Alþýðublaðið - 06.01.1988, Side 8

Alþýðublaðið - 06.01.1988, Side 8
ÍIMBUBIIDIB Miövikudagur 6. janúar 1988 H9HB9HHBBBHHBH ■■■■■ ■ SOLUSKATTSFRUMVARPID SAM- ÞYKKT SEM LÖG FRÁ ALÞINGI í gær var söluskattsfrumvarpið samþykkt sem lög frá Alþingi. Það felur í sér að söluskattur leggst á ný á öll matvæli og að undanþágum verður stórlega fækkað, en í framsöguræðu sinni sagði fjármálaráðherra m. a. að engin aðgerð hafi grafið jafn mik- ið undan framkvæmd og eftirliti með skilum á söluskatti og undanþágur söluskatts gerðu á sínum tíma. Ýmsar hliðarráðstafanir hafa verið gerðar samfara þeim hækk- unum sem verða á matvælum, t. d. hækkuðu lífeyrisbætur um 6—8% 1. jan. og barnabætur hækka sérstaklega um 9—10% og verðaþærgreiddarútársfjórðungslega, ífyrstasinn íjan. ’88. Eru það um 2200 milljónir sem varið verður í lífeyris- og barnabætur, ásamt auknum niðurgreiðslum. Styrr hefur staðið um þessar aðgerðir og leitað Alþýðublaðið álits formanns Neytendasamtakanna og formanris Kaupmanna- samtakanna auk hins almenna borgara. Gunnar Ágústsson. „ÍÞYNGIR MÉR EKKI“ „Hann Iþyngir mér ekki, við erum það fá í heimili núna. Það á eftir að koma í Ijós hvernig hann reynist, ég býst við að hann reynist mörgum þungur. Þetta kemur verst niður á barnmörgum fjöl- skyldum," sagði Gunnar Ágústsson. — Hefurðu kynnt þér bætur sem koma á móti? „Ég held að þar sé bara um millifærslu á peningum að ræða. Þetta er bara tekið af sköttunum." Dagbjört Ólafsdóttir. „ALLIR SKATTAR SLÆMIR" „Það eru allir skattar slæmir. Þessi er kannski verri en aðrir, það er illa gert að vera að skattleggja mat, með því er verið að ráðast á þá lægst launuðu.“ „Ég hef ekki kynnt mér bæturnar eða niðurgreiðsl- urnar sem á móti koma,“ sagði Dagbjört Ólafsdóttir. „HRIKALEGUR* „Ég held að öllum þyki matarskatturinn hrikalegur. Það á eftir að koma i Ijós hvernig hann reynist," sagði Jóna Guðmundsdóttir. Jóna Guðmundsdóttir. Unnur Magnúsdóttir. „ÓHRESS“ „Það er enginn hress með matarskattinn," sagði Unnur Magnúsdóttir. „Þetta getur orðið afskaplega erfitt fyrir marga og bitnar á stærstu fjölskyldunum." Varðandi hækkun bóta og fleira sem á móti kæmi sagði hún að það væri auðvitað til bóta fyrir barnafjölskyldur. Friðgeir Hjaltalin. „EKKERT VOÐALEGT MÁL“ „Þetta er ekkert voðalegt mál. Það er verið að breyta skattakerfinu, og ef heildar- skattar hækka ekki þá er þetta í lagi. Það er alveg eins hægt að borga af ýsunni eins og hverju öðru.