Tíminn - 10.10.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 10.10.1967, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 10. október 1967. 9 Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkværadastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og indriðí G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifsofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusimi: 12323 Auglýsingasími: 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr 105.00 á mán innanlands — í lausasölu kr. 7 00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Alþingi kemur saman Alþingi kemur saman í dag, hið fyrsta á nýju kjörtíma- bili- Að frásögn stjórnarblaðanna hafa stjórnarflokkarnir gert með sér málefnasamning um áframhaldandi stjóm- arsamstarf, og vafalítið mun forsætisráðiierra flytja þing- inu greinargerð um það áður en langt líður. Fyrsta mál, sem lagt verður fyrir þingið, verður vafa- laust fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár, og eftir öllum sólarmerkjum að dæma munu fvlgja því frumvörp ríkis- stjórnarinnar um neyðarráðstafanir í efnahagsmálum, eins og ráðherrar hafa boðað Um efni þeirra mun for- vitni manna fremur snúast. Ríkisstjórnin hefur hiklaust Iátið uppi, að slíkar ráðstafanir muni hafa í sér fólgna kjaraskerðingu, og Alþýðusamband íslands hefur þegar mótmælt slíkum tillögum harðlega fyrir hönd launþega. En spurningin, sem er efst á baugi, og fæst væntanlega svar við næstu daga, er þessi: Til hvaða neyðarráðstafana ætlar ríkisstjórnin að grípa? Jóhann Hafstein, iðnaðar- málaráðherra, hefur fyrir noKkru upplýst á opinberum vettvangi, að ríkisstjórnin hefði þessar tillögur tilbúnar og hefði unnið að þeim hröðum nöndum í sumar, og hann hefur sagt að kjarni þeirra ráðstafana væri verðstöðvun og raunar lofað áframhaldandi verðstóðvun. Forsætisráð- * herra hélt skömmu síðar ræðu á Varðarfundi „um vand- ann, sem við er að etja“ og bar loforð Jóhanns á engan hátt til baka eða vék að því, að hverfa yrði frá verðstöðv- un. Ríkisstjórnin hefur ár og síð lofsamað þann trausta grunn, sem viðreisnin hefði buið atvinnuvegum og af- komu landsins, og nú verður henni að líkindum ekki skotaskuld úr því að byggja hin traustustu virki á þeim grunni. „Viðreisnin“ á að sækja einkunnirnar sínar úr landsprófinu næstu daga. Omerk orð Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, hefur sem kunnugt er enga stjórnardeild að annast og er staða hans nánast sú að vera fundarstjóri ríkisstjórnarinnar. Helzta dundur hans virðist vera það að setja saman svonefnt Reykjavíkurbréf, og birtist þetta vikuverk hans í Mbl. á sunnudögum Bréf hans s. 1. sunnudag er táknrænt dæmi um þessa neyðarframíeiðslu. Hið helzta sem hann hefur um aðsteðjandi vanda þjóðarinnar að segja, eriþetta: „Af Tímanum er meðal annars auðsætt, að hann a-m.k. annað veifið fagnar örðugleikunum. af því að hann telur þá fyrst og fremst munu bitna a ríkisstjóminni." Hið eina, sem þessi maður hefur að segja þjóðinni um lausn vandamálanna, er að halda því fram, að stjórnarandstaðan gleðjist af erfiðleikum þjóð- arinnar og ástæðan sé sú, að Tíminn hefur birt blákaldar staðreyndir um álit isl. krónunnar erlendis og stutt þær skjalfestum heimildum Stjórnin heimtar sem sagt, að stjórnarandstaðan stingi höfðinu í sandinn og feli óþægilegar staðreyndir fyrir þióðinn eins og málgögn ríkisstjórnarinnar gera. Ef hún eenr það ekki. er hún að „fagna örðugleikunum" segir forsætis.'