Alþýðublaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 19. nóvember 1987 3 FRÉTTIR KJÖT STRÍÐ- INU LOKID Kjötstriðinu virdist lokið á farsælan hátt fyrir alia aðila og án blóðsúthellinga. Sam- kvæmt niðurstöðum talning- ar sem framkvæmd var 9. nóvember að beiðni fram- kvæmdanefndar búvöru- samnings undir eftirliti lög- reglu reyndust birgðir gam- als kjöts vera 650 tonn. Samkvæmt upplýsingum Framleiðsluráðs landbúnað- arins voru kjötbirgðir í land- inu 1. september um 2200 tonn. Landsmenn hafa þvi torgað 1550 tonnum á tveim- ur mánuðum og níu dögum. Samkvæmt heimildum Al- þýðublaðsins mun horfið frá þeim ráðagerðum að kalla allt kjöt til Reykjavíkur. Það virðist því vera búið að af- sanna hinn meinta glæp. 35 YFIR Á RAUÐU Umferðarlagabrotum hefur fjölgað frá því í fyrra, sam- kvæmt könnun sem nemend- ur þriggja grunnskóla í Reykjavik framkvæmdu þann 28. okt. sl. i samráði við Um- ferðarráð og lögregluna. Hlið- stæð könnun var gerð fyrir nákvæmlega ári. Af 1878 bílum sem fóru um tiltekin svæði á einni klukku- stund, voru 738 sem ekki fóru eftir umferðarlögum. Árið ’86 voru bílarnir 1907, en brotin 580. Af þeim voru flestir sem ekki notuðu stefnuljós eða 265, en 250 stöðvuðu of framarlega viö stöðvunarlínu. Það vekur at- hygli að 35 bilar óku yfir á rauðu Ijósi á þeim þremur gatnamótum sem athugunin fór fram við. Árið ’86 voru þeir 29. 58 ökumenn virtu ekki stöðvunarskyldu, en þaö er 6 ökumönnum færra en siöasta ár. Könnun Umferðarráðs FLEIRI NOTA BÍLBELTIN Mun fleiri nota bilbelti nú en áður, og eru konur „sam- viskusamari“ en karlar í þeim efnum og virðast höfuðborg- arbúar frekar treysta beltun- um, en aðrir landsmenn. Flestir virðast vera á þeirri skoðun að helsti slysavaldur- inn sé of hraður akstur. Hagvangur framkvæmdi skoðanakönnun fyrir Umferð- arráð á timabilinu 16—25 okt. s.l. Úrtakið var 1000 manns og svöruðu 782. í könnuninni kemur fram m.a. að bilbelta- notkun eykst stöðugt. Kom í Ijós að tæp 60% sögðust nota beltin, en tæp 18% ekki. Fyrir ári síðan sögðust rúm 48% nota þau, en riflega 25% ekki. Sé hins vegar at- huguð vettvangskönnun sem Umferðarráð stóð fyrir á þessu ári kemur í Ijós að 47.7% ökumanna nota beltin. Virðist þvi sem svarendur reyni að „fegra“ bilbeltanotk- un sína i könnuninni. Fleiri höfuðborgarbúar nota beltin en aðrir lands- menn eða 65% á móti 52.6%, og virðist sem aukningin sé meiri á höfuðborgarsvæðinu. Það kom einnig I Ijós að af þeim er sögðust stundum nota belti, settu höfuðborgar- búar þau yfirleitt á sig er þeir fóru úr Reykjavlk, en fólk utan af landi setti þau hins vegar á sig er það nálgaðist borgina. Konur nota beltin frekar en karlar, eða 67.5% á móti 51.5%. Flestir töldu of hraðan akstur vera helsta slysavald- inn. Þó voru konur frekar á þeirri skoðun en karlar. Fólk utan af landi virtist hafa ákveðnari skoðun á því en höfuðbórgarfólk. Spurt var einnig um við- horf til negldra hjólbarða, og töldu 61.3% þá nauðsynlega, en 25.2% ekki. Notkun þeirra var einnig töluvert almennari úti á landi, en I Reykjavlk. Varðandi endurskinsmerki töldu langflestir almennt hugsunarleysi ástæðuna fyrir þvl að þau væru ekki notuð, en mörgum sérstaklega fólki undir 29 ára fannst þau barnaleg. Loftur Jónsson gef- ur út bók: FLOKKUR KRISTS LÖGIN HANS JÓNS MÚLA Frumraun Afmenna bókafé- lagsins í plötuútgáfu eru tvær hljómplötur, „Hinsegin blús“ og „Lög Jóns Múla Árnasonar við texta Jónasar Árnasonar.