Alþýðublaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 19.11.1987, Blaðsíða 8
AUGLÝSINGAR ffTikVmrm ffikTik SÍMI 681866 MPiiIUdIííiIIiI \ HREVPILL / 68 55 22 Fimmtudagur 19. nóvember 1987 Þjóðhagshorfur 1988: VINNUVEITENDUR DRAGA RIKSVARTA MYND Vinnuveitenda- sambandið telur nauð- synlegt að ríkisstjórn- in meti sínar efna- hagsaðgerðir upp á nýtt í Ijósi gerbreyttra forsenda frá því þjóö- hagsáætlun var lögð fram í byrjun október. Vinnuveitendur hafa látið gera sérstaka álitsgerð, sem þeir kalla Þjóðhagshorfur 1988. Þar er m.a. talið að stefni í 9.2 mill- jarða króna viðskipta- halla á næsta ári, í stað 4.4 milljarða króna halla sem gert er ráð fyrir í þjóðhags- áætlun. Ennfremur er talið að vöruútflutn- ingur muni dragast saman um 4% í stað hálfrar prósentu aukn- ingar sem þjóðhagsá- ætlun gerir ráð fyrir. Ólafur Davíðsson hagfræð- ingur, framkvæmdastjóri Fé- lags íslenskra iðnrekenda, hafði umsjón með álitsgerð- inni. Ólafur segir nauðsyn- legt að ríkisstjórnin endur- meti sínar efnahagsaðgerðir, fjárlög, lánsfjárlög og aðrar aðgerðir í efnahagsmálum. Hann segir að breyttar for- sendur í efnahagsmálunum kalli m.a. á að fjárlög verði ekki bara hallalaus, heldur skili afgangi. I forsendum álitsgerðar vinnuveitendasambandsins er gert ráö fyrir að dragi úr þorskafla og hann verði um 345 þúsund tonn á næsta ári. Hingað til hefur verið talað um 390 þúsund tonna afla en stjórnvöld hafa enn ekki tek- ið ákvörðun. Framkvæmda- stjóri Vinnuveitendasam- bandsins sagði að þessi spá um heildarafla væri m.a. byggð á skoðunum manna innan raða VSI. Samtals mundi þetta fela í sér um 6% samdrátt sjávarafurðafram- leiðslu, en í þjóðhagsáætlun fyrir áriö 1988 er gert ráö fyrir óbreyttri framleiðslu. Niður- staðan yrði sú að vöruútflutn- ingur dragist saman um rúm- lega 4%, en í þjóðhagsáætl- un var gert ráð fyrir 1/2% aukningu. í þjóðhagshorfum vinnu- veitenda er talið aö ekki verði unnt að búast við veröhækk- unum á Bandaríkjamarkaöi og vitnað til sölusamtakanna um það að teljast megi gott ef hægt verði að halda núver- andi verði. Ennfremur er talið að verð muni ekki hækka á Evrópumarkaði. Þessar álykt- anir eru m.a. dregnar af efna- hagsástandinu í Bandaríkjun- um. Miðað við núverandi gengi dollars er talið að við- skiptakjör geti orðið 2-3% lakari á næsta ári en á þessu ári. Miðað er við 2% rýrnun viðskiptakjara á árinu. Gert er ráð fyrir að kaup- máttur verði svipaður og á þessu ári og því er talið að einkaneysla verði í samræmi við fólksfjölgun, 1%. Talið er UPP að samneysla verði svipuð og þjóðhagsáætlun gerði ráð fyrir, 2%. Talið er að þjóðar- útgjöld geti þv( aukist um 11/2% á næsta ári. Miðað við þessa aukningu þjóðarútgjalda, 18% verð- bólgu og fast gengi er taliö að vöruskiptin snúist úr 1400 milljóna króna afgangi á ár- inu 1987 í 4700 milljóna króna halla á árinu 1988. Talið er að þessi halli geti jafnvel orðið mun meiri, vegna þess að hallinn á þessu ári verði óhagstæðari en áður var ætl- að. I heild er gert ráð fyrir að viðskiptahallinn á næsta ári verði 9.2 milljarðar króna en í þjóðhagsáætlun var gert ráð fyrir 4.4 milljarða halla. Hall- inn yröi þá nær 4% af lands- framleiðslu í stað 1.2% á þessu ári. NÚ KEMUR STAÐGREIÐSLAN Sæmileg samstaða náðist í milliþinganefndinni sem nú hefur skilað áliti um stað- greiðslukerfi skatta. Senni- lega má því vænta þess að ný lög um staðgreiðsluna og síðan framkvæmd þeirra verði í svipuðu formi og nefndin hefur nú hugsað sér. Miðað við hinn skamma starfstíma nefndarinnar er álit hennar talsvert plagg eða rífar 30 síður þegar allt er talið. Svo mikið er vlst að áhyggjur flestra landsmanna af uppsöfnuðum sköttum til- heyra liðinni tíð. Staðgreiðsl- an gengur í gildi um áramót og fyrir lang flesta þýðir það að þau laun sem þeir fá f hendurnar eru peningar sem leyfilegt er aö eyða, án þess aö hafa áhyggjur af því hversu mikið kunni að til- heyra ríkinu. Þetta er þó ekki algilt, því þeir sem stunda sjálfstæöan atvinnurekstur í eigin nafni þurfa eftir sem áður að greiða skatta eftir á. í nýju lögunum verður að vísu heimild til þess að þessir aðilar geti staðgreitt skatt- ana sína samkvæmt fyrirfram gerðri tekjuáætlun, en milli- þinganefndin leggur ekki til að það verði unnt fyrr en á ár- inu 1989. Algengur skattur: 10—15 þúsund Samkvæmt reikningsdæm- um sem milliþingan'efndin leggur fram með áliti slnu virðist sem 10—15 þúsund