Alþýðublaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 2
2
Miövikudagur 9. desember 1987
MMBUBLMÐ
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri
Ritstjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Umsjónarmaður
helgarblaðs:
Blaðamenn:
Dreif ingarstjóri:
Setning og umbrot:
Prentun:
Blað hf.
Valdimar Jóhannesson
Ingólfur Margeirsson
Jón Daníelsson
Þorlákur Helgason
Haukur Hólm, Ingibjörg Árnadóttir, Kristján
Þorvaldsson og Sigríöur Þrúöur Stefánsdóttir.
Þórdls Þórisdóttir
Filmur og prent, Ármúla 38.
Blaöaprent hf., Sfðumúla 12.
Áskriftarslminn er 681866.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakiö virka daga, 60
kr. um helgar.
KAUPLEIGAN
ER BYLTING
Frumvarp félagsmálaráöherra um kaupleiguíbúöir er
tímamótafrumvarp um húsnæðismál á íslandi. Sam-
kvæmt frumvarpinu um Kaupleiguíbúöir, er lagt til að þær
verði byggðará vegum sveitarfélagaeða félagasamtaka á
þeim forsendum að íbúareigi kost áað velja um leigu eða
kaup. Lagt er til að tilhögun kaupleiguíbúða verði með
tvennum hætti; félagslegar kaupleiguíbúðir og almennar.
Þar með er Ijóst að ibúðirnar verðaekki eingöngu ætlaðar
ákveðnum tekjuhópum heldur felur hiðívíþætta kerfi
kaupleiguíbúðanna það í sér, að fleiri tekjuhópar eigi kost
áað nýtasér hið nýjafyrirkomulag við að leigjaeðakaupa
íbúð. Samkvæmt frumvarpinu hafa leigjendur að minnsta
kosti fimm ára umþóttunartíma varðandi ákvörðun um
kaup á íbúð.
Félagslegu kaupleiguíbúðirnareru fyrst og fremst tilboð
til tekjulágra hópa. Þar er lagt til að sveitarfélög eöajé-
lagasamtök sem byggja kaupleiguíbúðir fyrir lágtekjufólk
eða aðra sem af félagslegum ástæðum þurfa aðstoðar við
húsnæðisöflun, njóti iánsfyrirgreiðslu úr Byggingarsjóði
verkamanna sem nemur allt að 85% kostnaðar. Lánstími
eráætlaður43 árog vextirþeirsömu og almennt gildahjá
sjóðnum. Framkvæmdaraðili útvegar 15% fjármögnunar
og er í því skyni heimilt að selja lífeyrissjóðum eða öðrum
skuldabréf til fjáröflunar. Frumvarpið kveður á um að
leigugjald greiðist mánaðarlega í félagslegu kaupleigu-
íbúðunum og miðast afborganir og vextir af láni Bygg-
ingarsjóðs verkamanna auk vaxtakostnaðar af 15% fram-
lagi sveitarfélagsins að viðbættum almennum rekstrar-
kostnaði. Auk þess á kaupandi kost á að kaupa íbúðina á
kjörum Byggingarsjóðs verkamanna að því tilskyldu að
skilyrðum varðandi lánveitingar úr sjóðnum sé fullnægt.
I almenna kaupleiguíbúðarkerfinu er lagt til að sveitar-
félög eða félagasamtök sem þurfa af sérstökum ástæðum
að auka framboð íbúðarhúsnæðis, eigi kost á hámarks-
láni, eða70%, úr Byggingarsjóði ríkisins auk viðbótarláns
úr sama sjóði. í þessu skyni er gert ráð fyrir að stofna sér-
stakan lánaflokk í Byggingasjóði ríkisins. Leigugjald fyrir
almennar kaupleiguíbúðir greiðist mánaðarlega og leigj-
andi sem óskar að kaupa íbúðina getur gert það sam-
kvæmt samningi um afborganir af lánum. Þá er sam-
kvæmt frumvarpinu sveitarfélögum eða öðrum sem
byggja almennar kaupleiguíbúðir, heimilt að selja verð-
tryggð skuldabréf fyrir allt að 15% kostnaðar.
Frumvarp félagsmálaráðherra um kaupleiguibúðir er
mikilvægt frumvarp til lausnar á hluta þess geigvænlega
vandamáls sem húsnæðismál eru að verða. Líkt og í öðr-
um geirum þjóðlífsins bitna húsnæðismálin verst á þeim
sem minnst mega sín, og hingað þurfa annað hvort að
borga blóðpeninga fyrir húsaleigu eða ramba á barmi
gjaldþrots við að komayfirsig og sína þaki af eigin mætti.
