Alþýðublaðið - 09.12.1987, Síða 4

Alþýðublaðið - 09.12.1987, Síða 4
4 Miðvikudagur 9. desember 1987 BÓKAFRÉTTIR Frjél*I M Nýjasta skáldsaga Archers. „Heiður í húfi" Frjálst framtak hf. hefur gefið út bókina „Heiður í húfi“ eftir breska rithöfund- inn Jeffrey Archer. Hún kom fyrst út í Bretlandi í fyrra og hefur síðan verið nær óslitið efst á lista yfir metsölubæk- ur þar. Jeffrey Archer er einn vin- sælasti rithöfundur heims, og hafa bæði verið gerðar kvikmyndir og sjónvarps- myndaflokkar eftir flestum bóka hans. Það er einmitt nú verið að vinna að kvikmynd eftirþessari nýjustu skáld- sögu Archers. Steven Spiel- berg mun leikstýra myndinni. Hérlendis hefur t. d. verið sýnd í sjónvarpi mynd eftir einni sögu Archers, „Kane and Abel“. „Heiður í húfi“ fjallar í stór- um dráttum um mann, Adam Scott, sem fær i hendur guln- að umslag þegar erfðaskrá föður hans er lesin upp. í kjölfar þess gerast ótrúlegir atburðir. Það hafði alltaf hvílt skuggi yfir starfsferli föður hans i hernum. Þegar Adam Scott kemst aö leyndarmáli föður síns er eins og sprengju hafi verið kastað. Leynimakkið, tilfinningahitinn og ágirndin eiga rætur allt frá Þýskalandi stríðsáranna og austur til Rússlands. Scott finnur verðlausan ikon í bankahólfi I Sviss og (kon- inn er lykill að leyniskjali sem gæti haft áhrif á sam- búð Austurs og Vesturs. Að- eins örfáir vita um tilvist þessa skjais en þeir eru allir reiöubúnir að fórna hverju sem er til að koma höndum yfir það, jafnvel fremja morð. Sólstafir Bókaforlagið Svart á hvitu hefur nú sent frá sér skáld- söguna „Sólstafi" eftir Bjarna Guðnason prófessor. Bjarni sem er prófessor í íslenskum bókmenntum við Háskóla ís- lands hefur ekki sent frá sér skáldsögu áður. í tilkynningu frá forlaginu segir að íslend- ingar hljóti að fagna þessari bók því að hún sé vel skrifuð og skemmtileg. Söguhetjan, Pétur, er ung- ur piltur sem strokið hefur að heiman til að hefja ævintýra- lega leit að æskuást sinni. Sagan gerist í Evrópu á mið- öldum, á ólgutímum þegar stríð geisuöu og alþýða manna bjó við ofurvald klerka og annarra valdsmanna. Holt og bolt Út er komin Ijóðabókin „Holt og bolt“ eftir Jón Þor- leifsson. Þetta er tíunda bók Jóns og inniheldur 58 Ijóð. Yrkisefnið er hugleiðingar um siðferði allt frá Víkinga- öldinni til nútima stjórnmála og verkalýðsmála. Segir i frétt frá útgáfufyrirtækinu að flest Ijóðin séu sveipuð ódul- búinni ádeilu, fast að því harðorðri á köflum. Útgefandi er bókaútgáfan Letur. Samuel Beckett Út er komin hjá bókaforlag- inu Svart á hvitu bókin „Samuel Beckett — sögur, leikrit, Ijóð. Þetta er i fyrsta skipti sem verk eftir Beckett eru gefin út (Islenskri þýð- ingu. Beckett hlaut bókmennta- verðlaun Nóbels árið 1969. Hann er sagður áleitinn höf- undur, einstakur og frumleg- ur, en stendur jafnframt nær hinni klasslsku evrópsku bókmenntahefð en flestir aðrir nútimahöfundar. Hann skilgreinir hlutskipti manns- ins á guðlausri atómsöld, lýsir leitinni að tilvist og samastað i veröld sem er á mörkum lifs og dauða. í bókinni eru sjö leikrit, sex sögur og tiu Ijóð frá fimmtiu ára ferli, þar á meðal þekktasta verk Becketts, leik- ritið „Beðið eftir Godot“ i nýrri þýðingu. Einnig eitt nýj- asta verk Becketts, skáld- sagan „Félagsskapur." Þýð- andi er Árni Ibsen og hann skrifar jafnframt inngang og skýringar. Útganga um augað læst „Útganga um augað læst“ eftir ísak Harðarson er nú komin út hjá bókaforlaginu Svart á hvítu. Þetta er fimmta Ijóðabók ísaks og er hún 78 bls. að stærð, prentuð i Prentsmiðju Árna Valdemars- sonar