Tíminn - 08.10.1967, Blaðsíða 6
6
TÍMINN
Mtnn og málofni
Verður saltað upp
í samninga?
MorgunblaðifS kannaði það í
vikunni meðal sdldarsaitenda á
Norðaustur- og Austurlandi, hverj
ar horfur væru á að tateast myndi
að salta upip í samninga, ef söltun
arhaef síld bærist til lands fram
eftir vetri, en það mun -nú ríkj
andi nokkuð almenn bjartsýni um
að síldin muni fcoma upp að land
inu, þótt seinna verði hún á ferð
inni en uodanfarin ár. Niðurstaðan
af þessari könnun Morgunblaðs-
ins jcr sú, að almennt sé álitið að
unnt verði að salta upp í samn
inga, ef vandkvæði í samibandi
við manneklu á söltunarstöðvun
u m verði leyst. Veður eigi ekki
að hamla söltun, því nú sé búið
að byggja yfir söltunarstöðvarnar
víðast hvar.
Vonandi rætist vel úr með síld-
arsöltunina. Bkki er aðeins mikið
í húfi fyrir þjóðarbúskapinn í
heild að talsvert magn af síld
verði saltað á þessu ári, heldur
eru saltsíldarmarkaðir ofckar í
hættu, ef efcki tekst að standa við
gerða samningá um sölu saltsíld-
ar.
LÍÚogEBE
Landssamband íslenzkra útvegs-
manna kom saman til aukafundar
um málefni útgerðarinnar fyrir
skömmu. Var til þessa fundar boð
að til að ræða hina geigvænlegu
erfiðleika, sem þorskfiskútgerðin
á nú við að etja og þá stöðvun,
sem nú vofir yfir þorskfiskveiði
flotanum. Umræður á þessum
fundi snerust að mestu í fyrstu
í andóf gegn tillögu stjómar LÍÚ
um að fundurinn lýsti yfir sér-
stakri nauðsyn þess, að ísland
gerðist þegar í stað aðili að EFTA
og sækti um aufcaaðild að Efna
hagsbandalagi Evrópu. Taldi fund
urinn ekki ráðrúm til að ræða
slíkt stórmál á aukafundi, sem
kæmi saman til að ræða þá sér-
stöku erfiðleika, sem nú væri við
að eiga í útgerðarmálum og leiðir
út úr þeim. Stjóm LÍÚ sá sig
tilneydda að draga þessa tillögu
sína til baka. Undir lok fundar
ins bar stjóm LÍÚ hins vegar
fram nýja tillögu, þar sem sagði,
að fundurinn fæli stjórninni. „að
undirbúa greinargerð og ályktun
um hugsanlega aðild eða samn-
inga íslands og Friverzlunarbanda
lagsins og Efnahagsbandalags
Evrópu.1' Tvær tillögur fundar-
manna um sama mál voru einnig
teknar til afgreiðslu á fundinum
og sagði í annarri þeirra m. a.:
. . . “ að fundurinn samþykkir, að
ákvörffun LÍÚ um afstöðu sam-
tafcanna til EFTA verði frestað til
nœsta aðalfundar."
Þessum tillögum ölium var vís
að til stjórnarinnar til atihugunar
og fyrirgreiðslu.
í blaðaviðtali daginn eftir lok
aukafundar LÍÚ túlkar starfsmað
ur stjomar LÍÚ afgreiðsta fundar
ins á þessum tillögum á þann veg
að búið sé að selja stjórn LÍÚ al-
gert sjálfdæmi um afstöðu útgerð
arinnar á íslandi til aðildar ís-
lands að EFTA og aukaaðildar að
EBE. Og varð ekki annað skilið
en þessi stórmál ætti bókstaflega
ekki að ræða meira á fundum
LÍÚ og þyrfti enga samiþykkt aðal
fundar eða nokkurs annars fund
ar á vegum LÍÚ til að koma eða
eins og starfsmaðurinn sagði orð-
rétt: „Hefði stjórn LÍÚ því umboð
til að afgreiða mál þetta fyrir
hönd sambandsins."!!
Hafa þeir umboð?
Allir skyni bornir menn sjá
hins vegar af orðalagi tilL stjórn-
arinnar og einnig á tilvitnaðri tilL
annani/ sem hiaut samis konar
afgreiðslu og stjórnartillagan, að
stjóm LÍÚ hefur alls ekfcert um-
boð „til að afgreiða mál þetta fyr-
ir hönd samibandsins.“ Stjómin
hefur aðeins umboð til að undir
búa ályktun og greinargerð í mál
inu. Að þessari túlkun á afgreiðslu
fundarins fann Tíminn, enda vill
hann ekki trúa fyrr en betur verð
ur á tekið, að útgerðarmenn á ís-
landi hafi afsalað sér rétti til frek
ari afskipta af þessu stórmáli.
