Alþýðublaðið - 28.11.1987, Page 13

Alþýðublaðið - 28.11.1987, Page 13
Laugardagur 28. nóvember 1987 13 TÓNLIST Eiríkur Stephensen AFMÆLISTÓNLEIKAR „Kórinn hefur ekki látið sér nœgja að sigra heiminn eingöngu hérlendis, “ segir Eiríkur Stephensen m.a. í umsögn sinni um Kór Menntaskólans við Hamrahlíð i tilefni afmœiistónleika. Kór Menntaskólans við Hamrahlíð hélt síðastliðinn sunnudag 20 ára afmœlis- tónleika sína í sal Menntaskólans við Hamrahlíð. Kórinn, sem hefur verið frá byrjun undir handleislu kór- stjórans Þorgerðar Ing- ólfsdóttur, er fyrir löngu búinn að skipa sér sess sem einn okkar besti tónleikakór. Kór- inn hefur ekki látið sér nœgja að sigra heiminn eingöngu hérlendis, heldur lagt land undir fót og sungið víða er- lendis t.d. á hinum Norðurlöndunum, Wales, Frakklandi, Jap- an og ísrael svo eitthvað sé nefnt. Kór mennta- skólans er ekki einn um hituna því Hamrahlíðar- kórinn, sem skipaður er eldri félögum úr skólan- um, hefur verið mjög afkastamikill í íslensku tónlistalífi. Tónleikarnir voru í heild sinni mjög fjölbreyttir og áhugaverðir, sérstaklega var það ótrúlegt hve Þorgerður Ingólfsdóttir hafði mikið vald á kórnum. Söngurinn var yfir- vegaður, áreynslulaus, og oft- ast gott jafnvægi milli radda. Kór menntaskólans og Hamrahlíðarkórinn voru aðal uppistaða tónleikanna. Kór menntaskólans söng verk eft- ir John Bennet og John Dow- land auk íslenska þjóðlags- ins „Blástjarnan þó skarti skær“ í raddsetningu Jóns Þórarinssonar. Söngurinn var hljómfagur og sérstaklega var gaman að heyra hve radd- irnar blönduðust vel saman, og gætu aðrir kórar tekiö þetta til fyrirmyndar, því það virðist vera algengt hjá kór- um að einstaka raddir skeri sig út úr. Hamrahlíðarkórinn frumflutti „Húsgang" eftir Þorkel Sigurbjörnsson og „Triptych" eftir Hafliða Hall- grimsson, sem kórinn frum- flutti 1986 í Norræna húsinu. Það sem vakti mestan áhuga minn, að öðrum verk- um ólöstuðum, voru þrír forn- ir gyðingasöngvar sem kór- inn söng firnavel, og sérstak- lega var söngur Olafs Kjart- ans Sigurðssonar glæsilegur því hann átti auðvelt með að syngja hina erfiðu laglínu söngvanna sem oft flögruðu á milli kvarttóna en það tíðk- ast ekki í hinni hefðbundnu vestrænu tónlist. Tónleikarnir enduðu fyrir hlé á þrem' negrasálmum sem báðir kór- arnir sungu ásamt einsöngv- aranum Agli Ólafssyni sem er fyrrum kórfélagi og núver- andi poppsöngvari. Flutning- ur hans var með ágætum, miðað við að hann er hvítur. Hléið var svo hápunktur há- tíðarinnar því þá var gestum boöiö upp á kaffi og kökur og heyrðist ekki garnagaul eftir hlé meðan Hamrahlíðar- kórinn söng „Rorando coeli defluant" eftir Jan K. Vodn- asky, sem skrifað er fyrir þrí- skiptan kór og var einn hóp- urinn uppi á sviði en hinir frammi á gangi. Kristinn Sigmundsson, sem einnig er gamall kórfé- lagi eins og Egill, söng síðan nokkur lög við undirleik Katr- inar Williams og endaði hann sönginn á laginu „í Túle trúr í lundu" eftir C.F. Zelter, ásamt kórnum. Söng Kristins er óþarfi að kynna, því flestir þekkja hina hljómmiklu og þykku rödd hans. Tónleikarnir enduðu svo á samsöng kór- anna tveggja ásamt eldri fé- lögum og síðan var flugelda- sýning fyrir utan. Eftir slíkan söng gat maður ekki verið annað en ánægður, enda gekk ég út eftir tónleikana: ánægóur, saddur, og í ára- mótaskapi. SPURT OG SVARAÐ Ingibjörg Bjarnardóttir svarar UTLENDINGARNIR GREIDA NIÐUR FARGJÖLDIN segir í svari Flugleiöa Kona skrifar og óskar eftir að koma með fyrirspurn til Flugleiða: „Eg var á gangi í miðri New York í september sl. og gekk þá framhjá skrifstofu ykkar. Ég stoppaði og horfði á auglýsingar í glugganum. Mér brá í brún. Þið bjóðið Bandaríkjamönnum mjög ódýr fargjöld. Hoppfargjald til Lúxemborgar frá New York kostar aðeins 149 dollara eða um 5500 krónur íslenskar. Sölufólk sagði að þetta gjald gilti með allt að viku fyrir- vara. Þess vegna spyr ég. Er okkur íslendingum mismun- að? Borgum við það sem upp á vantar að þessir farþegar frá Bandaríkjunum borgi fullt gjald? Til samanburðar hringdi ég á einar 3 ferðaskrifstofur hér heima og var mér tjáð að ódýrasta gjald milli Reykja- víkur og New York væri svo- kallað Apex fargjald, og að það verði að panta með 14 daga fyrirvara eða minna. Og hvert var svo verðið sem viö verðum að borga? Jú, 21.310 krónur islenskar. Hvernig er þetta hægt?“ Svar Flugleiða: Steinn Logi Björnsson, forstöðumaður upplýsingadeildar varð fyrir svörum. „Spurningunni um það hvort íslendingum sé mis- munað og að þeir séu að greiða niður það sem upp á vantar, eins og fyrirspyrjandi segir, má frekar snúa við. Það eru útlendingarnir sem greiða niður fargjöld fyrir okkur. Norður-Atlantshafsflug Flugleiða byggir að lang- mestu leyti á útlendingum og íslendingar yrðu að greiða miklu meira fyrir flugið, ef farþegafjöldi byggöi fyrst og fremst á íslendingum. Fjöld- inn í flugi milli íslands og Bandaríkjanna er það lítill að hann gæfi ekki tilefni til fleirri flugferða milli land- anna en 1-2 í viku. I dag eru yfir 90% af far- þegum útlendingar, flestir á leið frá Bandaríkjunum til Evrópu. r Þetta fargjald'á 149 dollara, sem nefnt er, er gjald sem greiða má með 72 klst. fyrir- vara en ekki viku fyrirvara. Ef við byðum slik fargjöld héðan myndu allir fara á þessu gjaldi og það svaraði ekki kostnaði fyrir Flugleiðir. Að- eins örfáir geta farið á 149 dollara úti. Ég geri ráð fyrir innan viö 1% af Bandaríkja- mönnum ferðist á þessu gjaldi. Mismunur á meðal- verði úti og hér heima er miklu minni én gefið er í skyn i fyrirspurninni." í C E LAN BAlfí Myndin er tekin fyrir utan aðal- skrifstofu Flugleiða í New York. Eins og sést er „Get up and go‘* fargjald til Lúxemborgar auglýst á 149 dollara, verð sem fyrirspyrj- anda þykir ástæða til að fá skýr- ingu á.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.