en bundin í bókbands- stofunni Örkinni. Ljósmynd á kápu er eftir höfundinn. Aftan á bókarkápu segir m.a. að „Útganga um augað læst“ marki nokkur þáttaskil í skáldskap ísaks. Ljóðstill hans er nú lýrískari og fág- aðri en áður. Hér eru á ferð- inni nútímaljóð, af frumlegri hugsun og þjóðrænum þrótti er ort um manninn og sam- band hans við veröldina. Upplýsinga- handbók Iðntæknistofnun íslands hefur gefið út upplýsinga- handbók um fyrirtæki á sviði sjálfvirkni og rafeindatækni. í bókinni er að finna upplýs- ingar um flest íslensk fyrir- tæki sem bjóða búnað eða ráðgjöf sem tengist rafeinda- og stýritækni. Tilefni útgáfunnar er sam- starfsverkefni Iðnþróunar- sjóðs og Iðntæknistofnunar, sem er nú í gangi og nefnist Ný tækni í iðnaði. Markmið verkefnisins er að stuðla að aukinni sjálfvirkni í islensk- um framleiðsluiðnaði. Markhópur bókarinnar er: iðnfyrirtæki, fiskvinnslufyrir- tæki, verkfræðistofur, fisk- eldisfyrirtæki og ýmsir opin- berir aðilar. Bókina fá þeir sem í markhópnum eru, senda með gíróseðli. Aðrir sem áhuga hafa, en fá ekki bókina senda, geta haft sam- band við Iðntæknistofnun ís- lands. Tommi og Kata Bókaútgáfan Björk hefur sent frá sér tvær nýjar bækur í bókaflokknum Skemmtilegu smábarnabækurnar. Þær eru prentaðar i Prentverki Akra- ness hf. og eru (fjórum lit- um. „Dýrin á bænum" er önnur bókanna. Þar er sagt frá Kötu, litilli stúlku sem býr á sveitabæ. Stutt lesmál er á hverri opnu ásamt litmyndum af dýrum. Höfundur er Rebecca Heller og þýðandi Sigurður Gunnarsson, fyrrver- andi skólastjóri. Seinni bókin heitir „Tommi er stór strákur“. Hún segir frá Tomma sem vill veröa stór sem fyrst. Höfundar eru Kathryn og Baron Jakckson. Stefán Júlíusson rithöfundur fslenskaði. Númer átján og nítján Náttúruverndarráö hefur nú gefiö út fjölrit nr. 18 og 19. Það fyrra er Yfirlitskönnun á botnlífi Mývatns og eru höf- undar þess líffræðingarnir Arnþór Garðarsson. Ami Ein- arsson, Glsli MárGíslason, GuðmundurV. Helgason og Jón S. Ólafsson. í ritinu eru upplýsingar um þéttleika og útbreiðslu ýmissa helstu teg unda dýra og plantna á vatns- botninum. Það eru meðal annars helstu fæðutegundir silungs og vatnafugla. Fjölrit nr. 19 nefnist Mý- vatnssveit náttúruverndar- kort. Kortið er af Mývatns- sveit í mælikvarða 1:50 000. Aðalhöfundar eru Helgi Hall- grimsson náttúrufræðingur og Árni Einarsson liffræðing- ur. Á kortinu er sýnt hvernig verndargildi einstakra lands- svæða og jarðmyndana er metiö en með því að meta verndargildi svæða er auð- veldara að skipuleggja vernd- araðgerðir. Slíkt er sérstak- lega æskilegt í nágrenni Mývatns því þar er stundaður ýmiss konar atvinnurekstur og mikið af ferðamönnum heimsækja svæðið. Þetta er I fyrsta skipti sem kort af verndargildi lands er gefið út hér á landi. Kortið er í fjórum litum og í fjölritinu er lýsing á merkustu svæð- unum og heimildaskrá um náttúru Mývatnssveitar. Jólagrauturinn Bókaútgáfan Forlagið hef- ur sent frá sér bókina „Jóla- grauturinn" eftir sænska myndlistarmanninn og rithöf- undinn Sven Nordquist. Bók- in er ætluð yngstu kynslóö- inni og segir frá ævintýraleg- um atburðum sem eitt sinn gerðust á aðfangadagskvöld. Á bóndabæ sinna búálfarn- ir öllu því sem mannfólkið kemur ekki í verk eða gleymir að gera. En ef fólkiö gleymir að fara út með grautarskál handa búálfunum á aðfanga- dagskvöld boðar það óham- ingju á bænum í heilt ár. Og þessi jól, sem sagan segir frá, höfðu menn næstum því gleymt grautnum. „Jólagrauturinn" er 28 bls. að stærö, prýdd stórum lit- myndum á hverri síðu. Þor- steinn