Krafðist Timinn þess að formaður
stjómar LÍÚ gæfi þegar í stað
yfirlýsingu og tæfci af skarið um
túlkun á umfboði stjórnar LÍÚ í
máli þessu. Ekkert svar hefur bor-
izt ehnþá frá formanninum, en
hins vegar hefur Morgunblaðið
brugðizt ókvæða við aðfinnslum
Tímans og fullyrt með þjósti, að
héðan í frá komi engum við, hver
á að vera afstaða útgerðarinnar á
fslandi til þessa máls, nema
stjórn LÍÚ.
Línan hans Bjarna
Þessi tillöguflutningur stjórnar
LÍÚ um sérstaka nauðsyn þess
að ísland gerðist aðili að EFTA
og sækti um aukaaðild að EBE
virðist hafa átt að koma eins og
nokfcurs konar áherzluauki á rœðu
þá, er Bjarni Benediktsson hafði
flutt á Varðarfundi nökkrum dög
um áður um hina miklu erfiðleika,
sem nú væri við' að etja. Niður-
staða landsföðurins á þeim fundi
var nefnilega sú, að leiðin út
úr ógöngunum væri sú að fá fleiri
erlend fyrirtæki til fslands til að
taka við atvinnurekstrinum. Mætti
einskis láta ófreistað að lokka hin
erlendu fyrirtæki til landsins og
erfiðum þröskuldi yrði rutt úr
vegi, ef fsland gerðist aðili að
EFTA!
EFTA áfangi á leið í
EBE.
f viðtali við Eystein Jónsson,
formann Framjóknarflokksins, ný
kominn heim af þingi Evrópuráðs
ins í Strassbourg, sagði hann m.
a. um umræðumar, sem þar urðu
um markaðsmálin:
. ^Annars virtist mér það kannski
einna lœrdómsríkast við þessar
umnæður, að allir, sem á það
minntust fögðu áherzlu á að EFTA
ætti aið vera áfangi á leið inn í
Efnaihagisbandlalagið. Þetta kom
ekki sízt fram hjá EFTA-mönnun
um sjálfum, og að EFTA-löndin
þyrftu að komast sem allra fyrst
inn í EBE. pg EFTA þar með úr
sögunni“
Framsóknarmenn hafa eimnitt
lagt á það álherzlu að fara verði
með fyllstu gát í þessum málum
og sýna þolinmæði og þrautseigju
þar til við fáum þau viðskipta
tengsl við Evrópu, sem okkur
mega teljast viðunandi. Og sem
betur fer eru það ekki aðeins
,,vondir Framsóknarmenn“, sem
slíku halda fram, heldur nær
þessi skoðun langt inn í raðir
flokfcs Bjarna Benediktssonar.
Fæ ekki skilið rökin
fyrir aðild að EETA
f „Frjálsri verzlun“, timariti,
sem gefið er út áf Verzlunarráði
íslands, birtist í sumar viðtal ýið
einn af yngri forustumönnum ís*
lenzks iðnaðar, Davíð Seh. Thor-
steinsson. Davíð hefur fylgt Sjálf
stæðisflokknum að málum og
skipaði meðal annars sæti á
framlboðslista flökksins í Reykja
vík í síðustu kosningum.. Ekfci er
því unnt að halda því fram að
pólitískt ofstæki gegn ríkisstjórn
inni ráði orðum og skoðunum
þessa manns. í viðtali þessu er rætt
um erfiðleika íslenzks iðnaðar,
hugsanlega aðild að EFTA og
ERE og fl. Eftir að rætt hefur
verið um erfiðleika iðnaðarins,
leggur blaðamaðurinn eftirfarandi
spumingu fyrir Davíð Sdh. Thor-
steinsson:
„F.V.: Þér talið um, að töluiverð
ur hiuti neyzkuðnaðarins sé illa
staddiui, þrótt fyrir ýmsar vemd-
axraðstafanir. Hvað gerist hins veg
ar, ef islendingar tengjast erlend-
um markaðsbandalöguim, því að
samfceppnin við erlendan iðnað
hlýtur þá að verða mun harðari
en nú?
Davtið: Eins og ég sagði áðan,
álít ég, að verulegur hluti ísienzks
neyzkivönuiðnaðar þurfi á ein-
hvers konar vernd að halda um
ófyrinsjáanlega framtíð, og þvi
álít ég, að niðurfeliing toila
miundi gera stórum hiuta ísienzkra
iðn aðarfyrirtækja ómögulegt að
halda áfram rekstri sínum, en
við það mundi að sjálfisögðu skap
ast bér mjög alvarlegt atvinnu-
leysi.
