Alþýðublaðið - 28.11.1987, Page 10

Alþýðublaðið - 28.11.1987, Page 10
10 Laugardagur 28. nóvember 1987 SKOTMARKIÐ Viðtal: Kristján Þorvaldsson Guðjóti B. Ólafsson forstjóri Sambandsins: SÍS 0G FRAMSÓKN OFT SAMMÁLA — Hefur Sambandið breytt um svip með nýjum forstjóra? „Ég er ekki besti maður til að svara því.“ — Sumum hefur þótt þú sýna refskap í umleitunum vegna flutninga höfuðstöðva SÍS. Er það kannski merki um nýjan stíl? „Ef menn halda það, þá held ég að það sé rangt.“ — Bæjaryfirvöld í Kópa- vogi virðast hafa staðið i þeirri meiningu að þið flyttuð þangað. Svo er a. m. k. að skilja á orðum bæjarstjórans. Það virðist sem þið hafið ekki komið heiðarlega fram í málinu? „Ég á satt að segja ekki von á því að bæjarstjórinn hafi sagt þetta. Við sögðum það strax við bæjaryfirvöld í Kópavogi, að við gætum ekki sagt nákvæmlega fyrir um það hvernig Smárahvamms- lóðin yrði nýtt. Þegar málið kom upphaflega á dagskrá, þá var ekki fyrir séð hvernig Sambandið myndi leysa sín hu'ínæðismál. Ég tel þvi að viö nöfum skýrt það mjög ítarlega fyrir bæjarstjórn og bæjarstjóra í Kópvogi hvernig þessi mál þróuðust. Það var aldrei gerð nein tilraun til að fela neitt fyrir fólki eða segja því rangt til og ég á ekki von á því að neinn ábyrgur maður í Kópavogi haldi öðru fram.“ — Það hlýtur að hafa skipt máli í þessum þreifing- um ykkar, að Mikligarður skyfdi allt í einu fá 10 ára blessun borgarstjórans? „Mikligaröur kom ekkert inn í þessa mynd.“ — Veröa tengslin á milli Framsóknar og Sambandsins rofin á næstunni. „Ég held að það hafi aldrei verið nein opinber tengsl á milli Sambandsins og Fram- sóknar. En það er ekkert launungarmál, og hefur stundum verið sagt, að skoð- anir manna hafi oft farið saman. Þetta eru og hafa ver- ið menn sem hafa stutt sam- vinnurekstur og ég vona að svo verði áfrarn." — Er ekki óæskilegt, ef taka á ykkur alvarlega i við- skiptalifinu, að þessi tengsl skuli vera svona áberandi? „í fyrsta lagi veit ég ekki hvort þessi tengsl eru neitt áberandi og I öðru lagi þá held ég að allir sem eru í við- skiptalífinu hafi einhverjar pólitískar skoðanir. Hvar menn eru I flokki hefur því engin afgerandi áhrif á gang mála I viðskiptunum." — Hvernig er fjárhags- stuðningi ykkar háttað við Framsóknarflokkinn? „Viö auglýsum í þeirra blöðum eins og við gerum reyndar I öðrum blöðum. Þessi stuðningur er því ekki á neinn hátt öðruvísi en við aðra flokka eða útgáfu í land- inu." — Það er ekki sýnt að Tíminn hafi meiri útbreiðsiu en önnur blöð, samt sem áður er oft meirihluti auglýs- inga í blaðinu frá ykkur. Er þetta ekki ósmekkfegt? „Ég hef satt að segja ekki mælt þetta og skipti mér ekki af því hvert auglýsingar Sambandsins lenda, I blöð og ióra fjölmiðla. Ef að þetta e • ett hjá þér, þá qæti hucs- . i leg skýring verið sú,að Ureiiing I imans er KannsKi fyrst og fremst út um lands- byggðina og að menn geri þá ráð fyrir því að ná til ákveð- inna hópa. En þetta á að vera mat þeirra manna sem sjá um auglýsingar fyrir Sam- bandið og þeir eru margir. Ég verð því að gera ráð fyrir að þeir sýni bestu dómgreind þegar þeir auglýsa." — Ér ekki mótsagnakennt af þér að mæla gegn fjölgun söluleyfa á freðfiski á Banda- ríkjamarkaði um leið og þú tafar um frjálsa samkeppni og segir markmiðið að gera SIS betur í stakk búið til að mæta samkeppni? „Nei. Það er ekkert mót- sagnakennt við það. Ég hef sagt okkar