Tíminn - 08.10.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 08.10.1967, Blaðsíða 3
SBNNUÐAGUR 8. okt. 1967, 3 TÍMINN í SPEGLITÍMANS Saud, fyrrverandi konung- ur Saudi-Arabíu hefur flutt frá Egyptalandi þar sem hann bjó á heilli hæð í Hilton hót- eli á bökkurn Nílar, asamt konum sínum, prinsum og prinses'sum. Hann var þar gest ur Nassers B?ypt81«nds»orseta eu þar sem sambúðin milli Saudi-Arab'íu og Egyptalands hefur farið batnandi, varð Saud að víikja. Hann hefur nú valið sér nýjan aðseturstað þar sem hann býst við að bet- ur fari um hann, nefnilega Grifckiland. * air William Hayley, sem var ritstjóri Times’ er nú orðinn ritstjóri fyrir Encylopedia Brit annica, sem þrátt fyrir sitt brezka nafn er gefið út af bandarísku fyrirtaaki með að- setur í Ohicago. Blaðakóngur- inn Thomas lávarður hefur i stað Sir Williams gert son sinn, Kenneth, sem er 44 ára gamall, að ritstjóra. * Jehn Lennon bítill er í þann veginn að fara til Ind- lands til þess að kynna sér nanar ýmiss konar dulspeki. Annars hiaut hann mikla við urkenningu fyrir nókkru, þeg ar brezka þjóðleikhúsið fór þess á leit við Lennon að það fengi að gera leikrit eftir bók hans In His Own Write. Var það Sir Laurenee Oliyier, sem fé'kk þessa hugmynd þegar hann hafði lesið bókina, sem hann sagði sérstaklega skemmtilega John finnst þetta stórkostleg hugmynd og er þegar farið að vinna a því að breyta bókinni, þar sem ýmsar persónur koma fram eins og Macmillion og Priceless Margarine. Og verð- ur frumsýning sennilega 3. desember. * Rudo'lf Nurejev og Margot Fonteyn hafa undanfarið dans að aðalhluitverkin í ballettum, sem færðir hafa verið upp við fconunglega enska balletti’in. Nú hefur Damé Margot hætt að dansa þar í bili og í stað Jienn ar kemur ballettdansmær frá Riódesíu sem heitir Merle Park. * HMMMIHMMMac' Sextán ára gömul stúlka lifði í tvo mánuði eftir að fluigvél, sem hún og foreldrar hennar voru í, haifði hrapað í fjallshlíð í Kaliforníu í marz. Það var veiðimaður, sem fann flakið og líkin þrjú og þegar nánar var gætt að kom í ljós, að stúlkan hafði haldið dag- bók yfir líf sitt þessa tvo mán uði, sem hún lifði eftir slysið. Jacques Tati, franski grín- leikarinn, sem margir muna frá kvikmyndinni Frændi minn hefur nýlega lokið við að leika í og gera bvikmynd, sem nefn ist Playtime. Kvikmyndin verð ur frumsýnd innan skamms í París og samkvæmt venju Jacques hefur það tekið hann sjö ár að fullgera myndina. Lögregluyfirvöld í New York hafa ábveðið að lækka lágmarkstakmark á hæð þeirra manna, sem teknir eru i ióg regluna. Lágmarkshæð var áð ur 172,7 sentimetrar, en verð ur nú 170 metrar. Er þetta gert til þess að gefa hinum mörgu Puerto Rico-búum tæki færi til þess að komast í lög regluna. Það hvíldi mikil leynd yfir væntanlegu nafni nýjasta brezka skemmtiferðaskipsins og Bretar veðjuðu hver í fcapp við annan um nafnið. Höfðu fles-t ir veðjað um að það yrði nefnt Sir Winston Churohill, en næs.t flestir að það myndi heita Karl prins eða Margrét pr>ns essa. Fteestum datt í hug að því yrði gofið nafnið Elizabeth II. Bihg Crosby og átta ára gömul dóttir hans léku nýlega saman í kvikmynd fyrir sjón- varp. Myndin nefnist Demon under the Bed og er þessi myndtekin þegar töfcu kvik- myndarinnar var lokið og Bing þakkar dóttur sinni fyr ir samstarfið. Frakkar