áðherrann. Ástæða er til þess að biðja mann í hans stöðu að gera svo vel að finna orðum sínum betri stað, gera svo vel að nefna um það dæmi, að Tíminn haf: fagnað örðugleik unum. Tíminn skorar hér með a forsætisráðherrann að nefna um það óræk dæmi, að hann fagni erfiðleikum þjóðarinnar. en vera ekki að hlaupa með dylgjur og fleipur um þetta í annarri hverri viku. Annars hljóta þetta að dæmast ómerk ómagaorð. _ TÍMINN__________________________ ■MMMMHMMMHMMMMnHMMMIWWMtlMnMWI FRÉTTABRÉF FRÁ NEW YORK: Bandaríkjamenn deila hart um loftárásirnar í Norður-Vietnam Dúfurnar hafa unnið mikið á síðustu vikurnar: Morton öldungadeildarmaður New York, 4. o'kt. ULOÐIN birtu í morgun úr- siit seinustu skoðanakönnun- ar Louis Harris um viðhorf ai- mennings til styrjaldarinnar i Vietnam. Samkvæmt þeim er rúmur helmingui Bandaríkja manna eða 58% fylgjandi þátt- töku Bandaríkjanna í styrjöld- inm. en 37% eru mótfallnir henni. Þetta er mikil breyting 4öan í júli, en þá voru 72% fylgjandi styrjaldarþátttötounni, en ágúst laekkaði sú tala í 61%. Hún læktoaði svo enn í september. eins og áður er rakið. Annars snúast hinar opinberu umræður í Bandaríkjunuin lít- ið um það, hivort Bandaríkin eigi að taka þátt i styrjöldinni eða ekki. Flestir þeirra forustu ' manna, sem ræða málð opinber lega. eru sammáila um, að dandaríkjamenn geta ekki dreg ið sig í hlé þegjandi og hlj'óða- laust. Það, sem nú er einkum dfiii. uim, eru loftárásirnar á Norður-Vietnam. Dúfurnar svo nefndu vilja bætta þeim, þar sem það sé firumskilyrði þess, að samningar geti hafizt Fálk arnir sronefndu vilja herða pær, þar sem það muni knýja Norður-Vietnam til samninga. Jobnson forseti stendur hér mitt á milli og vill haida árás- um áfram með líkum hætti og verið hefur, nema Hanoi-stjórn in fallist á viðræður. Skoðanakönnun Louis Harr- is var ekki sízt athyglisverð varðandi þetta atriði. I apríl síðastl. viildu 67% halda loft- árásunum áfram, en 18% lá'/a hæt.ta þeim. f júní vildu 59% balda árásunum áfram, en 25% l'áta hætta þeim. Nú vildu 48% halda ánásunum áfram en 87% hætti. þeim. ÆINUSTU vikurnar eru það Júfurnar í hópi repuiblikana sem einkum hafa látið þetta mál til sín taka. Segja má, að ftomney ríkisstjóri hafi riðið a vaðið, þegar hann sagði hin djörfu en ógætilegu orð, að hann hefði verið heilaþveginn af hershöfðingjunum og em- bættismönnum Bandaríkjanna, begar hann kom til Saigon fyr- ir nofckrum misserum. Þeir nefðu sannfært hann um, að óhjákvæmilegt væri fyrir Bandaríkin að heyja styrjöld í Vietnam til að hindra út- breiðslu kommúnismans. — itomney sagði, að hann hefði við nánari athugun komizt að raun um, að þetta væri rangt. Þoti mörgum þætti það ofsagt hjá Romney að tala um heila- bvott i þessu sambandi, munu bessi óvenjulegu ummæli hans hafa vakið menn meira til um nugsunar en ella Romney bættist svo mikill og óvæntur íiðsauki, þegar Morton öldunga deiidarmanur frá Kentucky tók bemt og óbeint undir ummæli hans