markmið vera að gera a. m. k. eins vel og helst heldur betur en okkar keppi- nautar. Málið í Bandrlkjunum er hins vegar miklu stærra mál og á ekkert skylt við slagorð, léttúð eða neina samkeppni um það hver geti orðið vinsælastur með sínar skoðanir. Málið í Bandrikjun- um stendur hvorki meira né minna en um það, að þar eru tvö frjáls sölusamtök búin að vinna upp gæðaorð fyrir ís- lenska vöru með áratuga starfsemi sinni og gífurleg- um tilkostnaði. Það eru ekki bara við heldur einnig keppi- nautar okkar sem halda því fram, að ekki hafi nokkur önnur þjóð byggt upp jafn sterka stöðu varðandi sölu fiskafurða i Bandaríkjunum. Fjölgun söluleyfa er því spurning um hvort verið sé að vega að þessari markaðs- starfsemi og verksmiðjustarf- semi, sem er fyrir hendi. Hvort verið sé að hverfa frá þessu kerfi og fara yfir í fyrir- komulag sem hefur t. d. hvorki reynst Kandamönnum eöa Dönum sterkt eða gott í gegnum árin. Þetta er þvl uppgjör á milli tveggja ger- samlegra ólíkra stefna og ég held því fram að menn eigi að hugsa sig mjög alvarlega um áður en þeir taka það skref að velja nýjar aðferðir umfram þær sem hafa reynst okkur svo vel í gegnum ára- tugina." — Þessi góöa reynsla rétt- lætir sem sagt einokunina? „Þetta er ekki einokun. Þetta eru tvö frjáls samtök og þar að auki er nú þriðja fyrirtækið. í gegnum árin hafa einnig leyfi verið veitt til ýmissa aðila, og það væri út af fyrir sig ekkert rangt að skoða árangurinn af þeirri starfsemi." — Hver veröur næsti leik- ur í Útvegsbankamálinu? „Næsti leikurer I höndum viðskiptaráðherra og ríkis- stjórnar.“ — Langar ykkur ennþá i bankann? „Við höfum ekki breytt þeirri skoðun okkar að það væri skynsamlegt og hag- kvæmt að fækka bankastofn- unum og stækka í landinu. Við viljum taka þátt í því með því að sameina Samvinnu- bankann öðrum banka og skapa stærri heiId.“ — Eru einhverjar raunveru- legar samningarviðræöur í gangi núna á bak viö tjöldin? „Það eru engar viðræður í gangi." — Þiö hafiö sagt aö það hafi veriö brotið á ykkur meö því að láta ykkur ekki hafa Útvegsbankann strax. En hvers vegna hafið þiö þá ekki leitaö lagalegra leiða? „Þaö er kannski erfitt að segja afhverju, en þetta varð okkar niðurstaða. Við erum reyndar enn að vonast til þess að hægt verið að finna skynsamlega lausn á þessu í gegnum samningaleið, án þess að þurfa að sækja rétt í gegnum dómstólana.“ — Er Búnaðarbankinn enn inni i myndinni? „Hann er það ekki fyrr en Alþingi hefur sett hann inn í myndina." — Telur þú aö Sambandið hafi einhverjum skyldum að gegna gagnvart bændum á Svalbarðseyri sem eru að missa eigur sínar vegna þess aö þeir gengu í ábyrgð fyrir skuldum kaupfélagsins? „Menn mega ekki misskilja hlutverk aðila innan sam- vinnuhreyfingarinnar. Kaupfé- lögin eru sjálfstæð félög, hvert á sfnum stað. Þau, þeirra stjórnarmenn og starfsmenn, taka sjálfstæðar ákvaröanir. Sambandið er ábyrgt fyrir sínum aðgerðum og viðkomandi kaupfélög eru ábyrg fyrir sínum. Ef eitthvað verður gert af hálfu Sam- bandsins í þessu, þá verður það að skoðast mjög vand- lega, því þetta er m. a. spurn- ing um lagalegan rétt og heimild. Þetta er hefur ekki á mínu valdi. Þetta er ákvörð- unar efni fyrir stjórn Sam- bandsins, en ekki einstaka starfsmenn." — Ertu á móti því aö sett verði skýrari lög um hringa- myndun? „Ég hef ekki sett mig sér- staklega inn í þá hluti. En það er náttúrlega algjör fá- sinna að tala um hringa- myndun í sambandi við Kaupfélögin og Sambandið. Ég sé reyndar margt sem er meira vandamál í þessu landi, en að fyrirtæki séu of stór.