Alþýðublaðið - 09.12.1987, Síða 1
Dómsmálaráðherra með frumvarp um breytingu á barnalögum í smíðum:
SAMEIGINLEG FORSJÁ BARNA
— eftir skilnað foreldra eða sambúðarslit sambúðarforeldra
Jón Sigursson dómsmála-
ráöherra mun á næstunni
leggja fram lagafrumvarp á
Alþingi um breytingar á
barnalögum sem fela í sér að
foreldrar sem skilið hafa eða
slitið óvigðri sambúð, sé
heimilað að semja um sam-
eiginlega forsjá barns eða
barna sinna. Þetta gildi einn-
ig um foreldra óskilgetinna
barna sem ekki eru í samvist
um.
Lagafrumvarpið tekur mið
af nýjum norrænum lögum
um sama efni. Sifjalaganefnd
hefur samið frumvarpið sem
flutt verður af dómsmálaráð-
herra á næstunni. Með þess-
um breytingum er talið lík-
1 legt að samábyrgð foreldra
sem slitið hafa samvistum, á
velferð barnsins, verði meiri
og treysti tengsl barnsins við
báða foreldrana. Við gerð
frumvarpsins hefur mjög ver-
ið horft til Svíþjóðar og
Noregs þar sem reglurnar
hafa verið lengst í gildi á
Norðurlöndum. Sjá bls. 5
Haffjarðará:
EINN ADILI
HYGGST NÝTA
FORKAUPSRÉTT
Einn aðili, Guðmundur
Halldórsson á Syðri-Rauða-
mel, hefur þegar ákveðið að
nýta forkaupsrétt að einni af
jörðum Thors ættarinnar i
Kolbeinsstaðahreppi og Eyja-
hreppi. Oddviti Kolbeins-
staðahrepps segir að áhugi
sé meðal heimamanna að
reyna aö kaupa þessar eignir,
en fé skorti til. Aö sögn hans
er búiö að dómkveðja menn
til að meta allar eignirnar
upp á nýtt.
Eins og Alþýðublaðið
greindi frá fyrir skömmu hafa
Páll Jónsson i Pólaris og
Óttar Yngvason lögmaður nú-
verandi eigenda jarðanna
gert kauptilboð í þær. Hrepp-
arnir hafa hins vegar for-
kaupsrétt.
Einn ábúandi hefur þegar
ákveðið að nýta sér þennan
rétt. Það er Guðmundur Hall-
dórsson á Syrði-Rauðamel. í
samtali við blaðið sagðist
hann hafa búið þarna i mörg
ár og væri jörðin i eigu Thors
ættarinnar, en hann ætli að
nýta sér þann forkaupsrétt
sem hann hefur. Honum var
ekki kunnugt um hvort fleiri
hefðu í hyggju að gera slíkt
hið sama. Veiðiréttindi í Haf-
fjarðará eru ekki innifalin í
þeim kaupum.
Guðmundur Albertsson
oddviti Kolbeinsstaðahrepps
var inntur eftir því hvort fleiri
væru með áætlanir um að
kaupa jarðir. „Það er náttúr-
lega hugur í mönnum að gera
það“. Sagði hann að í fyrra-
dag hafi verið dómkvaddir
menn í að meta jarðirnar og
eignir og reiknaði hann með
að menn biðu eftir að það
mat lægi fyrir.
í máli Guðmundar kom
fram að þó áhugi væri fyrir
að reyna að kaupa þessar
eignir væri um svo háar fjár-
hæðir að ræða að þeir ein-
staklingar sem þarna væru
hefðu varla bolmagn til þess.
Um hugsanlega þátttöku rík-
isins í kaupunum, fannst
honum frekar ólíklegt að af
því yrði. „Það hefur víst nóg
á sinni könnu“.
Forsætisráðherra og fjármálaráöherra nýttu timann vel á Alþingi í gær, enda fjölmörg frumvörp rikisstjórnar-
innar sem þurfa afgreiöslu. A—mynd / Róbert.
Annir í þinginu:
FRUMVÖRP Á FÆRIRANDI
— Stjórnarandstaðan með á nótunum og hefur gripið til málþófs.
— Ekki útilokað að þing komi saman á milli jóla og nýárs.
Fjármálaráðherra stendur í
ströngu þessa dagana, en
hann þarf að koma a. m. k. 12
frumvörpum í gegnum þingið
fyrir áramót, svo markmid
skattkerfisbreytinga og fjár-
lagafrumvarpsins nái fram að
ganga. Stjórnarandstaðan
virðist ennfremur vera vel
með á nótunum og hefur tek-
ið upp málþóf i þinginu til
þess að gera rikisstjórninni
erfiðara fyrir.
Mál sem þarf að afgreiða
fyrir áramót eru m. a. fjár-
lagafrumvarpið, lánsfjárlög,
staðfesting bráðabirgðalaga
um ráðstafanir rikisstjómar-
innar í efnahagsmálum og
breytingar á þeim jafnhliða,
frumvörp um nýja tollskrá,
vörugjald og söluskatt, 3
lagafrumvarp um staðgreiðsl-
una, frumvarp um launaskatt
og sérstakan skatt á skrif-
stofu og verslunarhúsnæði.
Auk þess eru nokkur minni-
háttar mál sem engu að síður
þurfa afgreiðslu.
Þingmenn sem Alþýðu-
blaðið talaði við í gær sögðu
útilokað að afgreiða öll þau
mál sem lægju fyrir þinginu,
miðað við óbreyttan þing-
tima. Þannig má búast við að
þingfundur verði einnig um
helgar fram að jólum og ýms-
ir telja óhjákvæmilegt að
þing komi saman á milli jóla
og nýárs.
GIFURLEG
SLYSATÍÐNI
HJÁ BÖRNUM
HVAÐ
KOSTAR
KAUPLEIGAN?
JON
HÆTTUR
VIÐ
3