Kaupleiguíbúðirnar voru hugmynd og baráttumál Alþýðu-
flokksins frá upphafi. Meó framlagningu frumvarpsins
hefur flokkurinn lagt fram eitt þarfasta frumvarp til lausn-
ar húsnæðisvandanum, sérstaklega með tilliti til tekju-
lágra hópa en einnig til annarra hópa sem eiga við erfið-
leika að stríða. Kaupleiguíbúðirnar er nýr valkostur í hús-
næðismálum íslendinga og losar stórlega um þann
rembihnút sem húsnæðismál þjóðarinnar eru í. Það er því
þjóðþrifamál að frumvarpið hljóti sem hröðustu og bestu
afgreiðsiu á Alþingi.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
MORGUNBLAÐIÐerað
breytast í umræðublað um
Tjörninaog fyrirhugað ráð-
hús. Flestir skrifa gegn ráð-
húsinu en nokkrar greinar
hafa borist blaðinu þar sem
ráöagjörð Davíðs og unnenda
ráðhússins er varin. Ein slík
grein birtist í gær og er höf-
undur hennar Ingólfur
Guðbrandsson, stjórnandi
Pólýfónkórsins og ferðamála-
frömuður. Lesum niðurlags-
orð hans:
„íslendingar eru þrasgjörn
þjóð. Ég byði ekki í menn-
ingarástandið, ef úrtölufólkið
hefði alltaf siðasta orðið.
Nýjasta dæmið er umfjöilun
um ráðhús við Tjörnina. Af
likani, og teikningum að
ráða, virðist mér fara saman
notagildi og fegurð og bygg-
ingin af hóflegri stærð. Arki-
tektúr er að því leyti undir-
stöðulistgrein, að allir hafa
hana fyrir augum og hún
mótar sjónskyn og smekk al-
mennings. Þannig verður hún
aflvaki annarra lista. Þess er
þörf á íslandi. Þegar hið nýja
ráðhús er risið í norðurhorni
Tjarnarinnar vestanvert,
fríkka drættir miðbæjarins.
Tjörnin þarfnast verndar af
því tagi sem felst i umhirðu
hennar og endurnýjun ramm-
ans í kring. Nýja ráðhúsið
verður tjarnarprýði og Tjörnin
þar með meiri prýði Reykja-
víkur, öllum til augnayndis,
ef rétt og skynsamlega er á
málum haldiö."
Svo mörg voru þau orð.
ÚTVARPSSTJÓRARN-
IR Markús Örn Antonsson
(RUV) og Ólafur Hauksson
(Stjarnan) eru komnir í hár
saman eins og við höfum áð-
ur greint frá í Alþýðublaðinu.
Tilefnið er fullyrðing Markús-
ar Arnar að frjálsu stöðvarnar
séu reknar með tapi. Ólafur
Hauksson sendi frá sér
fréttatilkynpingu um þetta
efni fyrir nokkru og lætur slð-
an kné fylgja kviði I Dagblað-
inu Vísi í gær í grein sem ber
fyrirsögnina „Bjálkinn (auga
Markúsar Arnar“. Lesum brot
af grein Ólafs:
„Fullyrðingar Markúsar
Arnar um tap stöðvanna eru
engum rökum studdar. Val
hans á tima til að slá þessu
fram er hins vegar jafnfurðu-
legt og sjálfar fulfyrðingarn-
ar. Þetta segir hann nefni-
lega á sama tíma og fram
Það er sjónarmið Ólafs Hauks-
sonar útvarpsstjóra, að Markús
Örn viti ekkert um rekstur einka-
stöðvanna.
Ingóifur Guðbrandsson setur
fram þau sjónarmið að Tjörnin
verði falleg með nýju ráðhúsi.
kemur að hans eigin stofnun
er rekin með 80 til 90 miiljón
króna halla á þessu ári.
Þessi halli á ríkisútvarpinu
er skuggalegur þegar tekið er
tillit til þess að stofnunin
fékk 67 prósent hækkun af-
notagjalda snemma á árinu.
Án hennar hefði hallinn orðið
talsvert meiri.
Það sannast hér á Markús
Erni máltækið um flisina í
auga náungans og bjálkann í
eigin auga. Hann breiðir út
órökstuddar fullyrðingar um
ætlað tap keppínauta sinna,
á meðan hann burðast sjálfur
með heilt tonn af tapi á bak-
inu.
Reyndar eru áhyggjur
Markúsar af keppinautunum
skiljanlegar. Stjarnan og
Bylgjan hirða útvarpshlustun
þar sem þær nást. Fáir
hlusta orðið á rás 1 ríkisút-
varpsins nema i fréttatímum.
Rás 2 hefur litla hlustun á
stöðum þar sem Stjarnan og
Bylgjan heyrast einnig.