“ Öll lögin á plötu Jóns Mula og Jónasar eru vel þekkt, nema eitt „Það vaxa blóm á þaki“. Útsetningar eru eftir Eyþór Gunnarsson, Árna Scheving og Stefán S. Stefánsson. Ýmsir söngvarar syngja lög Jóns Múla þ. a. m. Bjarni Ara- son, Bubbi Morthens, Ellen Kristjánsdóttir, Magnús Eiríksson, Sif Ragnhildardótt- ir og bræðurnir Jónas og Jón Múii. Á blaðamannafundi sem aðstandendur plötunnar héldu þakkaði Jón Múli öll- um þeim sem lögðu hönd á plóginn viö að koma hljóm- plötunni út. Af því tilefni færði hann Ellenu, Sif og Bjarna Arasyni blómvendi. Hinsegin blús er jazzplata með samnefndu tríói. Það er skipað þeim Eyþóri Gunnars- syni, Tómasi R. Einarssyni og Gunnlaugi Briem. Lögin eru eftir Tómas og Eyþór. Mun bjóða fram í næstu kosningum „Hvildardagurinn, Skammt- urinn, Þjónninn = Flokkur Krists, nefnist nýútkomin bók Lofts Jónssonar. í samtali við Alþýðublaðið sagðist Loftur ekki eiga gott með að segja í stuttu máli hver væri tilgangur bókarinn- ar. Það má þó segja, sagði Loftur, að hér sé til umræðu spádómar Biblíunnar og hlut- verk okkar mannanna á jöröu, sem fer að koma í Ijós hvert er, nú bráðlega. Ennfremur væri þetta kynning á nýjum flokki. Flokki Krists, sem mun bjóða sig fram í næstu kosningum. „Annars þarf að lesa bókina til að skilja hvað við er átt,“ sagði Loftur. Bókin skiptist i þrjá hluta, fyrsti hlutinn er „Hvíldardag- urinn“ og er byggður upp á spjalli í leikritsformi, eftir Loft og svo hinum ýmsu hug- leiðingum um t. d. fáfræði, hatur og öfund. Annar hluti nefnist „Skammturinn" og er átta kaflar er Loftur kýs að kalla „Rödd meistarans". Þriðji hlutinn er kynning á Flokki Krists og er fjallað um flokkinn í sambandi við m. a. við Bibliunni og hver eru framboðs mál flokksins. Bókin, sem er 313 bls. verður ekki seld í verslunum. Fólk getur sent inn beiðni um bókina og þá verður hún send heim til viðkomandi. Þórarinn V Þórarinsson framkvœmdastjóri VSÍ: GENGISFELLING EINNIG RÆDD HJÁ VERKALÝÐSHREYFINGUNNI Fádœma slæm staða útflutningsgreinanna meginmálið Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins segir að bæði hjá verkalýðshreyfing- unni og vinnuveitendum finn- ist menn sem meti svo að starfsskilyrði útflutnings- og samkeppnisgreina verði aðeins leiðrétt með gengis- fellingu. i samtali við Alþýðublaðið í gær sagði Þórarinn ennfrem- ur að menn í sömu hópum efuðust um hvaða áhrif leiddu af gengisbreytingum, t.d. hvað varðaði laun og rekstrarkostnað. ( Alþýðublaðinu í gær var haft eftir Guðmund J. Guð- mundssyni formanni Verka- mannasambandsins að ákveðin öfl í röðum vinnuveit- enda sigtuðu á gengisfell- ingu. Þórarinn segir hins veg- ar þetta eigi við ákveðna hópa í röðum beggja. „Meg- inmálið er að rekstrarstaða útflutnings- og samkeppnis- greina, hvort sem er sjávarút- vegs eða iðnaðar, er fádæma slæm. En við höfum engar patentlausnir á þessu,“ sagði Þórarinn. Guðmundur J. hefur einnig lýst því yfir að líkur bendi til þess að fljótlega slitni upp úr viðræðum vinnuveitenda og Verkamannasambandsins. „Það getur vel farið svo,“ sagði Þórarinn aðspurðurog vildi engu þar við bæta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.