Tíminn - 07.10.1967, Side 9

Tíminn - 07.10.1967, Side 9
LAUGARDAGUR 7. október 1967 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson. Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Ritstj.skrifstofur í Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifsofur: Bankastræti 7. Af- greiðslusími: 12323. Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. innanlands. — í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Ótrúlegt andvaraleysi Er nýr og mjög þrálátur bufjársjúkdómur búinn aS ná hér varanlegri fótfestu? Þannig spyrja menn hver annan nú og eiga við hringskyrfi svonefnt í nautgripum í Eyjafirði. Þetta er þrálátur sjúkaómur. sem ekki aðeins leggst á ýmsan búfénað, svo sem nautgripi, sauðfé og hross, heldur einnig á menn, og er að því leyti flestum búfjársjúkdómum hvimleiðari. Hrmgskyrfi veldur árlega stórtjóni og usla í búfjárstofni nágrannalanda, en hér mundi uslinn verða enn meiri fyrst vegna næmi. Þar að auki veldur hann fólki þjáningum og heilsutjóni. Árið 1933 barst hringskyrfi hingað til lands með innfluttum nautgripum, og sýktust íslenzkir gripir, en með snöggri ákvörðun um slátrun allra gripanna var hættunni bægt frá. í fyrra flytur svo danskur fjósamaður veikina í Eyjafjörð. Þá bregður svo við, að allar varnir verða með undarlegu seinlæti og vandræðafálmi, en það stafar af forustuleysi ráðherra í málinu. Svæði með sýktum gripum í miðjum Eyjafirði var að vísu girt af, en ekkert viðhlítandi eftirlit með því, að sóttkvíin væri held. Hlið hafa verið opin í sumar, og í haust kom í ljós, að búpeningur hefur í stórum stíl komizt úr haldinu- Yfirdýralæknir hefur lagt fram ákveðnar tillögur um niðurskurð, eða sóttkví og lyfjalækningu. En landbún- aðarráðherra heldur að sér höndum. Mikil hætta er á, að sýkin hafi þegar breiðzt út, svo að vart verði við ráðið. Þá er t.d. talið, að á þriðja tug manna hafi þegar sýkzt af veikinni, og sumir þegar legið í sjúkrahúsum vegna hennar. Hér hefur verið að unnið með ótrúlegu andvaraleysi- Tafarlaus og fullkomin sóttkví er eina úrræðið, og hún verður einnig að ná til sýkts fólks. Ef við höfum verið svo lánsamir að slepp? við óviðráðanlega útbreiðslu í skeytingarleysinu í sumar, verður nú að freista þess að hefta vágestinn. Seinlæti jg sinnuleysi ráðamanna má ekki ráða rekinu lengur. Grem, sem Erlingur Davíðs- son. ritstjóri, skrifaði hér í blaðið fyrir nokkrum dögum um þetta mál ætti að sýna mönnum og sanna, hve mikil hætta er hér á ferð. Snúizt til varnar Erfiðleikar og hrun iðnaðanns eru alkunn saga: Fjöldi iðnfyrirtækja hefur gefizt upp ekki sízt í fata- iðnaði og skóiðnaði. Hinn mikli 'ðnaður samvinnumanna 'd Akureyri hefur ekki farið varhluta af erfiðleikunum, svo að orðið hefur mikið tap a sumum greinum undan- farið. Talað hefur verið um að draga hann mjög saman eða jafnvel ieggja niðui. En við það mundu 550 manns missa atvinnu, og það ^æri mixið alvörumál fyrir Akur- eyringa. Líklegt má telja, að hefði þessi iðnaður verið einkarekstur, væri hann þegar farin sömu leið og mörg svipuð iðnfyrirtæki, og væri Peir vart láandi í þessari glímu við ofurefli. En samvinnumenn eru ófúsir að gefast upp fyrr en í fulla hnefa og máttur samtaka þeirra hefur meira viðnámsþol. Þeir kjósa helzt að snúa vörn 1 sókn ef kostur er. Þess vegna hafa þeir nú í stað þess að gefast upp og hætta iðnrekstri freistað þess að styrkja aðstöðu þessara iðngreina með því að bæta söluskilyrðin fyrir íslenzkar iðnvörur og stofnað stóra og glæsilega verzlun i