Alþýðublaðið - 23.12.1987, Side 3

Alþýðublaðið - 23.12.1987, Side 3
Miðvikudagur 23. desember 1987 3 FRÉTTIR Söluskattur á fisk: EKKI RÆTT UM NIÐURFELLINGU — segir Þórir Daníelsson framkvœmdastjóri Verkamannasam- bandsins um „tilboð“ ríkisstjórnarinnar. Þórir Danielsson, fram- kvæmdastjóri Verkamanna- sambands íslands segist ekki hafa skilið fulltrúa rikis- stjórnarinnar, á fundi á í morgun lagði 115 manna hópur skáta af stað i ferðalag til Ástralíu. Skátarnir eru af öilu landinu og ætla þeir að taka þátt i alheims Jamboree-móti suður af Sidney i Ástralíu. Að sögn Gunnars Þórs Sigurðssonar, sem ereinn úr hópnum, verður dvalið í London í dag en flogið þaðan til Ástralíu á aðfangadag. Þar mun hópurinn síðan sunnudag, þannig að felldur yrði niður söluskattur á fiski. Fram hefur komið í fréttum að ríkisstjórnin hafi boðið Verkamannasambandinu að dvelja fyrstu vikun i i Mel- bourne en síðan v >rður tarið á skátamótið suður af Sidney. Mótið stendur í 10 daga en dvalið verður í borg- inni eina viku eftir móts- haldið. Að sögn Gunnars Þórs er þetta lengsta ferð sem ís- lenskir skátar hafa farið til þess að taka þátt í mótum. Hópurinn kemur aftur heim 20. janúar. fella niður söluskatt á fiski en framkvæmdastjóri Verka- mannasambandsins segist ekki hafa skilið það þannig. „Við fengum óformlegt boð um að tala við fulltrúa ríkis- stjórnarinnar og á þeim fundi var ekki minnst neitt á þetta mál, en við ræddum þar stöð- una í samningamálum." Sagði Þórir ennfremur að ekki væri hægt að búast við því að einhver hreyfing yrði á samningaumleitunum VMSÍ og VSÍ nú fyrir áramót. í Alþýðublaðinu i gær sagði Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands íslands að fara þyrfti í annan heim til að mæta kröfum launþegahreyf- ingarinnar. Þórir Daníelsson sagðist ekki vita hvað Þórar- inn væri að fara með þessum orðum og sagði ennfremur að það þyrfti mikið meira til helduren VSÍ hefði boðið. Einnig þyrftu þeir hjá VMSÍ að undirbúa sín mál mikið betur félagslega áður en til alvöru samningaviðræða kæmi. SKÁTAR Á LEIÐ TIL ÁSTRALÍU Sambandið: EKKI í MÁL VIÐ RÁÐHERRA VEGNA ÚTVEGSRANKANS Samband islenskra sam- vinnufélaga ætlar ekki að höfða mál á hendur við- skiptaráðherra vegna sölu Út- vegsbankans. Það telur að ástæður þess aö ráðherra hafnaði boði Sambandsins séu af pólitískum toga spunnar og að meðferð Hinn norræni menningar- sjóður hyggst koma á fót nor- rænum bókaklúbb og mun sjóðurinn borga eina milijón danskar krónur til að koma klúbbnum af stað. Bókaklúbburinn mun vinna þannig að bækurnar eru dæmdar eftir gæðum og síð- an sendar áskrifendum í einum pakka. Pakkinn mun innihalda bækur sem til- nefndar hafa verið til bók- menntaverðlauna Norður- landaráðs og munu þær allar verða á frummálinu. Á bak við þessar fram- kvæmdir stendur Bok & stjórnvalda á þessu máli sé ámælisverð og ekki í sam- ræmi við góða viðskipta- haetti. í fréttatilkynningu sem Sambandið hefur sent frá sér segir, að ástæður þær er við- skiptaráðherra færir fram fyr- ir synjun sinni á kauptilboði Biblotek AB í Gautaborg en til að koma klúbbnum af stað mun norræni menningarsjóð- urinn borga um eina milljón danskra króna. Tilgangurinn með bóka- klúbbnum er m.a. sá að koma þeim rithöfundum sem starfa á Norðurlöndum á framfæri í fleiri löndum en heimalandi sínu og aðstandendur klúbbsins vilja koma nor- rænum skáldskap inn í skóla, bókasöfn o.fl. Einnig finnst þeim það vera til góðs fyrir fólk á Norðurlöndum að lesa norrænar bókmenntir á frum- málinu. Sambandsins í Útvegsbank- ann eigi ekki við rök að styðj- ast. Engin skilyrði eða fyrir- varar hafi verið nefndir í til- boði ríkisstjóðs þegar hluta- bréf í bankanum voru boðin til sölu. Ástæða ráðherra fyrir synj- uninni hafi verið sprottin af pólitískum rótum. Húri sé sprottin af því pólitíska upp- námi sem varð meðal þeirra sem ekki hafi sýnt hlutabréf- unum