Stöð 2 hrifsar til sín áhorf-
endur af sjónvarpinu. Stöð 2
fjölgar útsendingartimum frá
mánuði til mánaðar og eykur
á sama tíma innlenda dag-
skrárgerð. Sjónvarpið reynir
af veikum mætti að fylgja á
eftir, þreytt og lasburða.
Einkastöðvarnar halda úti
kröftugri dagskrá og njóta
hylli hlustenda og áhorfenda
fyrir langtum minni kostnað
en rikisútvarpið. Stjarnan er
til að mynda i húsnæði sem
er á stærð við anddyrið í nýja
útvarpshúsinu við Efstaleiti.
Um 60 Stjörnur kæmust fyrir
í því húsi.“
Því næst vindur Ólafur sér
I menningarhlutverk Ríkisút-
varpsins en þaö nefnir hann
„skyldukvakiö":
„Forráðamenn rikisút-
varpsins kvaka gjarnan um
skyldur þær sem á það eru
lagðar með útvarpslögunum.
Þeir búa siðan sjálfir til lista
yfir skyldur og ráðast af
hörku i að uppfylla þær.
Ekkert tillit virðist tekið til
þess að tvær öflugar útvarps-
stöðvar og ein sjónvarpsstöð
í einkaeign eru komnar fram
á sjónarsviöið og axia þegar
talsvert af þessari ábyrgð —
án þess að lög þurfi til.
Ríkisútvarpið lætur eins
og það sé ennþá eitt á byigj-
um Ijósvakans. Mál er að
þessi gamla fyrrverandi ein-
okunarstofnun vakni af Þyrni-
rósarsvefni sinum.
Til að byrja með þarf ríkis-
útvarpið að endurskoða, i
Ijósi breytinganna, hvernig
það geti best uppfyllt skyld-
urnar. Það mætti til dæmis
byrja á að spyrja neytendur
Ijósvakamiðlanna, í stað þess
að reiða sig um of á ráð og
raddir innanhússmanna sem
sífellt tala með fyrirlitningar-
tón um einkastöðvarnar. Með
reigingslegu taii sínu lýsa
þeir nefnilega frati á þann
smekk sem nýtur almennrar
hylli.“
Nú er að sjá hvort Markús
Örn svari þessu kvaki.
Einn
með
kaffinu
Prestur einn í smáþorpi úti á landi, þótti afar trúaöur.
Dag einn þegar prestur hélt messu fyrir fullri kirkju,
brast á mikil rigning og brátt hófust mikil flóð svo að
vætla tók inn í kirkjuna. Sumir kirkjugestir risu á fætur
og komu sér út tii að blotna ekki í fæturna. Prestur hélt
áfram að messa. Þetta var löng messa og bráðum tók
vatnið að streyma inn kirkjugólfið. Flestir komu sér nú
út úr kirkjunni. Prestur hélt áfram að messa. Nú versn-
aði veðrið um allan mun, áin flæddi yfir bakka sina og
vatnið streymdi inn í þorpið og vatnsborðið hækkaði
stöðugt í kirkjunni. Menn kölluðu til prestsins og sögðu
honum að koma sér út. Prestur sagði einungis: „Guð
bjargar mér“. Og hélt áfram að messa. Ekki leið á löngu
þangað til vatnið náði upp að predikunarstólnum. Menn
komu nú róandi á árabát og báðu prestinn í Guðs lif-
andi bænum að stökkva upp i bátinn. Prestur svaraði:
„Guð bjargar mér“. Og hélt áfram að messa. Nú hækk-
aði vatnsborðið svo að prestur varð að flýja upp í turn-
inn. Þangað komu menn á mótorbát og báðu prestinn
að koma um borð áður en hann drukknaði. „Guð bjargar
mér,“ svaraði presturinn. Nú neyddist presturinn tii að
klifra upp á turninn því stöðugt hækkaði vatnsborðið.
Menn komu í þyrlu, létu síga niður björgunarstól og
sögðu presti að setjast í stólinn. „Guð bjargar mér,
sagði presturinn og hélt fast um turninn. Vatnið hækk-
aði og presturinn drukknaði.
Presturinn kom til Himnaríkis, ruddist reiður fram-
hjá Lykla-Pétri og heimtaði að fá að tala við Guð almátt-
ugan. Honum varð að ósk sinni. Presturinn sagði æva-
reiður: „Hvernig er það Guð, ég segi öllum söfnuði mín-
um að trúa á þig og að þú munir bjarga mér og öðrum.
Svo lætur þú mig bara drukkna!" Guð horfði sorg-
mæddur á þjón sinn og sagði: „Hvað áttu við? Fyrst
sendi ég þér árabát, síðan mótorbát og loks þyrlu!“