“ Guðjón B. Ólafsson: „Það var aldrei gerð nein tilraun til þess að fela neitt fyrir fólki eða segja.því rangt til. Ég á heldur ekki von á þvi að neinn ábyrgur maöur i Kópavogi haldi ööru fram.“ — Hefur kaffibaunamálið skaðað ímynd Sambandsins? „Ég býst við að umtal um það mál á sínum tíma hafi skaðao ímynd Sambandsins. Hitt er annað mál að ég er ekkert viss um að búið sé að segja síðasta orð í því máli. Því er ekki ennþá lokið fyrir dómstólunum." — Kemur kaupfélögunum til með að fækka á næst- unni? „Já, ég býst við því. Kaup- félögin eru I dag 36, en þegar þau voru flest voru þau 62. Því miður hafa kaupfélög orð- ið gjaldþrota og helst úr lest- inni af þeim sökum. En sem betur fer eru líka merki þess að kaupfélög eru farin að ræða um hugsanlega sam- einingu. Ég vona vissulega, að hluti af fækkuninni sem hugsanlega er framundan verði vegna þess að kaupfé- lög sameinast af frjálsum vilja, að þau sjái í því meiri hagkvæmni og möguleika á að standa sig I samkeppn- inni.“ — Hverjir eiga SÍS? „Kaupfélögin eiga Sam- bandið." — Hverjir eiga þá SÍS ef öll kaupfélögin i landinu fara á hausinn? „Ef svo illa færi en Sam- bandið stæði samt, þá væri Sambandið nánast eins og sjálfseignastofnun. Ef að t. d. kaupfélag hættir starfsemi á ákveðnum stað og á eignir, þá verða þær eignir kyrrar á viðkomandi stað. Þær myndu í raun og veru tilheyra þeim íbúum staðarins, sem slðar vildu mynda nýtt samvinnu- félag gg hefja rekstur." — í viðtaíi í Alþýðublaðinu snemma á þessu ári sagðir þú ýmis merki þess, að fara þyrfti varlega í rekstri fyrir- tækja á næstunni, m. a. vegna þess að ýmsir spáðu kreppu í heimsviðskiptunum. Hvaö áttu við? „Ég hafði séð ýmsa spá- dóma í þá átt. Menn höfðu m. a. áhyggjur af miklum greiðsluhalla Bandaríkjanna og halla á fjárlögum þar í landi. Það hefur stundum ver- ið sagt að þegar Bandaríkin hósti fái Evrópa kvef. Síðan ég sagði þetta, þá eru kannski því miður meiri líkur á þessari þróun. Það er t. d. vitað mál núna að stór fyrir- tæki I Bandaríkjunum, eitt af öðru, eru að boða niðurskurð í mannahaldi og starfsemi sinni yfirleitt vegna þess uð þau óttast minnkandi eftir - spurnar í kjölfar svarta mánu- dagsins þegar verðbréfin féllu. Það eru þvf ýmis teikn á loft að það verði frekar samdráttur I heimsviðskipt- unum, a. m. k. á næsta ári.” — Er ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar vond eða góð? „Ég held að engin ríkis- stjórn sé alfarið vond eða góð. Það sem ég hef mestar áhyggjur af I dag er það ástand sem skapast hefur veona mikillar þenslu á síðustu mánuðum — þenslu sem er umfram verömætasköpun þjóðfélagsins og hefur aö sjálfsögðu endað í greiðslu- halla rlkissjóðs og vaxandi viðskiptahalla. Það er heldur engin spurning um það, að þær ráðstafanir sem endan- lega verður gripið til, til þess að sporna gegn þessari þróun, munu leiða af sér mjög mikil vandamál. Þegar eru komnir fram miklir erfið- leikar sem þeir menn sjá sem standa I daglegum rekstri. Þvl miður verð ég að segja það, að ef ekki verður gripið í taumana og spornað gegn þessari þróun mjög bráðlega, þá er ég ansi smeykur um að ýmis fyrirtæki lendi í mjög alvarlegum vanda.“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.