neinn áhuga fyrr en Sambandið hafi ætlað aö kaupa þau. Hafi þeir viljað fyrir hvern mun koma í veg fyrir að ríkissjóður seldi Sam- bandinu sinn hlut í bankan- um. Lltur Sambandið svo á að meðferð stjórnvalda á þessu máli hljóti að teljast ámælis- verð og ekki í samræmi við góða viðskiptahætti. Sam- bandið muni eftir sem áður ástunda vinsamleg samkipti við stjórnvöld. Segir í fréttatilkynningunni að þrátt fyrir góða málefna- lega stöðu ætli Sambandið ekki að efna til frekari deilna, eða fara í langvarandi mála- ferli vegna þessa, heldur bíöa eftir aðgerðum ríkisins í end- urskipulagningu bankakerfis- ins í samræmi við yfirlýsta stefnu ríkisstjórnarinnar. Norrœni menningarsjóðurinn: DÖNSK MILLJÓN í BÓKAKLÚBB Rannveig Guðmundsdóttir Húsnœðisstofnun: „LEGG METNAÐ MINN ( AÐ VINNA VEL“ segir Rannveig Guðmundsdóttir fyrsta konan sem kjörinn er formaður Hús- nœðisstofnunar ríkisins. Rannveig Guðmunds- dóttir er nýr formaður stjórnar Húsnæðisstofn- unar. Hún er fyrsta konan sem gegnir þessu starfi og er það annað karlavígið sem hún fellir á árinu, þvi hún er lika formaður bæj- arráðs í Kópavogi. Segir hún að erfitt sé aö gera áætlanir í húsnæðismál- um þegar breytingar séu svo örar sem raun ber vitni. Ástand húnsæðis- mála væri uggvænlegt i dag, en hún vonaðist til að nýju húsnæðisiögin bættu ástandið eitthvað. — Hvernig leggst nýja starfið í þig? „Það leggst nokkuð vel í mig, þetta er spennandi verkefni að fara inn í þessa stjórn. Auðvitað er erfitt að koma nýr og fara beint í formennsku, en þarna eru fyrir ýmsir reyndir fulltrúar og er það mjög gott.“ Sagði Rannveig að það skipti miklu máli fyrir kon- ur í pólitík þegar einhver þeirra er valin til starfa sem ekki hefur verið í höndum konu áður. Sér þætti ánægjulegt að verða valin fyrst kvenna til þessa starfs. „Ég finn lika til talsverðrar ábyrgðar að vera brautryðjandinn og ég mun leggja metnað minn í að standa mig vel.“ Það væri mikil vinna að koma inn I stjórn húsnæð- ismála núna, þegar svona miklar breytingar hafa ver- ið. Nýtt húsnæðismála- kerfi hafi verið fyrir, að- eins búið að vera til í eitt ár. Og nú væru að koma ný lög. Það gerði fólki líka mjög erfitt fyrir að svona miklar sviptingar skuli vera í húsnæðismálunum, að gera áætlanir. Hún von- aðist til þess að það sem kæmi núna yrði varan- legra. Um ástand húsnæðis- mála í dag sagði Rannveig að sér virtist staðan nokk- uð uggvænleg. Þúsundir óafgreiddra lánsumsókna og vegna endurskoðunar þessara mála hafi ekki ver- ið hægt að afgreiða láns- loforð. Eftir áramót yrði byrjað að afgreiða þau. Staðan væri dálítið sér- kennileg, því búið væri að veita fé í húsnæðismála- kerfið vegna samninga viö lífeyrissjóöina og i fjárveit- ingum frá ríkinu. Það fé væri hins vegar að mestu leyti lánsloforð sem búið væri að gefa út. „Nú á að fara að gefa út lánsloforð á næsta ári, út á árin á eftir, án þess að Húsnæðisstofnun viti ( raun hve miklu fjármagni hún muni búa yfir.“ Eitt af því sem gerði þessa vinnu erfiðari en ella, væri hversu óljóst þaö væri hvert ráðstöfun- arfé lifeyrissjóðanna væri. Lífeyrissjóöirnir keyptu að jafnaði skuldabréf fyrir 55% af ráðstöfunarfé sínu. Það væri til dæmis ekki Ijóst fyrr en i byrjun næsta árs hvert ráðstöfun- arfé þeirra var á þessu ári. Rannveig taldi að hið nýja húsnæðismálakerfi væri liður í að breyta því sem ekki tókst með því sem fyrir var. Einnig ætti eftir að reyna á það hver hin eiginlega húsnæðis- þörf væri. — Ertu með einhverjar nýjar hugmyndir? „Nei, ég hef aðeins set- ið tvo fundi til þessa og hef lagt höfuðáherslu á það að kynna mér málin. Ég held að það gildi um mig eins og ætti að gilda um alla, að rasa ekki um ráð fram. Ég mun reyna að vanda mig við það sem ég geri, hvort sem það verða nýjungar eða annað. Á þessu augnabliki er ég ekki með neinar patent- lausnir."

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.