Alþýðublaðið - 28.11.1987, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 28.11.1987, Qupperneq 4
4 Laugardagur 28. nóvember 1987 Stefán Valgeirsson, alþingismaður: ÞEIR KALLA ÞETTA FYRIRGREIÐSLU en hafa ekki dug sjálfir eða skilning „Ég er ekkert ánœgður að vera kominn út úr Framsókn. Ég hefði verið ánœgðari, ef Fram- sóknarflokkurinn hefði haldið sinni upphaflegu stefnu. Eg er framsóknarmaður eins og hann var fyrir einum ÉO árum, en ég er ekki framsóknar- maður eins og flokkurinn er í dag... “ Sá sem mœlir er Stefán Valgeirsson, alþingis- maður. I tvo áratugi var Stefán alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn í Norðurlandskjördœmi é.ystra, en við uppstillingu fyrir síðustu kosningar var honum ekki œtlað sœti á framboðslista Fram- sóknar. Hann varð síðan efstur á lista „Samtaka jafnréttis og félagshyggjuog hlaut kosningu með glœsibrag. Þeir menn eru vesalingar Stefán Valgeirsson hefur verið kaliaður „fyrirgreiðslu- pólitíkus“. Er hann það ? „Ef þjóðfélagið væri þannig aö lífsaðstaða væri svipuð i landinu, væri hægt að kasta steinum í þá sem eru að reyna aö hjálpa öðrum. Þeir menn eru vesa- lingar, sem hlusta ekki á, þegar fyrirtæki, einstaklingar eða sveitarfélög koma með mál sem eru lífsnauðsynleg fyrir byggðarlagið. „Fyrir- greiðslu“ kalla margir þetta, en þeir hafa ekki dug sjálfir eða skilning á þjóðfélaginu sem þeir vinna í. Það er auðvitað vandi að vega og meta hvað er skyn- samlegt og hvað ekki, og ég hef aldeilis orðið var viö það. Ég hef fengið ákúrur fyrir að hjálpa. Reynslan sýnir hins vegar að ég hef oftast haft rétt fyrir mér og gæti í þvi sambandi nefnt Raufarhöfn, Þórshöfn og fleiri staði. Oft á tíðum skiptir þetta sköpum. Við verðum að hegða okkur eftir þjóðfélags- aðstæðum og þær bjóða okkur að styðja við byggðar- lögin.“ Er þetta sœmandi nokkurri þjóð? „Ég vil að aðstæður séu sem líkastar hvar sem er í landinu. Ég vil ekki að maður sem býr á köldu svæði, borgi . 5 sinnum meira en hinn sem er með ódýrustu hitaveituna. Ég vil ekki að vöruverð sé miklu hærra á landsbyggð- inni - og söluskattur lagður á flutninginn til að auka enn muninn. Jafnaðarmenn í Svíþjóð reyna að koma mál- um þannig fyrir að aðstaða manna hvar sem er i Svíþjóð sé svipuð. Að þessu leyti er ég í eðli minu sænskur jafn- aðarmaður. Það er þjóðinni til skamm- ar að bjóða fólki 30 þúsund króna mánaðarlaun. Það eru fleiri en menn vilja vera láta sem hafa aðeins dagvinnu- laun og ekkert annað. Það getur hver og einn litið í eig- inn barm og spurt sig hvort fólk komist af á þessum tekj- um, ef það sama fólk skuldar eitthvað eða þarf að borga húsaleigu. Slíkt er útilokað. Enda er margt af þessu fólki í þrældómi. Það vinnur tvö- falda vinnu til að komast af. Er þetta sæmandi nokkurri þjóð? Og svo er það stór hópur sem veit ekki hvernig hann á að láta og eys peningum á báða bóga, fer margar ferðir til útlanda á hverju ári - en skatturinn er ekki í samræmi við lífernið." Það verður stofnaður flokkur „Það var fyrir einum 7 eða 8 árum, að ég sagði í þing- flokki Framsóknar, að yrði landsbyggðarfólkið sett hjá eins og hefði verið til lengri tíma, þá hlyti að koma að því að það yrði uppstokkun í öll- um stjórnmálaflokkunum. Og ég sé ekki annað en að sú stund sé að renna upp. Ég er alveg sannfærður um að það verður stofnaður flokkur. Það er ekki spurning, hvort það verður, heldur hvenær. Spurn- ing er hvort það verður fyrir næstu kosningar eða hvort það líður lengri tími. Þetta yrði flokkur fyrir landsbyggð- Viötal: Þorlákur Helgason „Því miður er Framsóknarflokkurinn að verða borgaraflokkur eins og Sjálfstœðisflokkurinn. “ Myndin er af Stefáni' í hópi þingmanna í Framsókn. ina og lágtekjufólk, því að á þessu fólki er níðst í dag. Ég vona að það fólk, sem verður útundan í þjóðfélag- inu, hafi manndóm í sér og rísi upp og sameinist . Jafn- vel þó að það séu skiptar skoðanir um ýmis mál, þá hlýtur að vera aðalmálið að jafna aðstöðuna og kjörin í landinu. Fólk talar við mig úr öllum kjördæmum og úr öllum flokkum. Ég get nefnt sem dæmi að 30-40 manns hafa hringt í mig af Vestfjörðum einum saman. Það spyr hvort ekki sé hægt að taka öðru- vísi á málum en rlkisstjórnin gerir. Fólk spyr hvort Samtökin geti ekki boðið fram alls staðar. Ég hef svarað þvl að við bjóðum ekki fram í öðru kjördæmi en okkar. Hitt hefur ekkert verið rætt, hef ég sagt þessu fólki, að við yrðum í einhvers konar tengslum við önnur kjördæmi, ef samstaða væri nógu mikil að bjóða fram.“ Tilbúinn í allt „Mér hefur orðið litið ágengt í Framsóknarflokkn- um. Og við sjáum hvað er að gerast núna. Flokkurinn hugsar mest um þéttbýlið við Faxaflóa og er að keppa um fylgið þar, en athugar það ekki, að um leið glatar hann trausti landsbyggðarmanna. Það er spurt hvert það fólk halli sér, sem hverfur frá stuðningi við Framsókn. Áhuginn á stofnun stjórn- málaflokks segir sína sögu. Ef ég hefði trú á að sá flokk- ur gæti bætt mannlifió fyrst og fremst fyrir þá sem verst eru settir, þá er ég sjálfur til- búinn í allt. Eins og þetta blasir við okkar fólki, að Framsókn er að yfirgefa sína stefnu, hljóta aðrir að taka upp merkið, sem er fallið hjá forystu flokksins." í framboð fyrir Samtökin „Það var fólkið sjálft sem reis upp og sagöi að ég mætti ekki skorast undan

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.