Alþýðublaðið - 09.12.1987, Qupperneq 5
Miðvikudagur 9. desember 1987
5
Dómsmálaráðherra með frumvarp um breytingu á barnalögum:
SAMEIGINLEG FORSJÁ BARNA
— eftir skilnað foreldra eða sambúðarslit svo og hjá foreldrum óskilgetinna barna.
Dómsmálaráðherra mun á
næstunni leggja fram frum-
varp um breytingar á barna-
lögum nr. 9 15. apríl 1981.
Helstu breytingarnar eru þær
aö heimilað veröi aö foreldrar
sem hafa skilið, semji um
sameiginlega forsjá barna
sinna og ennfremur aö for-
eldrar óskilgetinna barna
sem ekki eru samvistum geti
samið um slíka skipan að því
er börn þeirra varöar. Frum-
varpið er nú til umfjöllunar i
þingflokkum.
Sifjalaganefnd hefur samið
frumvarpið sem dómsmála-
ráðherra mun flytja á næst-
unni. í henni eiga sæti dr.
Ármann Snævarr, formaður,
Auður Auðuns, fyrrv. dóms-
málaráðherra, Baldur Möller,
fyrrv. ráðuneytisstjóri og
Guörún Erlendsdóttir, hæsta-
réttardómari. Ritari nefndar-
innar er Drífa Pálsdóttir,
deildarstjóri.
Mikilvægustu þættirfrum-
varpsins eru i 16. og 18. grein
þar sem lagt er til að fyrir-
mynd annarra norrænna laga,
að heimilað sé að foreldrar
sem hafa skilið, semji um
sameiginlega forsjá barna
sinna og ennfremur að for-
eldrar óskilgetinnar barna
sem ekki eru samvistum, geti
samið um slíka skipan er
börn þeirra varðar. Til viðbót-
ar þessu eru svo ýmis
ákvæði, þar sem lagðar eru
til breytingar á barnalögum,
bæði vegna leiðréttinga á
texta og einkum með hlið-
sjón af könnun sem fram hef-
ur farið á framkvæmd lag-
anna.
Lögfest á
Norðurlöndum
Á síðustu árum hefur verið
lögfest á öllum Norðurlönd-
um ákvæði er veita foreldrum
svigrúm til þess að mæla svo
fyrir að þau hafi sameigin-
lega forsjá barna sinna þrátt
fyrir skilnað, slít á óvígðri
sambúð eða um er að ræða
foreldra óskilgetins barns,
sem eigi búa saman. Fyrst
voru sett lög um þetta efni í
Svíþjóð 1976 með breytingum
1979 og 1983, í Noregi 1981, í
Finnlandi 1983 og Danmörku
1985 með gildistöku 1. janúar
1986. Lög þessi eru mismun-
andi. Á það ekki síst við um
þá meginspurningu, hvort
stjórnvöld eða dómstólar geti
ákvaröað einhliða án óska
foreldra eða gegn andstöðu
a.m.k. annars þeirra að sam-
eiginleg forsjá skuli viðhöfð
eða hitt sé fremur, að for-
senda fyrir slíkri tilhögun sé
samkomulag foreldranna.
Hvað þýðir skipanin
í raun?
I samningi um sameigin-
lega forsjá barns felst ekki í
sjálfu sér að barn búi hjá
báðum foreldrum og því síð-
ur jafn lengi hjá hvoru fyrir
sig. Þegar slíkur samningur
er gerður á Norðurlöndum er
algengast að barnið búi hjá
öðru foreldri en dveljist hjá
hinu á tilteknum tímum eftir
því sem semst milli foreldr-
anna. Hins vegar veitir sam-
komulagið eða skipanin svig-
rúm til þess fyrir foreldra að
semja svo um, að barnið
dveljist eða búi hjá öðru t.d. í
3 mánuði og næstu þrjá mán-
uði hjá hinu. En slík tilhögun
er þó miklu fátíðari í reynd, ef
miðað er við tiltækileg gögn
um framkvæmd þessara mála
og er hún tíðust þegar for-
eldrar búa í grennd við hvert
annað og barnið þarf ekki að
skipta um skóla eða barna-
heimili. Sameiginleg forsjá
þýðir ennfremur að báðir for-
eldrarnireru forsjármenn
barns og lögráðendur þess.
Það þýðir að bæði ráða þvi
sameiginlega hvernig til skip-
ast um persónulega hagi
barns, um dvalarstað, vist á
dagvistarstofnun, skóla-
göngu, uppeldisþætti, aðild
að trúarfélagi, þátttöku i fé-
lagsstarfi, hugsanlegar lækn-
isaðgerðir, hvort barnið verði
ættleitt og allt er varðar fjár-
muni barnsins og fjár-
ráðstafanir.
