Alþýðublaðið - 18.12.1987, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 18.12.1987, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1919 Það viröist, i orðsins fyllstu merkingu, að lagt hafi verið ofurkapp á að Ijúka byggingu Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar fyrir kosningar. Opnunar- hátíðin þótti reyndar takast vel, enda ekkert vitað um alla „bakreikning- anna“. Húsnœðisfrumvarpið: AFGREITT FYRIR JÓL? — Guðmundur H. Garðarsson segir að greiðlega eigi að ganga að afgreiða frumvarpið í félagsmálanefnd efri deildar. Guðmundur H. Garðarsson formaður féiagsmálanefndar efri deildar telur að greiðlega eigi að ganga að afgreiða húsnæðisfrumvarpið frá nefndinni. Líkur til þess að frumvarpið verði að lögum fyrir jól eru því miklar. Frum- varpið hefur' þegar farið i gegnum fjórar umræður og ætti því að mestu að hafa lokið sinni pislagöngu. „Ég á ekki von á öðru, en það gangi greiðlega að af- greiða þetta mál,“ sagði Guðmundur í samtali við Alþýðublaðið í gær. Ríkis- stjórnin hafði samþykkt að hraða málinu í gegnum þing- ið svo sem kostur er. Að- spurður sagðist Guðmundur ekki verða var við mikinn þrýsting frá ríkisstjórninni. „Menn ráða náttúrlega ekki öllu þótt þeir verði ráðherrar," sagði Guðmundur. Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra hefur sett stól sinn að veði fyrir því að húsnæðisfrumvarpið verði að lögum fyrir jól. Miðað við við- brögð formanns félagsmála- nefndar ætti fátt að tefja af- greiðslu frumvarpsins þá daga sem eftir eru til jóla. Utgáfa lánsloforða var hætt um miðjan mars sl., vegna fjárvöntunar í hús- næðiskerfinu. Síðan þá hefur biðfisti eftir loforðum sífellt verið að lengjast og eru í dag um 6000 manns sem bíða eft- irafgreiðslu Húsnæðisstofn- unar. Byggingarkostnaður Flugstöðvar í Keflavík: BYGGINGARNEFNDIN ORÐIN ÞRISAGA — að mati Jóns Baldvins fjármálaráðherra I umræðum á Alþingi í gær um skýrslu Ríkisendurskoð- unar um byggingarkostnað flugstöðvar í Keflavík kom fram i máli Jóns Baldvins Hannibalssonar fjármálaráð- herra, að byggingarnefnd flugstöðvarinnar hafi í raun gefið þrjár umsagnir vegna umframkostnaðar, frá því um- ræða var fyrst vakin á málinu í sumar eftir að fjármálaráð- herra óskaði eftir skýrslu frá Ríkisendurskoðun. Fyrsta skýringin kom frá nefndinni í sumar í fréttatil- kynningu. Þar var upphafleg áætlun, 42 milljónir banda- ríkjadollara, framreiknuð til verðlags í júlí ’87, en ekki tek- ið tillit til þess aö í þeirri upphæð fólust 8,5 milljónir dollara i áætluðum hækkun- um. Verðbætur voru sem sagt verðbættar, sagði Jón Baldvin, og niðurstaðan var að verkið hefði aðeins farið 250 milljónum króna fram úr áætlun, sem mætti rekja til óhjákvæmilegra breytinga. Næsta skýring kom í at- hugasemdum við skýrslu Ríkisendurskoðunar. Þar seg- ir nefndin að rangt sé að bera upphaflega áætlun sam- an við endanlegar tölur, vegna þeirra breytinga sem ráðist var í. Þess í stað setur byggingarnefndin breyting- arnar inn í upphaflegu áætl- unina og framreiknar. Með þessari aðferð varð umfram- kostnaður um 3%. Þriðja skýringin birtist i skýrslu utanríkisráðherra, sem nefndarmenn skrifuðu. Þar er upphaflega áætlunin aftur borin saman við bók- færðan kostnað. Bókfærði kostnaðurinn er á verðlagi hvers árs og því of lágur mið- að við framreiknaða upphafs- áætlun. Aö mati fjármálaráð- herra er byggingarnefndin þá: að tala um „kostnaöaráætl- anir“ sem eru i raun fjárveit- ingarbeiðnir nefndarinnar. Þær leggur hún saman og kallar heildaráætlun nefndar- innar og er þá myndin farin að l(ta býsna vel út. Það virð- ist hins vegar sem nefndin hafi gleymt að geta þess, að fjárveitingabeiðnirnar eru á verðlagi hvers árs og voru auk þess skornar töluvert niður, svo að skerðing eins árs birtist væntanlega i beiðni næsta árs. Þannig eru sömu tölurnar taldar upp tvisvar eða oftar. Þá benti fjármálaráðherra á að nefndin leggi mikla áherslu á gengistap á bygg- ingartíma í umsögnum sín- um, en það varð um 240 millj- ónir króna. Nefndin getur þess hins vegar ekki að öll lán til verksins voru erlend og því var gengisþróun hag- stæö að því er varðar nýtingu þeirra fjármuna. KV0TA- FRUMVARPIÐ HREYFIST 3 BUIÐ AÐ LÁNA FYRIR ÍBÚÐUM NÆSTA ÁRS ÁTAK GEGN ÁFENGI

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.