krónur verði algengasti skattafrádráttur á mánuði. Einhleypingur með um 70 þúsund króna mánaðarlaun, mun samkvæmt þessu þurfa aö borga rétt innan við 10 þúsund á mánuði I skatt og ætti þvl eftir áramót að fá rétt um 60 þúsund skrifuð á launatékkann. Hjón sem samtals hafa um 130 þúsund á mánuði munu samkvæmt öðru dæmi nefndarinnar, greiða samtals riflega 15 þúsund á mánuði. I þessu dæmi er reiknað með að tekjurnar skiptist þannig að annað hjónanna hafi 80 þúsund I mánaöarlaun en hitt 50 þúsund. Að reikna skattana sína í megindráttum, er ekki sér- staklega flókið mál, I nýja kerfinu. Nefndin leggur til að svonefnt skatthlutfall verði 34.75% og persónuafsláttur kringum 180 þúsund krónur á ári, eða um 15 þúsund á mánuði. Skatturinn reiknast einfald- lega þannig að fyrst er reikn- aöur skattur samkvæmt skattahlutfalli af mánaöar- laununum og skattafsláttur- inn slðan dreginn frá útkom- unni. Það sem eftir stendur er skattur sem hið opinbera fær f sinn hlut. Málið flækist að vfsu nokk- uð þegar börn koma til sög- unnar. Barnabætur munu, ef tillögur nefndarinnar verða samþykktar greiöast fyrirfram á þriggja mánaða fresti, en þessar bætur hafa verið greiddar eftir á. Barnafólk mun því væntanlega fá glaöningu I janúar þegar barnabætur verða tvöfaldar. Barnabæturnar vega auðvitað nokkuð á móti skattgreiðsl- um foreldra, en þar sem þær greiðast út, munu þær ekki hafa bein áhrif á launafrá- dráttinn. Spurningarmerki við útsvarið Sem kunnugt er hefur Jóhanna Sigurðardóttir, fé- lagsmálaráðherra tekið sér frest til að ákveða útsvars- prósentuna fyrir næsta ár, en lögin gera ráö fyrir að þessi ákvörðun liggi.fyrir um miðj- an nóvember. í áliti nefndar- innar er reiknaö meö þvl aö þessi tala verði 6.25% og það er sú tala sem notuðu er við útreikning I dæmum nefndarinnar. Sveitarfélög in hafa hins vegar dregið I efa að þessi upphæð dugi til að tryggja þeim óbreytta tekjustofna og hafa I staðinn sett fram kröfu um 7.5% útsvar. Ef svo færi aö félagsmálaráðherra féllist á þessi tilmæli yrði annaö tveggja að gerast að rlkiö lækki sinn hluta af skattbyrð- inni, eða skattarnir hækki sem þessu nemur. Hvað flesta venjulega launþega áhrærir hefði það þau áhrif að skatturinn hækkaði sem svarar 1.25% af tekjum, þ.e. um 125 krónur af hverjum 10 þúsundum á mánuði. Misgengishópurinn skilinn eftir Sá hópur fólks sem harð- ast varð úti á misgengisárun- um fær ekki mikið bitastætt út úr umfjöllun nefndarinnar, eins og þó hafði verið gert ráð fyrir. Nefndin komst að þeirri niöurstöðu að „mörg og alvarleg tormerki" væru á þvl að leysa vanda þessa fólks með skattalegum að- ferðum og vlsar þvl mis- gengishópnum frá sér að mestu leyti. Sú undantekning er reynd- ar á þessari afstöðu nefndar- innar að hún mælir með þvl aö svonefnt afsláttarhlutfall vaxta I vaxtaafsláttarútreikn- ingi vegna húsnæðiskaupa, hækki úr 30% I 40%. Þennan vaxtaafslátt er hægt að fá I sex ár og I nefndinni komu fram hugmyndir um að lengja þennan tíma I tíu ár, eða jafn- vel að afnema tímatakmark- anir. Þetta sjónarmið mætti hins vegar sterkri andstöðu I nefndinni. • Veðrið Noröan og norðvestan átt, víðast stinningskaldi. Él um norðanvert landið en þurrt og víða bjart syðra. Hiti á bilinu 0-5 stig. • Brandari dagsins — Hvað segirðu mér af honum frænda þínum? Var hann ekki að sækja um vinnu í ráðuneytinu? Hvað gerir hann núna? — Ekkert. Hann fékk vinnuna. 17. Nóvember 1987 Bandarikjadollar Sterlingspund Kanadadollar Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Finnskt mark Franskur franki Belgiskur franki Svissn. franki Holl. gyllini Vesturþýskt mark itölsk llra Austurr. sch. Portúg. escudo Spanskur peseti Japanskt yen 37,270 37,390 65,418 65,629 28,309 28,400 5,6977 5,7160 5,8076 5,8263 6,1038 6,1235 8,9624 8,9912 6,4944 6,5154 1,0497 1,0531 26,7687 26,8548 19,4927 19,5554 21,9494 22,0200 0,02995 0,03004 3,1195 3,1295 0,2717 0,2725 0,3260 0,3271 58,449 58,637 • Ljósvakapunktar •RUV Kastljós, kl. 20.35. Þáttur um innlend málefni I um- sjón Gunnars Kvaran. • Rás 1 Torgiö kl. 18.03. Þórir Jökull Þorsteinsson fjallar um at- vinnumál — þróun, ný- sköpun. • Rás 2 Niöur í kjölinn. Skúli Helga- son fjallar um hina ýmsu tónlistarmenn I tali og tón- um. • Stjarnan Kl. 21.00. Örn Petersen tek- ur á málum líðandi stundar. Hann fær til sín gesti og hlustendur geta lagt orð I belg. MHHH

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.