá síðartaldi. Aðra yfirburði hefur harðjaxlinn Marlowe — hann er hreinskiptari og heiðarlegri og frá síðfræðilegu sjónarmiði því tví- mælalaust verðugri söguhetja að fjalla um. (Ég verð aftur á móti að við- urkenna að ég hafði meira gaman af Tsjitsjikov, þó hann sé ekki jafn töff i tilsvörum, en það er bara i samræmi við lífið sjálft: Hefur maður ekki alltaf meira gaman af „skúrkinum"?) Höfundur Dauðra sálna (sem er svo nálægur í verkinu að má með rétti telja hann eina persónuna) er sér fylli- lega meðvitaður um vankanta Tsjitsji- kovs. “... en samt getur (höfundur- inn) ekki fengið sig til að velja göfug- menni fyrir söguhetju. Og hann ætlar að skýra frá því, hvers vegna hann vill ekki gera það. Það er vegna þess,.að honum finnst sannarlega tími til þess kominn að lofa vesalings göfugmenn- inu að hvíla sig ofurlítið. Maður fær óbragð í munninn ein- ungis við að heyra þetta orð: göfug- menni. Þessu svokallaða göfugmenni hefur nefnilega verið breytt í hest... enda er þessi vesalingur orðinn ger- samlega útjaskaður og ekkert nema skinnið og beinin. Nei, það er sannar- lega komið mál til að beita þorparan- um fyrir vagninn." (Dauðar sálir, bls. 301—302) Og það er honum svikalaust gert. Án þess að fara útí smáatriði greinir Dauðar sálir frá innkaupaleið- angri Tsjitsjikov um Rússland keisar- ans, mönnum, mannlífi og viðhorfum. Frásögnin er dásamleg og hárbeitt og einkennist af leiftrandi smámyndum og lýsingum sögumanns, sem er síná- lægur eins og áður sagði og óar ekkert við að sletta sér frammí ef hon- um sýnist svo. Lýsingar einkenna líka sögu Marlo- wes sem sjálfur er sögumaður, sjónar- hóllinn einkaspæjarans og málfarið „töff“ eins og við var að búast. Sög- una þekkti ég að vísu áður, bæði af prenti og kvikmynd, en leiddist ekki lesturinn fyrir það. Þýðingin á Dauðum sálum þótti mér skemmtileg; hún hefur elst allvel á 37 árum. Auðvitað væri gaman að fá nýja þýðingu og þá úr frummálinu og Mál og menning hefur einmitt haft á að skipa fyrirtaks þýðanda af rússnesku, Ingibjörgu Haraldsdóttur. Texti tapar alltaf einhverju við þýðingu, hvað þá ef þýðingin er þýdd áfram. — Guðbergur Bergsson hefur væntanlega þýtt úr ensku, þó spænskuþýöingar hans séu kunnari. Mig grunar að hann hafi haft gaman af, því texti Chandlers og „töff- aramál“ er nefnilega glettilega skemmtilegt aflestrar og eflaust ekki síður glíman við að snúa „herlegheit- unum“ á íslensku. En því miður eiga þessar bækur meira sameiginlegt en skemmtilega og litríka frásögn og ágæta þýðingu. — Uglan var þarft framtak hjá Máli og menningu og átti (að mig minnir) að merkja mennt og fræði, eins og ugl- unnar er von og vísa. Nú virðist annar eiginleiki uglunnar farinn að ná undir- tökunum í útgáfu Máls og menningar, bæði uglubókum og öðrum, en þar á ég við nærsýnina. Báðar þessar bæk- ur eru morandi í stafsetningarvillum, það falla út línur og orð og stundum eru kaflar tvíteknir. Þetta veldur leiða við lestur (og það ekki bara hjá for- hertum prófarkalesurum), enda er þetta sannkölluð handvömm og hroð- virkni í vinnslu. Með nokkrum sanni mætti kalla þessar bækur „klámbæk- ur“ skv. orðabókarskýringunni