Alþýðublaðið - 28.11.1987, Page 11

Alþýðublaðið - 28.11.1987, Page 11
Laugardagur 28. nóvember 1987 11 Fyrir nokkrum dögum var ég í Svíþjóð og gerði þar stuttan stans. Flest var eins og áður, fjölmiðlar voru enn að velta fyrir sér Palme-morðinu og al- menningur gekk um með þján- ingarsvip og kveið jólunum, enda búið að segja fólki marg- sinnis, að því hafi aldrei liðið verr en einmitt nú. Samkvæmt fréttum og fjölmiðlum er mengunin meiri en áður, skóg- arnir að dauða komnir, mat- vöruverð hátt og maturinn vondur og auraráðin lítil, og embættismenn óheiðarlegir. Von að fólkinu liði illa enda væri það ábyrgðarleysi á slíkum tímum að vera bjartsýnn eða brosa út í annað. En allt í einu uppgötvaði ég, að allt var ekki eins og áður. Yfir þessa harmþrungnu þjóð hafði nefnilega dunið enn eitt áfallið þó fæstir virtust af því vita, Cornelis Vreeswijk var dá- inn. Mér brá, enda var þar genginn fyrir sinn ætternis- stapa, sá ég hafði metið hvað mest í Svía ríki öll þessi ár sem ég var þar. Einhvern veginn fann ég alltaf fyrir einkennileg- um samhljómi í hjörtum okkar beggja og ákvað að skrifa um hann minningargrein. Minning- argreinin verður eins og sendi- bréf til hins dauða þó svo að slíkar greinar séu stranglega forboðnar í Mogganum. Bróðir og vinur Cornelis! Þá ertu horfinn úr þessu jarðlífi og gítarinn þinn þagnaður um eilífð. Þú komst ungur til Svíþjóðar frá Hollandi og tókst þann kostinn að setjast þar að. Aldrei skildi ég þá ákvörðun þina, en eitthvað hlýtur þú aó hafa haft til þíns máls. Fyrsta platan þín kom út fyrir liðlega 20 árum og síðan varstu sá sem mesta athygli vakti, þú varðst strax bestur í hópi sænskra trúba- dúra. Plöturnar þínar voru hafnar til skýjanna og þar sem þú komst fram safnaðist um þig aðdáendaskarinn og fagnaði þér. En þú hafðir þina djöfla að draga, Cornelis, en tíðarandinn var sá, að þínir djöflar væru þér eðlilegir og eiginlegir. Þú drakkst of mikið og það stóð þér fyrir þrifum. hvað drykkjuskapinn varðaði varstu þó í góðum félagsskap vegna þess að trúbadúrar eiga að syngja og drekka og vera fullir og glaðir. Það er þeim eðlilegt, sagði orðsporið. Þið Bakkus fóruð svo af stað, tveir á ferð með gítarinn, sunguð og spiluð- ■ uð, stundum betur en allir aörir en • stundum verr en nokkur annar. Þannig man ég eftir þér á tónleikum hérna uppi á íslandi, þegar þú áttir að troða upp fyrir stóran hóp en varst svo ölv- aður að þú varst eiginlega dáinn áður en þú gast farið að syngja. Konsertinn varð ekki áð neinu og stór hópur að- dáenda þinna fór óánægður heim. En svona varstu, glaður og reifur trúba- dúr, vinsæll og bestur og gast þess vegna leyft þér ýmislegt sem aðrir gátu ekki. En hvernig leið þér sjálfum? Varstu ánægður með þig I niðurlæg- ingu og ósigrum sem þessum? GITARINN ÞINN ER ÞAGNAÐUR Cornelis Vreeswijk — In memoriam ,,/*« tapaðir Cornelis, og við erum mörg sem töpuðum með þér, vinirþínir og aðdúendur, “segir Óttar Guðmundsson m.a. í minningargrein um sœnska vísnasöngvarann, Cornelis Vreeswijk. „Þú varðst strax bestur i hópi sœnskra trúba■ dúra. “ < Mannt-n som alskadc triid „Þú notaðir eina vopnið semþú áttir, gítarinn og músíkina. “ Textamir þínir voru góöir. Þú tókst á svo mörgu sem okkur tveimur mislík- aði í Sviþjóð. Þú gerðir grín að heilag- feika Svíanna, óskeikulleika þeirra, dómhörku og sjálfumgleði. Þú reyndir að vera málsvari þeirra sem minnst máttu sín, þú ortir og söngst um verkamenn og atvinnulausa unglinga og þrautpíndar konur innflytjenda. En þróðir, Cornelis, náðirðu nokkurn tím- ann til þessa fólks? Þínir aðdáendur voru sjaldnast verkamenn og önnur al- þýða heldur hinir sem þú sproksettir hvaö mest, hin nýríka og menntaða og stundum vinstri sinnaða millistétt, sem spilaði tónlistana þína og dáðist að því hversu góður málsvari þú varst fyrir þá sem hlustuðu ekki á þig. Þetta var ef til vill einn af harmleikj- unum I