Reykjavík. þar sem íslenzkm klæðaiðnaður verður í fyrirrúmi. Þetta framtak er m]ög til íyrirmyndar, og á skilið stuðning fólks, sem vill treysta íslenzkt atvinnulíf. TÍMINN Arnold Toynbee: FYRRS HLUTS Hvað er orðið m byltingu Lenins eftir fimmtíu ár? Árangurinn hefur orðið að ýmsu Seyti annar en til var ætlazt og sumar vonirnar brugðizt alveg. Greinin, sem hér fer á eftir, er þýdd úr brezka blaðinu The Sunday Telegraph. Hún er út- dráttur úr ritgerð eftir sagn- fræðinginn Arnold Toynbee, en sú ritgerð er formáli að safninu „The Impact of the Russian Revolution, 1917—67“, sem út kom hjá Oxford Uni- versity Press 28. september s. 1. HVEíRjNIG ber að meta ástand ið í Sovétríkijunum í dag, að fimmtíu árum liðnum frá bylt ingunni 1917? Byltingin er sýnilega búin að varpa fyrir borð miklu aif þeirri djöfullegu grimmd, sem henni var ásköp- uð í upphafi. Storminn hefur laegt, en getum við verið viss ir um, að hann sé hjá liðinn með öllu? Er enginn möguleiki á £ð aftur hvessi? Bylting er aðferð til þess að koma fram breytingum, sem orðnar eru bráðnauðsynlegar, og bylting mun brj-ótast út þar til hlutverki hennar er lokið Hins vegar er ekki annað en blekking að ímynda sér, að bylting geti skapað algerlega nýj-an himinn og nýja jörð. Höfundar Sovétríkjanna sögð ust hafa afnumið Zarismann og auðvaldsstefnuna innan landamæra Sovétríkjanna. Þar á ofan héldu þeir fram, að kommúnisminn væri hugsjóna stefna, sem hefði einstæða hæfileika til að sameina mann- kynið. Bolsévikkar fullyrtu, að kommúnismanum væri áskapað að binda um heim allan endi á hefðbundinn mun stétta, þjóða og kynlþátta. (Mun trúarbragða átti hann að jafna með þvf að útrýma þeim sjálfum). Þegar Lenin og félagar hans báru fram þessar fullyrðingar sömdu þeir þjóðsögu, sem var máttug, áfeng og smitandi. Þeg ar er ljóst orðið, að ofætlanirn- ar rætast aldrei. ÞAÐ atriöi, sem mestu hefur áorkað í þá átt að gera vonir og drauma kommúnista að engu, bæði í Sovétríkjunum og annars staðar, er sigur þjóð- ernisstefnunnar. Þjóðernisstefn an hefur spillt kommúnisman um á sama hátt og hún hefur spillt frjálslyndu lýðræði. Þjóð legur metingur er nú j-afn ákafur og sundrandi í heims- hluta kommúnista og hinum hlutanum, þar sem andstæðing ar kommúnismans ráða ríkjum. f raun og sannieika hefur ekki verið uppi nema einn mik ilhæfur kommúnisti, sem var einlægur og reiðuibúinn að verja þjóð sinni og ættlandi til útbreiðslu kommúnismans í öðrum hlutum heims. Þarna er auðvitað átt við Trotsky, og vitaskuld var engin tilviljun, að Trotsky laut í lægra haldi í baráttu sinni við Stalín, stjórn málakeppinautinn, sem beindi stefnu sinni í þveröfuga átt. Stalín keppti að þvj að láta kommúnismann þjóna þjóðleg um hagsmunum Sovétríkjanna og hann var ekki sérstæður LENIN eins og Trotsky. Kommúnist- um ferst að því leyti eins og frjál-slyndum lýðræðissinnum, að þeir meta þjóðernisstefn- una meira hvenær sem í odda skerst mil-li hagsmuna hugsjón- ar þeirra og þjóðar. Þetta sannaðist enn í upp- reisn Títós gegn Sta-lín og til- kalli Kínverj-a til að t-eljast rétt trúandi verðir og boðendur hins sanna kommúnisma, sem Rússland kommúnista hefur svi-kið að sögn Kínverja. Síðan höfum við séð, hverni-g for- d-æmi Júgóslava og Kínverja hefur gætt íbúa fyrrverandi fylgiríkja Sovétrikjanna í Austur-Evrópu kj-arki, svo að þeir eru nú byrjaðir að renna stoðum undir þjóðlegt sjáif- stæði sitt. Okkur er óhætt að gera ráð fyrir, að þjóðernis- stefna Vietnama snúist til varnar ge-gn öllum ógnunum