klám: grófgert, illa unnið verk. Mér er hulin ráðgáta hvernig stendur á þvi að virt forlag eins og Mál og menning sendir frá sér annað eins og tel óliklegt að góður prófarkalestur hefði hækkað verð bókanna svo, að þær hefðu ekki getað fallið undir ódýra útgáfu. Skýringin hlýtur að vera einhver önn- ur, en hver sem hún er vona sé sann- arlega að þessu verði klippt í liðinn hið snarasta. Annað eins sleifarlag ætti ekki að þekkjast í útgáfu! Semsé: Bækurnar eru báðar vel þess virði aö lesa þær, útgáfan virö- ingarverð en frágangur og vinnsla fyrir neðan allar hellur. Hvernig ætli Jón Óttar færi að i stjörnugjöf við þessi skilyrði? SMÁFRÉTTIR Að breyta fjalli Bókaforlagið Svart á hvítu sendi nýverið frá sér bókina „Að breyta fjalli" eftir Stefán Jónsson. Stefán, sem var lengi fréttamaður og dag- skrárgerðarmaður á Ríkisút- varpinu, hefur sent frá sér fjöldamargar bækur þ.á m. „Jóhannes á Borg“, „Mínir menn“ og „Þér að segja“. í bókinni „Að breyta fjalli" rekur Stefán minningar sínar frá uppvaxtarárum sínum á Austur- og Norðurlandi, á ár- unum fyrir síðari heimsstyrj- öldina. í inngangskafla bókar- innar segist Stefán eingöngu hafa skrifað bernskuminning- ar sínar í þeirri mynd sem þær þyrluðust upp í huga hans. „En skáldsaga er þetta ekki, nema þá að bernska mín hafi verið það og ég þá að sáralitlu höfundur henn- ar!“ segir ennfremur. Bófar Bófar er heiti fimmtu kilj- 10% AFSLATTUR ! Bjóðum 10% afslátt á 2,5 og 3,0 metra KIMADAN mykjudælum meðan birgðir endast. HF Flatahrauni 29 220 Hafnarfirði. Sími 91-651800 unnar er Svart á hvítu hefur sent frá sér í bókaflokknum Regnborgabækur. Höfundur bókarinnarer Elmore Leon- ard og hún kemur samtimis út í kilju á íslandi og í Banda- rikjunum. Leonard hefur skrifað fjölda bóka og hann hefur getið sér orð fyrir að vera einn frumlegasti og rit- færast spennusagnahöfund- ur Bandaríkjanna í dag. Brúðarmyndir Leikritið Brúöarmyndin, eftir Guðmund Steinsson, er komin út í bók. Það er bóka- forlagið Svart á hvitu sem gefur leikritið út. Á kápu bók- arinnar segir að Brúðarmynd- in fjalli um ráðvillt nútíma- fólk. Kvikmyndatökumaður tekur upp lit fólksins og seg- ir á bókarkápu að hér sé á ferð áleitin og allt að þvi áþreifanleg hugleiðing um ábyrgð listamannsins, sjálf- birgingshátt hans og hroka andspænis veruleikanum Brúðarmyndin var frum- sýnd i Þjóðleikhúsinu 23. október sl. og er þetta ellefta leikrit Guðmundar. Leikrit hans hafa verið sýnd víða um heim m.a. á Norðurlöndun- um, Englandi, Póllandi, Frakklandi, Japan, Júgóslavíu og Bandaríkjun- um. NILFISK GS 90 hefur mótor með yfir 2000 tíma endingu á kolum = um 20 ára meðalheimilisnotkun. Þetta er einsdæmi og annað er eftir því. Nilfisk er tæknilega ósvikin, gerð til að vinna sitt verk, fljótt og vel, ár eftir ár, með lágmarks truflunum og tilkostnaði. Reynslan sannar rekstraröryggi og einstaka endingu. NILFISK /TOniX engin venjuleg ryksuga Hátúm6Asimi01 >24420 HEMLAHWTIRÍ VÖRUBÍIA • Hemlaborðar í alla vörubíla. • Hagstætt verð. • Betri ending. ®] Stilling Skeifumi 11,108 Reykjavfk Símar 31340 & 689340

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.