Alþýðublaðið - 09.12.1987, Side 7
Miðvikudagur 9. desember 1987
7
UTLOND
Umsjón:
Ingibjörg
Árnadóttir
Pernilla hitar sig upp i „Baöhúsinu", áöur en
Kabarettinn hefst í „Rock Maskinen". Ágóö-
inn rennur óskertur í hjálparsjóð gegn eyöni.
ÖÐRUVÍSI
FRÍRÍKI
Það eru svœði í Kristjaníu, þar sem hin 16
ára „félagsmála tilraun(í, hefur heppnast.
Á dimmri nóttu í mars 1971
klifruðu sex ungir menn yfir
girðingu sem umlukti húsin í
Bodsmandsstræde. Þar
höföu búið yfirmenn sjóhers-
ins en nú voru þessi hús ekki
lengur í notkun. Ungu menn-
irnir lýstu því yfir, að fríríkið
Kristjanía væri stofnað. Ekki
mun þeim hafa boðið í grun
hvaða afleiðingar þetta
mundi hafa.
Þetta var hugsað sem
mjög „dönsk“ viðbrögð vlð
óróa og uppivöðslulátum
unga fólksins á árunum 1968-
1970. Tilraun til að safna
saman ýmsum öflum sem
ekki gátu fengið útrás á hefð-
bundinn hátt.
Þetta leiddi til stöðugra
árekstra við lögreglu og
stjórnmálamenn. Einn daginn
voru uppi háværar kröfur um
að leggja fríríkið niður,
næsta dag var krafist stuðn-
ings við þessa merkilegu fé-
lagsmálatilraun.
Útflutningur sem
skiptir milljónum
Undanfama daga og vikur
hefur Kristjanía aftur komið
af stað umræðum ( Þjóðþing-
inu. Nýjar kröfur um að loka
hverfinu og það strax. Of-
beldi og lögbrot farin að
ganga of langt, og erfitt að
koma auga á jákvæðar hliðar
þessarar „tilraunar f félags-
málurn".
Hægt er þó að finna já-
kvæðar hliðar. Það er ekki
mörgum kunnugt um, að f
Kristjaníu blómstrar útflutn-
ingsverslun, með veltu sem
nemur milljónum danskra
króna. Útflutningurinn er til
flestra landa Evrópubanda-
lagsins og einnig til Banda-
ríkjanna. Ein starfsemin
þarna hefur átt svo mikilli
velgengni að fagna að hún
hefur vaxið upp ur Kristjaníu.
Það er glerblástursverk-
smiðja Kristjaníu, sem nú
hefuraðsetur í nágrenni Hró-
arskeldu (Roskilde).
Það er sannarlega þess
vert að fylgjast með þeirri
starfsemi. Utanríkisráðuneyt-
ið var fastur viðskiptavinur,
þegar þörf var á dönskum
listiðnaöargripum tiJ að gefa
erlendum gestum. Glös
merkt Kristjanfu eru átoorð-
um í sendiráðum ýmissa
landa.
Lfklega er Jesper Sölling
þekktastur í alþjóðlegu sam-
hengi. í Kristjanfu framleiðir
hann grindina (stellið) í Ped-
ersen-reiöhjólin. Framleiðsl-
an er flókin og vinnustofan
getur aðeins framleitt um
það bil 400 grindur á ári, sem
flestar eru fluttar út. Starf-
semin hefur góð sambönd í
Sviss og Þýskalandi.
„Þvf miður fórum við ansi
flatt á viðskiptunum við
Bandaríkin. Það var árið 1986,
og mikil bjartsýni rlkti f við-
skiptamöguleikum við
Bandaríkin. Við töpuðum
miklu, vegna þess að millilið-
ur okkar í Bandaríkjunum sá
ekki sóma sinn í því að gera
upp við okkur fyrir þau hjól
sem við höfðum afhent.
Raunabót var þó í því að kvik-
myndaleikarinn Donald Suth-
erland fékk Pedersen-reið-
hjól, þegar hann vann að
kvikmyndinni „Oviri“. Hann
var ánægður með hjólið og
útvegaði okkur nokkrar pant-
anir frá Hollywood, og okkur
fannst nú töluvert púður í
þvl,“ segir Jesper Sölling,
sem harðneitar að láta kalla
sig verksmiðjustjóra. „Kallið
mig bara Jesper," segir hann.
Sendiferðahjól
Preben er einn af þremur
eigendum „Smedien" (Smiðj-
an) í Kristjaníu. í Smedien
hafa þeir sérhæft sig í fram-
leiðslu brennsluofna og
þriggja hjóla flutninga- eða
sendiferðareiðhjóla. Fyrstu
ofnarnir voru smíðaðir úr
gömlum olíutunnum, og not-
aðiraf fyrstu íbúum Kristj-
aníu til að halda á sér hita yf-
ir vetrarmánuðina. Nú þykja
það forréttindi að eiga ósvik-
inn Kristjaníuofn. Þeireru
um allt bæöi f Danmörku og í
öðrum löndum.
Flutningahjólin eru eftir-
mynd gömlu „SvajeT;hjól-
anna sem voru áberandi á
götum Kaupmannahafnar hér
á árum áður. Póstur og sími
eru stórir viöskiptavinir. í
Þýskalandi og Sviss eru þau
notuð f hundraðatali. Þessa
dagana er þriggja vikna af-
greiðslufrestur á hjólunum,
vegna þess að einn starfs-
kraftur af þremur (eigendur)
er f fæðingarorlofi!
Húsgögn og ofnar
Thorbjörn í „Snedkeriet"
(Trésmiðjunni) hefur verið í
Kristjaníu í ellefu ár. Til að
byrja með var Snedkeriet
eins konar þjónustufyrirtæki
fyrir íbúa Kristjaníu. Þeir sáu
um að lappa upp á íbúðirnar
og gera við ýmislegt.
Nú er öldin önnur og þeir
smíða húsgögn úr gömlum
bjálkum og endurnýja gömul
húsgögn. Til þeirra er leitað
af söfnum ef einhverja sér-
staka hluti vantar I gömul
húsgögn. Mesti gróði þeirra
er þó í gamaldags ofnum
sem þeir múra upp með múr-
steinum og seljast grimmt í
Þýskalandi. Þetta hefur að
vfsu lítið með trésmiðju að
gera. Jesper, Preben og Thor-
björn eru sammála um að of-
beldið sem er svo mikið talaö
um, sé aðeins fremst í frírík-
inu, sem sagt við hliðið og
að flestir sem þar eigi hlut
að máli hafi ekkert með
Kristjaníu að gera.
„Á hverjum morgni kemur
strætisvagn með um fimmtíu
unglinga og hleypir þeim út
við hliðið. Þetta eru ungling-
ar, sem samfélagið ræður
ekki við. Allt hefur verið
reynt, þessir unglingar hafa
verið inni á stofnunum og f
fangelsum. Þegar búið er aö
reyna allt segja unglingaráð-
gjafarnir; Prófum Kristjaniu.
Hvernig eigum við að leysa
vandamál sem allir aðrir hafa
gefist upp við að leysa?“ seg-
ir Preben í Smiðjunni.
(Det fri Aktuelt)
í Smiöj-
unni eru
framleidd
Pedersen
reiöhjól
og sendi-
ferðahjól.
Asger
hefur
byggt
sérkenni-
legan
brennsfu-
ofn,
fimnrog
hálfu
tonni af
gömlum
múrstein-
um.
Trésmiðj-
an hefur
gengiö
vel, hún
framleiðir
ofna.