Tíminn - 08.10.1967, Blaðsíða 10

Tíminn - 08.10.1967, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 8. okt. 1967. C> HOFUM FYRIRLIGGJANDI GÚMMÍ TIL OFANÁLÍMINGAR Á STÍGVÉL i ★ HAGSTÆTT VERÐ ★ TAKMARKAÐAR BIRGÐIR A> AUSTURBAKKI f SIMi: 38944 NITTO JAPÖNSKU NinO HJÓLBARDARNIR f floshjm stærð.um fyrirliggjandi f TolivSrugeymslu. FUÓT AFGREIÐSL/S DRANGAFELL H.F. : Skipholti 35- Sfmi 30 360 VOGIR og varahlutir í vogir, ávallt fvrirligg.iandi * Rít og reiknivélar. Si-ni 82380. Finnsku snjóhjóibarðarnir komnir Hakkapeliitta Nokia TIL Í8FLESTUM STÆRÐUM ásamt snjónöglunum FINNSPIKE. Finnsku snjódekkin hæfa íslenzku veðurfari. Finnland er snjóþungr land og verSur því aS hafa sérstaklegs vandað munstur á hjólbörðum sínum- Sá sem kaupir einu sinni finnsku hjólbarðana, kaupir þá aftur. HJÓLBARÐAÞJÓNUSTAN v/Vitatorg Sími 14-1-13. Opið alla daga frá kl. 8—24. ' fe* Tóbak hinna vandlátu í ÞÁTTUR KIRKJUNNAR HVERNIG ANNAST KIRKJAN FATLAÐ FÖLK? Hversu oft verður þess vart. að kirkjan virðist hafa gleymt hlutverki sínu beinlínis, í þágu þeirra, sém minni máttar eru í samfél^íi og söfnuðum. Þetta sést glöggast, og verð- ur um leið samvizkunni sár- ast, þegar heilar ha-llir og stór- ar stofnanir rísa af grunui, handa veiku eða vanmáttugu fólki, án þess að kirkja Krists eigi þar nokkurn sérstaikan hlut að máli. Auðvitað má gleðjast yfir því að andi kristins dóms, andi kærleikans er þar auðsjá- anlega að verki. Og þetta ger- i»t af þvi að við lifum í kristnu iandi og áhrif kenninga Krists aukast með hverju ári á ein- hvern hátt. Og þannig verða slíkar bygg- ingar hin beztu tákn tímanna og vörður við veg kristnilhalds t landinu á hverjum táima. Þannig er með Reykjalund, hæli fyrir vangefna og nú síð- ast hina myndarlegu bygginga samstæðu fyrir lamaða og fatl- aða, sem rís óðum af grunni. En einmitt þessi stórvirki vaxa upp af rótum víðsýni og skilnings, en minna um leið á 'hve oft og lengi hið smáa hef ur gleymzt, og að það má ekki gleymast. bví að þá geta jafn vel hallirnar hæstu orðið kald- ar og vistin þar vinasnauð. Kirkjan hefur lengi sem stofnun brugðizt hinum smáu, sem hún átti þó samkvæmt eðli -inu bezt að rnuna. Það sés<4. víða á hinuim háu, arkitektisku kirkjutröpp- um bæði útanlands og nú á síðustu tímum hér innanl-ands. Slíkur inngangur er ekki fyr- ir fótfúna eða brjóstveika, lam aða eða fatlaða, þótt vel kunni að sóma sér sem skraut bygg- ingalistar eða sem fagurfræði leg framleiðsla. Og sem betur fer hefur ver- ið tekið tillit til þessa atriðis sjálfrátt eða ósjálfrátt við byggingar sumra nýrra kirkna og er það vei. En bve-rnig hugsar svo kirkj- an það er að segiasöfnuðir al- mennt fynr þörfum og óss- um fatlaðs félks? Þar mætti ýmislegt betur fara. Þar má ekki bregðast. Þar verður nýr andi umhyggju semi og nærgætni að ná tök um, svo að kirkjan verði fram vegis þátttakandi í umhyggju »g ástúð til að létta byrðar samkvæmt boðskap meistara sins. En hann parf að verða meira en orðin tóm. Það fyrst, að auðveldia þeim sem óska og vilja að taka þátt í guðsþjónustum og félagslífi safnaða sinna. Meðal annars ætti aldrei að vera háar tröppur að dyrum kirkna. Þá ættu nokkur sæti að vera sérstaklega þægileg þeim, sem ekki þola eða illa þola að sitja í venjulegum hörðum og mjóum kirkjubekkj um. Þá gætu jafnvel stundum ver ið sérstakar guðsþjónuistur fyr ir fatlað fólk í kirkjum, sem vel hæfa því að inngangi og aðstæðum. Þá og jafnvel við hverja guðsþjónustu gætu verið sér- stakir bíleigendúr, karlar eða konur, sem tækju að sér að sækja þá, sem erfitt ættu með að komast til kirkju sinnar eða á önnur mannamót, sem slíkt fólk gamalt, fatiað eða las- burða á bágt með að sækja En til þess að þetta gæti orðið - almennt og án mistaka, gæti líknarstarfsnefnd hvers safnaðar haft skrá yfir las- burða og fatlað fólik á sínu svæði, heimilisifang þess og aðrar aðstæður. Þetta er raunar ekki margt fólk, en gætu orðið nokkrir í hverjum söfnuði væri vel að gætt. Það ætti efeki að þurfa að losna úr tengslum við safnað- arstarfið og messurnar, ef um pessa hiversdagslegu þjónustu væri séð. Og sannarlega mundi þetta skapa góðhug og þann frið kærleiksþjónustunnar, sem söfnuði. Þetta er ekkert erfitt. Þarf aðeins fyrirhyggju alúð og fórnarlund. Fatlað fólk eða lasiburða, sem vildi koma hverju sinni yrði ekki svo margt, að nokkur vandi yrði að hjálpa öilum. Og væru ekki bílstjórar eða bfleigendur tiltækix í viðkom- andi söfnuði, er enginn frá- gangssöik að ledta til annarra • safnaða í þessum tilgangi. Ekki þyrftu heldur bdlstjór- ar að koma til starfisins í ÖP- um tilfellum. Mörgum nægir aðeins fylgd og handleiðsla. Og svo má ekki gleymast, að sé byrjað á þessari eða svipaðri þjónustu, þá kemur ailtaf fleira og fleira, sem verð ur ljúft og skylt að inna af hendi hinum minnstu til handa. Þannig gætu söfnuðir nu- tímans bætt upp vanrækslu- syndir liðins tíma að einhverju leyti. Og þótt kirkjan byggði ebki hallir og hæli, en það ætti hún raunar að gera og geta gjört, þá leggði hún þó samt grunn og þak að þeirrd andlegu byggingu elskunnar, sem hún er skyldug til eftir boði hans, sem sagði: „Það sem þú gjörir einum minna minnstu bræðra, það gjörið þið mér.“ 18.9. 1967, Reykjavík. Árelíus Níelsson. Trúin flytur fjöll — Vi3 flytjum allf annað. SENPIBÍLASTÖÐIN HF. BÍLSTJÓRARNIR AÐSTOÐA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.