Kínverja um yfirdrottnun yfir Norður-Vietnam, ef og þegar Bandaríkjamenn hætta að þrýsta Norður-Vietnam í faðm Kina. TíiMIINN hefur einnig afmáð þá kenningu Lenin-s, að vinn- andi öreigar Rússlands og vest rænna landa séu eðlilegir og sjálfsagðir band-amenn þeirra þjóða í Asíu og Afríku, sem heimS'Valdastefnan heifur verið að nýta. Kínversikir kommúnist ar bera rússnesiku kommúnist- un-um á brýn, að þeir séu full- trúar hins velmegandi hvíta minnihluta mannkynsins, sem gert hafi þegjandi samsæri við Bandaríkjamenn um að vernda ólögmæt forréttindi þessa minnihluta. Kínverjar hafa til- einkað sér þá kenningu Lenins, að kommúnisminn sé von hinna blökk-u þjóða, en fullyrða hins vegar, að kommúnistaveldi d-ökkra manna einna sé treyrt- andi ti'l að verja hagsmuni þeirra. Rússneska kommúnismanum hefur þannig mistekizt að si-gr ast á þjóðernisstefnunni og kynþáttastefnunni, og honum hefur ennfremur misteikizt að útrýma hinum viðurkenndu trúarbrögð-um. Austrænu rétt- trúnaðarkirkjunni, mótmæl- endakirkju baptista, gyðinga- trú, múhameðstrú og búddatrú hefur öllum auðnazt að þrauka í Sovétríkjunum, þrátt fyrir ærið anðstreymi. Ástæðan er sú, að þessi söguifrægu trúar- brögð hafa mennskum einstakl- ingi upp á að bjóða eitthvað, se-m hugsjónastefna af óljós-um uppruna reynir ekki að sjá fyrir. EE við ættu-m að skýr-a sögu rússnes-ka kommúnismans þessa hálfu öld með hugtökum marx- ismans, hlytum við að telja til- gang rússnesku ríkisstjórnar- innar tæknilega og efnahags- legs eðlis. Við myndum benda á, að fyrri heimsstyrj-öldin hafi leitt í lj-ós átakanlegan tæknivanmátt rússnes-ka keis- aradæmisins, samanborið við vestræna ná-grannaríkið Þýzka- land. Dugmiklir leiðtogar hafi síðan knúið Rússa áfram til tæknilegr-ar hæfni á borð við það, sem gerist meðal vest- rænna þjóða. Sannast sagna hefur hröð tækniiþróun í hinum vestræna heimi verið sífelldur óróavald- ur i sögu Rússa síðan á seytjóndu öld. Rússar voru fyrsta þjóðin utan Vesturlanda sem reyndi að bjarga sjálfsræði sinu með því að framkvæma skyndiáætlun um tæknivæð- ingu að ve-strænni fyrirmynd. Lenin var ekki brautryðjand inn í þessari viðleitni, heldur fyrirrennari hans á 17. öld. offa Pétur mikli. Hin rússneska bylting Pét- urs mikla var einnig undanfari byltingar Lenin-s að öðru leyti. Hún var smitandi, einmitt af þeirri ástæðu, að hún var til- raun til að leysa vanda, sem Rússar áttu ekki einir við að stríða, heldur var sameiginleg- ur öðrum þjóðum, sem ekki voru af vestrænum uppruna, að s-vo miklu leyti sem og hve- nær sem þeim lenti saman við hinir tækniefldu þjóðir Vest- urlanda. ÞEGAR við könnum sögu Rússa og Kínverja á öldunum, sem hjá liðu áður en þeim lenti sa-man við vestrænar bjóð ir, rek-umst við ekki á neitt, sem bendi til, að Rússa eða Kínverja hefði nokkurn tíma drey-mt um kommúnisma í þeim skilningi, sem nú er . hann lagð-ur, ef þessi hugsjóna stefna hefði ekki áður verið búin til á Vesturlöndum og beðið þes-s til-búin, að þjóðir, sem ekki voru af vestrænum uppruna, flyttu hana inn. Kommúnisminn er vestræn uppfynding, alveg eins og frjáis lynt lýðræði og upplýst ein- ræði, og fyrir hon-um er ekki unnt að gera grein nema i ljósi liðinn-ar sögu hinnar vestrænu menningar. Marxisminn hefur verið deyfi eða örvunarlyf á markaðinum í sínum vestrænu heimahögum. Hann er ófágaðri, ofbeldis- kenndari og kreddufastari en aðrar vestrænax hugsjónastefn ur frá sama tímaskeiði, sem Framhald á 15. siðu

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.