Alþýðublaðið - 28.11.1987, Qupperneq 16
'iÆ v ’ v-/
Nú býður ríkissjóður
þrjár traustar og góÓar
leiÓir fyrir þá, sem
vilja fjármunum sínum
örugga og arÖbæra
ávöxtun
Verðfryggð
spariskírteini
Verðtryggð spariskírteini ríkissjóðs eru til
í þremur flokkum og eru vextir á þeim allt
að 8,5% eftir lengd lánstíma. Söfnunar-
skírteini bera annars vegar 8,5% vexti í 2
ár og hins vegar 8,0% vexti í 4 ár. Hefð-
bundin spariskírteini með 6 ára binditíma
bera 8,5% vexti. Hægt er að láta þau
standa í allt að 10 ár og bera þau þá 7,2%
vexti síðustu 4 árin.
Spariskírteini ríkissjóðs til sölu núna:
Flokkur Lánstími Ávöxtun Gjalddagi
2—D 2 ár 8,5% 10. okt. 1989
2—D 4 ár 8,0% 10. okt. 1991
2—A 6—10 ár 8,5% 10. okt. 1993/1997
1-SDR 3ár 8,3% ló.maí 1991
1-ECU 3ár 8,3% 16. maí 1991
Gengistryggð
spariskírteini
Ný gengistryggð spariskírteini ríkissjóðs
eru bundin traustum erlendum gjaldmiðl-
um, sem gera þau að einni öruggustu fjár-
festingunni í dag.
Samsetning ECU
Samsctning SDR
DEM
23.2%
USD 33.7 %
GBP
11.5%
JPY 18.3%
FRF
18.8%
FRF 13.3 %
Gengistryggð spariskírteini ríkissjóðs eru
annars vegar bundin SDR (sérstökum
dráttarréttindum) og hins vegar ECU
(evrópskri reikningseiningu), sem eru
samsett úr algengustu gjaldmiðlunum í
alþjóðaviðskiptum. Binditíminn er þrjú ár
og í lok hans færðu greiddan höfuðstól
miðað við gengi á innlausnardegi auk
vaxtanna, sem eru 8,3%. Hægt er að
velja um innlausnardag hvenær sem er
næstu 6 mánuði eftir gjalddaga. Endur-
greiðslan er miðuð við gengi þess dags.
Ríkisvíxlar
cn
>
Nú hefur ríkissjóður hafið sölu á ríkisvíxl-
um til fyrirtækja og einstaklinga. Helsti
kostur ríkisvíxla er sá, að á sama tíma og
skammtímafjármunir eru varðveittir á
öruggan hátt bera þeir 33,l%forvexti á ári.
Það jafngildir 41,3% eftirá greiddum
vöxtum á ári miðað við 90 daga lánstíma í
senn.
Lánstími Forvextir Samsvarandi eftirá greiddir vextir
45 dagar 33,1% 40,2%
60 dagar 33,1% 40,6%
75 dagar 33,1% 40,9%
90 dagar 33,1% 41,3%
Ríkisvíxlar bjóðast í 45 til 90 daga. Lág-
marksfjárhæð þeirra er 500.000 kr., en
getur verið hvaða fjárhæð sem er umfram
það.
Eftirá greiddir vextir 4l,3%
Spariskírteini ríkissjóðs færðu í Seðla-
banka íslands og hjá löggiltum verðbréfa-
sölum, sem eru m.a. viðskiptabankar,
ýmsir sparisjóðir, pósthús um land allt
og aðrir verðbréfamiðlarar.
Ríkisvíxlana færðu í Seðlabanka íslands.
Einnig er hægt að panta þá þar í síma 91-
699863, greiða með C-gíróseðli og fá þá
síðan senda í ábyrgðarpósti.
RIKISSJOÐUR ISLANDS