Morton nvtur mikils álits meðal republikana, og þó eink lur meða1 þeirra, sem taldú eru til hægri. í ræðu, sem Morton hélt fyrra miðvikudag, Komsi hann svo að orði. að Johnson hefði verið heilaþvsg- inn af hershöfðingjum og öðr- iim bandarískum embættis- mönnum, þegar hann heimsótti aaigon 1961 sem varaforseti Bandaríkjanna. Johnson hafi verið þá talin trú um, að unnt vær- að vinna hernaðarlegan sigur í Vietnam. Johnson hefði svo síðan sjálfur heiiaþvegið íjdndaríska kjósendur í forseta Kosningunum 1964, þegar hann ræfði haldið því fram, að ame- rískir hermenn þyrftu ekki að berjast í Suður-Vietnam, því að það myndu Suður-Vietnamar gear sjálfir. Johnson hefur haft rangar hugmyndir um stríðið í Vietnam, sagði Morton. Sjálf- ur játa ég, sagði Morton enn- fremur, að ég hefði haft rang- ar hugmyndir um styrjöldina og trúað því, að hœgt væri að vinna hernaðarlegan sigur, án mikilla fórna. Ég hefði sann- færzt um það nú, sagði Morton,- að friði verður ekki komið á í Vietnam með aukinni styrjöld. Þvert á móti tel ég það væn- legra til að koma á samningum, að Bandaríkin hætti að gera loftárásir á Norður-Vietnam og dragi úr vissum hemaðarað- gerðum í Suður-Vietnam. ' ÞESSI RÆÐA Mortons hefði áreiðanlega mikil áhrif, þvi að hann er af öllum talinn athug- ull og gætinn. Johnson taldi sig lí'ka þurfa að svara honum fljótt, því að tveimur dögum síðar flutti hann sjónvarps- ræðu, er var útvarpað mörg- um sinnum um öll Bandaríkin. Johnson reyndi þar mjög að verja þátttöku Bandaríkjanna í styrjöldinni í Vietnam og viln aði í ummæli Eisenhowers og Johns F. Kennedys til styrjald arafstöðu sinnar. Þau ummæli þeirra voru þó vitanlega sögð við allt aðrar aðstæður. Þá reyndi Jotonson að réttlæta loft árásirnar á Norður-Vietnam. Hann kvað stjórn sína hafa hvað eftir annað borizt til að hætta þeim, ef Hanoi-stjórnin vildi í staðinn hefja jákvæðar viðræður (productive discuss- ion) og lofa því jafnframt að nota ekki hléið á loftárásunum til að auka herflutninga til S- Vietnam. Hann kvað stjórn sína reiðubúna til að standa við þetta tilboð og hefja viðræður hvenær sem væri. Fyrir Hanoi- stjórnina getur þetta tilboð vart talizt freistandi, þar sem því fylgja skilyrði, sem ómögu leg er að fullnægja, nema N- Vietnam gangist undir strangt eftirlit varðandi flutningana til Suður-Vietnam. Þá gaf Johnson óspart til kynna, að styrjöldin í Vietnam myndi vinnast, ef Bandaríkja- menn gæfust ekki upp sjálfir. Andstæðingarnir treystu ein- mitt á, að Bandarikjamenn myndi bresta þolinmæði. Með þessu vildi Johnson óspart gefa til kynna, að dúfurnar í Banda ríkjunum væru beztu banda- menn Hanoi-stjómarinnar, þótt hann segði það ekki ber lega. í ræðu sinni gæti John- son þess að deila ekki beint á andstæðinga sína heima fyrir, heldur óbeint. Þótt ræða Johnsons væri að mörgu leyti laglega samin, mun hann ekki hafa breytt ’skoðun um margra. Það er eitthvað við svip Johnsons, sem ekki verkar sannfærandi, og hon- um hættir við að setja upp bros, þegar það á ekki við. Hann hefur ekki hinn einlæga og einbeitta svip þeirra Johns F. Kennedys og Nelsons Rocke fellers. Hann minnir meira á Nixon. Framhald á bls. 6.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.