Alþýðublaðið - 18.12.1987, Page 5
Föstudagur 18. desember 1987
5
Umferðaráð:
JOLAUMFERÐIN ALDREIMEIRI
Ökumenn sérstaklega minntir á að sýna aðgát og tillitsemi. — Skynsamlegt að láta bílinn í
friði ef dreypt er á jólaglögg.
Umferðarráð vill minna
ökumenn á að jólaumferðin i
ár verður meiri en nokkru
sinni fyrr. Því er nú, í svart-
asta skammdeginu, nauðsyn-
legt að aliir vegfarendur sýni
sérstaka aðgát og tillitssemi
í umferðinni.
í fréttatilkynningu frá Um-
feröarráöi eru nokkur holl ráð
tii vegfarenda; sem aldrei eru
of oft brýnd fyrir fólki:
Gangandi vegfarendur geta
aukið öryggi sitt verulega
meö því aö bera endurskins-
merki og nota þau á réttan
hátt. Þörf fyrir þau er nú enn
brýnni en endranær þar sem
óvlöa slær birtu frá snævi
þakinni jörö. í hálku ættu
þeir sem ganga mikið skil-
yröislaust aö heimsækja
næsta skósmiö og fá sér
búnaö til hálkuvarna svo sem
mannbrodda eöa neglda sóla.
í þessari miklu umferð er
nauðsynlegt að fólk akandi
og gangandi ætli sér meiri
tímaen endranær. í þvl sam-
bandi má hafa í huga mikla
fjölgun bíla í ár sem eðlilega
leiöirtil þyngri umferöar og
því miður einnig til þess að
margir ökumenn verði þungir
á brún við stýrið. Þaö hæfir
jólaumferð illa.
Ljósabúnaður þarf aö vera
í góðu lagi og ættu ökumenn
að nota ökuljósin allan sólar-
hringinn. Vert er að huga að
hjólbörðum, oft duga gróf-
mynstruð dekk, en víða eru
skilyrði þannig að þau þurfa
auk þess að vera negld.
Þessa dagana er víða veitt
„Jólaglögg". Ökumenn ættu
að minnast þess að oftast er
í því áfengi — stundum
sterkt. Gildir sama um „Jóla-
glögg“ sem neyslu annars
áfengis að akstri og áfengi
má alls ekki blanda saman.
Benda má á að gott „Jóla-
g!ögg“ má blanda án áfengra
efna og eru til prýðisgóðar
uppskriftir að slíkum öku-
mannadrykkjum.
■
Yfir 40 aðilar hafa fyrir jólin tekið höndum saman og hafið herferð gegn ölvunarakstri.
Atak gegn áfengi:
HVAD MÁ BJÓDA ÞÉR?
„Öll vínveitingahús eiga að hafa á boðstólum mikið úrval óáfengra drykkja. “
Rúmlega fjörutíu aðilar,
þ.a.m. Áfengisvarnarráð, Um
ferðarráð, Lögreglan og
Fararheill, hafa hafið „Atak
gegn áfengi.“ Af því tilefni
hefur verið gefinn út bækl-
ingur „Óáfengt. Já, takk.“
Bæklingurinn er prentaður í
20.000 eintökum og dreift
m.a. í matvöruverslanir. Um-
ferðarráð hefur einnig gefið
út bækling „Hefurðu efni á
þessu?“ sem dreift verður í
áfengisverslanir, úr lögreglu
bílum, á skrifstofum trygg-
ingarfélaga og víðar. Er aðal
inntak bæklingsins ölvunar-
akstur og afleiðingar hans.
í „Óáfengt. Já, takk“ er
m.a. minnst á ástæður þess
að fólk neytir ekki áfengis.
Sumir vilja varðveita og
tryggja heilsu sína, ná
árangri í starfi eða í íþróttum,
vernda börn sín fædd og
ófædd eða halda hæfni sinni
óskertri í flóknum heimi
hraðans. Bent er sérstaklega
á að öllum vínveitingahúsum
með vínveitingaleyfi ber að
hafa á boðstólum úrval
óáfengra drykkja. Einnig eru í
bæklingnum fjöldi upp-
skrifta.
Áfengisvarnarráð tekur
undir þetta og segir að nú á
jólum, hátíð Ijóss og friðar,
skuli áfengis ekki neytt. Mörg
börn kvíðajólunum vegna
drykkju foreldra sinna og
gleði umbreytist því oft I
sorg.
Umferðarráð bendir á
neyslu „Jólaglöggs" sem oft
hefur afdrifaríkar afleiðingar í
för með sér. Fólk áttar sig
ekki alltaf á því hve áfengis-
magnið er mikið í „glögginu"
og keyrir því bílinn eftir
neyslu. Óáfengt jólaglögg er
ekki verra, segir Umferðarráð,
og væntir þvi þess af lands-
mönnum að ef áfengt „Jóla-
glögg" er haft um hönd, eða
annað áfengi nú um jólin,
verði bíllinn skilinn eftir
heima.
landsleiknum og láttu
drauminn rætast