Ég íæ heldur ekki skiiið rök-
in fyrir inngöngu í EFTA. Út-
flutmngur okfcar til EFTA-landa
er ekki mikili, og toilar, sem við
verðum að greiða til EFTA-landa
eru hverfandi, miðað vdð þann
tolltekjumissi, sem ríkissjóður
mundi verða fyrir ,ef að aðild
yrfSi".
„Veikir samningsað
stöðu að EBE“
Davíð segi/ ennfremur:
„Ég álát ennfremur, að aðiid
ofckar að EFTA mundi mjög
veikja samningsaðstöðu okkar við
EBE, því ef til samninga kæmi
milii þetssara bandalaga, þá vær-
um við aðeins lítill aðild í stórri
samsteypu, en ekki sjálfstæður að-
iii. Þvi álít ég, að aðldarríki EBE
myndu mjög sækjast eftir að fá
okkur í EBE, ef ísland væri eina
rfkið í Vestur-Evrópu, sem stæði
fyrir utan bandalagið. Hvað snert
ir fuila aðild að EBE, þá gladdi
það mig mjög, er forsætisráðherra
lýsti því yfir fyrir nokkru að
fuil aði'ld að EBE kæmi ekki til
miájiS Siík aðild að EBE yrði
að mrnni hyggju, til þess að fs-
len/kui landbúnaður legðist nið-
ur að fullu og sveitir landsins
færu í auðn, ennfremur legðist
verulegur hiuti iðnaðarins niðúr,
og verzlun og viðskipti myndu að
miklum hluta færast á erlendar
hendui Afleiðingarnar yrðu þær,
að fólkinu í landinu mundi stór-
tækka og landið breyttist í ein-
hvers konar verstöð og ferða-
mannaland.
Þ-,3 er bvi eindrégin skóðun mín
að við eigum að standa utan við
þessu bandalög, reyna t.d. að auka
SUNNUDAGUR 8. okt. 1967.
viðskipti okkar við Bandaríkin,
þar sem við höfum mjög hagstæð
an tolísamning og greiða þá tolla,
sem hafta- og einangrunarbanda-
lögin í Vestiur-Evrópu gera ofck-
ur að greiða. Það er rétt, að
þeir tollar munu skerða lífskjör
þjóbarinnar, en þó tel ég, að allir
íslendlngar kjósi fremur frelsi og
sjiáilfstæði en að dansa í kringumi
guilkáifinn".
Skýrt svar
Frjáls verzlun spyr í fram-
haldi af þessu:
„Hcfur þj'óðin efni á því að
ístanda utan við þessi bandalög?
Davíð: Ef sjálfstæður íslenzkur
atvinnurekstur leggst niðUx að
véruiegu leyti, skuium við efcki
taia um þjóð, því að íslenzk þjóð
án Menzks atvinnulífs er ekiki
ísienzk þjóð, heidur þjónustulýð-
ur útiendinga“.
Þar fauk síðasta
skrautfjöðrin úr
viðreisnarhattinum
Ríkisstjómin hefur talið það
eina helztu skrautfjöður sína, hve
gengi íslenzks gjaldmiðils væri nú
traust erlendis. Þar væru íslenzkir
penmgar hwarvetna teknir í fulta
gildi eins og gjaldmiðiil annarra
hinaa traustustu ríkja. Þessu hef-
ur verið hampað flesta daga í mál
gögnum ríkisstjómarinnar undan-
farin misseri. Það væri gjaidieyris
varasijððurinn margrómaði, sem
myndi tryggja slikt áframlhald-
andi traust, þótt eitthvað kynni
að blása á móti í utanríkisvið-
skiptum um sinn. Þessi gjaldeyris
varasjóður er þannig til með því
að draga sparifé landsmanna úr
umferð og frá lánveitingum tii
atvtnnuveganna og hafa það á lóg
uim vöxtmm í geymslu í erlendum
bönkum. Ekki hafa erlendir bank
ar þó meiri trú á þessari „trygg-
ingu“ en svo, að þedr eru nú marg
ir hættir að skrá gengi íslenzku
krónunnai og setja fsland þar á
bekk með aumustu ríkjum Afiríku,
þar sem stjórnarfarsleg upplausn
og borgarastyTjaldir hafa rífct, þ.e.
Nígeríu, Ghana og Rodesíu.
ÍBÍTÐA
BYGGJENDUR
Smíði á
INNIHURÐUM
hefur verið
sérgrein okkar
um árabil
Kynnið yður
VERÐ
GiEÐI
IAFGREIÐSLU
FREST
m
SIGURÐUR
ELÍASSON%
Auðbrekku 52 - 54,
Kópavogi,
sími 41380 og 41381