Barna- og unglingaslys á íslandi:
HÆSTA SLYSATÍDNI í HEIMI
Ólafur Ólafsson, landlæknir, segir orsakirnar m.a. œfingaleysi og óvarkárni ökumanna.
Slysatíöni barna og ungl-
inga hér á íslandi er með þv(
hæsta í heiminum. Rúmlega
helmingur slasaðra I umferð
er undir tuttugu ára aldri og
er unglingum á aldrinum
15—19 ára um 4—5 sinnum
hættara viö að lenda í um-
feröarslysi en 25 ára og eldri.
Þeir ökumenn sem valda
þessum slysum eru 24 ára og
yngri. Orsakirnar eru margar
m. a. óvarkárni og æfinga-
leysi ungra ökumanna. Aftur
á móti eru slys vegna ölvunar
við akstur fátiðari hér á ís-
landi helduren ( nágranna-
löndunum.
Þetta er meðal efnis ( grein
eftir Ólaf Ólafsson land-
lækni, sem birtist i slðasta
tölublaði Læknablaðsins.
Greinin nær til barna- og
unglingaslysa á íslandi og
kemur fram að um leið og
þeim hefur fjölgað hér á
landi fækkar slysum i ná-
grannalöndum okkar. Nú er
svo komið að slysatíðni
barna- og unglinga (drengja)
hér á landi er með því hæsta
í heiminum. Flest slysin seg-
ir Ólafur vera í frítíma, í um-
ferð, i heimahúsum og i
starfi.
Slysatlðni I umferð er
hæst meðal 17—18 ára ungl-
inga þ. e. skömmu eftir að
þeir fá ökuréttindi. Tekur
Ólafur sem dæmi framhalds-
skóla meö 500 piltum og 500
stúlkum. Á hverju ári slasast
um 20—25 þessara pilta og
10—12 stúlkur, sum hver lífs-
hættulega. Vélhjólaslys eru
algeng og áriö 1985 var um
80% þeirra sem lentu I þess-
konar slysum, unglingar á
aldrinum 15—19 ára. Reið-
hjólaslys verða aftur á móti
mest á börnum, 5—14 ára.
Tlðni slysa á gangandi vegfar-
endum er einni hæst meðal
barna og unglinga og nær
hámarki I 5—9 ára aldurs-
hópnum.
En hvernig stendur á öllum
þessum slysum og hvers
vegna er börnum og ungling-
um hættara en öðrum. Olafur
hefur haldbærar skýringar á
því. Ungir ökumenn eru í
mörgum tilvikum óvarkárir og
þá skortir æfingu. Auk þess
notar lítill hluti þeirra bílbelti.
Börn hlaupa skyndilega út á
akbraut og er það algengasti
slysavaldurinn. Talið er að
flest slys af þessum toga
verði utan skólatíma þ.e.a.s.
þegar börnin eru að leik.
50% þeirra sem valda slysum
á gangandi vegfarendum eru
ungir og reynslulitlir öku-
menn þ. e. 24 ára og yngri.
Vélhjólaslys eru einnig al-
geng og eru 63% þeirra
vegna þess að réttur er brot-
inn á ökumanni hjólsins. At-
hygli vekur einnig að 50%
þeirra sem slasast á vélhjóli
hafa aðeins haft ökuréttindi (
hálft ár.
Til þess aö draga úr slysa-
tíðni hafa lögboðnar hraða-
takmarkanir og öryggisútbún-
aður reynst best hingað til.
Ólafur telur það einnig ráð-
legt að taka upp ökukennslu
i framhaldsskólum sem val-
fag. Æfing i ökuhermi væri
ákjósanleg leið, segir Ólafur.
Um slys ( heimahúsum
segir Ólafur að 30% barna á
höfuðborgarsvæðinu á aldrin-
um 0—4 ára komi á slysa-
deild Borgarspítalans árlega.
Það mun vera 8% af Ibúa-
fjöldanum og hæsta slysa-
tíðni I Evrópu. Eitranir er
langalgengasta orsökin. Til
að koma í veg fyrir slys af
þessu tagi verður að vera
fræðsla f skólum og heima-
húsum sem upplýsa fólk um
skaðleg áhrif efnanna sem
notuð eru. Nýlega kom út
upplýsingabæklingur um
þessi efni sem dreift var ( öll
hús.
Ólafur kemur einnig llti-
lega inn á vinnuslys og or-
sakir þeirra. Þau eru algeng-
ust í aldurshópnum 16—20
ára og skýringuna segir Ólaf-
ur sennilegast vera þá að
ungt fólk kemur reynslulaust
I störf á vorin og þá verða
slysin. Því þyrfti að koma á
fót i framhaldsskólum og hjá
vinnuveitendum fræðslu og
æfinganámskeiðum fyrir
skólafólk.