Alþýðublaðið - 28.11.1987, Síða 7

Alþýðublaðið - 28.11.1987, Síða 7
Laugardagur 28. nóvember 1987 7 ÞINGMÁL Þingmenn úr öllum flokk- um vilja láta kanna launa- vinnu framhaldsskólanema. í greinargerð segja flutnings- menn að skyndikannanir i 'framhaldsskólum bendi til þess að vinnuvika framhalds- skólanema sé löng í dag. Ef nemandi vinnur 70 tíma á viku í skólaog í launavinnu með námi, hljóti eitthvað að láta undan. Þá vill það oft verða námið, telja flutnings- menn. „Stundum flosna þessir einstaklingar upp frá námi, en oftast verða afleiðingarnar þær að námið tekur lengri tíma en ella þyrfti, mikið verður um endurtekna áfanga eða að nemendur rétt ná að skríða i gegnum próf og koma því illa undirbúnir til náms í öðrum skólum eða til starfa á öðrum vettvandi. Ef til vill má skoða slakan árangur á fyrsta ári í Háskóla íslands að einhverju leyti í Ijósi þessara staðreynda. Leiða má getum að því hverjar séu helstu orsakir þessarar þróunar. Það er t. d. nokkuð augljóst að mat sam- félagsins á menntun hefur áhrif á viðhorf ungs fólks. Menntun er heldur lítils met- in til launa og í seinni tíð hef- ur lítiö farið fyrir umræðum um lífsfyllingu í starfi, heldur er gildi þessa fyrst og fremst mælt í krónum." Vextir af lánum vegna flug- stöðvar Leifs Eiríkssonar eru áætlaðir um hálf milljón á dag. Þetta kemur m. a. fram í svari utanríkisráðherra vegna fyrirspurnar Ólafs Ragnars Grímssonar. Leiga fyrirtækja í flugstöðinni er miðuð við hlutfall af byggingarkostnaði. Auk húsaleigu greiða fyrir- tækin vióhald og taka þátt í sameinginlegum kostnaði. Talið er að um helmingur allra námsmanna á íslandi sem taka lán hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna búi í leiguhúsnæði. Fæstir búa á stúdentagörðum eða í sam- bærilegu húsnæði. Fimm framsóknarþingmenn hafa lagt fram tillögu til þings- ályktunar um stofnun bygg- ingarsjóðs námsmanna, til þess að komið verði á fastri skipan húsnæðismála náms- manna í framtíðinni ... Mengunareftirlit á Keflavík- urflugvelli er að mestu fólgiö í eftirliti með teikningum af nýjum mannvirkjum! Mann- fæð háir því að nákvæmar sé fylgst með menguninni á vellinum. Heilbrigðiseftirlitið hefur ekki kannað ástand eldri mannvirkja „enda eru ekki til nothæfar reglur eöa staðlar um gerð eldsneytis- mannvikja hér á landi.“ Svo segir í svari utanríkisráðherra við fyrirspurnum um mengun af völdum olíuleka. Fjölbrautaskólinn við Ármúla sími 84022 Innritun fyrir vorönn 1988 lýkur föstudaginn 11. desember. Skrifstofa skólans er opin frá kl. 08.00—16.00 og veitir allar nánari upplýsingar um námsbrautir og námstilhögun. Skólastarf vorannar hefst þriðjudaginn 5. janúar kl. 11.00. Skólameistari ORÐSENDING TIL EIGENDA SUMARBÚSTAÐA á orkuveitusvæði Rafmagnsveitna ríkisins Þeir eigendur sumarhúsa, sem hug hafa á að fá heimtaug frá RARIK næsta sumar, eru eindregiö hvattir til aö leggja inn umsóknir sem fyr st ogkynna sér jafnframt þær reglursem í gildi eru varðandi af- greiðslu slíkra heimtauga. Nú er verið undirbúa efniskaup fyrir framkvæmdir ársins 1988 og því ermikilvægt að umsóknir liggi fyr- ir hið fyrsta. Umsóknareyðublöð og allar frekari upplýsingar eru veittar á afgreiðslustöðum RARIK, í Reykjavík að Laugavegi 118 og á svæðiskrifstofum og útibúum um land allt. Rafmagnsveitur rikisins ^G»«*ieh kúplin9s' ntankur t demParar'al 'V/ndCru iser- ndCruiseb patr^l___. paímagnss fióthio' A14RT Vatnagöröuml4 Sími 83188

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.