þfnu llfi. Þú áttir aldrei mögu- leika á því að vera sá sem þú vildir verða. Þú varst útlendingur í þjóðfé- lagi, sem vill sem minnst hafa með út- lendinga að gera. Auk þess drakkstu alltof mikið og þú lentir í alls konar skandölum og ekki hvað síst, þú lentir í átökum við sænsk skattayfirvöld. Þá varstu fyrst kominn útá hálan ís, góði vinur, því þegar svo er komið áttirðu þér varla viðreisnar von. Fjömiðlafárið skall yfir þig, sagðar voru af þér fyll- eríissögur, kvennafarssögur og skatt- svikasögur. Einhvern tímann brann of- an af þér íbúðin þín í Stokkhólmi og blöðin veltu sér uppúr því í margar vikur. Sumir sögðu, að þú hafir kveikt í íbúðinni, en sennilega varstu á fyllerli og sofnaðir útfrá sígarettu. Þú reyndir að krafla þig í gegnum þetta allt með bros á vör. Þú notaðir eina vopnið sem þú áttir gítarinri og músikkina og snerist til varnar. Þú söngst um vitlausa blaðamenn í lag- inu God dag yxskaft, þú söngst um sænska skrifstofuveldið í laginu Skyddsrumsboogie og Somliga gár i trasiga skor, þú söngst um vonlausa sænska „socialvárd“ í laginu Tjanare assistenten. Þú barðist eins og Ijón en einhvern veginn var alltaf auðséð að þú gætir aldrei unnið þessa bar- áttu. Þú varst svo öðruvísi en allir aðr- ir í þjóðfélagi sem krefst þess að allir séu eins og þess vegna hlaustu að tapa fyrr eða siðar. Svo varstu alltaf að drekka og heilsan versnaði eftir því sem á leið. Þú virtist þó gera þér grein fyrir af- leiðingum drykkjunnar á líf þitt. Öðru hvoru kom það í blöðunum, að nú væri Cornelis að reyna að gera eitt- hvað I sínum drykkjuskap. Birtar voru af þér myndir edrú á kránni þar sem þú sagðist vera hættur að drekka og einhvern tímann sá ég af þér mynd þar sem þú varst símavörður á Lánk- unum en það er félagsskapur sem lík- ist verulega AA-samtökunum, svo eitt- hvað varstu að reyna að gera. En alltaf fórstu aftur að gæla við hann Bakkus og þið tveir genguð hönd I hönd gegn- um stormasamt líf. Að lokum laukstu þessari jarðvist þinni eins og við komum öll til með að gera. Þú dóst úr skorpulifur og lifr- arkrabba. Bakkus vann siðustu lotuna, þú tapaðir og vinurinn þinn eini sem þú lofsöngst og prísaðir snerist svona rækilega gegn þér á ögurstundinni. En sigurvegararnir eru fleiri en Bakk- us einn, sænska skrifstofuveldið fagn- ar sigri, embættismannakerfið, sænskur leiðindamórall, húmorleys- ingjar þessa heims, allir alvitrir hræsnarar og aðrir sem þú rassskelltir og hýddir í beittu söngvunum þínum. Þú tapaðir Cornelis, og við erum mörg sem töpuðum með þér, vinir þínir og aðdáendur sem horfum á eftir þér yfir móðuna miklu og skiljum, að gítarinn þinn er þagnaður. Þú breyttir í raun engu, eftir stendur sænskt þjóðfélag eins og alltaf áður en viö sem stóðum með þér sþilum áfram plöturnar þínar og dáumst að þér. Ef einhvern tímann verður reistur minnisvarði eftir þig Cornelis þá vil ég að hann standi fyrir utan sænska fé- lagsmálaráðuneytið. Þú ert dáið dæmi um misheppnaða alkóhólmeðferð, um misheppnaða afstöðu kerfisins gagn- vart einstaklingnum, kerfis sem hjálp- ar fólki að drekka sig í hel með fullu samþykki þeirra sem hlífa skulu. En á sama tíma ertu minnisvarði um bar- áttu einstaklingsins gegn ofureflinu, þó svo þú hafir tapað þá vannstu samt og j ósigrinum varstu stærstur. Ég sit hér einn um kvöld við ritvél- ina mína og skrifa þessa grein. Á grammafóninum snúast plöturnar þín- ar ein af annarri. Röddin sem er hljóðnuð berst mér til eyrna og ég spyr afhverju, afhverju. Við þurfum á þér að halda Cornelis, og aldrei eins og núna. En einu vil ég lofa þér, að lokum, ef einhvern tímann kemur upp trúbadúr sem likist þér, þá mun ég beita mér af alefli fyrir því að hann drepi sig ekki á brennivíni. Látum ekki byrókratana og alvöruþrungnu húmor- leysingjana sigra okkur í næstu lotu líka. Óttar Guðmundsson skrifar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.