“ „Ég hef ekki kynnt mér hvernig bótum og niður- greiðslum verður háttað," sagði Friðgeir Hjaltalín. Formaður Kaupmannasamtaka Isl: SÖLUSKTTSPRÓSENTAN OF HÁ r Formaður Neytendasamtakanna: STRIDIR GEGN MANN- ELDISSJÓNARMIÐUM „Ég vil að söluskattur sé á matvöru og að sama sölu- skattsprósenta sé lögð á all- ar vörur sem fólk kaupir, en mér finnst hún alltof há. Þvi færri undanþágur þvi betra,“ sagði Guðjón Oddsson for- maður Kaupmannasamtaka íslands. Sagði hann að það hafi valdið sér vonbrigðum að söluskattsprósenta skyldi ekki verða lækkuð þegar ákveðið var að setja á matar- skatt. Hann verði bæði erfið- ur í innheimtu og einnig muni hann skekkja verðskyn fólks. „Ég hefði viljað að sölu- skattur væri ekki hærri en 15%, en ég geri mér grein fyrir að hann gat ekki lækkaö svo mikið við að setja sölu- skatt á matvæli. En þvi færri undanþágur því betra.“ „Það er skoðun okkar hjá Neytendasamtökunum aö meö þessu sé verið að gera þá nauðsynjavöru sem mat- væli eru enn dýrari en þau eru í dag, og að okkar mati hefur verð matvæla verið nægjanlega hátt. Þetta stríðir gegn menneldissjónarmiðum og mun koma illa við buddu landsmanna, sérstaklega hinna lægst launuðu“ sagði Jóhannes Gunnarsson for- maður Neytendasamtakanna. Sagði hann, að þeirra mati væri engin glóra í þessum aðgerðum. Þarna væri um grófa neyslustýringu að ræða. Verið væri að hækka verð á vöru sem full ástæða væri til að auka neyslu á s. s. grænmeti, ávöxtum og brauði, en á móti væri verið að greiða niður óholla fitu eins og smjörið er. „Þetta er ekki I neinu sam- ræmi við þá manneldisstefnu sem mótuð hefur verið hér á landi, henni er algjörlega ýtt til hliðar. Þarna er að okkur sýnist fyrst og fremst verið að koma út kindakjötinu." BHnMBMBBBBBBMS □ 1 2 3 r 4 5 □ V 6 □ 7 §~~ 9 10 n 11 □ 12 13 u Krossgátan Lárétt: 1 vont, 5 borðir, 6 kropp, 7 samt, 8 atorku, 10 umstand, 11 reiðihljóð, 12 útlimi, 13 gjöld. Lóðrétt: 1 stagl, 2 hvíli, 3 kind, 4 binda, 5 duga, 7 garnir, 9 niska, 12 sýl. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 grobb, 5 frek, 6 leg, 7 el, 8einnig, 10 nn, 11 agi, 12burð, 14 afæta. Lóðrétt: 1 grein, 2 regn, 3 ok, 4 bólgið, 7 eigra, 9 naut, 12 bæ. 6engið Gengisskráning 30. desember 1987 Kaup Sala Bandaríkjadollar 35,810 35,930 Sterlingspund 66,535 66,758 Kanadadollar 27,446 27,538 Dönsk króna 5,8124 5,8318 Norsk króna 5,7081 5,7273 Sænsk króna 6,1292 6,1498 Finnskt mark 8,9952 9,0254 Franskur franki 6,6235 6,6457 Belgiskur franki 1,0708 1,0744 Svissn. franki 27,7006 27,7935 Holl. gyllini 19,9277 19,9944 Vesturþýskt mark 22,4163 22,4914 ítölsk tira 0,03040 0,03050 Austurr. sch. 3,1838 3,1945 Portúg. escudo 0,2724 0,2733 Spanskur peseti 0,3289 0,3300 Japanskt yen 0,28984 0,29081 • Ljósvakapunktar •RUV 20.35 Stiklur Ómars Ragnarssonar. í þessum þætti er stiklað austur frá Hafnarfirði í átt að Reykja- nesfjallgarðinum. • Stöí 2 20.25 „Nú er hún Snorrabúð stekkur... Þáttur um Þing- velli i umsjón Péturs Gunn- arssonar og i dagskrárgerð Hilmars Oddssonar. • Rás 1 18.03 Torgið — Þáttur um efnahagsmál í umsjón Þor- láks Helgasonar. • Rás 2 19.30 íþróttarásin i umsjón Arnars Björnssonar.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.