frá Hamri þýddi sög- una. Bókin er prentuð ( Sví- þjóö. Bólu-Hjálmar Bólu-Hjálmar, ævi og skáldskapur Hjálmars Jóns- sonar frá Bólu eftir dr. Eystein Sigurðsson er komin út hjá bókaútgáfu Menningar- sjóðs. Bókin er 313 bls. og skiptist I tíu kafla. Einnig eru f bókinni myndir, skrá yfir mannanöfn, kvæði og önnur skáldverk. Eysteinn segir f öllum meginatriöum ævisögu Hjál- mars en fjallar einnig mikið um kveðskap hans, rekur hann sundur eftir timabilum og yrkisefnum, skilgreinir verk skáldsins og leggur mat á þau. Ennfremur er útskýrt hver séu helstu stil- og form- einkenni hans. í formála gerir Eysteinn grein fyrir verki sinu. Þar seg- ir hann m. a. að markmiðið sé tvlþætt. Annars vegar að taka saman yfirlit um skáld- skap Hjálmars, einkenni hans og stöðu i bókmenntasög- unni og hins vegar er bókin skrifuð fyrir alla almenna lesendur þ.e.a.s. að ekki er nauðsynlegt að hafa margra ára háskólanám í bókmennt- um að baki til þess að geta haft af bókinni fullt gagn og gaman. Vatnið Bókaútgáfa Menningar- sjóðs hefur gefið'út nýja skáldsögu eftir Guðmund Daníelsson. Heitir hún „Vatn- ið“ og gerist austanfjalls og í höfuðstaðnum. Tíminn er 1930—1950 en rætur sögunn- ar liggja aftur til 1914. í bókarkápu má m. a. lesa að þessi nýja skáldsaaa Guð- mundar sé sviprik og frum- leg. Ef til vill má segja að aðalviðfangsefni „Vatnsins" sé ástin og eignarétturinn, upphafið og endalokin, tafl andstæðinganna þar sem allt er í veði, ekki síst lífið. Vatnið er í senn raunverulegt vatn og tákn tilverunnar og sjálfr- ar forsjónarinnar. Hún er óskiljanlegt afl og ofviða sér- hverri valdstjórn, til alls vis jafnt góðs sem ills. Það sem hún gefur með annarri hend- inni — það tekur hún með hinni. Ný barnabók „Ollaog Pési“ ný barnabók eftir Iðunni Steinsdóttur er komin út hjá Almenna bóka- félaginu. Bókin er ætluð börnum á aldrinum 6-12 ára og segir frá þeim Ollu og Pésa sem búa í Reykjavík. Þó þau séu ósköp viðfelldin börn láta þau ekki bjóða sér hvað sem er, sérstaklega ekki Olla. Hún elst upp hjá þrem- ur sérvitringum sem búa á slðasta bændabýlinu innan borgarmarkanna. Þegar upp kemur vandamál sem full- orðna fólkið ræður ekki við taka börnin til sinna ráða og hefja baráttu. Og þau standa ekki ein í baráttunni því Skáldi, Málfríðurog hestur- inn Rauður, sem ervinur Ollu, leggja öll fram krafta sfna. Norræn ævintýri Bókaútgáfa Máls og menn- ingar hefur gefið út fyrstu bókina i nýjum flokki ævin- týra og nefnist hún „Norræn ævintýri l.“ í þessu fyrsta bindi eru all- ar þýðingar þeirra Steingríms Thorsteinssonar og Brynjólfs Bjarnasonar á ævintýrum H.C. Andersson og auk þess sögurnar „Álfhóll" í þýöingu Sigurðar Á. Magnússonar og „Leggur og skel“ eftir Jónas Hallgrímsson. Ennfremur koma nú út i fyrsta sinn á is- lensku, ævintýri eftir finnska skáldiö Zacharias Topelius, í þýöingu Sigurjon- Guójóns- sonar. Karlmannlegt tímarit „Við karlmenn" nefnist nýtt tímarit sem hefur nú hafið göngu sina. Það er útgáfufé- lagiö Roðasteinn sem gefur tlmaritið út. Timaritið á að vera öðruvisi, rit sem hefur ekki verið áóur gefið út á is- landi. Ætlunin er að birta fjöl- breytt efni fyrir og um karl- menn í formi viðtala og ann- arra greina, bæði fyrir unga og aldna. „Við karlmenn“ mun koma út sex sinnum á ári eða á tveggja mánaða fresti. Fyrsta tölublaðið kom út núna 1. nóvember. Meðal efn- is er viðtal við Ólaf Laufdal, Albert Guðmundsson, sagt frá afrekum Jóns Páls o.fl. Ritstjóri tlmaritsins er Hjör- leifur Hallgrimsson.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.