hafa oft átt í erfið- leikuim með að vernda sína fögru tungu gegn ýmsum er- lendum áhrifum og nú síðustu árin haifa þeir margir hverjir barizt með oddi og egg gegn amemkum og enskum orðum, sem eru orðin nokkurn veginn föst í máilinu. Nú er svo fcorn- ið að nýjasta útgáfa af frömsku orðabókinni Petite Larousse heifur tekið upp ýmis ensk orð, sem aðstandendur bók- arinnar telja nú fullgilda frönsbu. Má þar nefna orð eins og hot dog, scotoh, stripteas- euse og planning familiale. * Keisarinn af Persíu hefur fram að þesisu ríkt í ríki sínu ókrýndur, 'en hinn tuttugasta og sjötta október næstkom- andi hyggst hann láta krýna sig og konu sína. Krýningar- kjóll Farah Dibah hefur verið gerður hjá Dior í París og þaðan fara starísmenn tízku- hússins með kjólinn til The- heran, þar sem verða saumaðar á hann perlur oa gimsieínar Höfuðdjásn hennar c einn■ o gert í París og er það hjá Van Cleef. Er verðmæti þess ríkisleyndarmál. * Elizabeth Taylor er að leika í bvikmynd gerð eftir leikriti eftir Tenness-ee William og er kvikmyndin tekin á Sardínu. í kvikmyndinni er dönsuð nokkur spor af japöniskum trú ardansi og hefur kvikmyndafé lagið fengið Japana beint frá Kyoto í Japan til þess að kenna Elizaibeth sporin. * Franska leifcbonan Jeanne Moreau er í þann veginn að ganga í hjónaband og er hinn væntanlegi eiginmaður ljós myndari að atvinnu, og fjórcan arum yngri en hún. Jeanne hefur verið orðuð við ymsa karlmenn undanfarin ár og var meðal annars trú'lofuð franska tízkuteiknaranum Cardin í langan tíma. Fatnaður karla og heifur alltaf verið tízkuteiknur um vandamál og alltaf hefur þeim þótt tilheyra að reyna að finna upp eitthvað nýtt og þá oft og tíðum afkáralegt um leið. Hér sjáum við nýj- ustu bugmynd ítalska tízku- lM'ííifflffl^n kvenna teiknarans Domenico Albion, sem hefur látið gera hér eihs fatnað handa karlmanni og konu. Það er loðfrakki, húfa og stígvél og það er kvenmað urinn, sem er til hægri, éf einhver er í vafa. Húsmóðir í Bretlandi hef ur sett heimsmet í prjónasfcap. Hún hefur prjónað úr sextíu kílóum af ull á níu mánuðum. Úr þessum sextíu kílóum prjón aði hún 166 stykki af fatnaði, meðal annars fimrn peysur 7 kjóia, níu dragtir, og átján hatta. ★ Maður noifckur í Dallas hef- ur höfðað mál á hendur verzi un einni þar í bæ. Hafði verzl- unin að sögn mannsins seit dóttur þans, sem er þrettán ára gömul, sundflöt, sem sást í gegnum þegar þau blotnuðu Stúlban uppgötvaði þetta, þeg ar hún fór að synda í fötun- um og fólk fór að horfa á hana, hlæja að henni og benda á hana. Befur maður- inn krafizt tíu þúsund króna í skaðabætur. Líftryggingarfélag i Massa- chusett gefur 3% afslátt þeim sem ekki reykja esna ei ,inu sigarettu í eitt ár frá því að þeir líftryggja sig. Önnur tryggingafélög þar eru hins vegar efins um það, hvort þau ættu að tafca upp sama fyrir- komulag, þar sem þeir búast við því að líftryggjandinn segi ekki endilega satt og rétt frá. ♦ í Bandaríkjunum eru 7000 einkaflugvélar og þar hafa 430 púsund menn leyfi til þoss að fljúga einkaflugvélum. Það land, sem kemur næst i -MT-r Bandaríkjunum i þessu efni er Frakkland, þar sem eru fimm þúsund einbaflugvelar, og 29 búsund flugmenn. í Bret- landi eru 1500 flugvélar, Vest- ur-Þýzkaland 1000, og Ítalíu 300.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.